Morgunblaðið - 04.10.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.10.2005, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN F yrir löngu síðan skrifaði ég vanga- veltur um það að hver Vesturlandabúi ætti u.þ.b. þrjá þræla sem byggju í Afríku og SA-Asíu. Frjálshyggjumenn svara þessum vangaveltum æv- inlega svo, að ef við kaupum ekki vörur frá þessum heimshluta og á þessum ósanngjörnu kjörum þá hafi fólkið það einfaldlega verra. Okkur beri þannig í raun skylda til að kaupa ódýrar vörur sem eru framleiddar af fólki á sultarlaunum, því annars séum við að gera því enn meiri skaða. Þannig sé sú skoðun mín, að okkur beri að vera meðvituð um áhrif innkaupa okkar á annað fólk, í raun mannfjandsamleg og á misskilningi byggð, þrælahald- ið sé af hinu góða og fólk eins og ég sé til þess eins fallið að valda því skaða. Eitthvað slær mig við þessa röksemdafærslu. Einhvers stað- ar tók maður dæmi um að bóndi í Asíu hefði 70 sent fyrir af- urðasölu vinnudags síns en í verksmiðju hefði manneskja heil 120 sent fyrir vinnudaginn. Þetta væru frábærar framfarir. En hversu langur var vinnudagur bóndans og hversu langur var vinnudagurinn í verksmiðjunni? Getur verið að bóndinn hafi unn- ið sex til tíu tíma á akri sínum en manneskjan í verksmiðjunni hafi unnið 12–18 tíma í sinni vinnu? Er verið að bera saman epli og appelsínur, því bóndinn í Asíu getur þó allavega borðað af akri sínum og á ekki eftir að kaupa neinn mat, á meðan verk- smiðjuverkamaðurinn hefur ekk- ert nema 120 sentin sín. Var kannski reiknað með því líka? Nú láta frjálshyggjumennirnir líka í það skína að heimsku og afvegaleiddu samviskubósarnir sem predika um að fólk eigi ekki að kaupa Nike skó viti bara ekki betur og vilji ekki að neinn kaupi neitt frá Afríku eða Asíu. Það er fráleitt og dæmigerð viljandi rökvilla. Það er til fyrirbæri sem heitir Fair trade, þar sem áhersla er lögð á að kaupa varn- ing þar sem ljóst er að framleið- andinn og verkafólk fær sann- gjarnt verð fyrir sitt framlag. Þetta þarf ekki endilega að vera tímakaup sem jafnast á við tíma- kaup í vestrænu samfélagi, en kaupmátturinn þarf að vera ein- hvers staðar á svipuðum nótum, en ekki rétt nóg til að stoppa í sultarólina. Það er fyndið að menn skuli geta haldið svona hlutum fram óbrosandi, að hinir meðvituðu neytendur séu bara svona vit- lausir og skaði fólk í þriðja heim- inum með því að kaupa ekki þrælakistuvarning. Við erum að tala um upplýsta verslun, ekki viðskiptabann. Við erum að tala um að kaupa frekar af þeim sem borga sanngjörn laun, ekki að sniðganga alla. Er kannski frjálshyggjumönn- um svo þröngt sniðinn vits- munastakkurinn að þeir geta ekki komið honum utan um þennan einfalda sannleik? Ekki vil ég ætla mönnum slíka heimsku, svo ég skýt því fram tillögu í von um sátt. Mér virðist sem viss misskilnings gæti hvað varðar hagsmuni fólks í þróun- arlöndum. Hann virðist mér vera sá að frjálshyggjumenn haldi að hinir meðvituðu neytendur vilji ekki að neinn kaupi neitt frá þróunarlöndum. Vil ég því leið- rétta þennan misskilning með eftirfarandi bón: Við skulum framvegis reyna að versla með- vitað, kaupa umhverfismerktar vörur, sem framleiddar eru með umhverfisvænum hætti og kaupa mannvænar vörur, sem fram- leiddar eru af starfsfólki sem fær sanngjörn laun fyrir sína vinnu. Ekki væri verra ef þessi vara væri frá þróunarlöndum, en það kæmi