Morgunblaðið - 04.10.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 33
MINNINGAR
✝ Sigríður RakelÞórarinsdóttir
fæddist í Þernuvík
við Ísafjarðardjúp
16. nóvember 1920.
Hún lést á heimili
sínu við Norðurbrún
1 þann 25. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Halldóra Guð-
jónsdóttir, f. 1. júní
1886, d. 3. ágúst
1958, og Þórarinn
Dósóþeusson, bóndi
í Þernuvík, f. 27.
maí 1882, d. 26. maí 1970. Sigríð-
ur var önnur í röð fimm systkina.
Hin eru Jón Helgi, f. 28. mars
1919, d. 8. ágúst 1945, Rannveig,
f. 26. ágúst 1922, Ásgerður, f. 3.
maí 1924, og Kristín Elín, f. 24.
janúar 1928, d. 13. mars 1996.
Sigríður giftist 9. júní 1951 Jón-
asi Marvin Gunnarssyni, kaup-
manni í Reykjavík, f. 24. desem-
ber 1924, d. 8. maí 1988.
Foreldrar hans voru Kristín
Kristjánsdóttir, f. 30. september
1885, d. 12. mars 1958, og Gunnar
Erlendsson, f. 3. júlí 1894, d. 9.
maí 1968. Synir þeirra Sigríðar og
Jónasar eru: 1) Þórhallur Jón, f.
17. september 1951, eiginkona
hans er Sigríður Fanný Másdóttir,
f. 19. mars 1958. Börn þeirra eru:
A) Guðlaug Dröfn, f. 10. október
1978. B) Lárus Freyr, f. 14. nóv-
ember 1981. 2)
Gunnar Halldór, f.
23. júlí 1953, eigin-
kona hans er Inga
D. Karlsdóttir, f. 21.
ágúst 1954. Börn
þeirra eru: A) Jónas
Þór, f. 28. ágúst
1978. B) Sesselja
Dagbjört, f. 29. sept-
ember 1981. 3)
Bergþór, f. 8. apríl
1957, eiginkona
hans er Sigurbjörg
H. Bjarnadóttir, f.
22. september 1958.
Börn þeirra eru: A) Eva Ösp, f. 18.
ágúst 1982. B) Tinna Sif, f. 14. des-
ember 1985. 4) Kristján Aðal-
björn, f. 28. nóvember 1962.
Sigríður ólst upp í Þernuvík og
eftir skólagöngu í Reykjanesi, í
Hnífsdal og við Húsmæðraskól-
ann á Ísafirði hélt hún til Reykja-
víkur og vann þar margvísleg
störf, einkum tengd þjónustu og
verslun.
Sigríður og Jónas bjuggu nán-
ast allan sinn búskap í Akurgerði
34 og hún bjó þar í alls 16 ár eftir
hans dag.
Sigríður tók, auk húsmóður-
starfa, verulegan þátt í verslunar-
rekstri eiginmanns síns á meðan
heilsan entist.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Við vorum allar ungar að árum
þegar við kynntumst Siggu fyrst.
Hún tók okkur strax opnum örmum
og lét okkur finna hve velkomnar
við vorum í fjölskylduna. Og ekki
einungis okkur heldur umvafði hún
einnig allt okkar fólk. Þetta lýsir
henni vel því hún var einstaklega
mikil fjölskyldumanneskja og
traustur vinur sem hafði einlægan
áhuga á því sem fólkið hennar var
að fást við. Það var því oft mjög
margt um manninn í Akurgerðinu
en samt var heimilið alltaf skínandi
hreint og hver hlutur á sínum stað.
Alltaf var búið að baka og kaffið
borið inn í stofu á bakka. Það eitt að
drekka kaffi með Siggu hafði yfir
sér einhvers konar sérstaka stemn-
ingu og sú stemning einkenndi líka
þorrablótið, sprengidaginn, kosn-
ingakaffið, 17. júníkaffið, öll matar-
boðin á sunnudögum svo ekki sé
minnst á afmæli og jólaboð sem hún
stóð fyrir. Hún var alla sína tíð ótrú-
lega dugleg að halda fjölskyldunni
saman og hafa samband við vini og
kunningja. Sigga var líka óumdeil-
anlega frábær kokkur og okkur
tengdadætrunum þótti aldrei neitt
athugavert við það þó eiginmenn-
irnir segðu: ,,Heyrðu, hún mamma
gerir þetta nú svona“ eða „ekki ger-
ir mamma þetta svona“ og hringd-
um sjálfar iðulega í hana til að fá
góð ráð og leiðbeiningar. Sigga af-
sannaði nefnilega með öllu hina
margrómuðu sögu um tengda-
mömmugrýluna.
