Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.06.1976, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 07.06.1976, Blaðsíða 6
6 Mánudagsblaðið AJAX skrííar: 10. GREIN HÉRAÐSRÍGUR I UTLONDUM PRÚSSAR OG BÆJARAR OFT hefur verið talað um prússa og bæjára sem mestu andstæðurn- ar meðal þýsku þjóðarinnar, og þetta er ekki alveg út í loftið, þó að það auðvitað komi hér ein- földun í spilið, eins og alltaf í slíkum tilvikum. Umheimurinn hefur skapað sér skýrár, sterkar og einfaldaðar myndir af ibúum þessara ríkja, sem áður voru stærstu ríki Þýskalands. Og mynd- irnar eru í stórum dráttum svona Prússinn er fyrst og fremst her- maður. Hánn er stífur og stramm- ur, gengur teinréttur og jafnvel reigður aftur á b&k. Hann er al- vörugefinn og samanbitinn á svip- inn og stekkur sjaldan bros á vör. Hermennskan er hans líf og yndi, allir aðrir hlutir í lífinu eru hon- um aukaatriði. Þó er hann góður lieimilisfaðir, en elur-börn sín upp í ströngum aga og kennir þcim guðrækni og góða siði. Hann er sannur þjóðernissinni og ber djúpa virðingu fyrir máttarvöld- unum í sínu þjóðfélagi og hlýðir öllum skipunum að ofan í biindni. Hann er ábyggilegur og orðheld- inn og svíkur aldrei gefin loforð, þau eru honum heilög. Allt er í stökuslu röð og reglu hjá honum og stundvísi hans er frábær. Allt hans líf og starf er eins og úr- verk, hann mætir á hárréttum tíma til alls, sem hann á að gera. Ekki kann hann að meta gamansemi, ströng alvara einkennir allt hans líf og starf. Og útlendingum og jafnvel öðrum þjóðverjum finnst hann oftast ósköp leiðinlegur. Þannig er í stórum dráttum hin einfaldaða mynd umheimsins af prússanum. Og auðvitað er hún í verulcgum atriðum röng. í hæsta lagi gildir hún að nokkru leyti um fbúana í hinni fornu Brandenburg og í austurhéruðunum, sem þjóð- verjar höfðu unnið af pólverjum. Hún gilti alls ekki um íbúa Rín- arlandanna, sem urðu hluti af Prússlandi í byrjun 19. aldar. Þar ríkti allt annar hugsunarháttur og þjóðlíf. Og jafnvel í Brandenburg og austursvæðunum átti þessi mynd aðeins við hluta af yfirstétt- inni, aðallega gósseigendurná eða júnkarana. Hjá þeim má segja, að hún hafi gilt að vissu marki, auð- vitað með undantekningum þó. Hinar gömlu júnkaraættir lifðu aðallega fyrir tvennt, góssin sin og herinn. Mörg góssanna höfðu gengið að erfðum mann fram að manni í aldaraðir. Og júnkarar höfðu stjórnað prússneska og sið- ar þýska hernum mann fram af manni. Stéttarvitund þeirrá og stéttarhroki þeirra voru mikil. Þeir lilu með djúpri fyrirlitningu á lágsféttirnar og raunar einnig á hina nýríku borgarastélt, sem barst á með kjánalegu brambolti, eins og slíkum stéttum er lagið. Nýríkir auðborgarar þurfa á glingri og glysi að halda til að breiða yfir sinn óeðla uppruna. Júnkararnir þurftu ekki á neinu slíku að halda. T æðum þeirra rann blátt blóð mann fram af manni, öld eftir öld.' Það var miklu minna um það í Þýskalandi en Englandi, að braskarar úr dreggjum þjóðfélagsins væru aðl- aðir, ef þeim tókst með svindli að verða milljónamæringar. Enskir lávarðar í hópatali eru synir eða sonarsynir tuskusafnara' eða smyglara, sem snýttu sér með fingrunum, en urðu vellauðugir á misjafnlega heiðarlegan hátt. Ekk- ert slíkt átti sér stað meðal prússn- esku júnkaranná, þeir voru hrein- ræktað aristokrat. Það var stíll yf- ir þeim, þó að þeir væru oft þröngsýnir og íhaldssamir. Nas- isminn átti ekki við junkarana, þó að þeir yrðu því að vísu fegnir; þegar Hitler fór að endurreisa þvska herinn. En hin móðursjúku miðstéttareinkenni á nasismanum áttu ckki vjð þá. Flestir þeirra fyrirlitu brambolt nasista, þó að •' þáír. þý"rðu''ékki 1 áffi;látd'fftikite & því bera. Og það voru junkararn- ir, sem reyndu að steypa Hitler af stóli sumarið 1944. Eftir þá mis- heppnuðu uppreisn drápu nasistar junkara í hundraðá- eða þúsunda- tali. Og þar á eftir kom kommún- isminn í Austur-Þýskalandi og junkarastéttin hvarf úr sögunni, góssin voru tekin af þeim. Sumir þeirra hafa gengið í lið með 'aust- urþýsku kommúnistunum, aðrir hafa flúið til Vestur-Þýskalands. Junkarastétlin gamla er horfin úr sögunni, enda var hún orðin el- ger tímáskekkja. En hvað sem um hana má segja, var stíll yfir henni, en það er meira en hægt er að segja um yfirstéttirnar í iðnaðar- þjóðfélögum nútímans. Slík ó- hugnanleg flatneskja voru junkar- arnir aldrei. Þessi einkenni junkaranna giltu auðvitað ekki um allan þorra fólksins í hinum gömlu austurhér- uðum Þýskalands. Alþýðufólkið á þessum svæðum vár ósköp fátækt og spakt, sóðalegt og litlaust. Flest