ykkur á óvart, les- endur góðir, hversu mikið af gæðavöru er hægt að fá með „Fair trade“ stimplinum. Það er nefnilega hægt að styðja við hag- vöxt þróunarlanda og um leið að friða samvisku sína. Annað úti- lokar ekki hitt, rétt eins og frjálshyggjumenn segja alltaf: Það tapar ekki endilega alltaf einhver þó annar græði. Ef við kaupum „Fair trade“ vörur, þá græða allir. Svo þarf vissulega að fella niður tolla á vörur frá þessum blessuðum löndum svo að þær geti keppt á jafnrétt- isgrundvelli. En að öðru máli, svona rétt á meðan maður hefur enn athygli lesandans. Finnst ykkur haustið ekki yndislegt? Það er svo frá- bært að ganga úti í þessu kalda og ferska lofti, sem er einhvern veginn hreinna og tærara en nokkuð annað. Ég mæli svo ein- dregið með haustinu í fegurð- arsamkeppni árstíðanna að engin önnur árstíð kemst í hálfkvisti við það. Haustið er tíminn sem syfjan leggst á lífríkið og það kemur í raun í ljós hversu mikið kraftaverk það er að við skulum tóra hér á þessu blessuðu landi. Að á þrem til fimm mánuðum skulum við í fyrndinni hafa getað aflað okkur næstum allrar þeirr- ar fæðu sem þurfti til að lifa af kaldan og blautan veturinn. Kannski er það svoleiðis með fleira í lífinu. Það eru örfáar gleðistundir sem gefa okkur kraftinn sem við þurfum til að komast í gegnum ótrúlegustu hremmingar. Við getum gengið gegnum eld og brennistein og niður til heljar hér um bil, eins og segir í kvæðinu, aðeins á minningunni um fyrstu skref dóttur eða innilegt faðmlag í stofu fyrir tveimur árum. Sumr- in koma alltaf aftur og aftur, við getum verið viss um það. Og vet- urnir koma líka aftur og aftur og við getum líka verið viss um það. En sumrin eru misgjöful og vet- urnir misharðir og mikilvægt að við vinnum vel úr þeim góðu hlutum sem okkur gefast og klæðum okkur vel þegar kólnar. Umvefjum okkur vinum og ætt- ingjum á erfiðum tímum. Hörk- um af okkur kuldann með því að njóta hlýjunnar af hvort öðru. Nú er tíminn til að sýna sam- stöðu með hvert öðru og gefa dá- lítið af okkur. Sanngjörn verslun Það tapar ekki endilega alltaf einhver þótt annar græði. Ef við kaupum „Fair trade“ vörur, þá græða allir. VIÐHORF Svavar Knútur Kristinsson svavar@mbl.is STÚDENTABLAÐIÐ kom inn um lúguna hjá mér þriðjudaginn 20. september sl. og verð ég að játa að ég varð fyrir talsverðum vonbrigðum. Reyndar slíkum von- brigðum að ég hafði samband við formann stúdentaráðs til að koma athugasemdum mínum á framfæri. Það sem fyrst sló mig var útlit blaðsins, en fyrirsagnir í blaðinu eru helzt til ólæsilegar. Þegar ég fór að rýna nánar í texta blaðsins var mér svo öllum lokið. Ljóst er að Stúd- entablaðið, með þessu fyrsta blaði nýs rit- stjóra, er að marka sér mál- efnastefnu sem ákveðinn stjórn- málaflokkur hér á landi hefur haldið mjög á lofti. Skýrir það ef til vill fáskipti formanns stúd- entaráðs, en hann sat einmitt í stjórn ungliðahreyfingar Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs. Formaðurinn brást hinn versti við athugasemdum mínum og bar af sér alla ábyrgð á efni blaðsins og ritstjórnarstefnu. Hann sagði reyndar og skýrt að stúdentaráð skipti sér að engu af efni blaðsins, þrátt fyrir að skýr- lega komi fram í blaðinu að stúd- entaráð Háskóla Íslands sé útgef- andi þess. En hverjar eru þá þessar at- hugasemdir mínar við efnistök blaðsins? Jú, ég verð að játa að það stóð töluvert í mér, þrátt