Morgunblaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 37
um allt sem var að gerast í þjóðlífinu.
Hann fylgdist vel með fréttum, hvort
sem var í útvarpi, sjónvarpi eða blöð-
um. Hann starfaði mestalla sína tíð
sem setjari á Mogganum og í Prent-
smiðju Gutenberg, einnig fóru þau til
Kanada þar sem hann vann við Ís-
lendingablaðið Lögberg. Hann var
mikill kunnáttumaður um íslenskt
málfar og stafsetningu og nutum við
góðs af því hjá honum, því ef maður
var að gera ritgerð í skólanum eða
verkefni var alltaf hægt að leita til
hans. Til marks um hvað hann var
góður í stafsetningu þá var það hann
sem setti allt fyrir Alþingi í mörg ár.
Eftir að tækninni fleytti fram fannst
honum dagblöðin vera farin að fara
allfrjálslega með stafsetningu, upp-
setningu á greinum og fyrirsögnum.
Í næstum hálfa öld bjuggu þau á
annarri hæð á Sólvallagötunni en afi
dó í júní 2002, 86 ára. Eftir það bjó
amma þar ein en hún var alla tíð mjög
heilsuhraust kona og í fyrsta skipti
sem hún lagðist inn á sjúkrahús var
hún að verða 89 ára. Þá varð hún fyrir
því óhappi að detta og brotna er hún
fór niður að sækja Morgunblaðið eitt
laugardagskvöld. Fljótlega eftir það
flutti hún á Grund og dvaldi þar í góðu
yfirlæti til dauðadags.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Einar, Svava, Gyða,
Fríða María (Maja),
Anna og Eva.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og geyma.
Þú varst, amma, yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni.
Þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá.
Þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá,
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sig.)
Elsku langamma. Takk fyrir allar
gönguferðirnar, strætóferðirnar og
allt nammið sem þú áttir alltaf í skál-
inni. Við söknum þín.
Þínir strákar,
Gísli Örn, Aron Már
og Sigurður Bjarki.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 37
MINNINGAR
TAFLMENNSKAN í fyrstu um-
ferðum heimsmeistarakeppni FIDE
lofar sannarlega góðu. Baráttugleði
keppendanna átta hefur verið mikil
og hafa margar skákir verið einkar
áhugaverðar og líflegar. Það er af
þessum sökum viðeigandi að búlg-
arski stórmeistarinn Veselin Topa-
lov (2.788) leiði mótið að fjórum um-
ferðum loknum en hann hefur teflt af
fítonskrafti eins og svo oft áður. Í
fyrstu umferð svaraði hann kóng-
speðsleik Peters Leko (2.763) með
Sikileyjarvörn og framvinda skákar-
innar varð flókin þar sem Topalov
hafði kóng sinn lengi á upphafsreitn-
um. Sú áhætta Topalovs skilaði sér
hægt og sígandi og að lokum þurfti
Ungverjinn að sjá sína sæng upp-
reidda. Þetta var einkar góð byrjun
fyrir Topalov þar sem það er nánast
fáheyrt að Leko tapi með hvítu
mönnunum. Í næstu umferð mætt-
ust stálin stinn þegar Topalov tefldi
gegn Indverjanum Viswanathan An-
and (2.788) en þeir eru stigahæstu
keppendur mótsins. Það er óhætt að
segja að þetta hafi verið dramatís-
kasta skákin hingað til á mótinu en
Topalov fórnaði skiptamun í tuttug-
asta leik og fékk í staðinn biskupap-
arið og valdaðan frelsingja á c6. Átök
skákarinnar næstu áttatíu leiki voru
með ólíkindum þar sem hvað eftir
annað virtist sem Topalov væri að
landa vinningnum en Anand var
sleipur sem áll og náði að lokum jafn-
tefli. Topalov lét þetta áfall ekki á sig
fá heldur lagði hann Alexander
Morozevich (2.707) að velli í næstu
umferð með svörtu. Sigurinn var
öruggur og er lærdómsríkt að sjá
hvernig Búlgarinn reynir alltaf að
kreista frumkvæðið úr hverri ein-
ustu stöðu. Að þessu leyti til minnir
hann á Kasparov og líkt og skrímslið
með þúsund augun getur Topalov
teflt stöðulega frá upphafi til enda. Á
því fékk Michael Adams (2.719) að
kenna í eftirfarandi skák sem tefld
var í fjórðu umferð.
