Morgunblaðið - 04.10.2005, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í SEPTEMBER hófst átakið
Verndum bernskuna, því er ætlað
að vekja athygli á stöðu barna í
samfélagi okkar, styrkja foreldra
og forráðamenn í uppeldishlutverk-
inu og auka umræðuna um mál-
efnið.
Bæklingur með tíu heilræðum
fyrir foreldra og uppalendur hefur
nú borist inn á flest heimili í land-
inu. Heilræðunum er ætlað að
vekja foreldra og uppalendur til
umhugsunar um uppeldi barna
sinna.
Í september var lögð áhersla á
fyrsta heilræðið sem
er Leyfum barninu að
vera barn en heilræði
októbermánaðar er
ætlað að vekja okkur
til umhugsunar um
hlutverk okkar sem
uppalenda og hvers
það krefst af okkur.
Heilræði 2: Þorum
að axla ábyrgð sem
uppalendur
Að ala upp barn
reynir oft á þolinmæð-
ina. Stundum er
ábyrgðin yfirþyrmandi. En það
bitnar bæði á þér og barninu ef þú
hefur ekki kjark til að axla ábyrgð
sem foreldri og uppal-
andi.
Ef vandamál koma
upp, sem erfitt er að
leysa, skaltu ekki hika
við að leita aðstoðar
hjá fagfólki. Talaðu
líka við aðra foreldra
og uppalendur til að fá
ráðleggingar. Það
styrkir þig í uppeldis-
hlutverkinu að heyra
hvernig aðrir takast á
við það.
Enginn er fullkom-
inn. Við gerum öll mis-
tök. En þú ert fullorðinn ein-
staklingur og veist betur en barnið
þitt hvað því er fyrir bestu. Hikaðu
ekki gagnvart barninu þínu. Börn-
um líður betur og þau eru öruggari
ef þeim eru sett mörk. Segðu nei
þegar þess þarf og stattu við
ákvörðun þína.
Upplýsingar um verkefnið er að
finna á www.verndumbernskuna.is
Heilræði fyrir foreldra og uppalendur
Ásta Hrafnhildur Garð-
arsdóttir fjallar um átakið
Verndum bernskuna ’Að ala upp barn reyniroft á þolinmæðina.
Stundum er ábyrgðin
yfirþyrmandi. ‘
Ásta Hrafnhildur
Garðarsdóttir
Höfundur er verkefnastjóri er átaks-
ins Verndum æskuna.
Í ÁGÆTRI um-
fjöllun um ævisögur
sunnudaginn 2. októ-
ber fór Sigríður Al-
bertsdóttir nokkrum
orðum um bók mína,
Tvístirni – sögu
Svanhvítar Egils-
dóttur. Mér þótti
vænt um að heyra
loks vitræna umræðu
um verkið sem ég
lagði mikla vinnu í á
sínum tíma en fékk
nánast enga gagnrýni
utan þess að Friðrika
Benónýsdóttir, gagn-
rýnandi Morg-
unblaðsins, fann
henni margt til for-
áttu og taldi gæfu-
legra að Svanhvít
hefði þar sjálf haldið
á penna! Mig langar
þó að koma með
nokkrar athugasemd-
ir við ummæli Sigríð-
ar.
Í þættinum ber hún saman sögu
Svanhvítar og sögu Sonju Zorilla
sem út kom um líkt leyti eða
haustið 2002. Þá bók skrifaði
Reynir Traustason og hafði, eins
og Sigríður sagði, aðgang að
Sonju sem lagði honum til allt efni
í verkið. Sigríður tekur fram að
Svanhvít hafi verið látin þegar
ævisaga hennar var rituð þannig
að höfundur hafi þurft að byggja
hana á frásögnum vina og Kunn-
ingja. Niðurstaða hennar er sú að
þar hafi verið vel að verki staðið
og hún dregur þá
ályktun að litlu máli
skipti hvort persónur
ævisagna séu lifandi
eða látnar þegar
fjallað er um feril
þeirra.
Mér þykir vænt um
að persóna Svanhvítar
skuli hafa komist vel
til skila í bókinni Tví-
stirni þótt við ættum
aldrei saman orðastað.
Hins vegar sést Sig-
ríði yfir að bókin
byggir á mikilli heim-
ildaöflun enda þess
ítarlega getið í bók-
arlok hvar upplýs-
ingar eru fengnar.
Þær byggjast ekki
aðeins á viðtölum við
vini og ættingja,
heldur er vísað í
margar bækur, bæði
innlendar og erlend-
ar, dagblöð frá Aust-
urríki, Þýskalandi,
Finnlandi og víðar, sendibréf og
síðast en ekki síst sundurlausa
minnispunkta sem Svanhvít lét
eftir sig. Það var ekki síst þessum
uppsprettum að þakka að mér
tókst með mikilli fyrirhöfn að gera
heildstæða mynd af þessari konu
sem ég hafði aldrei séð.
