Morgunblaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Háseti
Vanur háseti óskast á Núp BA-69 frá Patreks-
firði. Upplýsingar hjá skipstjóra í símum
852 2203 og 862 5767.
Patreksfirði.
Sýslumaðurinn
í Ólafsfirði
auglýsir eftir starfsmanni í 100% starf til að
sjá um afgreiðslu almannatrygginga, almenna
afgreiðslu og fleira tilfallandi. Æskilegt er að
umsækjandi geti hafið störf ekki seinna en
15. nóvember nk. Laun eru samkvæmt kjara-
samningum SFR. Frekari upplýsingar veitir
Ástríður Grímsdóttir í síma 466 2223.
Umsóknum skal skila á skrifstofu sýslumanns
fyrir 11. október nk.
Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja
um.
Sýslumaðurinn í Ólafsfirði,
Ástríður Grímsdóttir.
Raðauglýsingar 569 1100
Félagsstarf
Félagsfundur
Heimdallar
Heimdallur heldur félagsfund í kvöld, þriðju-
daginn 4. október, kl. 20:00 í Valhöll, Háaleitis-
braut 1.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa á 36. landsfund Sjálfstæðis-
flokksins sem haldinn verður 13.-16. október.
Heimdallur.
Til leigu
Til leigu — Eldri borgarar
2ja herbergja íbúð á 7. hæð í Bólstaðarhlíð 45,
Reykjavík, er til leigu. Skilyrði er að viðkomandi
sé 60 ára eða eldri. Upplýsingar veitir Friðjón
Örn Friðjónsson hrl. í síma 581 1155.
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnar-
stræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Mýrarvegur/Kaupangur, versl. hl. A, 01-0101, Akureyri (214-9126),
þingl. eig. Foxal ehf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri,
föstudaginn 7. október 2005 kl. 10:00.
Norðurgata 3, Akureyri (214-9447), þingl. eig. Aron Þór Sigurðsson,
gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Íbúðalánasjóður, föstudag-
inn 7. október 2005 kl. 10:00.
Setberg, Svalbarðsstrandarhreppi (216-0359), þingl. eig. AUTO
ehf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 7. októ-
ber 2005 kl. 10:00.
Skíðabraut 6, Björk, 01-0101, Dalvíkurbyggð (215-5179), þingl. eig.
Reynir Magnússon, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð, Sparisjóður
Hafnarfjarðar og sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 7. október
2005 kl. 10:00.
Vestursíða 30E, 03-0301, eignarhl. Akureyri (215-1613), þingl. eig.
Garðar Hallgrímsson, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfé-
laga og Kaldbakur hf. (samruni), föstudaginn 7. október 2005
kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
3. október 2005.
Guðjón Jóel Björnsson ftr.
Tilkynningar
Grunnskólakennarar
— skólastjórnendur
Umsóknarfrestur um námsleyfi grunnskóla-
kennara og stjórnenda grunnskóla fyrir skóla-
árið 2006-2007 er til 20. október 2005.
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að við úthlutun
verði annars vegar nám, sem tengist raun-
greinakennslu, sérkennslu, eða kennsluháttum
sett í forgang. Skal allt að 1/3 námsleyfa
úthlutað vegna þess.
Umsækjandi, sem æskir námsleyfis, skal full-
nægja eftirfarandi skilyrðum og skuldbinding-
um, sbr. reglur Námsleyfasjóðs:
a) Hafa gegnt kennslustarfi í 10 ár samtals, í
eigi minna en hálfu starfi, og verið í starfi
sl. fjögur ár.
b) Vera fastráðinn starfsmaður sveitarfélags
eða aðila sem stofnað er til með samstarfi
sveitarfélaga og taka laun samkvæmt kjara-
samningi Launanefndar sveitarfélaga og
Kennarasambands Íslands vegna grunn-
skólans.
c) Ljúka 30 eininga háskólanámi, eða sambæri-
legu námi, miðað við 1/1 námsleyfi, og skal
námið miða að því að nýtast viðkomandi
í því starfi sem hann er ráðinn til að sinna.
d) Skuldbindi sig til að starfa að kennslu við
grunnskóla eða að öðrum skólamálum í
þágu sveitarfélaga í a.m.k. þrjú ár að náms-
leyfi loknu.
e) Senda Námsleyfasjóði skýrslu um störf sín
og nám í námsleyfi innan fjögurra mánaða
frá því að námsleyfi lauk. Skýrslan skal
miðuð við að unnt sé að birta hana síðar og
áskilur Námsleyfasjóður sér rétt til þess.
f) Enginn getur fengið hærri fjárhæð í náms-
leyfi en sem nemur tveggja ára föstum laun-
um á starfsævi viðkomandi.
Umsóknum skal skilað til Sambands íslenskra
sveitarfélaga, Borgartúni 30, Reykjavík, fyrir
20. október 2005 á eyðublöðum sem þar fást
og gilda fyrir skólaárið 2006-2007.
Umsóknareyðublöð er einnig hægt að nálgast
á heimasíðu sambandsins. Þar er einnig að
finna reglur sjóðsins sem umsækjendum er
bent á kynna sér. Veffang:
www.samband.is -> Skólamál -> Námsleyfasjóður.
Uppboð
Uppboð
Að beiðni Lögreglustjórans í Reykjavík
fer fram uppboð á eftirfarandi lausafé:
Móvindóttur hestur á járnum, 12-13 vetra, meðalstór, fínlegur,
ómarkaður og ekki örmerktur.
