Morgunblaðið - 04.10.2005, Side 34

Morgunblaðið - 04.10.2005, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hannes Jónssonfæddist í Deild- artungu í Reykholts- dal í Borgarfirði 5. janúar 1914. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 15. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Björnsdóttir, f. 18.11. 1886, d. 14. janúar 1984, og Jón Hannesson, f. 15. desember 1885, d. 12. júlí 1953. Systkini Hannesar eru Björn Jónsson, f. 28. júlí 1915, d. 13. mars. 1978, Vigdís Jónsdóttir, f. 6. mars 1917, Andrés Jónsson, f. 11. maí 1919, Sveinn Magnús Jónsson, f. 11. ágúst 1922, d. 1. október 1939, Soffía Guðbjörg Jónsdóttir, f. 24. desember, d. 14. júní 1998, Ragnheiður Jónsdóttir, f. 21. desember 1928, og Guðrún Jónsdóttir, f. 1. mars 1931. Hannes ólst upp í Deildartungu. Hann fór á tækniskóla til Noregs og vann eftir það á vinnuvélum hjá Búnaðarsam- bandi Borgarfjarð- ar. Hannes fluttist til Reykjavíkur upp úr 1935, stundaði nám í rafvélavirkjun hjá Eiríki Ormssyni og öðlaðist meistara- réttindi í þeirri grein. Hann stofnaði og rak rafmagns- verkstæðið Skinfaxa ásamt fleir- um þar til hann fluttist til Norð- fjarðar 1945. Á Norðfirði rak hann eigið verkstæði til ársins 1952 en fluttist þá til Reykjavíkur og vann hjá Rafmagnsveitum ríkisins lengst af eftir það við ýmsar virkj- anir og rafveitur víða um land. Útför Hannesar fór fram í kyrr- þey. Hannes móðurbróðir minn var um margt minnisstæður maður. Hann var hörkuduglegur og bráðflinkur rafvirki, sístarfandi ef ekki í sinni föstu vinnu þá við að leggja rafmagn og lýsa hús hjá vinum og ættingjum. Hannes var maður tæknilegra lausna en áhugi hans á tækninýjungum og uppfinningum hvers konar var óþrjótandi. Sem barn og unglingur fékk ég oft far með Hannesi upp í Borgarfjörð þegar ég þurfti að komast í sveitina en hann til vinnu upp í virkjun eða til að þjóna ættmennum okkar. Áður en lagt var af stað úr bænum var komið við á ýmsum stöðum til að viða að sér ljósum, tenglum, snúrum, verkfærum og öðru því dóti sem hann þurfti. Þeg- ar bíllinn var orðinn smekkfullur og rétt pláss fyrir okkur í framsætunum með poka af súkkulaði í nestið gátum við yfirgefið höfuðborgina. Í þá daga var bæði lengra og mun seinfarnara upp í Reykholtsdal en nú er, vegirnir lélegir og hvasst í Hval- firðinum. Hannes átti jafnan gamla vonda bíla sem hann notaði upp til agna og þegar hann keyrði allt hvað aftók á holóttum veginum í grenjandi slagviðri var ég ekki alltaf viss um hvort við mundum hafa það alla leið. Fyrir kom að hann þurfti að stoppa og dytta að bílnum, athuga með skrít- in hljóð eða festa á honum eitthvað lauslegt. Alltaf komumst við þó heilu og höldnu á leiðarenda, ég nokkru fróðari um margs konar tækniundur og vélvæðingu sem Hannes hafði lesið sér til um í erlendum tímaritum. Hannes hlóð ekki undir sjálfan sig í lífinu en var yfirmáta greiðugur og hjálpsamur, alveg þar til heilsan bil- aði vann hann sleitulaust fyrir hina og þessa og tók lítið eða ekkert fyrir. Þegar ég og fjölskylda mín fluttum á Tómasarhagann bað ég hann að koma og tengja eldavél. Hann kom og tengdi ekki bara eldavélina heldur dró nýtt í allar raflagnir og smíðaði nýja rafmagnstöflu í stað gömlu var- húsatöflunnar sem hann sagði alger- lega ótæka. Þegar þetta gerðist var Hannes kominn á níræðisaldur og trúði mér fyrir því að hann ætlaði ekki að smíða fleiri rafmagnstöflur. Blessuð sé minning Hannesar Jóns- sonar. