Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.06.1976, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 07.06.1976, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Það er ekki alltaf kærleikur milli bræðra — íberhard og Karlheinz hötuðust Stóríbródir; Kurlhcinz. 26 ára yfir- Litlibróðir; Ebcriiard. 26 ára liatur gangur gerði hann að fórnardýri. hcfur gert hann að morðingja. Litlibróðir batt endi á 26 ára martröð... EBERHARD LENK sá ekki þeg- ar sjúkrabílliim ók burtu með lík eldra bróður hans, Karlheinz. Þeg- ar það var gert hafði lögreglan þegar fært hann á braut og það voru aðeins nokkrir óviðkómandi og forvitnir áhorfendur sem horfðu á sjúkraliðana bera sérstak- lega gerða kistu út úr litla húsinu í sveitaþorpinu Ober-Roden, sem er skammt frá Franfurt í Vestur- Þýskalandi. Kistan vár af sérstakri gerð, sem þýskir sjúkraliðar nota, þegar verið er að flytja látin fómardýr umferðarslysa eða morða. Plast- kista með föstu loki. En þótt áhorfendurnir sæu þannig ekki með berum augum það sem borið var út úr húsinu, vissu þeir þó hvað það var. Fyrr- verandi mannslíkami. Lík í tveim hlutum. Líkami og höfuð. Skilin hvort frá öðru með einu axar- höggi. Eberhard Lenk var maðurinn með öxina1. Örvæntingarfullur og hrottalegur punktur hafði verið settur fyrir aftan 26 ára martröð. Takmarkalaust hatur milli tveggja bræðra. Hatur, sem hlaut að enda með skelfingu. AUir þorpsbúar biðu þess. Og þennan sunnudags- eftirmiðdag gerðist það. Eberhard gat ekki tekið við meiru. Hann náði í öxina — og lét til skarar skríða. Við lögregluyfirheyrslur síðar staðfesti Eberhard að hann hefði mestan hluta ævi sinnar gengið með þá hugmynd að drepa sinn hataða stórabróður, Karlheinz. Allt frá því að Eberhard lá í barnavagninum, reifabarn, og stóri bróðir rölti í kring þriggja ára að aldri, þoldu bræðtirnir ekki að sjá hvor annan. Karlheinz var sá eldri. Sá stóri og sterki. Eberhard var allt öðru vísi. Minni og veikbyggðari. Aug- ljóst uppáhald föður jafnt sem móður þeirra. í þossari litlu sveita- fjölskyldu var ævinlega tekið til- lit til Eberhards, meðan hinn sterklegi Karlheinz var að mestu látinn sjá um sig sjálfur. .Þessi mismuni)nJáu.ffiskuárunum vár orsök þess að Ebcrhard fékk æðiskast þennan ágústeftirmiðdag. Karlheinz var bersýnilega öfund- sjúkur vegna þeirrar athygli sem hinn. veikburða bróðir hans vakti og þess vegna setti hánn sig aldrei úr færi með að stríða bróður sín- um og ná sér niðri á honum. Eberhard litli hafði vart lært að ganga fyrr en hann var næstum daglega í villtum slagsmálum við stórabróður. Og auðvitað varð Eþftthard æviniega undir, Hann leitaði huggunar hjá foreldrunum. Þar fann hann þá ást og þann skilning sem hann þarfnaðist. Karlheinz var aftur á móti húð- skammaður og iðulega barinn hressilega fyrir slagsmálin. Hatrið milli bræðranna jókst við sér- hverja hegningu stórabróður. Þetta miskunnarlausa hatur og villt slagsmáiin milli bræðranna tveggja' héldu áfram gegnum upp- vaxtarárin. Heita mátti að slags- mál á milli þcirra væri daglegt 1. MAÍ s.l. gekk sumaráætlun innanlandsflugs Flugfélags ís- lands í gildi og fjölgar nú ferð- um frá því sem var s.l. vetur. Áætlunarflug innanlands verð- ur með svipuðu sniði og á s.l. suimri, en þó verða þær breyt- ingar á að í sumar tekur Flug- félag Norðurlands að sér flug milli Akureyrar og ísafjarðar og Akureyrar og Egilsstaða til viðbótar flugi til norðaustur- landsins, Raufarhafnar og Þórs- hafnar, sem það tók að sér vor- ið 1975. Til Akureyrar verða fimm ferðir á sunnudögum, þrjár ferðir á þriðjudögum en fjórar aðra daga, samtals28 ferðir. Til Vestmannaeyja verða fimm ferðir á sunnudögum og föstu- dögum, en fjórar ferðir aðra daga. Samtals 31 ferð á viku. Til ísafjarSar verður flogið tvisvar á dag nema þriðjudaga þá er ein ferð. Til Egilsstaða tvær ferðir alla daga. Til Húsa- víkur verður flogið alla daga vikunnar. Til Sauðárkróks verður flogið alla virka daga. Til Hornafjarðar alla daga