fyrir að málefnin fyrir botni Miðjarð- arhafs mættu fá meira vægi í um- fjöllun fjölmiðla, að stór hluti blaðsins var tileinkaður Palest- ínumönnum, og var umfjöllunin mjög einsleit og ekkert gert í því að bera málstað Ísraelsmanna á borð fyrir lesendur. Fylgdi blaðinu sérstakt aukablað, sem átti að fjalla sérstaklega um háskólanám í Palestínu, en þegar betur er að gáð, þá er ljóst að af sex blað- síðna aukablaði er einungis ein síða sem kemur inn á háskóla- menntun þar í landi. Fleiri greinar blaðsins voru auk þess að mínu mati meira til vanza en hitt. Ber þar að nefna grein um mótmæl- endur Kárahnjúka- virkjunar. Kemur ber- lega fram í fyrsta kafla greinarinnar að höfundur er algjörlega á móti virkjunarfram- kvæmdum. Er svo sem ekki neitt við umfjöllun um Kárahnjúkavirkj- un eða málefni henni tengd að amast, væri það gert á hlutlausan hátt þar sem allar hliðar væru at- hugaðar í stað þess að slá fram sleggjudómum og hrapa að álykt- unum. Tók steininn úr í umfjöll- uninni þegar höfundur grein- arinnar sá sig tilknúinn til að vitna í Adolf Hitler máli sínu til stuðn- ings. Þrátt fyrir að ritstjórnargreinar eigi eðli sínu samkvæmt að vera beinskeyttar, þá finnst mér þó sem að ritstjóri Stúdentablaðsins hafi stigið í vitlausan fótinn þegar hann páraði niður hugrenningar sínar til birtingar. Kveður þar við sama tón og í stærstum hluta blaðsins. Ég leyfi mér að vitna í ritstjórann: „Ég fylgdist með inn- rásarherjum murka líftóruna úr torfum manna. Ég sá íslenska rík- isarfa faðma að sér útsendara fólkmýgisins í Ameríku og horfði skelfingu lostinn á dáta ættaða úr Eyjafirði(!) hópast til Afganistans og Íraks.“ Ég held að svona orð verði að fá að dæma sig sjálf. Mér þykir verulega miður að blað útgefið í nafni stúdenta, er nema við Háskóla Íslands, standi svona að efnistökum sínum. Að mínu viti á blað sem vill kenna sig við háskóla vissulega að bera á borð efni sem ýtir við fólki og hvetur það til umhugsunar! En er þá ekki lágmarkskrafa að það sé gert með hætti sem sæmir há- skólamenntuðu fólki? Á ekki að velta upp mismunandi hliðum mála og leyfa lesendum svo að draga eigin ályktanir? Á blað sem útgef- ið er af jafn litríkum hópi og stúd- entum ekki að forðast einsleitni í efnistökum og gæta sín á því að hallast ekki að einni stjórn- málastefnu frekar en annarri, nema þá ef það þjónar beinum hagsmunum stúdenta? Að mínum dómi fær nýr ritstjóri og ritstjórn Stúdentablaðsins fall- einkunn. Formaður stúdentaráðs og stúdentaráð allt fá sömuleiðis falleinkunn, ef satt er, sem haft er eftir formanninum, að stúdentaráð Háskóla Íslands láti sig að engu varða það efni sem gefið er út í þeirra nafni! Stúdentar bera ekki ábyrgð á Stúdentablaðinu Páll Heimisson gagnrýnir ritstjórn Stúdentablaðsins ’Að mínum dómi færnýr ritstjóri og ritstjórn Stúdentablaðsins fall- einkunn.‘ Páll Heimisson Höfundur er laga- og þýskunemi við Háskóla Íslands. ÁFENGIS- og vímuefnaráðgjafar eru stétt sem verið hefur í mótun á Íslandi í tæp þrjátíu ár. Í upphafi voru það nær eingöngu ein- staklingar sem höfðu persónulega reynslu af áfengissýki, annaðhvort sem alkóhólistar eða aðstandendur þeirra, sem urðu áfeng- isráðgjafar. Þessir frumkvöðlar voru reknir áfram af hug- sjón til að bæta stöðu alkóhólista og fjöl- skyldna þeirra á annan hátt en gert hafði verið fram að því. Nýjar hugmyndir um bata við alkóhólisma og aukin læknisfræðileg þekk- ing á sjúkdómnum gerði ráð fyrir þessari nýju stétt manna og kvenna innan heilbrigðiskerfisins. Í nýjasta ársriti SÁÁ kemur fram að „Áfengis- og vímuefnaráðgjafar SÁÁ eru um 40. Þeir bera hitann og þungann af end- urhæfingunni sem fer fram á göngu- deildum og endurhæfingarheim- ilunum Vík og Staðarfelli.