Morgunblaðið - 04.10.2005, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„Á að sprauta honum?“
Umboðsmaður ís-lenska hestsins,Jónas R. Jónsson,
hefur sagt starfi sínu
lausu og hættir um ára-
mótin. Jónas segir ástæð-
una fyrst og fremst vera
skort á fjármagni en land-
búnaðarráðherra segir
deilur hafa staðið um emb-
ættið. Markmið verkefnis
til kynningar og markaðs-
setningar á íslenska hest-
inum var meðal annars að
efla jákvæða ímynd
hrossaræktar og hesta-
mennsku með áherslu á
hlutverk Íslands sem uppruna-
lands íslenska hestsins.
Jónas segir að ekki hafi allt um-
samið fjármagn skilað sér.
„Í ríkiskerfinu er eilífðarbar-
átta um peninga,“ segir hann. „Ég
er búinn að taka þessa ákvörðun
og skil sáttur við mitt. Þetta hefur
verið ánægjulegt verkefni.“
Jónas telur embættið tvímæla-
laust hafa verið til gagns.
„Ef íslenski hesturinn nýtur að-
stoðar eða fyrirgreiðslu svona
vinnu, er framtíð hans mjög
björt,“ segir hann. „Peningar sem
varið er í hann skila sér til baka í
þjóðarbúið. Hesturinn er mikil og
góð landkynning og hvetur til
heimsókna útlendinga til Íslands.“
Jónas segir vissulega hafa vott-
að fyrir óánægju í upphafi og ein-
hverjir talið fjármunum betur
varið á öðrum vettvangi.
„Það er mikil pólitík í hesta-
mennskunni. Þegar stofnað var til
embættisins komu upp óánægju-
raddir og menn voru undrandi á
að maður væri ráðinn sem væri
ekki keppnismaður eða knapi
heldur frekar markaðsmaður eða
maður með annars konar þekk-
ingu,“ segir hann. „Það hafa alltaf
verið misjafnar skoðanir á því
hvernig skuli nýta fjármuni en
þetta spilaði ekki inn í afsögn
mína. Mér hefur samið prýðilega
við aðila þótt þeir hafi ekki verið
sammála þessu í upphafi.“
Jónas segist hafa átt gott sam-
starf við Útflutningsráð og að þar
sé ágæt aðstaða til að taka við
hluta af starfinu. Síðan sé spurn-
ing hvernig afgangi fjármagnsins
verði varið. Hann segir tvímæla-
laust eftirsjá að embættinu og tel-
ur ýmislegt hafa áunnist.
„Ég held að ímyndarmál hesta-
manna hafi batnað. Í dag seljast
allir hestar sem eiga að seljast og
síðustu tvö ár hefur verð á þeim
hækkað um 25 til 30 prósent á
milli ára,“ segir hann. „Það er
mikið af fólki að byrja í hesta-
mennsku sem hefur efni á að
stunda hana og erlendis hafa
myndast mjög góð sambönd við
Íslandshestamenn. Það er líka
mikilvægt að eigendur íslenska
hestsins um allan heim eigi sér
fulltrúa sem annast þeirra mál.“
Jónas nefnir einnig að í ein-
stökum málum hafi mikið áunnist.
„Við vitum núna hvernig við
eigum að fá umsóknir fyrir ís-
lenska tamningamenn samþykkt-
ar í Bandaríkjunum og svo hefur
okkur tekist að leysa öll Þýska-
landstollamálin svokölluðu, sem
hafa verið viðloðandi í sjö ár.“
Guðni Ágústsson, landbúnaðar-
ráðherra, segist álíta að verkefnið
lifi áfram.
„Hins vegar er það niðurstaða
nefndar sem ég skipaði til að ná
samstöðu um ný átaksverkefni í
hestamennskunni og fjármagn til
þeirra, að embættið flytjist inn í
Útflutningsráð, enda hefur um-
boðsmaður unnið náið með því,“
segir Guðni en segir vissulega
vonbrigði að embættið sjálft verði
lagt niður. Það hafi þegar skilað
markverðum tíðindum inn í hesta-
heiminn og vísar hann meðal ann-
ars í atvinnumál íslenskra tamn-
ingamanna vestan hafs og þýska
tollamálið svokallaða.
Markmið að friður ríki
„Hins vegar hefur ekki ríkt sú
samstaða sem ég vænti um störf
umboðsmannsins. Mitt markmið
hefur verið að ná samstöðu með
Félagi hestamannafélaga, Félagi
hrossabænda og Félagi tamninga-
manna svo að það ríki friður og
eining og menn fái að koma að því
hvernig fjármunum sé varið. Þess
vegna sætti ég mig við að enginn
sérstakur maður starfi í þessu
embætti en tel mjög mikilvægt að
samningurinn lifi og tel alla aðila
sammála um það.“
Aðspurður hvaða deilur hann
eigi við segir hann nagg og nöldur
hafa heyrst. Menn hafi talið emb-
ættið silkihúfu, en sætti sig frekar
við þá niðurstöðu sem liggi fyrir.