Uppboðið verður haldið að Fákabóli 5, stóðhestahúsi, gegnt
Félagsheimili Fáks í Víðidal, þriðjudaginn 11. október 2005
kl. 11:00, þar sem hesturinn er staðsettur. Vakin er athygli
á 12 vikna innlausnarfresti skv. 4. mgr. 59. gr. laga nr. 6/1986 um
afréttarmálefni, fjallskil o.fl.
Sýslumaðurinn í Reykjavík.
3. október 2005.
Félagslíf
I.O.O.F. Rb. 4 1541048-8½ 0*
Sunnudagur 4. september.
Haustganga Hornstranda-
fara FÍ.
Hin árlega haustganga Horn-
strandafara Ferðafélagsins verð-
ur farin laugardaginn 8. október
nk. Gengið verður um fallega
staði í Hrunamannahreppi.
Skemmtun fer fram í Árnesi.
Ganga, árshátíð, útivera og
skemmtun, allt í einni ferð.
Verð: Rúta, skemmtun, sund
og matur kr. 5.000.
Allir velkomnir.
Skráning hjá FÍ, sími 568 2533.
HLÍN 6005100419 VI
FJÖLNIR 6005100419 III
EDDA 6005100419 I
Lífssýn - Félagsfundur
Í kvöld, þriðjudag 4. okt. kl. 20.30
í Bolholti 4, 4. hæð, verður hald-
inn fyrsti félagsfundur hausts-
ins. Erla Stefánsdóttir flytur okk-
ur frásögn af hulduverum á leið
norður í Djúpa Dal.
Aðgangseyrir kr. 500.
Kaffiveitingar.
Stjórnin.
ÍSLENSKUM námsmönnum gefst
kostur á að sækja um styrki sem
stjórnvöld í Finnlandi og Noregi
bjóða fram til háskólanáms eða
rannsóknarstarfa í þeim löndum.
Ekki er vitað fyrirfram hvort ein-
hver styrkur kemur í hlut Íslend-
inga. Umsækjendur skulu hafa lokið
BA- eða BS-prófi eða öðru sambæri-
legu prófi. Upplýsingar og umsókn-
areyðublöð fást í ráðuneytinu og
einnig á eftirgreindum vefsíðum.
Í Finnlandi eru styrkir veittir til
3–9 mánaða og nemur styrkfjárhæð-
in 1.000 evrum á mánuði. Upplýsing-
ar og eyðublöð er hægt að nálgast á
vefsíðu CIMO (Centret for Interna-
tional Mobility) http://finland.-
cimo.fi/
Í Noregi eru styrkir veittir til 1–10
mánaða námsdvalar. Styrkfjárhæð
er 8.000 n.kr. á mánuði og skulu um-
sækjendur vera yngri en 40 ára.
Upplýsingar og eyðublað fást á vef-
síðu Rannsóknarráðs Noregs http://
www.rcn.no/is
Umsóknir um styrkina skulu
sendar menntamálaráðuneytinu,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Um-
sóknarfrestur er til 15. desember nk.
Styrkir til
háskólanáms
í Finnlandi
og Noregi
FRÉTTIR
SPARISJÓÐUR Kópavogs, SPK, og
körfuknattleiksdeild Breiðabliks
hafa gert með sér samning þess
efnis að SPK verði aðalstyrktarað-
ili deildarinnar, bæði unglingaráðs
og meistaraflokks karla og kvenna.
Með þessum samningi eykst
stuðningur Sparisjóðsins enn frek-
ar við barna- og unglingastarf í
Kópavogi en í kringum 100 krakk-
ar æfa nú hjá körfuknattleiksdeild
Breiðabliks, að því er segir í frétta-
tilkynningu.
Meðfylgjandi mynd er tekin við
undirritun samningsins á dögunum.
Á henni eru: Helga Björk Sig-
bjarnardóttir forstöðumaður þjón-
ustu- og markaðssviðs SPK, Unnur
Guðríður Indriðadóttir, markaðs-
fulltrúi SPK, Eggert Baldvinsson
formaður körfuknattleiksdeildar
Breiðabliks og Einar Hannesson
formaður meistaraflokksráðs
karla.
Sparisjóður Kópavogs styrkir
körfuknattleiksdeild Breiðabliks
UNIFEM á Íslandi og Mannrétt-
indaskrifstofa Íslands, í samvinnu við
Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykja-
vík, standa fyrir opnum umræðu-
fundi með Elle Flanders, leikstjóra
myndarinnar Enginn aðskilnaður
(Zero Degrees of Separation), um
friðarhreyfingar í Ísrael og Palest-
ínu. Fundurinn verður haldinn í Mið-
stöð Sameinuðu þjóðanna, Skaftahlíð
24, í dag, þriðjudag, kl. 17.15–18.30.
Elle Flanders er alin upp í Kanada
og Ísrael. 18 ára gömul byrjaði hún
að festa á filmu áhrif ísraelska her-
námsins á líf Palestínubúa en hún
hefur síðan skoðað það efni jafnt með
ljósmyndasýningum og kvikmynda-
gerð. Í heimildamyndinni Enginn að-
skilnaður skoðar Elle deilurnar fyrir
botni Miðjarðarhafs með augum
tveggja samkynhneigðra para sem
eiga það sameiginlegt að annar að-
ilinn í sambandinu er Ísraeli og hinn
Palestínuarabi.
Kvikmyndin Enginn aðskilnaður
verður sýnd í Tjarnarbíói í kvöld kl.
21. Kvikmyndagerðarkonan Gréta
Ólafsdóttir stýrir umræðum með
Elle Flanders í kjölfar sýningarinn-
ar.
Umræður með
Elle Flanders
um Ísrael
og Palestínu