Morgunblaðið - 04.10.2005, Side 46

Morgunblaðið - 04.10.2005, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 ára Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl 4 í þrívíddSýnd kl. 10 Sýnd kl. 4, 6 og 8 Göldrótt gamanmynd! Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i t t i I ! ti r ti Sýnd kl. 8 og 10.30 b.i. 16 ára  Ó.H´T RÁS 2 Sýnd kl. 4 ísl.tal Sýnd kl. 4 og 6 íslenskt tal BETRA SEINT EN ALDREI kl. 4, 6, 8 og 10 HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Óbeint framhald af þáttaröðinni Jesú og Jósefína sem var sýnd við miklar vinsældir á Stöð 2 síðustu jól. HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Sýnd kl. 6, 8, og 10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 2 og 4 Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Topp5.is Topp5.is Miðaverð 450 kr. Sími 564 0000í i Miða sala opn ar kl. 15.15i l l. . Miðaverð 450 kr. Um helgina var óvenjulegheimildarmynd sýnd á Al-þjóðlegu kvikmyndahátíð- inni. Kvikmyndin er sýnd með þeim skilyrðum að öryggisverðir leita á gestum til að ganga úr skugga um að ekki sé hægt að taka myndir á sýningunni og ann- ar leikstjóra myndarinnar þarf alltaf að vera viðstaddur. What Remains of Us er aðeins til í örfá- um eintökum og verður aldrei sýnd í sjónvarpi eða dreift á mynd- bandaleigur, því vernda þarf fólk- ið sem talar í myndinni fyrir stjórnvöldum í Peking. Myndin fjallar um það við- kvæma viðfangsefni sem er Tíbet.    Það er kanadíski leikstjórinnFrançois Prévost sem leik- stýrði myndinni ásamt landa sín- um Hugo Latulippe. Þeir tóku myndina upp með leynd og í óþökk kínverskra stjórnvalda á árunum frá 1996 til 2004: „Það voru tvær ástæður fyrir því að við vorum svona lengi að gera myndina,“ segir François mér þar sem við sitjum saman að morgunverð- arsnæðingi á Nordica hóteli. „Fyr- ir það fyrsta var verkefnið of áhættusamt fyrir venjulegar fjár- mögnunarleiðir. Ég þurfti því að fjármagna verkefnið sjálfur. Til þess þurfti ég að vinna lungann úr árinu og hafði síðan varla nema þrjá mánuði á ári til að ferðast til Tíbet. En einnig fór mikil vinna í rannsóknir og undirbúning því það er erfitt að smygla myndefni frá Tíbet.“ Það reyndist vanda- samt verkefni að taka upp efni, og oft gafst ekki gott tækfæri til myndatöku svo dögum skipti. Sem dæmi um öryggisráðstafanirnar sem François og félagar viðhöfðu var það að vera alltaf með við höndina snældur með venjulegum ferðamannaupptökum, en öllu efni sem búið var að taka upp vegna myndarinnar var pakkað inn og látið líta út fyrir að snældurnar væru ónotaðar.    Vandasamast af öllu reyndist þóað afla trausts þeirra sem fram koma í myndinni. Í What Remains of Us er sögð saga Kals- ang Dolma sem ólst upp í Kanada, dóttir landflótta Tíbeta. Kalsang heldur til Tíbet til að gera sér grein fyrir ástandi mála í landinu og þeim ofsóknum og ofríki sem Tíbetar þurfa að þola – en í far- teskinu hefur hún upptöku með skilaboðum frá Dalai Lama. François segir mér að upp- haflega hafi staðið til að myndin væri í formi viðtala við landflótta Tíbeta, og þaðan þróaðist vinnan á þá leið að François, Hugo og Kals- ang fóru að bera skilaboð milli ættingja innan og utan Tíbet. Það varð um leið lykillinn að því að vinna traust viðmælendanna, enda blasir löng og ömurleg fangels- isvist við (og jafnvel eitthvað enn verra) ef upp kemst um þá sem tjáðu sig við kvikmyndatökuliðið. „Við tókum með okkur í hvert skipti skilaboð frá ættingjum utan Tíbet á myndbandi eða snældu, og jafnvel gjafir. Það opnaði margar dyr, en mestu skipti þó aðkoma Kalsang Dolma. Það skipti sköp- um að hafa hana, sem talar sjálf tíbesku og er tíbesk, því hún gat opnað okkur leið að grasrótinni.“    Nokkur siðferðisleg umræðahefur spunnist um réttmæti myndarinnar, og ég spyr François hvort honum þyki hafa tekist að vernda þá sem koma fram í heim- ildarmyndinni: „Hvötin að baki myndinni er að vernda alla Tíbeta, og jafnvel – án þess að hljóma til- gerðarlega – að vernda allt mann- kynið. Því ef við lítum á heiminn í dag þá sjáum við að helsta mein mannkyns í dag er ekki AIDS eða SARS, berklar eða malaría. Það er stríð, og afleiðingar stríðs. Og það skiptir öllu máli að við lærum að búa saman í friði á þessari litlu plánetu. Allir Tíbetarnir sem koma fram í myndinni áttu val um hvort þeir tóku þátt eða ekki. Við leituðum ráða hjá skrifstofu Dalai Lama, og hjá mörgum siðfræðistofnunum, og ég get ekkert endanlegt svar veitt um siðferði myndarinnar. Ég vet hins vegar að þeir sem kusu að taka þátt, þeir báðu okkur að færa heiminum skilaboð þeirra, – að láta þá áhættu sem þeir tóku ekki verða til einskis.