Morgunblaðið - 04.10.2005, Qupperneq 47
Sýnd kl. 8 og 10.20
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára
RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
Miða sala opn ar kl. 17.15Sími 551 9000
Göldrótt
gamanmynd!
V.J.V. TOPP5.IS
R.H.R. MÁLIÐ
Ó.H´T RÁS 2
KVIKMYNDAHÁTÍÐ
29. september til 9. október
Lost Children / Týndu börnin
Sýnd kl. 6
Turtles can fl y /
Skjaldbökur geta fl ogið
Sýnd kl. 8
Shark in the Head / Hákarl í höfðinu
Sýnd kl. 10
Sýnd kl. 8 og 10
BETRA SEINT EN ALDREI
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára
HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN
LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA.
Sýnd kl. 6 ísl tal
Sýnd kl. 6 Íslenskt tal
Skemmtilega ævintýramynd
með íslensku tali.
RACHEL
McADAMS
CILLIAN
MURPHY
RACHEL
McADAMS
CILLIAN
MURPHY
Topp5.is
553 2075Bara lúxus ☎
Night Watch is F***ING COOL!
Quentin Tarantino
i i I !
i i
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
Skemmtilega ævintýramynd
með íslensku tali.
Óbeint framhald af þáttaröðinni Jesú
og Jósefína sem var sýnd við miklar
vinsældir á Stöð 2 síðustu jól.
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu
Miðaverð
450 kr.
Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR
VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 47
FYRIR þá sem ekki hafa kynnt
sér rússnesku myndina Geim-
drauma áður en þeir líta hana
augum hlýtur hún að virka
næsta óskiljanleg lengi framan
af. Við fylgjumst með Konyok,
einföldum, góðlyndum kokki og
áhugaboxara sem kynnist dul-
arfullum manni, Gherman, en
hann er fyrrverandi pólitískur
fangi. Konyok verður hugfanginn
af Gherman og skyggir ekkert á
það, ekki einu sinni þegar
Gherman sefur hjá kærustu
hans. Maður skilur þetta ekki al-
veg, en þegar í ljós kemur seint
og um síðir að Gherman á sér
þann draum að komast út í geim-
inn fara málin að skýrast.
Myndin gerist á þeim tíma
þegar Sovétmenn voru nýbúnir
að senda út í geiminn sinn fyrsta
gervihnött og geimurinn táknaði
frelsi og óendanlega möguleika.
Gherman er tákn óbilandi trúar
á framtíðina og það er hún sem
hrífur Konyok.
Bakgrunnur myndarinnar er
óttalega óskýr; áhugi Konyoks
og kærustu hans á að sjá gervi-
tunglin líða um himingeiminn er
að vísu augljós en hann virðist
ekki vera í neinu samhengi við
annað sem gerist fyrr en undir
lokin. Myndin er því dálítið lang-
dregin og er gallinn á handritinu
helsti ljóðurinn á myndinni.
Margt sjarmerandi ber þó fyr-
ir augu, leikurinn er sannfær-
andi, myndatakan er afslöppuð,
karlremban er skondin og kapp-
hlaupsatriði brjóstahaldaralausra
kvenna er óborganlegt. Það er
bara ekki nóg.
Trúin á framtíðina
KVIKMYNDIR
Regnboginn: AKR 2005
Leikstjóri: Alexey Uchitel. 90 mínútur.
Rússland 2005.
Geimdraumar (Dreaming of Space)
Jónas Sen
HLJÓMSVEIT Fólksins þessa vik-
una er Fighting Shit en Morg-
unblaðið og mbl.is velja Hljómsveit
Fólksins á tveggja vikna fresti. Til-
gangurinn er að kynna og styðja við
grasrótina í íslenskri tónlist, beina
athyglinni að nokkrum af þeim fjöl-
mörgu íslensku hljómsveitum sem
gera almenningi kleift að hlaða niður
tónlist þeirra á netinu, án endur-
gjalds.
Hljómsveit Fólksins er í samstarfi
við Rás 2 og Rokk.is, en hægt er að
lesa viðtalið á Fólkinu á mbl.is. Þar
eru einnig tenglar á lög sveitarinnar
sem geymd eru á Rokk.is. Lag með
Fighting Shit verður spilað í dag í
Popplandi á Rás 2, sem er á dagskrá
kl. 12.45–16 virka daga.
Hverjir skipa sveitina?
Kolli syngur, Óli trommar, Þórir
og Loftur spila á gítar og Ingi á
bassa
Hver er heimspekin á bak við
hljómsveitina?
Það er nú ekki beint nein ákveðin
heimspeki á bak við þetta en við
syngjum og tölum bara um það sem
okkur liggur á hjarta hverju sinni.
Allt frá stelpum yfir í pólitísk mál-
efni, hvernig mannkynið er að rústa
jörðinni, grænmetisætur og fleira.
Enginn af okkur borðar dýr og fjórir
okkar eru „Straight Edge“ (neyta
ekki neinna vímuefna og lifa al-
mennt heilbrigðu lífi).