Hvítt: Veselin Topalov (2.788)
Svart: Michael Adams (2.719)
1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. g3
b6 5. Bg2 Bb7 6. 0–0 Be7 7. He1 Re4
8. d4!? Rxc3 9. bxc3 Be4 10. Bf1!? d6
Hvítur hefur teflt byrjunina að
sumu leyti óvenjulega og staðið á
sama þó að hann tæki á sig tvípeð á
c-línunni. Á móti kemur að hann hef-
ur fengið meira rými á miðborðinu
en næsti leikur undirstrikar áætlanir
hvíts á kóngsvæng.
11. h4! Rd7 12. d5 0–0 13. a4!? h6?!
14. Bh3!
Snjall leikur sem þrýstir á e6-peð-
ið og kemur biskupnum haganlega
fyrir á h3-c8-skálínunni.
14. … exd5 15. cxd5 Bf6 16. Ha3
b5 17. axb5 Rb6 18. c4! Bxf3 19.
Hxf3 Rxc4 20. Da4 Re5 21. Ha3 He8
Taflmennska svarts hefur mis-
heppnast hrapallega frá strategísk-
um sjónarhóli þar sem hvítur hefur
biskupaparið, heilbrigðari peðastöðu
og getur sótt að svörtum bæði á
kóngsvæng og drottningarvæng.
Næsti leikur hvíts sýnir fram á yfir-
ráð hans á hvítu reitunum.
22. h5! He7 23. Bf4 Hb8 24. Bf5
De8 25. Bc2! Dd7 26. De4 Rg6 27.
Dd3 c4 28. Dxc4 Rxf4 29. Dxf4
Þó að svörtum hafi tekist á kostn-
að eins peðs að eyða biskupapari
hvíts og komið upp stöðu með mis-
litum biskupum er staða hans töpuð
vegna þess að hann hefur veikburða
möguleika til að verja sókn hvíts á
báðum vængjum borðsins.
29. … He5 30. Df3 Dh3 31. Hxa7
Hxh5 32. e3 Dh2+ 33. Kf1 Dh3+ 34.
Ke2 He5 35. Hc7 Hc8
Leyfir hvítum að ljúka skákinni
með snoturri fléttu.
36. Bf5! Hxf5 37. Hxc8+ Kh7 38.
Hh1 og svartur gafst upp.
Sá eini sem hélt í við Topalov í
fyrstu þremur umferðunum var An-
and en í fjórðu umferð tapaði hann
fyrir núverandi FIDE-heimsmeist-
aranum, Rustam Kasimdzhanov
(2.670). Rússinn Peter Svidler
(2.738) nýtti sér þetta og skaust upp í
þriðja sætið með sigri á hinum væng-
brotna Morozevich. Svidler hefur
þrjá vinninga en Anand er í þriðja
sæti með 2½ vinning. Hægt er að fá
nánari upplýsingar um keppnina á
heimasíðu hennar, http://www.-
wccsanluis.net, en einnig fylgist
www.skak.is með gangi mála.
Ingvar teflir á HM öldunga
Ingvar Ásmundsson (2.299) tekur
þátt í heimsmeistaramóti öldunga
sem fram fer þessa dagana í Lignano
á Ítalíu. Af 133 keppendum er Ingv-
ar þrettándi stigahæsti keppandinn
og að loknum fimm umferðum hafði
hann þrjá og hálfan vinning en hann
beið lægri hlut fyrir lettneska stór-
meistaranum Janis Klovans í fimmtu
umferð. Spennandi verður að fylgj-
ast með gengi Ingvars á mótinu en
hann hefur oft á tíðum náð góðum ár-
angri á öldungamótum.
Flugeldasýningar á HM
SKÁK
San Luis í Argentínu
HEIMSMEISTARAKEPPNI FIDE
27. september til 16. október 2005.
Topalov, t.v., lagði Adams og er efstur á HM.
Helgi Áss Grétarsson
daggi@internet.is
✝ Jóna VilborgPétursdóttir
fæddist á Eskifirði
hinn 21. nóvember
1927. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi hinn 25.
september síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru, Pétur
Björgvin Jónsson, f.
27.11. 1889, d. 1966,
og Sigurbjörg Pét-
ursdóttir, f. 14.2.
1902, d. 1996. Eftir-
lifandi systkini Jónu
eru: Bogi, f. 3.2. 1925, maki Mar-
grét Magnúsdóttir; Guðlaug, f.
6.6. 1930, maki Karl Hjaltason
(látinn); Stefán Guðmundur, f. 8.5.
