Morgunblaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn VEISTU HVAÐ? VIÐ ÞURFUM AÐ KAUPA OKKUR NÝJA BRAUÐRIST ÞÚ GLÓIR MAMMA! Ó, FYRIRGEFÐU, ÉG HÉLT AÐ ÞÚ VÆRIR MAMMA MÍN EN VANDRÆÐALEGT FLEKKÓTTIR HUNDAR LÍTA ALLIR EINS ÚT ÉG REYNDI AÐ BERA OF MIKIÐ Í EINU KALVIN, ÞÚ VERÐUR AÐ LÆRA AÐ HUGSA ÁÐUR EN ÞÚ FRAMKVÆMIR ÉG HUGSA ALLTAF ÁÐUR EN ÉG FRAMKVÆMI ÉG KÝS BARA AÐ HUNSA NIÐURSTÖÐUNA HVERNIG BROTNAÐI ÞETTA HVAÐ ER HRÓLFUR EIGINLEGA AÐ GERA? HANN ER AÐ SLÁ UM SIG MEÐ ÞVÍ AÐ GRILLA SYKURPÚÐA... ... UPP Á GAMLA MÁTANN ÁSTFANGNIR UPPVAKNINGAR MAMMA... HANN... BAÐ... MIG... AÐ... GRAFA ... SIG VÁ, ÞAÐ VERÐUR NÓG AÐ GERA HJÁ OKKUR Í SUMAR JÁ, HVER EINASTA HELGI VIRÐIST PÖKKUÐ JÁ, VIÐ HÖFUM ALVEG TÍMA Í ÞAÐ ÉG VONA AÐ VIÐ GETUM SAMT SLAPPAÐ EITTHVAÐ AF TIL DÆMIS SUNNUDAGINN 17 JÚLI. HANN ER ALVEG LAUS FRAM TIL 11: 15 PUNISHER TÓKST SAMT AÐ SLEPPA EN HÉR EFTIR MUN ÉG ELTAST VIÐ HANN... ... OG ÞESSA GLÆPONA HVERNIG Á ÉG AÐÚTSKÝRA ÞETTA FYRIR UGLUNNI? Á MEÐAN... Dagbók Í dag er þriðjudagur 4. október, 277. dagur ársins 2005 Bölvað haustkvefiðhefur lagst yfir Víkverja, stíflað vit hans eins og austfirsk- ar jökulsár og fyllt ennisholur hans af aur eins og uppistöðulón á heiði. Bakteríur og hita- breytingar hafa unnið náttúruspjöll á annars heiðri og fagurri rödd Víkverja og nú hljóm- ar hann eins og flutn- ingatrukkur í hæga- gangi, syngjandi í kór við bæjarstjóra Kópa- vogs. Svo dimm og hrjúf er röddin. „Hbad ed did dáda?“ spyr Vík- verji upphátt, stíflaður og ómögu- legur. Bölsótandi bannsettu kvefinu, þessum örsmáa laumufarþega sem virðist geta sett allt kerfið í uppnám. Víkverji hefur aldrei þolað vel hitasveiflur haustsins og taka þær alltaf sinn toll af heilsu hans. En hann neitar að hringja sig inn veikan og liggja bara í rúminu heila viku. Honum dettur það ekki í hug. Hann mætir frekar snörlandi og hóstandi og hnerrandi í vinnuna. Víkverji er vinnuhestur, hetja alþýðunnar, fyr- irmyndarstarfskraftur. Víkverji stendur stoltur undir lillabláum fána kapító-kommúnism- ans. Bannsett ódám- ans pest. Svo horfir hann út í góða veðrið fyrir utan, svalt og gott, svo kjör- ið fyrir göngutúra. En kvefið setur honum skorður. Getur sig varla hreyft, en slær fingrunum þunglama- lega á lyklaborðið, snerilsláttur skrúð- göngu verkalýðsins í dag. Víkverji mars- erar við dynjandi trommuhögg lykla- borðanna, lúðraþeyt- ingar borðsímanna, pípandi flaut gemsanna og prumpandi bassablást- ur bílaumferðarinnar á Kringlumýr- arbrautinni sem aldrei stoppar. Og sem Víkverji grætur örlög sín, að vera slík lydda og bleyða að geta ekki bara skammast til að hringja sig inn veikan í svona eins og hálfa til heila viku og lúra undir hlýrri sænginni, fyllist hann bara ljúfri til- hlökkun að komast heim á eftir og leggjast undir sængina og lesa góða bók. Já, lífið er nú ekki alveg hræði- legt þó maður sé lasinn. Það er ým- islegt gott hægt að gera sér til dund- urs á þessum síðustu og bestu tímum. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is     Myndlist | Verk Marcels Duchamp, LHOOQ frá árinu 1919, verður til sýnis í Pompidou-listamiðstöðinni í París frá og með morgundeginum og fram yfir áramót. Er það hluti af yfirlitssýningu á dada-liststefnunni, sem spratt upp á fyrri hluta 20. aldarinnar sem andsvar myndlistarmanna við dauða milljóna hermanna í fyrri heimsstyrjöldinni. AP LHOOQ í París MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Tveir munu mala á sömu kvörn, önnur verður ekin, hin eftir skilin. (Lúk. 17.35.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.