Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.06.1976, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 07.06.1976, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Jjlaójyrir alla Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Sími ritstjórnar: 13496. —Auglýsingasími: 13496. Verð í lausasölu kr. 150. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Þjóðleikhúsið: Imyndunarveikin eftir Moliere. Þýðing Lárus Sigurbjörnsson. — Bundið mál: Tómas Guð- mundsson. — Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Búningar og tjöld: Alistair Powell. Tónlist: Jón Þórarinsson. — Dansar: Ingibjörg Björnsdóttir. Tímaskekkja! ÞEGAR hinn liðlcga tvítugi Jean Baptiste Poquelin vatt sínu kvæöi í kross árið 1643; sneri baki við lögfræði og blómlegri framtíð til að gerast lcikarinn Moliere, vakti hann skelfingu fjölskyldu sinnar og vina.- Soddán gerði enda ekki ungur maður með snefil af sjálfs- virðingu í þá daga, þegar leiklist- in var talin bæði fyrirlitleg og syndsamleg í hæsta máta, eink- um ekki cf faðir hans var vegg- fóðrarameistari hans hátignarLoð- víks 14., eins og raunin var með Jean Baptiste. En hann lét sig hafa þetta eigi að síður og lét ekki staðar numið við leikinn, heldur fór að skrifa líka. Og sinnaskipti veggfóðrarasonarins valda því að nú er heimurinn 25 leikritum og sex balletttextum rík- ari. Þau voru afköst Malieres. Þótt Moliere sé kunnastur hér á landi fyrir farsa sína og gam- anleiki er langt frá þvx að hann hafi einskorðað sig við samningu slíkra verka. Og þótt léttúð og glettni séu ríkjandi á yfirborði verka hans er alvaran aldrei langt undan. Hann tekur óspart til bæna í verkum sínum hroka lær- dómsmannsins, auðmýkt og trú- girni hins ómenntaða gagnvart fræðxmum, eigingirni og fláttskap. Það er raunar gegn þessum eðlis- þáttum sem ímyndunarveikinni er beint. Imyndunarveikin hefur án efa verið góð fyrir sinn hatt þegar hún var rituð árið 1673, og jafnvel nokkur hundruð ár í viðbót. Höf- xmdur vegur þar miskunnarlaust að læknum samtíðar sinnar, þekk- ingarleysi þeirra og tilraunum til að breiða yfir það með skrúð- málgxim lýsingum á latínu og grísku. Enda eru læknar og lyf- salar gerðir að hinum fáránleg- ustu fígúrum í leikritinu. Það verður hins vegar að segj- ast eins og er að þetta leikrit á litið erindi til áhorfenda á aft- anverðri tuttugustu öld, a.m.k. í frumbúningi. Nú veit ég ekki hvemig leikritið var leikið fyrst, en þegar það er sýnt á íslandi árið 1976 era ýktar hreyfingar og svipbrigði eina leiðin til að ná hláturstaugum áhorfenda. Og tekst þó ekki sem best. Viðtökur frum- sýningargesta vora enda afskap- lega kurteislegar en fagnaðarlitlar. Hér er ekki um að kenna frammi- stöðu Ieikaranna; Þeir gerðu yf- irleitt sitt. Leikritið einfaldlega höfðar ekki Iengur til áhorfenda. Það mætti ef til vill flokka það undir breyttan tíðaranda eða eitt- hvað slíkt. Hinn ímyndunarveiki Argan er leikinn af Bessa Bjamasyni, sem gerir honum ágæt skil. Honum bætast þarna í safn sitt nokkur svip- og raddbrigði til framtíðar- nota, auk þess sem hann notar slatta af sínum gamla Bessa inn á milli. Hæfði sem sagt vel í þessu stykki. Sigríður Þorvaldsdóttir var ágæt- lega undirförul og fláráð í hlut- verki eiginkonu Argans, hinnar síðari. Béline heitir kvensnift sú og bíður þess eins að ektamakinn hrökkvi upp af standinum svo hún fái aurana