1931, maki Kristbjörg Magnús-
dóttir; Jón Pétur, f. 5.3. 1934,
dóttir, (skildu); og Valgerður, f.
6.7. 1937.
Jóna Vilborg giftist Matthíasi
Jóhannssyni sjómanni, f. 20.5.
1923, d. 8.9. 1995, og síðar versl-
unarmanni á Siglufirði. Bjuggu
þau allan sinn búskap á Siglufirði
en Jóna Vilborg flutti í Kópavog
eftir að Matthías lést. Börn þeirra
eru: Jóhann Örn Matthíasson,
maki Hulda Sigurðardóttir; Elísa-
bet Kristjana Matthíasdóttir,
maki Jón Valgeirsson; Hjördís
Matthíasdóttir, maki Einar Þór
Sigurjónsson: Pétur Björgvin
Matthíasson, maki Ólafía Einars-
dóttir; Halldóra Matthíasdóttir,
maki Snævar Vagnsson; Matthild-
ur Matthíasdóttir, maki Gunnar
Jónsson; Stella María Matthías-
dóttir, maki Ásgeir Þórðarson;
Kristján Matthíasson, maki Sig-
ríður H. Ragnarsdóttir; og Brag-
hildur Sif Matthíasdóttir, maki
Ásgrímur A. Jósepsson.
Útför Jónu verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
maki Guðrún Lárus-
dóttir (skildu); Sigur-
lína, f. 4.4. 1936,
maki Eyvindur Pét-
ursson; Halldór, f.
2.10. 1941, maki
Bryndís Björnsdótt-
ir; Ingi Kristján, f.
22.7. 1943, maki
Helga Jónsdóttir
(látin); og Þorsteinn
Sigurjón, f. 27.5.
1945, maki Snjólaug
Ósk Aðalsteinsdóttir.
Systkini látin: Elísa-
bet, f. 20.3. 1922; Jó-
hanna Fanney, f. 26.2. 1923, maki
Lesley Ashton (látinn); María, f.
22.2. 1924; Stefanía Una, f. 29.3.
1926; Hjálmar, f. 20.5. 1931, sam-
býliskona Hjördís Einarsdóttir,
fyrri eiginkona Ólöf Kristjáns-
Fyrir nokkrum dögum stóð ég
við rúm systur minnar Jónu Vil-
borgar þar sem hún lá á Fossvogs-
sjúkrahúsi. Hún svaf vært og ég
vildi ekki vekja hana. Það var yfir
henni svo mikil værð og friður.
Þótt svefninn væri vær gerði ég
mér grein fyrir því að þarna var
mikið veik kona. Á undanförnum
árum hafði hún barist hetjulega
við að halda reisn sinni en smátt
og smátt hafði hinn slitni líkami
verið að láta undan. Ég strauk
vanga hennar og í gegn um hugann
flugu margar kærar minningar. Ég
vissi að ég væri kominn til að
kveðja systur mína í hinsta sinn.
Ég hafði fyrir svo margt að þakka
því ætíð hafði hún gefið mér af
kærleika sínum. Það komu fleiri í
heimsókn og nú vaknaði systir mín
og ávarpaði mig eins og hún hafði
ætíð gert: „ertu kominn í heim-
sókn, litli bróðir?“ Ég hef notið
þeirra forréttinda að vera yngstur
í stórum hópi systkina. Stundum
hefur það verið nefnt að vegna
þess hafi ég verið dekraður. Auð-
vitað get ég ekki neitað því að sem
litli bróðir hefi ég notið forrétt-
inda. Þetta var þó allt óumbeðið, af
minni hálfu, ég naut ástar og um-
hyggju eldri systkina og ástríkra
foreldra. Í stóra systkinahópinn
hafa verið höggvin skörð og fyrir
rúmu ári kvöddum við Stefaníu
Unu systur okkar. Þarna við rúm
systur minnar gafst tækifæri sem
á eftir að verða mér dýrmætt, ég
gat kvatt systur mína og þakkað
henni allan kærleik í minn garð.
Jóna Vilborg leit á hlutina á
raunsæjan og einfaldan hátt, var
sátt við sitt og sína. Í stórri fjöl-
skyldu á fyrri hluta síðustu aldar
var oftar en ekki mikil fátækt. Svo
var einnig um heimili foreldra okk-
ar. Á Eskifirði var fátækt og því
ekki óeðlilegt að þegar börn væru
mörg að þeim væri komið í sveit til
nákominna eða á heimili þar sem
börn voru tekin til léttra starfa. Sá
sem ekki hefur upplifað þetta á ef-
laust mjög erfitt með að setja sig í
þessi spor. Það hefur ekki verið
sársaukalaust fyrir foreldra að
upplifa það að geta ekki haldið um
hópinn sinn, fætt hann og klætt.