Um skort á fjármagni segir
hann umboðsmann hafa vitað að
hverju hann gekk og hafa fengið
allt fjármagn sem lofað var. Hitt
sé kannski rétt að meiri peninga
hefði þurft til verksins.
Jón Albert Sigurbjörnsson, for-
maður Landssambands hesta-
mannafélaga, segist þeirrar skoð-
unar að aldrei hafi verið þörf á
embættinu, burtséð frá því hver
gegndi því.
„Það eru til mörg samtök sem
vinna að þessum verkefnum og
það er mikið betri leið að veita
peningum inn í það kerfi og gera
samninga við þá sem eru fyrir á
markaðnum,“ segir hann. „Ég
held það hafi komið á daginn að
ekki var þörf fyrir þetta embætti.
Umboðsmaður var í sjálfu sér
ekkert að vinna með okkur og var
í hálfgerðu eylandi.“
Fréttaskýring | Umboðsmaður íslenska
hestsins hættir um áramótin
Samstaða
hefur ekki ríkt
Landbúnaðarráðherra segir verkefnið
lifa áfram á vegum Útflutningsráðs
„Hesturinn er mikil og góð landkynning.“
Fjárframlög nema samtals
ellefu milljónum á ári
Samkvæmt samkomulagi um
átaksverkefni til kynningar og
markaðssetningar á íslenska
hestinum árin 2003-2007 áttu eft-
irfarandi aðilar að veita fjár-
framlög til verkefnisins árlega:
Landb.ráðuneyti: 3 millj. kr.
Samg.ráðuneyti: 3 millj. kr.
Utanr.ráðuneyti: 3 millj. kr.
Aðrir styrktaraðilar:
KB banki: 1 milljón kr.
Flugleiðir: 1 milljón kr.
Samtals: 11 milljónir króna
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
Auðbrekku 9-11
200 Kópavogur
Sími: 520 4500
Fax: 520 4501
sg@sg.is
www.sg.is
S. Guðjónsson er í fremstu röð í sölu á raf-
og lýsingarbúnaði á Íslandi og býður upp á
heimsfræg vörumerki, t.d. GIRA, Bticino,
Modular, Kreon og Regent.
Í SNERTINGU
VIÐ FRAMTÍÐINA
ROFAR, TENGLAR, ÚTVÖRP,
DYRASÍMAR OG FLEIRA FRÁ GIRA.
KOMDU OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
F
A
B
R
IK
A
N
ÁFENGIS- og tóbaksverslun ríkis-
ins (ÁTVR) er nú að kanna nákvæm-
lega hver kostnaðarskiptingin milli
tóbaks og áfengis er og vildi forstjóri
ÁTVR ekki svara að svo komnu máli
fullyrðingum framkvæmdastjóra
Samtaka verslunar og þjónustu
(SVÞ) um að hagnaður af tóbakssölu
væri notaður til að niðurgreiða
áfengi.
Í nýlegu viðtali við Morgunblaðið
sagði Sigurður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri SVÞ, að kostnaður
ÁTVR af tóbakssölu væri aðeins
brot af heildarkostnaði fyrirtækis-
ins, en tekjur af tóbakssölunni væru
um þriðjungur tekna af sölustarf-
semi.
Þar með sé ljóst að hagnaður af
tóbakssölu geri ÁTVR kleift að selja
áfengi með lægri álagningu en eðli-
legt sé.
Ákveðið í ráðuneytinu
Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR,
segir að nú sé í gangi vinna innan
ÁTVR við að fara yfir kostnaðar-
skiptingu, en vildi að öðru leyti ekki
tjá sig um hana. Hann bendir á að
fjármálaráðuneytið ákveði þá álagn-
ingu sem ÁTVR fái að leggja á vörur
sem seldar eru og á þeirri álagningu
þurfi að reka starfsemi ÁTVR.
Ívar tekur undir með Sigurði að
verði sala á léttvíni og bjór gefin
frjáls sé ljóst að rekstur ÁTVR muni
ekki ganga upp, enda einungis 5–6%
af áfengissölu ÁTVR sterkt áfengi.
Klárlega megi verslanir ÁTVR ekki
selja léttvín og bjór samhliða sterka
áfenginu við slíkar aðstæður þar sem
það gangi gegn samkeppnislögum.
Hann tekur þó fram að það sé stjórn-
málamanna að ákveða hvort áfengi
fari í dagvöruverslanir.
Kostnaðarskipting könnuð