hans. Hún stendur nefnilega f þeirri meiningu að maðurinn sé fárveikur. Lái henni hver sem vill. Sigríður gerir hlut- verkinu góð skil. Anna Kristín Amgrimsdóttir leikur Angélique Argansdóttur. Haixa vill pabbinn giftast lækni svo allt sé nú sem hentugast fyr- ir hann, fárveikan manniim. Anna Kristín túlkar mótþróa dótturixm- ar ágætlega og þá einnig andúð hennar á stjúpmóðurinni. Louison, systur Angéleque og yngri dóttur Argans hins ímynd- unarveika, leikur Kristin Jónsdótt- ir. Telpan sú kom ekki oft fram, en hún stal senunni þegar hún gerði það. Atriðið þar sem hún er neydd af föður sínum til að kjafta frá ástarfundi systur sinn- ar og laumukærasta hleimar, var bráðskemmtilegt og raunar eitt af örfáum atriðum sem var virki- lega fagnað af áhorfendum. Ekki veit ég hvort þetta er frumraun Kristínar á sviði, en sé svo þá óská ég henni til hamingju. Baldvin Halldórsson bætir einni rós í hnappagatið með leik sínum í hlutverki Diafoirusar læknis. látæði hans er allt hið skoplegasla auk þess sem hann tekur úr sér neðri góminn og verður Diaforius læknir við það hin hjákátlegasta persóna cins og ætlunin raunar er. Son Diafoirusar, Tómas leikur Jón Gunnarsson. Þetta er naut- heimskur stauli og hinn kátlegasti á allan hátt, enda hafði hann ný- lokið læknisprófi með elegans. Persóna Tómasar er ákaflega ýkt eins og flestar persónur leiksins, en lakari meðferð á læknum held ég sé vandfundin. Enda var gerð- ur nokkuð góður rómur að lát- æði Jóns á frumsýningunni. Hin ráösnjalla vinnukona Arg- ans, Toinette, er leikin skemmti- lega vel af Herdísi Þorvaldsdóttur. Herdís kom mér raunar á óvart í léttleika sínum, og miðá ég þar við aldur leikkonunnar en ckki fyrri hlutverk, enda lengi verið ein af okkar bestu leikkonum. BróMr Argans, Béralde, er leik- Kristín Jónsdótir og Bessi Bjarnason í hlutverkum sínum í ímyndunarveikinni. IEIKHU inn af Árna Tryggvasyni. Hánn lék . . . tja . . . Árna Tryggva- son! Þessi bróðir ímyndunarsjúk- lingsins reynir hvað hann getur til að koma vitinu fyrir bróður sinn, en það var cins og Ámi hefði ekki náð tökum á hlutverk- inu. Auk þess sem hann tafsaði mjög á textanum. Ég get ekki að því gert, að mér datt einna helst í hug Mikki refur þegar ég fylgd- ist með tilraunum Árna til að skapa þama ákveðna persónu. Önnur hlutverk í leiknxnn eru eru smá og gera ckki stórar kröf- ur, nema ef til vill hlutverk elsk- hugans Cléante, sem er í höndum Randvers Ólafssonar. Randver er að sönnu myndarpiltur, en ekki fannst mér hann trúverðugur í hlutverki hinnar stóru ástar Arg- ansdótturinnar. Hins vegar túlk- aði hann ágætlega feimni og ó- framfærni piltsins og hafði hlut- verkið í sjálfu sér á valdi sínu. Rúrik Háraldsson, Bjami Stein- grímsson og Sigurður Skúlason fara með hlutverk læknis, lyfsala og lögbókara og gera hlutverkum sínum góð skil eins og aðrir leik- arar yfirleitt. En þau gefa lítil til- efni til stórræða. Þá er að geta þriggja dansara og eins söngvara, sem komu fram sem skemmtiatriði og gerðu sín- um hlutverkum ágæt skil, nema hvað Ingimar Sigurðsson glataði röddinni við eitt tækifæri, en fann hana aftur, guði sé lof, því hún er ágæt. Ástæða er til að geta hér að nokkru mjög góðrar tónlistar Jóns Þórarinssonar. Hún mun samin að nokkru upp úr frönsk-- um og spænskum þjóðlögum og er ástæða til að þakka Jóni sér- staklega fyrir hana. Leikmynd Alistairs