Hvenær var sveitin stofnuð og
hvernig atvikaðist það?
Þórir, Loftur og Kolli voru búnir
að vera að spila saman í u.þ.b. hálft
ár áður en Óli kom inn í þetta. Svo
var okkur boðið að spila á Stretch-
ArmStrong-tónleikunum í sept-
ember 2003 sem gaf okkur svona
spark í rassinn. Fundum okkur
strax bassaleikara, sömdum og æfð-
um á þessari einu viku sem við höfð-
um.
Hvaða tónlistarmenn eru hetjur
ykkar?
Veit nú ekki hvort hetjur er rétta
orðið, en það eru ófáar hljómsveitir
sem hafa haft áhrif á okkur. Þar
standa hæst Minor Threat, Carry
On, Section 8, Tragedy, Shai Hulud,
Down in Flames, Kid Dynamite og
DS13. Við hljómum svolítið eins og
hrærigrautur af öllum þessum.
Eru einhverjir innlendir áhrifa-
valdar?
Páll Rósinkrans … nei, nei. I
adapt hafa haft einhver áhrif á okk-
ur, bæði sem persónur og hljóm-
sveit. Og auðvitað hefur fólkið sem
maður umgengst dagsdaglega mest
áhrif á mann.
Hvað finnst ykkur um íslenska
tónlist í dag?
Frábær, endalaust af frábæru
tónlistarfólki út um allt. Hvort sem
það er í metalnum, harðkjarnanum,
poppinu, indí eða einhverju öðru,
maður finnur góðar hljómsveitir alls
staðar.
Er auðvelt að fá að spila á tón-
leikum?
Já, og ef það eru engir tónleikar
til að spila á getur maður líka bara
haldið þá sjálfur. Það er gaman.
Er auðvelt að gefa út?
Já ef maður hefur metnaðinn til
að þurfa jafnvel að gera það allt
sjálfur þá er það ekkert mál.
Maður á ekki endalaust að bíða
eftir að útgáfufyrirtækin „finni“
mann.
Segið eitthvað um lögin sem þið
eruð með á Rokk.is?
„No Hope For the Dead“ er af ný-
útkomnum split-diski okkar með
bresku hljómsveitinni Dead After
School sem kom út hjá Cat ’n Cakey-
útgáfunni í Bretlandi.
„Blóð“ er af split-diski með ís-
lensku hljómsveitinni Brothers Maj-
ere (eitt besta band Íslands!), þetta
lag fjallar á mjög harðan hátt um
það hvað okkur finnst rangt að
borða dýr. Snerum því eiginlega svo-
lítið upp í grín með því að ýkja text-
ann þannig að það hljómar eins og
við viljum bara útrýma fólki sem
borðar kjöt. Þarna er líka „John Doe
vs The Thought Police“ af sömu út-
gáfu. Þarna eru líka lögin „Shove it“,
„Good Riddance“, „Girls Kick Ass“
og „Fuck you“ sem eru öll af okkar
fyrstu útgáfu – Tuned For Thrash.
„Girls Kick Ass“ er örugglega
eina jákvæða lagið okkar … og það
er um stelpur … kaldhæðnislegt.
Hver er mesti gleðigosinn ?
Hmmm … ætli það séu ekki Óli og
Ingi, en á móti kemur að þeir eru
líka án efa þeir vitlausustu og barna-
legustu.
Hvað er á döfinni hjá ykkur?
Erum að fara út með félögum okk-
ar í I Adapt í desember.
Cat ’n Cakey ætlar að endur-
útgefa gamla efnið okkar einhvern
tímann á næstunni og svo kemur út
7" vinýlplata snemma á næsta ári,
líka hjá Cat ’n Cakey Records.
Eitthvað að lokum?
Diskarnir okkar fást í 12 tónum,
Smekkleysu, Geisladiskabúð Valda
og auðvitað hjá okkur sjálfum á
mjög vægu verði. Veriði svo góð!
Hljómsveit Fólksins | Fighting Shit
Ljósmynd/Guðný
„Enginn af okkur borðar dýr“
Tjarnarbíó kl. 17:00
Þriðjudaginn 4. október
Nikifor minn og
stjörnurnar fimm
www.filmfest.is
Háskólabíó
18:00 Vetrarkoss
20:00 37 og hálfs
22:00 George Michael: Önnur saga
Regnboginn
18:00 Týndu börnin
20:00 Skjaldbökur geta flogið
22:00 Hákarl í höfðinu
Tjarnarbíó
17:00 Nikifor minn
19:00 Heimavinna
21:00 Enginn aðskilnaður
NÝR BÚNAÐUR
Í TJARNARBÍÓI
„Ég hvet áhugafólk um góðar myndir til
að sjá Nikifor minn, eitt magnaðasta verk
hátíðarinnar“, segir gagnrýandi
Morgunblaðsins í fimm stjörnu dómi
sínum um Nikifor minn, pólskt snilldarverk.