“ Jafnvel var sá kostur íhugaður að bregða móðu yfir andlit fólks- ins í myndinni: „En ef við gerum það, þá verður ekkert úr kvik- myndinni og allteins gott að skrifa bók. Kvikmynd snýst um mynd- ræna framsetningu og tilfinning- arnar sem skína þannig í gegn. Og það er þar sem áhrif myndarinnar liggja: Í þeim fimmtíu árum af þol- inmæði sem sjá má í andlitum og tárum gamla fólksins. Besta leiðin til að vernda fólkið er í raun að koma skilaboðum þess áleiðis, því það beinir um leið kast- ljósi heimsins að Kína. Stjórnvöld í Peking eru síður líkleg til að of- sækja þetta fólk ef allur heim- urinn lætur sig málið varða.“    Til að ganga úr skugga um að myndir af fólkinu kæmist ekki í hendur stjórnvalda í Kína voru hinar ströngu öryggisreglur sett- ar um sýningu myndarinnar. En François ýjar einnig að því að viss listræn sjónarmið séu að baki því að sýna myndina eingöngu í kvik- myndahúsi: „Þetta snýst líka um þá upplifun sem kvikmyndahúsið býður upp á. Nú á dögum situr fólk fyrir framan imbakassann og skoppar á milli stöðva. Það er ekki djúp upplifun og flestir horfa í raun á sjónvarp til að hvíla heil- ann, ef eitthvað er. Kvikmynda- húsin eru að sækja á, og meðal annars af þeim sökum að heimild- armyndir eru að sækja í sig veðr- ið. Kvikmyndahúsið færir saman á einn stað fólk úr ólíkum áttum og á ólíkum stöðum í lífinu. Í eina og hálfa klukkustund deilir þessi hópur upplifun. Hlið við hlið, í sama rýminu, andandi að sér sama loftinu. Og þegar þú deilir tilfinn- ingalegri upplifun með ein- hverjum öðrum þá magnast hún um leið. Það skapast einhver taug, – einhver tenging – sem skiptir sköpum.“    Það vill svo skemmtilega til aðkvikmyndaferill François Prévost hófst fyrir alvöru á Ís- landi. Það var um svipað leyti að hann kynntist Tíbet. François fæddist í smáþorpi dágóðan spöl frá Montreal. Hann lærði lækn- isfræði og fiktaði örlítið við kvik- myndagerð en stóra tækifærið kom þegar hann var valinn í sér- stakt verkefni á vegum CBC sjón- varpsstöðvarinnar: „Átta ung- menni voru valin til að ferðast um heiminn og gera örstuttar heim- ildarmyndir, 5 mínútur af efni í hverri viku. Þessi þáttur gekk í 15 ár og naut mikilla vinsælda í Franska-Kanada.“ François var svo heppinn að verða valinn: „Og þau réttu mér landakort og spurðu mig hvert ég myndi vilja fara. Fyrsti staðurinn sem ég valdi var Ísland.“ Afraksturinn varð ör- stutt heimildarmynd um Surtsey. „Annar viðkomustaður það árið var Tíbet. Sú ferð opnaði augu mín og eftirá fór ég að hugsa með mér hversu margir væru eins og ég; óupplýstir um ástandið í þessu landi.“ François gerði sér líka grein fyrir að ný tækni myndi gera það kleift að fjalla um Tíbet með öðrum hætti en áður: „Litlar DV-kvikmyndatökuvélar voru bylting sem myndu gera okkur kleift að taka upp hágæða myndir með fyrirferðarlitlum tækjabún- aði og þannig gera alvöru kvik- mynd án þess að láta mikið bera á.“    Afraksturinn af starfi François,Hugo og Kalsang er sláandi mynd sem gefur hispurslausari sýn á innviði Tíbet en lengi hefur sést og vekur áhorfandann til um- hugsunar um málstað Tíbetbúa – en um leið um aðgerðarleysi heimsbyggðarinnar: „Fyrir fimm- tíu árum, þegar Kína hertók Tíbet var upplýsingastreymi ekki nógu gott til að heimsbyggðin gerði sér fyllilega grein fyrir hvað ætti sér stað. En nú, árið 2005, er ekki hægt að afsaka andvaraleysi heimsins. En myndin fjallar ekki bara um málstað Tíbeta. Hún fjallar um hve mikið getur verið eftir af manngæsku okkar, þegar við leyfum þessu að eiga sér stað. Hún fjallar um þá ábyrgð sem við þurfum að þroska með okkur. Núna er tíminn til að við könnum okkar eigin innviði, hvernig við fáumst við heift og hvernig má leysa úr málunum. Hvernig við getum þroskað þá kosti í fari mannskepnunnar sem geta gert heiminn að betri stað. Það er enn svo margt sem mætti taka fram- förum.“ Forboðna kvikmyndin AF LISTUM Eftir Ásgeir Ingvarsson Morgunblaðið/Árni Sæberg François Prévost, leikstjóri myndarinnar „What Remains of Us“. asgeiri@mbl.is ’En myndin fjallar ekkibara um málstað Tíbeta. Hún fjallar um hve mik- ið getur verið eftir af manngæsku okkar, þeg- ar við leyfum þessu að eiga sér stað.‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.