Powells er prýðisgóð sem og búningar. En þar komst ég næst því að skella hressilega upp úr á sýningunni, þegar ég uppgötvaði að fatnað- - ur Béráldes Argansbróður var úr sama efni og lit og gardínurnar fyrir svefnherbergisglugganum hjá mér. Leikstjóm Sveins Einarssonár er afleit. Þegar grípa þarf til ódýrra bragða í látbragði og hreyfingum til að ná hláturstáugum áhorfcnda; er eitthvað bogið við hug-i myndaflug leikstjórans og túlk- un. Leikritið er hratt og snurðulaust á sviði og staðsetning- ar góðar, nema hvað skötuhjúin Angélique og Cléarrte-- mættu standa framar á sviðinu þegar þau stinga saman nefjum um „óperuna“ sína. Ellegar að færá' þarf stól Tómasar biðils aftar. Þau skyggja! nefnilega á hann tölu- verða stund fyrir stóram hlutá salsins vinstra megin.- Eins og fyrr segir á þetta Icik- rit afar lítið erindi til íslendinga nú á dögum, að minnsta kosti í frumgerð. Ég er hins vegar sann- færður um 'áð staðfærsla leiksins í stað og tima gæti gert úr því óborganlegan skopleik; H.M.H. Verðlaunagetraun Æskunnar og F.l. Tvö ungmenni farin til Svíþjóðar verðlaunahöfunum. og greiðir ferðalanganna meðan ásamt skrifstofu Flugleiða, götu dvelja í Stokkhókni. þau Streisand leikur Garland EINS og mörg undanfarin ár efndu Flugleiðir hf og barna- blaðið Æskan til sameiginlegrar verðlaunagetraunar s.l. vetur. Verðlaunagetraunin, sem var í formi spurningakeppni, birtist í barnablaðinu Æskunni og var þátttaka mjög mikil. Alls bárust nokkuð á áttunda þxisund svör, en Æskan er gefin xit í um 18.000 eintökum. Fyrir nokkrum dögxxm var dregið úr réttum lausnum og hlutu 1. verðlaun, ferð til Stokkhólms, þau Rögnvaldur Guðmundsson Vitastíg 12 Bol- ungarvík, 12 ára og Guðbjörg Osk Friðriksdóttir Hraunsteini 47 Vestmannaeyjum, 11 ára. Flugferðir innanlands hlutu Valdimar Þorkelsson, Freyju- götu 1 Reykjavík, Sigurður R. Þrastarson, Sólbrekku 21 Húsa- vík, Sigurður K. Ásgeirsson, Seljalandsvegi 76 ísafirði og Helga Jónsdóttir, Hafnarbraut 2a Hornafirði. Bókaverðlaun hlutu Guðrún Brynjarsdóttir, Ekrustíg 6 Nes- kaupstað, Margrét Káradóttir, Suðurgötu 75 Siglufirði, Guð- rún Einarsdóttir, Eiðum, S.- Múlasýslu, Sumarliði Már Kjartansson, Viðarholti Akur- eyri, Finnur Lúðvíksson, Mela- götu 5 Neskaupstað og Kristján Kristbjarnarson, Hlíðarenda- vegi 1 a Eskifirði. Þau Guðbjörg Ósk og Rögn- valdur Guðmundsson héldu til Stokkhólms 24. maí ásamt rit- stjóra Æskunnar og blaðafull- trúa Flugleiða. Þar tók stór- blaðið Dagens Nyheder á móti JUDY GARLAND vekur angurværar minningar, og nú er verið að gera nýja útgáfu af „A Star Is Born“, henn- ar mesta leiksigri, en að þessu sinni með Barbara Streisand í aðalhlutverki, og er eingöngu fyrir þá sem þola hið gyðinglcga sambland af velgjulcgri til- finningaseini (Schmalz) og purkunarlausri pcninga- græðgi. Judy drakk sig í hel, en það gerir Barbara ckki, hún hefði ekki efni á því, þó að hana langaði til þcss, því að hún er hundrað prósent ósvikinn amcrískur Júði allt fró klóguluni rán- fuglsnefbroddinum upp s glitrandi dollaramcrkin í sjá- öldrunum og aftur niður í hlakkandi gullæðisvælið, scm þeytist eins og banvænt og langdrægt flugskcyti frá barkakýlinu, sem minnir hrellda áhorfendur á Canver- alhöfða, og nístir allra sann- kristna tónlistarunnendur, sem tilheyra, innst að hjarta- rótum. Judy Garland

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.