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir. Ég held að fyrsta minning mín um Hannes föðurbróður minn sé þegar hann kom keyrandi á rauða bílnum með flottu skyggðu framrúðuna heim í Deildartungu. Þá vissum við krakk- arnir að við fengjum eitthvað gott; döðlur, gráfíkjur, Malta súkkulaði eða epli, sem sáust ekki nema á jólum í þá daga. Nú yrði hátíð. Hannes frændi eins og ég kallaði hann, var mér afar góður. Ég skott- aðist í kringum hann þar sem hann var að dytta að rafmagni heima í Tungu. Hann setti alltaf það nýjasta í rafmagnstöflurnar, t.d. lekastraums- rofa um leið og þeir komu á markað en þeir þóttu merkilegir á þeim árum. Eins kenndi hann mér að skipta um rafmagnskló því honum þótti mikil- vægt að maður gæti bjargað sér. Þau voru ófá vasaljósin sem hann gaf mér sem og önnur rafmagnstæki eins og pínulítið vöfflujárn sem ég fékk þegar ég var sex ára og virkar enn. Þegar ég fór í vinnu til Reykjavíkur 18 ára gömul sendi Hannes frændi mig á námskeið í framsögn hjá Bald- vini Halldórssyni leikara en kona hans, Vigdís Pálsdóttir og Hannes voru systkinabörn. Hannes sagði að ég þyrfti að læra betur að tala svo ég gæti haldið ræður og tekið þátt í leik- list. Þessi hugulsemi hans hefur oft komið sér vel. Seinna þegar ég hafði stofnað fjölskyldu og byggja átti íbúð- arhús og svo fjárhús var það Hannes frændi sem kom og lagði rafmagn. Hann dvaldi oft hjá okkur og sagði þá sögur af lífshlaupi sínu og samferða- fólki. Alltaf var hann sístarfandi, setti m.a. upp útiljós hjá okkur og á næstu bæjum, eins var hann oft að dunda við að gera við vélar. Eftir að ég eignaðist börn þótti mér gaman þegar Hannes fór að færa þeim Malta og vasaljós. Fyrir nokkrum árum fór heilsu Hannesar að hraka. Þá flutti hann úr íbúðinni sinni, fyrst á dvalarheimilið Fell og síðast var hann á hjúkrunar- heimilinu Eir. Við Jón bróðir minn höfum haft íbúðina hans til afnota og ég held að notalegri stað í Reykjavík sé varla að finna. Róin og friðurinn sem fylgdi Hannesi frænda er enn í íbúðinni svo þar er gott að vera. Nú er komið að leiðarlokum, þreyttur gamall maður hefur fengið hvíldina. Ég og fjölskylda mín minn- umst hans ætíð sem góðs frænda sem vildi okkur öllum það besta. Valgerður Björnsdóttir, Steinum. Að vori árið 1989 hófust kynni okk- ar Hannesar Jónssonar frá Deildar- tungu. Þá tók ég að mér það verk ásamt tveimur bróðursonum mínum að rífa niður hús Stálumbúða ehf. að Sundagörðum 2 sem þurfti að rýma fyrir vegalagningu Reykjavíkurborg- ar. Hannes rafvirki, þá 75 ára gamall, bjó í nágrenninu og kom að máli við okkur og þessi aldni höfðingi var við- ræðugóður með góðlátlega glettni, sem sagt skemmtilegur, fróður og góðgjarn maður með einstaklega þægilega nærveru. U.þ.b. 200 m2 af þessu Stálumbúðahúsi mátti standa áfram. Það hús leigði ég undirritaður fyrir starfsemi stálhúsasmiðju sem stofnuð var og hlaut nafnið Stálbær ehf. Hannes varð brátt góður heim- ilisvinur þar, rétti stálsmiðnum hjálp- arhönd sem seint verður fullþakkað. Sérstaklega þakka ég Hannesi gam- anmálin sem við áttum í kaffitímun- um og þeir voru margir í litlu kaffi- stofunni í Stálbæ ehf. Við rifjuðum upp skemmtilegar vísur og oft sagði hann mér brandara sem hann las í er- lendum blöðum, tungumálakunnátta hans var fjölbreytt. Þreyta dags- verksins dvínar fljótt þegar sam- skiptagleðin ríkir. Eitt sinn buðum við hjónin Hannesi að ferðast með