nema mánudaga. Til Patreks- fjarðar verður flogið á mánu- dögum, miðvikud. og föstud. Til Norðfjarðar á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Til Þingeyrar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Og til Fagurhólsmýrar á sunnu- dögum. brauð. Faðir þcirra reyndi eftir bestu getu að halda sonum sínum tveim hvorum frá öðrum, en það Á sunnudögum verður flogið frá Reykjavík um Egilsstaði til Færeyja og til baka sömu leið. Framhald á 6. síðu. tókst ekki. Að lokum fór svo að föðurnum var nóg boðið. Hann pakkaði saman hafurtaski sínu og yfirgaf heimilið; rekinn á flótta af hatrinu milli soná sinna. Slagsmálabræðurnir voru þekkt- ir í þorpinu. Aðrir ungir menn forðuðust þá. Enginn skildi hvers vegna þeir þurftu að vera berj- andi hvor á öðrum daginn út og daginn inn. Þess vegna voru bræð- urnir mikið til einangraðir með hatur sitt. Eftir að skóla lauk fóru báðir á sjó sem hásetar — á sitt hvort skipið. En þegar faðirirn lést árið 1971 snéru þeir báðir heim aftur og byrjuðu þegar að slást um arf- inn; litla fátæklega húsið og tvær tunnur lands. Þrátt fyrir áð báðir bræðumir gerðu sér innst inni grein fyrir því að ástandið væri óþolandi, settust þeir báðir að í litla hús- inu í Ober-Roden, — og héldu áfram að berja hvor á öðrum. Þótt Ebcrhard hefði vissulega stækkað með árunum var Karl- heinz þó enn sá sterkari þeirra. Ári fyrir uppgjörið hvarf móð- ir þeirra einnig að heiman. Hún flúði hús hatursins og settist að á elliheimili. Bræðurnir tveir bjuggu áfram í húsinu. Hvorugur vildi gefast upp og viðurkenna þannig veikleika sinn. Þess vcgna héldu þeir áfram að slást og það kom jafnvel fyrir að nágrannarnir urðu að grípa inn í og skilja þá að. Þó kom það fyrir að þeir reyndu að bæta sambúð sína. Sett- ust niður og ræddu ástandiö ítar- lega og ákváðu að verða góðir vinir. Þannig var það einmitt þennan umrædda ágústdag. Eftir einar slíkar umræður hringdu þeir til móður sinnar á elliheimilið. „Komdu og heimsæktu okkur. Við sláumst ekki framar. Nú erum við orðnir góðir vinir“ báðu Eb- erhard og Karlheinz móður sína. En móðirin var vart komin inn fýrir dyrnar þegar nýlt' 'rifrilíli upphófst. Áður cn til slagsmála kæmi gafst Karlheinz upp og sagðist ætla inn í herbergið sitt og leggja sig. Þá brast eitthvað inra með Eberhard. Hann fór frani í geymsluna og náði sér í öxi. Fór inn til bróður síns og lét höggið fallá. Einu sinni! Tuttugu og sex ára martröð var lokið. Karlheinz (29 ára) var látinn og Eberhard (26 ára) fór til að hringja á lögregluna: „Ég hef drepið bróður minn.- Einhvern tíma varð þessu að Ijúka ...“ skákhorn Alekhin er af mörgum talinn fjölhæfasti skáksniilingur, sem uppi hefur verið, jafnvígur á allt, byrjanir, miðtafl og endatafl, sér í flokki á skákmótum, þegar hann var upp á sitt besta, og næstum því eins sigursæll í einvígum, en þctta tvcnnt fer ekki allt- af saman. Skákdæmi munu vera eina hlið skáklistarinnar, sem hann spreytti sig ekki á. Þessi staða kom upp, þcgar hann setti nýtt heimsmet í blindskák, tefldi samtímis við 26 andstæðinga í New York í maí áriö 1924. Þeir höfðu taflborð fyrir framan sig, en Alekhin ekki, hann hvessti bara augun upp i homið á herberginu, en það gerði hann alltaf, þegar hann tefldi fjöl- tefli blindandi. Alekhin hefur hvítt, en S. Ferrman svart, og hvítur boðar mát í fjórum leikjum. Það er engin ástæða til að fá minnimáttarkennd, þó þú sjáir ekki mátið strax, jafnvel sterk- ustu meistarar kvörtuðu um, að þeir hcfðu alltaf höfuðverk næstu daga eftir að þeir höfðu teflt við Alekhin. WM WM mp fM'Á I s : ^; B ! j mi ‘iöf -Pjm . mm WM WA . IPs &■ ■ 11 § n ■ ■ m m •jyui gpa •RXN ‘W RXH SZ “axa 9TO ’VZ '8111 ‘^s gaH 'ÍZ ■Hioas iljh was öixyþv bridge þraul vlkunnar » 9 8 7 6 ¥ K 10 9 8 7 ♦ K G 3 4> G 4 5 4 3 2 ¥ Á 4 ♦ Á D 6 4> D 10 3 2 4 A D G 10 ¥ D G 3 2 ❖ 10 9 4 * Á 4 Suöur spilttr 6 spaða. — Útspil: Laufgosi. Ný flugáætlun fyrir sumarið '76

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.