Eftir að barnabörnin fæddust
fylgdist hún með uppvexti þeirra af
lífi og sál, alltaf tilbúin til að líta eft-
ir þeim eða rétta hjálparhönd ef
með þurfti. Þegar þau stækkuðu
hafði hún mikinn metnað fyrir
skólagöngu þeirra og áhuga á tóm-
stundastarfinu. Hún fylgdist mikið
með íþróttum og var því vel liðtæk í
umræðunni við barnabörnin um
þær.
Samband Siggu við syni sína fjóra
var einnig afar náið og sterkt og
nánast á hverjum degi höfðu þeir
allir sem einn samband við hana,
annað hvort símleiðis eða skruppu í
heimsókn.
Eftir að heilsunni hrakaði flutti
hún úr Akurgerðinu inn á Norður-
brún 1 en þar naut hún sérlega
góðrar umönnunar starfsfólks sem
hún kunni svo vel að meta og var
mjög þakklát fyrir. Undir það síð-
asta leið hún miklar þrautir en alltaf
hélt þessi fallega kona reisninni, yf-
irveguð og róleg hverju sem á gekk.
Kallið kom svo 25. september síðast-
liðinn.
Við erum ríkar að hafa fengið að
kynnast tengdamóður okkar, Sigríði
Þórarinsdóttur, og þökkum henni
allar góðu stundirnar.
Guð blessi minningu hennar.
Sigurbjörg, Sigríður
Fanný og Inga.
Það er með miklum söknuði sem
við kveðjum ömmu Siggu. Þegar við
hugsum um hana koma upp svo
margar góðar minningar að það
væri hægt að skrifa heila bók. Við
systurnar og Sella erum mjög nánar
og vorum mikið hjá ömmu, sérstak-
lega þegar við vorum börn. Eitt sem
stendur virkilega upp úr er þegar
við hjálpuðum til við að tína rifs-
berin af runnunum í garðinum sem
hún notaði svo til að gera besta rifs-
berjahlaup í heimi.
Annað sem vekur líka upp góðar
minningar er að þegar við komum í
heimsókn var amma svo oft búin að
baka ömmupönnsur en það getur
enginn gert betur.
Við erum sammála um að það
skemmtilegasta hafi verið jólaboðið
á jóladag en þá var öll fjölskyldan
saman komin heima hjá ömmu að
borða jólamat og við krakkarnir tók-
um upp gjafirnar frá Kristjáni
frænda. Svo var spilað langt fram
eftir kvöldi og alltaf í lokin fórum
við stelpurnar upp og hlustuðum á
Geirmund Valtýsson og sömdum
dans í þessu líka litla herbergi og
svo áttu allir að koma og horfa á.
Amma Sigga var alltaf manna fyrst
til þess að dást að okkur þótt trú-
lega hafi þetta nú ekki verið mjög
merkilegt. Svo urðum við eldri og
hættum að semja dans en við hlust-
uðum alltaf á Geirmund, það var
bara orðin hefð.
Það var alltaf svo gaman að koma
til ömmu í Akurgerðið því að þá var
alveg víst að maður fékk köku eða
eitthvað sætt og gott og svo svaf
maður í afabóli.
Við munum örugglega alltaf muna
vel eftir fjölskyldumótinu sem var
haldið fyrir vestan í Djúpinu þar
sem amma var alin upp. Veðrið var
yndislegt og ömmu leið svo vel að
koma þarna á gamlar slóðir. Það er
svo minnistætt hvað henni fannst
gaman að sýna okkur krökkunum
allt og segja okkur sögur.