okkur. Fyrst fórum við í sumarbústaðabyggð í Borgar- firði, heimsóttum Björgvin Þ. Valdi- marsson, tónskáld og kórstjóra, og frú. Hann lék fyrir okkur á harmon- iku, það var gleðistund sem allir nutu vel. Síðan lá leiðin í Búðardal, þar varð konan mín eftir hjá dóttur henn- ar en við Hannes fórum norður og svo austur um land og tókum við Guðnýju konu mína með í bakaleiðinni. Í þess- ari ferð gistum við hjá bróður mínum sem býr á Reykjavöllum í Skagafirði. Þar skildi Hannes eftir á náttborðinu viskífleyg sem bróðir minn fann eftir að við fórum. Þannig var Hannes að gleðja aðra, án þess að láta af því vita. Hannes hvíldi mig á að keyra af og til eins og ungur maður þótt kominn væri á níræðisaldur. Hann var góður ferðafélagi. Með þessum fáu orðum minnist ég og þakka þessum góða vini mínum og öðlingsmanni okkar góðu kynningu og bið honum Guðsblessunar í sum- arlandinu og mun hann nú syngja aft- ur með burtfluttum söngbræðrum, það veitti honum mikla gleði í gamla daga. Hvíl í friði, gamli góði vinur. Að- standendum votta ég hluttekningu mína. Sveinn S. Pálmason. HANNES JÓNSSON Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Stapahrauni 5 Sími 565 9775 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, og langafi, PÉTUR JÓHANNESSON húsasmíðameistari, Kárnsnesbraut 105, Kópavogi, lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 2. október Elínborg Magnúsdóttir, Jóhannes Pétursson, Þuríður Ingólfsdóttir, Sólborg Anna Pétursdóttir, Þórður Friðriksson, Magnús Rúnar Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 30. september. Elín Á. Sigurgeirsdóttir, Gunnar Briem, Kristján Sigurgeirsson, Kristín Guðmundsdóttir, Yngvi Sigurgeirsson, Oddný Garðarsdóttir, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Pétur Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær unnusti minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, KJARTAN ÓLAFSSON, Laugarnesvegi 116, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 24. september. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 4. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarþjónustuna Karitas, sími 551 5606. Sigríður A. Stefánsdóttir, Ólafur Kjartansson, Unnur Edda Hjörvar, Una Dögg Evudóttir, Davíð Tryggvason, Birta Kjartansdóttir, Máni Kjartansson, systkini og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og lang- amma, KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR (frá Siglufirði), Bólstaðahlíð 50, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 30. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Júlíus Matthíasson, Maríanna Haraldsdóttir, Valgeir Matthíasson, Hörður Matthíasson, Ásdís Matthíasdóttir, Egill Gr. Thorarensen, Ingibjörg Símonardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar kæra, GUNNDÓRA JÓHANNSDÓTTIR, andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar mánu- daginn 28. september. Hún verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 8. október kl. 14.00. Arnar Herbertsson og fjölskylda. Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi. JÓHANN BRAGI HERMANNSSON, Víkurbakka 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 5. október kl. 15.00. Guðrún Ingadóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Steinar B. Valsson, Ragna Jóhannsdóttir, Pálmar Viggósson, Björk Bragadóttir Birkir, Birta, Elísabet og Lilja Líf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.