Einhverra hluta vegna virtist
útgefendum Sonju Zorilla meira í
mun að koma henni á markað en
þeim sem ég samdi við fyrir hönd
okkar Svanhvítar og einhverra
hluta vegna tók bókmennta-
umræðan meiri lit af því. Þess
vegna fagna ég þessari umfjöllun
Sigríðar Albertsdóttur og nota
tækifærið til að benda á þá gíf-
urlegu vinnu sem liggur í því að
fjalla á sannfærandi hátt um látna
listakonu.
Að gæða látna lífi
Guðrún Egilson segir frá því
hvernig staðið var að heimilda-
vinnu við bókina Tvístirni –
sögu Svanhvítar Egilsdóttur
Guðrún Egilson
’…bókin byggirá mikilli heim-
ildaöflun enda
þess ítarlega get-
ið í bókarlok
hvar upplýsingar
eru fengnar.‘
Höfundur er kennari við Verzl-
unarskóla Íslands og rithöfundur.
Í GREIN Sveins
Hjartar Guðfinnssonar
í Morgunblaðinu 29.
sept. undir fyrirsögn-
inni „Ábyrgðarlaus
umræða forstjóra
Barnaverndarstofu“,
eru mér gerð upp
sjónarmið, sem ég
ekki hef. Tilefnið er
fréttaflutningur Stöðvar 2 þar sem
fjallað var um tæknifrjóvganir, ætt-
leiðingar og fósturráðstafanir. Við
mig var haft viðtal þar sem fram
kom að skortur væri á fósturfor-
eldrum, sem áhuga hefðu á að taka
börn í varanlegt fóstur,
en svo hafi ekki verið á
árum áður. Aðspurður
um ástæður þessa
nefndi ég til sögunnar
tæknifrjóvganir og
aðrar læknisfræðilegar
framfarir ásamt ætt-
leiðingum barna frá út-
löndum, sem hafa
dregið úr fjölda þeirra
sem leita eftir fóst-
urbörnum.
Sveinn Hjörtur
ályktar af þessu að ég
vilji þar með „gera lítið úr pörum
sem fara í glasafrjóvgun og því sem
þau ganga í gegnum“. Alls ekki má
draga ályktanir af þessum toga af
orðum mínum. Í umræddu viðtali
var af minni hálfu einungis varpað
fram skýringu á þróun sem átt hef-
ur sér stað en ekki látið í ljósi sér-
stakt álit á henni. Tilgangur minn
var sá einn að vekja athygli á því að
þau börn eru til sem skortir tilfinn-
anlega varanlegt fósturheimili í því
skyni að auka líkur á að hæft fólk
kynni að gefa sig fram. Umgjörð
fréttarinnar var hins vegar með
þeim hætti að misskilning Sveins
Hjartar má e.t.v. afsaka.
Í tilefni greinar Sveins Hjartar er
mér er hins vegar ljúft og skylt að
láta í ljós afstöðu mína til tækni-
frjóvgana. Ég er honum fyllilega
sammála um að tilkoma tækni-
frjóvgana er mikið gleðiefni og hef-
ur blessunarlega fært mörgum fjöl-
skyldum dýrmæta lífshamingju sem
þær annars hefðu farið á mis við.
Loks vil ég þakka Sveini fyrir fal-
lega mynd sem greininni fylgdi af
stoltum föður og broshýrri dóttur,
sem mér finnst einhvern veginn
táknræn fyrir þessa afstöðu sem
vonandi allt gott fólk er á einu máli
um!
Um tæknifrjóvganir
Bragi Guðbrands-
son svarar grein
Sveins Hjartar Guð-
finnssonar
’Tilgangur minn var sáeinn að vekja athygli á
því að þau börn eru til
sem skortir tilfinn-
anlega varanlegt fóstur-
heimili… ‘
Bragi Guðbrandsson
Höfundur er forstjóri
Barnaverndarstofu.
Á FÖSTUDAGINN
var tekin ákvörðun í
ríkisstjórn Íslands
sem marka mun tíma-
mót í samgöngum við
Bolungarvík. Sam-
þykkt var sú tillaga
samgönguráðherra að
fela Vegagerðinni að
hefja nú þegar rann-
sóknir og athuganir
sem miða að því að
hægt sé að hefjast
handa um jarð-
gangagerð undir Ós-
hlíð á árinu 2006.
Ákvörðunin markar
þau tímamót að fallið
er frá hugmyndum
sem ekki tryggja fullt
öryggi á þeirri leið
sem um ræðir. Vega-
gerð ríkisins hafði auk
jarðganga á þessum
stað sett fram ódýrari
hugmyndir um 500 m
skála sem ekki hefði
veitt fullt öryggi á
„Skriðum“. Nú er því búið að
tryggja að fullt öryggi náist á veg-
inum frá Bolungarvík að „Einbúa“
eða m.ö.o. undir Óshyrnunni sjálfri.
En eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum, þá liggur vegurinn um Ós-
hlíð undir þremur fjöllum, þ.e. Ós-
hyrnu, Arafjalli og Búðarhyrnu en á
milli fjallanna liggja dalirnir Kálfa-
dalur og Seljadalur.
Með ákvörðun sinni
er ríkisstjórnin að
marka þá stefnu að ein-
ungis fullt öryggi sé
ásættanlegt í sam-
göngum um Óshlíð. Það
er því eðlilegt að gera
ráð fyrir að næstu
áfangar á Óshlíð, þ.e.
vegurinn undir Arafjalli
og Búðarhyrnu uppfylli
þetta sama öryggi, þeg-
ar þar að kemur. Þetta
fellur fullkomlega að
stefnu heimamanna
sem vilja tryggja fullt
öryggi vegfarenda með
jarðgöngum.
Full ástæða er til
þess að þakka sam-
gönguyfirvöldum skjót
viðbrögð við mjög svo
aðkallandi vandamáli.
Óhætt er að fullyrða að
framkvæmdir í kjölfar
þessarar ákvörðunar
hefjast mun fyrr en
nokkur hafði þorað að
vona, en stefnt er að því
að framkvæmdir geti hafist innan
árs, skv. upplýsingum úr samgöngu-
ráðuneytinu.
Tímamóta-
ákvörðun
Elías Jónatansson fjallar um
nýja gangagerð til Bolung-
arvíkur
Elías Jónatansson
’Full ástæða ertil þess að þakka
samgöngu-
yfirvöldum
skjót viðbrögð
við mjög svo að-
kallandi vanda-
máli.‘
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
Bolungarvíkur.
TIL ritstj.
Við hjá Dýraverndarsambandi
Íslands (áður Sambandi dýravernd-
unarfélaga Íslands og Dýravernd-
unarfélagi
Reykjavíkur)
höfum miklar
áhyggjur af því
þegar birtar eru
myndir í blöð-
unum – og þá
sérstaklega í
Morgunblaðinu –
af glaðbeittum
veiðimönnum
með fallna bráð
sér við hlið.
Burtséð frá því hvers konar áhrif
það kann að hafa á yngsta fólkið
okkar, að hampa alveg sérstaklega
myndarlagum mönnum með
byssur, þá held ág að það hafi
meiri áhrif að sjá þetta í Morg-
unblaðinu en að sjá þá á skjánum
eða í bíó og þess háttar. En að
birta líka myndir af föllnum dýr-
unum eða í einhverjum annarlegum
stellingum eins og á myndinni í
morgun [fimmtudaginn 29. sept-
ember] kemur við hjartað í mjög
mörgum. Meindýraeyðirinn heldur
einhverju fantataki á kanínunni og
erfitt er að sjá hvort hún er dauð
eða lifandi.
Þetta teljum við mjög slæmt for-
dæmi og leggjum fram þá frómu
ósk að hætt verði að hampa skot-
veiðimönnum svona. Ef það er of
langt gengið – þá er það næstbesta
að birta ekki myndir af dýrunum
með þeim.
Með bestu kveðjum,
SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR
hdl., DSÍ.
Myndir
af skotn-
um dýrum
Frá Sigríði Ásgeirsdóttur:
Sigríður
Ásgeirsdóttir
UNDANFARIÐ
hef ég setið á
mínum sára enda
og ekkert sagt,
en nú er varla
hægt að þegja
lengur. Konur
virðast nú vera
að yfirtaka heim-
inn og er merki-
legt að veröldin
skuli hafa staðið
af sér tímanns
tönn án þeirra
ítaka í framlínu
atvikanna. Nú þykir þeim sem
menn hafi á þeim setið og finnst nú
tími til kominn, að þær komist til
valda og virðingar í heiminum.
Núna síðast hefja þær upp sína
hjáróma rödd og skammast yfir því
að ekki skuli vera nema ein stytta
af konu í Reykjavík allri. Ég hef
alltaf haldið að styttur væru reistar
í minningu einhvers, sem hefur
skarað framúr öðrum! Svo er ann-
að: meðan svokallaðar dagvist-
armömmur, sem ekki geta sætt sig
við kaupið, eru nú æfar, þegar
áætlað er að fylla störfin af góð-
hjartörtuðum, eldri konum, sem
ennþá hafa í sér hið upprunalega
eðli konunnar, að annast börn og
sjá um þeirra uppeldi. Ég varð
ungur þeirrar blessunar njótandi,
að eiga móður sem ekki skamm-
aðist sín fyrir að vera „bara“ hús-
móðir og sjá um uppeldi sinna
barna. Sannarlega fer heimur
versnandi.
BJÖRN B. SVEINSSON,
Hamarstíg 23, 600 Akureyri
„Konur“;
hvað er
nú það?
Frá Birni B. Sveinssyni:
Móðurást, eftir
Nínu Sæmundsson
myndhöggvara.
Fréttir í tölvupósti