Langömmubörnin voru ömmu
mjög kær, hún spurði alltaf fyrst um
þau, hvað þau væru nú að læra nýtt
og gaf foreldrunum góð uppeldisráð.
Það var svo yndislegt að sjá hvað
hún ljómaði þegar litlu krílin komu í
heimsókn til hennar.
Hún amma Sigga var dugleg við
að fara með bænirnar með okkur og
kenndi okkur margar bænir og þyk-
ir okkur við hæfi að kveðja hana
með fyrstu bæninni sem hún kenndi
okkur:
Faðir vor, þú sem ert á himnum
helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,
verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss
frá illu
því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin
að eilífu.
Amen.
Elsku amma, minningin um þig
lifir í hjörtum okkar.
Eva Ösp og Tinna Sif.
Elsku amma Sigga. Það er með
sorg og söknuði sem ég kveð þig í
dag. Um hugann streyma margar
góðar minningar um þig og sam-
verustundir okkar. Ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að búa hjá þér
þegar ég flutti suður og fór í
menntaskóla. Það var rosalega gott
að búa hjá þér. Það er óhætt að
segja að þú hafir ofdekrað mig. Þú
varst alltaf að passa upp á að ég
borðaði nóg og að reyna að fita mig,
með misgóðum árangri. Frá því ég
var lítil stelpa minnist ég þess að
hafa fengið hjá þér hafragraut með
rjóma alla morgna. Þegar ég var í
skólanum varstu alltaf komin á fæt-
ur á undan mér og tilbúin með
hafragrautinn á eldhúsborðinu. Það
var frábært að byrja daginn á þessu.
Það er óhætt að segja að það hafi
alltaf verið eitthvað matarkyns á
boðstólum í Akurgerðinu, við fórum
aldrei svöng frá þér. Við Bragi höfð-
um margsinnis orð á því að þú værir
svona ,,ekta“ amma. Það var alltaf
gott að koma til þín og gaman að
sitja á spjalli við þig. Því eins og þú
sagðir alltaf að þá var alltaf svo gott
á milli okkar. Fyrir það er ég þakk-
lát.
Það var alltaf gaman að gera eitt-
hvað fyrir þig því það var sama
hversu smávægilegt það var, þú
varst alltaf svo þakklát. Það sem þér
fannst oft svo mikið umstang eins og
t.d. ökuferð í bankann eða í búðina
fannst mér ekkert mál og skemmti-
legt. Því í þessum ferðum okkar gáf-
um við okkur oft tíma saman og gát-
um spjallað um allt milli himins og
jarðar.
Það var æðislegt að sjá hvað þú
hafðir gaman af langömmubörnun-
um þínum og hvað þú ljómaðir við
það að tala um þau og að hafa þau í
kringum þig. Það er óhætt að segja
að þú hafir verið mikil barnagæla.
Þetta fann Fannar líka þó ungur sé.
Alltaf þegar við komum til þín brosti
hann framan í þig um leið og við
komum inn. Það var greinilegt að
barnabarnabörnin voru þér ofarlega
í huga. Alltaf þegar við töluðum
saman í síma þá var það fyrsta sem
þú spurðir mig um var hvað væri nú
að frétta af elsku prinsinum þínum.
Þegar ég var lítil stelpa kenndir
þú mér bænirnar og alltaf þegar ég
kom suður þá fórum við saman með
þær. Því finnst mér viðeigandi,
elsku amma mín, að kveðja þig með
bæninni sem þú kenndir mér:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðar kraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mér að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Þín
Guðlaug Dröfn.
Elsku amma Sigga er látin. Við
dauðsföll raðast upp minningar um
þá persónu sem hefur kvatt þennan
heim. Ég sit hér agndofa og sorg-
mædd eftir fregnir frá Íslandi um að
elskulega amma mín sé farin. Um
hugann reika ótal minningar, en ég
minnist hennar helst sem yndislegr-
ar og heiðarlegrar konu með stórt
hjarta. Lítillar og krúttlegrar eldri
kona sem alltaf var skemmtilegt að
heimsækja, hlusta á sögurnar henn-
ar og vera í návist við hana.