“ Eftir því sem meðferð áfeng- issjúkra hefur þróast hefur hlutverk áfengis- og vímuefnaráðgjafar breyst mjög mikið. Hjá SÁÁ þar sem ég hef starfað síðan 1997 vinna ráðgjafar, eins og þeir eru kallaðir dags daglega, að ákveðnum verk- efnum sem skilgreind hafa verið inn- an stofnunarinnar í samvinnu við lækna og hjúkrunarfólk. Við höfum ákveðna starfslýsingu sem við störf- um eftir og nýtum þau tækifæri sem gefast til að mennta okkur og auka hæfni okkar í starfi. Til þess að geta orðið ráðgjafi þá þarf að hafa vilja til að læra og tileinka sér ákveðnar að- ferðir sem viðurkenndar eru í vímu- efnalækningum. Fagmennska er grundvölluð á menntun, þekkingu, siðareglum og faglegum gildum. Þörf er á að móta frumskuldbindingu starfsins sem kveður á um tilgang starfsins og hlutverk þess í samfélaginu og þar með þá þjónustu sem því er ætlað að veita. Skilgreina sam- félagslega ábyrgð stéttarinnar og setja kröfur um menntun og færni. Svo vitnað sé aftur í ársskýrslu SÁÁ þar sem stendur „SÁÁ- samtökin hafa menntað sína áfengis- og vímu- efnaráðgjafa sjálf nú um tveggja áratuga skeið og mynd- að með því nýja stétt sérfróðra heil- brigðisstarfsmanna hér á landi. Smám saman hefur kennslan og handleiðslan fyrir nýju ráðgjafana orðið að skipulögðum ráðgjafaskóla sem SÁÁ starfrækir við sjúkrahúsið Vog í góðri samvinnu við FÁR, Fé- lag áfengisráðgjafa.“ Til þess að áfengisráðgjafar, vímuefnafræðingar eða hvað við kjósum að nefna okkur geti þróast og orðið starfsstétt sem gerðar eru sömu kröfur til og annarra heil- brigðisstétta þurfa að koma til reglusetningar og skilgreiningar frá stjórnvaldinu. Það þarf að setja þennan hóp niður innan heilbrigð- iskerfisins og skilgreina hvað þurfi til, hvað varðar menntun og hæfni, svo vinna megi með vímuefna- sjúkum eða aðstandendum þeirra. Einnig þarf að setja reglur um hvernig aðkoma stéttarinnar á að vera að forvörnum og vinnu með ýmsum sérhópum, s.s. föngum. Að lokum langar mig að vitna í siðareglur Félags áfengisráðgjafa um fagleg gildi áfengisráðgjafar: „FÁR samanstendur af atvinnu- ráðgjöfum sem eru ábyrgir atvinnu- menn í umönnun og trúa á reisn og virðingu mannsins. Í starfi sínu leggja þeir áherslu á að sið- fræðilegar grundvallarreglur sjálf- ræðis, velvildar og réttlætis verði að stýra hegðun þeirra. Sem atvinnu- menn hafa þeir helgað sig meðferð skjólstæðinga, sem eru háðir hvers- konar vímuefnum, og fjölskyldum þeirra. Þeir trúa að þeir geti veitt meðferð sem virkar á einstaklinga og fjölskyldur. Áfengisráðgjafar helga sig því að vinna til heilla sam- félagsins, skjólstæðinga, starfs- greinarinnar og starfsfélaga.“ Áfengis- og vímuefnaráð- gjafar á Íslandi Magnús Einarsson skrifar um áfengismál ’Það þarf að setja þenn-an hóp niður innan heil- brigðiskerfisins og skil- greina hvað þurfi til hvað varðar menntun og hæfni svo vinna megi með vímuefnasjúkum eða aðstandendum þeirra.‘ Magnús Einarsson Höfundur er áfengisráðgjafi CAC og hefur starfað hjá SÁÁ í átta ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.