af því leit með respekt upp til sinna yfirboðara áður fyrr og ef- laust er afstaða þess til hinna kommúnistísku stjórnvalda nú á dögum eitthvað svipuð. í þess augum hafa yfirvöldin alltaf mátt- inn og dýrðina, hvort sem þau eru íhaldssamir junkarar, nasistar eða kommúnistískir embættismenn. Mynd umheimsins af bæjurum var kannski ekki alveg eins skýr og myndin af prússum, úllínurnar voru eitthvað ógreinilegri. Margir hugsuðu sér bæjarann sem algera andstæðu prússans. Hann var ekki sperrtur hernaðarsinni eins og prússinn. heldur mennskari á flest- an hátt. Oftast hugsuðu menn sér hann við öldrykkju, hann var mátulega hífaður og kátur og skemmtilegur. Hann var sísyngj- andi, dansaði fallega þjóðdansa og gekk gjarnan i þjóðbúningi. And- lit hans var hýrt og brosleitt, ekki alvarlegt og samanbitið eins og á.prússanum. Reyndar skorti hann reglusemi og stundvísi prússans. Það gekk ekki allt eftir snúru hjá bæjurunum, og þeir áttu það til að koma of seint í vinnuna og áætlunarbílar fóru ekki endilega á mínútunni. — Hjá þeim ríkti ,,Schlampsei“ eða slux líkt og hjá austurríkismönnum. En bæjarar voru miklu vinsælli en prússar af útlendingum. Þeir voru allt að því óskadraumur túristans. Þegár þeir fóru að syngja og dansa þjóðdans- ana sína í þjóðbúningum. Þessi einfaldaða mynd áf bæj- aranunt fellur ekki alveg saman við raunveruleikann. Það er að vísu rétt, að bæjarar margir eru fljótteknari og kumpánlegri við ó- kunnuga en noröurþjóðverjar. Það var oft meira fjör og líf í tuskun- um á knæpunum í Munchen en i Berlín. Þar vair oftar sungið en i norðurþýsku knæpunum. En ég skrifa ekki upp á það, að bæjar- ar séu svo miklu meiri húmoristar en þjóðverjarnir norðurfrá. Mér hefur fundist bæjerski húmorinn yfirborðskenndari og billegri oft- ast nær, stundum mjög svo barna- legur. Þá vil ég heldur húmorinn á knæpunum í Berlín. hann var oft ismeygilega góður, þó að hann væri borinn fram af meira hæg- læti. Á hinn bóginn eru sögurnar um slux og óstundvísi bæjara áreiðan- lega ýktar. Ég hef ekki orðið var við neinn verulegan mun á þessu í Munchen og Norður-Þýskalandi. Kannski er það viss kæruleysis- bragur í fari bæjarans, sem hefur komið þessum sögum af stað. Munchen er nú gerbreytt frá því sém var fyrir stríð, hún er allt að flestir bæjarar voru rammkaþólsk- ir. Reyndar hafa þeir nú orðið áð þola það, að fjöldi lútherskra villutrúarmanna er kominn inn í lánd þeirra með flóttafólkinu að austan. Enginn vafi er á því, að hér áður greip trúin í miklu rík- ara mæli inn í líf bæjarans en prússans. Kaþólsku prestarnir voru herrar hver í sinni sveit. Hið dul- ræna við kaþólskuna heillaði bæj- ara. Norðurþjóðverjarnir voru rneiri ráunsæismenn og ekki eins hneigðir til dulrænu. Það er róm- antísk æð í bæjaranum. Það er at- hyglisvert, að draumórar nasism- því óþekkjanleg, en reyndar gild- ir þetta um allt Þýskaland. Hún hefur stækkað mikið, en hún er lengur varla sérkennilega bæjenska Þar er nú fullt af flóttafólki frá austursvæðunum, sem er allt öðru- vísi í háttum en hinir gömlu bæj- arar. Meira að segja íramburður fólksins á þýskunni er breyttur,- Það er farið að skrolla á r-inu, en það gerðu gömlu bæjarárnir ekki. I einum skilningi hafa bæjarar unnið sigur á erfðaféndum sínum prússum. Bayern er enn til sem ríki, en Prússland er horfið, skipt upp í smærrj ríki. Og ég efa ekki að bæjárar af eldri kynsl’óðinni hafi af þessu gaman. Það var ó- fagurt að heyra, hverni-g margÍT þeirrá töluðu um prússa. Sumir sögðu aldrei „Preusse", heldur „Saupreusse" (svínaprússi), þegar þeir töluðu um þessa landa síná norðurfrá. Á bak við þetta leynd- ust sárindi og vánmáttakennd yfir því að Prússland hafði vaxi'ð Bayern yfir höfuð, farið langt fram úr því, þó að Bayem væri miklu eldra' ríki. Svo blönduðust trúmálin inn í þetta. Mikill merri- hluti prússa var lútherskur, en áns, rómantískir og dulrænir, áttu framan af miklu meira fylgi að fagna í Bayern en í Prússlandi. Munchen var kölluð „Háuptstadt der Bewegung" í tíð nasista, þó að Munchenbúar hafi ekki hátt um það nú í dág. Nasisminn féll í rauninni betur inn í hiná bæjj ersku rómanlík en hið kalda raun- sæi norðurþjóðverjans. H>itt er svo annað mál, að eftir að násisminn var kominn til valda, héldu marg- ir norðurþjóðverjar tryggð við stjórnina því áð yfirvöldin hafa alltaf á réttu að standa, htigsa þeir. En þá fór að koma kurr í margá bæjara því að yfirvöltfin eru ekki eins giniheilög í þeirra augum. A-.M'X Coca-Cola Þaó er drykkurinn

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.