Margar skemmtilegar minningar
á ég um hana ömmu og gæti talið
upp endalaust. Ég man þó helst öll
sumrin sem við frænkur eyddum í
garðinum í Akurgerðinu við að tína
rifsber og læra að búa til sultu.
Ferðalagið vestur þar sem amma
Sigga sýndir mér æskuslóðirnar,
rifjaði upp gamlar góðar sögur,
leiddi okkur í ævintýri og mest af
öllu, var sannur ferðafélagi þessa
viku fyrir vestan. Jólaglöggið í búð-
inni og öll fjölskylduboðin. Sérstöku
kaffiboðin hjá ömmu þar sem æð-
islegu pönnukökurnar voru nýbak-
aðar og ótrúlegt andrúmsloft sveif
yfir vötnum enda sönn upplifun að
koma í slíka heimsókn. Ekki má
gleyma öllu því sem ég lærði af
henni ömmu. Hvernig á að horfa á
lífið, meta það sem maður hefur og á
og mest af öllu sá lærdómur sem
fylgir því að umgangast jafn góða
manneskju og hún var.
Elsku amma Sigga, ég vildi mest
af öllu vera á Íslandi í dag til að
votta þér alla mína virðingu, en ekki
er allt hægt. Hér í Barcelona mun
ég hugsa um þig og þú mátt vita að í
mínu hjarta átt þú alltaf stað.
Elsku pabba, Bergþóri, Kristjáni,
Þórhalli og fjölskyldum sem og
Veigu frænku og Gerðu frænku
votta ég mína dýpstu samúð á jafn-
erfiðri stundu sem þessari.
Minning um yndislega ömmu og
góða konu lifir.
Þín ömmustelpa,
Sesselja.
Elsku amma Sigga. Einhvern
veginn var alltaf erfiðast fyrir mig
að kveðja þig. Ekki vegna þess að
ég myndi ekki hitta þig aftur, heldur
frekar vegna þess að það var eitt-
hvað sem við vildum hvorug.
Ég undi stundum mínum vel þeg-
ar ég, í æsku og uppvexti, var hjá
ykkur afa í Akurgerðinu og þau
voru ófá þau skipti sem ég dvaldi
hjá ykkur.
Í hvert sinn þegar ég kom í heim-
sókn sýndir þú áhuga á því sem ég
var að gera hvort sem það var eitt-
hvað sem þú skildir alveg eða ekki,
það skipti ekki öllu máli. Þú sýndir
einnig áhuga á þeim sem stóðu okk-
ur barnabörnunum nær og spurðir
um hagi þeirra sem og okkar. Og
það verður mér alltaf minnisstætt
að ef eitthvað bjátaði á og einhver
gerði á okkar hlut þá stóðst þú með
okkur, sama hverjar aðstæðurnar
voru.
Þú sagðir að það væri mikilvægt
að vera ánægður í því sem maður
væri að fást við hverju sinni, gera
það vel og aldrei gleyma að fara var-
lega. Mér var líka oft sagt að fara
varlega með þig þegar við gerðum
okkur að leik að ég lyfti þér upp og
áminntur um að ég ætti að hætta að
snúast með þig, þar sem þú værir
svo fínleg og brothætt. En mitt svar
var alltaf það sama; ég færi bara
með þig heim og setti þig upp á ar-
inhilluna svo þú værir óhult. Og þá
var hlegið, þú mest af öllum.
Nú er sá tími liðinn að ég segist
taka þig með mér því nú ertu komin
á þinn örugga stað. Því kveð ég í
hinsta sinn jafn daufur og áður því
hvorugt viljum við kveðja.
Góða nótt, amma, og Guð blessi
þig.
Jónas Þór Gunnarsson.
Elsku amma mín, fyrir aðeins ör-
fáum dögum átti ég ekki von á því
að nú myndi ég þurfa að setjast nið-
ur og skrifa þér þessi síðustu
kveðjuorð. En svona er lífið, maður
veit aldrei hvað morgundagurinn
ber í skauti sér. Ég get varla lýst
því hversu miklar þakkir þú átt skil-
ið fyrir alla þá ást og umhyggju sem
þú sýndir mér og hinum barnabörn-
unum þínum.