Sársauki barnanna hefur örugg-
lega líka verið mikill að þurfa að
yfirgefa foreldrahús til að vera hjá
ókunnugum um lengri eða
skemmri tíma. Jóna fór í vist á
sveitabæ og var þar um tíma. Þar
átti hún ekki góða vist og þótt hún
segði mér frá því, lá henni ekki illt
orð til fólksins sem þar var. Jóna
fór á mis við frekari menntun, smá
kennsla í barnaskóla þess tíma
varð að duga henni. Maður skynj-
aði það þó aldrei að Jóna væri
ómenntuð kona því hún gat á
skemmtilegan hátt spjallað um
flesta hluti.
Jóna giftist Matthíasi Jóhanns-
syni sjómanni á Siglufirði. Þau
þurftu ekki löng kynni til að bind-
ast fyrir lífstíð. Á Siglufirði varð
þeirra heimili og börnin urðu níu.
Það var því oft þröngt í Túngötu
12 en þó ætíð pláss fyrir gesti.
Sem barn var ég óttaleg kveif og
gat ekki gist hvar sem var. Hjá
Jónu fann ég mig öruggan og átti
þar góðar stundir.
Að leiðarlokum kveð ég kæra
systur og votta börnum hennar,
tengdabörnum, ömmu- og lang-
ömmubörnum samúð. Algóður Guð
blessi minningu hennar.
Þorsteinn Pétursson.
Ég bjó fyrstu þrjú árin á heimili
ömmu en man ekkert eftir því.
Kom oft til ömmu og afa næstu ár-
in en mínar elstu minningar um
þau eru frá því ég eyddi sumrinu
hjá þeim sem pjakkur. Ók með afa
út á flugvöll þar sem við biðum eft-
ir vélinni að sunnan, sóttum póst-
inn og blöðin sem við dreifðum til
blaðbera. Ég hjálpaði til í búðinni,
þvældist eflaust fyrir.
Ég man eftir eldhúsinu á Aðal-
götu, amma standandi við eldavél-
ina á hallandi eldhúsgólfinu og
steikti gellur, uppáhaldið mitt. Það
hefur enginn leikið þennan leik eft-
ir, amma var sú eina sem gat eldað
gellur sem mér fannst góðar, feitar
og löðrandi í smjöri sem varð að
brúnni sósu með smá matarlit. Afi
lokaði búðinni í hádeginu og kom
upp, við borðuðum og hlustuðum á
fréttir í Gufunni.
Ég man eftir að liggja í sófanum
að horfa á sjónvarpið, afi sat í hús-
bóndastólnum, amma var fyrir aft-
an okkur á borðstofustól sem hún
sneri öfugt, lagði hendurnar á stól-
bakið og reykti. Ég man eftir
ömmu á fullu við þrif, elda-
mennsku og að dunda sér við
hannyrðir. Ég man eftir því að hún
drap rottu með skóflu í kompunni.
Hún bjargaði sér og sá um allt á
heimilinu.
Þegar árin liðu fór ég sjaldnar
norður. Sumarið 93 var ég þar og
hitti þau reglulega, kíkti í heim-
sókn og fékk að borða. Endurupp-
lifði æskuna, hádegismatur með
Gufuna í bakgrunni en sléttara
eldhúsgólf.
Amma bjó í bænum síðustu ár
en ég sá hana of sjaldan, varla
nema í boðum og fyrir jól. Heilsan
var slæm og oft afboðaði hún sig í
afmæli en hún mætti stundum.
Hún hafði yndi af því að sjá krakk-
ana, það fór ekki framhjá neinum.
Ferðin til hennar sem ég lofaði
henni var aldrei farin. Sem betur
fer heimsótti ég hana á spítalann
fyrir stuttu. Þá var dregið af henni
en samt var hún ræðin og hress
miðað við aðstæður.
Sumir halda í þá hugmynd að
amma og afi séu á öðrum stað, ég
læt það vera. Þau áttu níu börn,
barnabörnin og barnabarnabörnin
teljast í tugum. Þar eru þau nú í
svipmóti, vaxtarlagi og persónu-
leika afkomenda sinna. Það sést
þegar sá hópur kemur saman.
Matthías Ásgeirsson.
JÓNA VILBORG
PÉTURSDÓTTIR