Ég líkt og Gulla systir var svo
heppinn að fá að búa hjá þér í Ak-
urgerðinu þegar ég flutti til Reykja-
víkur. Þú dekraðir við mig þegar ég
var lítill strákur en það var ekkert
miðað við það sem á eftir kom. Þú
gerðir alltaf svo miklu meira fyrir
mig en ég gat mögulega beðið þig
um.
Við áttum margar góðar stundir
saman, hvort sem það var gott spjall
yfir kaffibolla eða þegar við gátum
nöldrað saman yfir kvöldfréttatím-
anum. Þetta var stuttur tími sem við
áttum saman en minningin um
þennan tíma mun alltaf skipa stóran
sess í hjarta mínu.
Bless, amma mín, og takk fyrir
allar góðu stundirnar.
Þinn
Lárus Freyr.
Flest börn eru skeytingarlaus
framan af um það stöðuga í lífi sínu.
Ekki minnumst við þess að hafa
nokkru sinni spurt hana Siggu hin-
um megin, eins og við kölluðum
hana, um hennar líf, barnæsku eða
móður. Hún var bara Sigga, mamma
strákanna vina okkar, konan hans
Jónasar og svo var Þórarinn pabbi
hennar líka á heimilinu. Hann
kenndi okkur krökkunum að lesa.
Það var eitt af þessu sjálfsagða í lífi
barns, við heyrðum aldrei rætt að fá
hann til verksins eða vangaveltur
um hvenær ætti að byrja. Þótt við
spyrðum ekki vissum við samt að
þau feðgin, og systur Siggu, væru að
vestan. Við bárum virðingu fyrir því.
Amman sem við aldrei þekktum var
þaðan, við gerðum okkur óljósa
grein fyrir óvæginni lífsbaráttu
vestra og svo hafði það síast inn að
vestfirskar konur væru kjarnakonur
sem stæðu á sínu. Það gerði Sigga.
Sigga og Jónas og foreldrar okkar
byggðu saman húsið við Akurgerði
34 og 36. Foreldrar okkar segja sög-
ur af skortinum, ofstjórninni og
baslinu sem fylgdi byggingum upp
úr 1950, en líka af gleðinni og
stráksskapnum sem gat komið upp í
mannskapnum. Það var frábært í
smáíbúðahverfinu, nóg af krökkum
og samfélagið við fullorðna
skemmtilegt. Bæði mamma og
Sigga voru heimavinnandi. Við
krakkarnir nutum margs konar
góðs af því. Það var til dæmis aldrei
svo bakað á öðru heimilinu að hinu
væri ekki færður kúfaður diskur af
smábakkelsi eða jafnvel heil kaka.
Sem barn þekkti maður á bragðinu
að minnsta kosti fjórar gerðir af
kleinum, meðal þeirra voru Siggu
fínar og Siggu hversdags.
Seinna gerðum við okkur grein
fyrir að Sigga fékk sinn skerf af erf-
iðleikum og sorg. Jafnframt hafði
hún yfir mörgu að gleðjast, þar á
meðal því góða fólki sem stóð henni
næst hin síðari ár, sonunum,
tengdadætrum og barnabörnum.
Við hittumst ekki oft en skiptumst á
kveðjum á jólum og afmælum. Það
var notalegt að spjalla við hana og
það var hlýtt í návist hennar.
Guð blessi Sigríði Þórarinsdóttur.
Guðrún Eyjólfsdóttir,
Guðmundur Eyjólfsson.
SIGRÍÐUR RAKEL
ÞÓRARINSDÓTTIR
Ástkær bróðir okkar og mágur,
SIGURÐUR BJÖRN INGÓLFSSON
frá Suðurvöllum,
andaðist á líknardeild Landspítala við Hringbraut
laugardaginn 1. október.
Hann verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtu-
daginn 6. október kl. 14.00.
Magnús D. Ingólfsson, Kristín G. Halldórsdóttir,
Erla S. Ingólfsdóttir, Ólafur Þ. Kristjánsson,
Kristján Árni Ingólfsson, Kristjana Þorkelsdóttir,
Steinunn S. Ingólfsdóttir, Magnús B. Jónsson,
Guðbjört G. Ingólfsdóttir, Kristján Magnússon,