Morgunblaðið - 04.10.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
4.SÆTIÐ
www.jorunn.is
SEPTEMBERMÁNUÐUR var kaldur um allt
land þrátt fyrir að fyrri hluti mánaðarins
væri í meðallagi, samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu Íslands.
Í Reykjavík mældist meðalhitinn í sept-
ember 6,3°C sem er 1,1 gráðu undir með-
allagi. Lægsti lágmarkshiti í Reykjavík mæld-
ist hinn 25. september, –3,4 stig, en sá dagur
var kaldasti septemberdagur síðan 1974.
Á Akureyri var meðalhitinn 1,6 gráðum
undir meðaltali eða 4,7°C. Á Hveravöllum var
meðalhitinn 0,7 stig. Síðast var sept-
embermánuður þetta kaldur um allt land árið
1982, en þá mældist meðalhitinn í Reykjavík
5,6 stig, á Akureyri 4,6°C og 0,4°C á Hvera-
völlum.
Úrkoma í Reykjavík mældist 41 mm sem er
einungis rúm 60% af úrkomu meðalárs. Þá
mældist úrkoma á Akureyri 92 mm. Dagana
24. og 25. september festi snjó á Akureyri.
Slíkt er mjög óvenjulegt og er þetta einungis
í sjötta skiptið á síðustu 40 árum sem snjó
festir á Akureyri í september.
Þrátt fyrir kuldann lét sólin þó sjá sig tölu-
vert í Reykjavík, sem gæti hafa ýtt dálítið
undir kuldann, sem er yfirleitt meiri undir
heiðskírum himni en skýjabreiðu. Sólskins-
stundir í Reykjavík mældust 184,7 sem er um
60 stundum yfir meðallagi, og hafa sólskins-
stundir einungis tvisvar mælst fleiri í sept-
ember, árið 1954 þegar sólskinsstundir mæld-
ust 186,2 og árið 1975 þegar þær mældust
186,9. Sólskinsstundir á Akureyri mældust 79
og er það 6 stundum færra en í meðalári. Á
myndinni er ungur námsmaður á heimleið,
meðfram haustlituðum trjárunna.
Morgunblaðið/RAX
Kaldasti september síðan 1982
SÆNSKA bókaforlagið Kabusa böcker
hefur keypt sænska útgáfuréttinn að
skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Fólkið í
kjallaranum. Auður
hefur kynnt bókina á
bókastefnunni í Gauta-
borg síðustu daga en
bókin hlaut íslensku
bókmenntaverðlaunin
á síðasta ári.
Valgerður Bene-
diktsdóttir hjá Rétt-
indastofu Eddu segist
hafa fundið fyrir mikl-
um áhuga á íslenskum
bókmenntum á messunni. Kabusa hefur
áður gefið út á sænsku Söguna af bláa
hnettinum eftir Andra Snæ Magnason
og verk eftir Kristínu Ómarsdóttur.
Bókin var einnig seld til Danmerkur ný-
lega og búist er við að hún komi út á
sænsku á næsta ári. Valgerður segir
margt fleira í farvatninu, t.d. hafi Krist-
ín Marja Baldursdóttir vakið mikla at-
hygli á bókastefnunni og tilboð borist í
útgáfuréttinn að skáldsögu hennar,
Karitas. | 21
Fólkið í kjallar-
anum í Svíþjóð
Auður Jónsdóttir
JÓNA Guðlaug Vigfúsdóttir, 16 ára lands-
liðsstúlka í blaki frá Neskaupstað, hefur
gert sjö ára samning við franska liðið
Cannes. Félagið er
margfaldur Frakklands-
meistari og meðal sterk-
ustu blakliða í Evrópu
og hefur orðið Evr-
ópumeistari. Félagið er
með lið í Evrópukeppn-
inni í ár, bæði karla og
kvenna. Þetta er í fyrsta
sinn sem íslenskur blak-
maður gerir atvinnu-
mannasamning – áður
hafa nokkrir íslenskir leikmenn leikið er-
lendis samfara námi. Jóna Guðlaug er ein
af fjórum ungum stúlkum sem liðið gerði
samning við á þessu ári. Þjálfari Cannes sá
Jónu Guðlaugu leika með íslenska landslið-
inu á Smáþjóðaleikunum í vor og vaknaði
þá áhugi hans á henni. | Íþróttir
16 ára stúlka at-
vinnumaður í blaki
Jóna Guðlaug
Vigfúsdóttir
LAGT er til 45 milljóna kr. tímabundið
framlag til átaks í rannsóknum á íslenska
minkastofninum á sviði umhverfisráðu-
neytisins í fjárlagafrumvarpi næsta árs.
Um er að ræða tveggja ára átak til útrým-
ingar á mink á þremur afmörkuðum land-
svæðum þar sem saman færu veiðar,
skipuleg vöktun og rannsóknir meðan á
átakinu stendur. Markmið aðgerðanna er
að kanna möguleika á að útrýma mink og
hvaða aðferðir henta best til að fækka
honum verulega.
Í frumvarpinu er einnig gerð tillaga,
undir liðnum endurgreiðslur til sveitarfé-
laga vegna veiða á ref og mink, um tíma-
bundna fjárveitingu að upphæð 5,5 millj-
ónir kr. í fjögur ár vegna refaveiða. | 6
45 milljónir í
útrýmingu minka
MIKILL munur er á verði á þjónustu hjól-
barðaverkstæða á höfuðborgarsvæðinu
við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstill-
ingu. Þannig er tæplega 80 prósenta mun-
ur á hjólbarðaskiptingu á jeppa á 30–32
tommu dekkjum. Þetta kemur fram í
könnun verðlagseftirlits ASÍ á 28 verk-
stæðum á höfuðborgarsvæðinu.
Talsverð hækkun hefur orðið á þjónustu
hjólbarðaverkstæða frá síðustu könnun,
sem gerð var í desember 2003. Mest er
hækkunin í flokki stærri fólksbíla, en þar
er hún á bilinu 8–9,5%. Minnst er hækk-
unin á þjónustu við litla jeppa, eða um
3–4% á tímabilinu. | 20
Mikill verðmunur á
hjólbarðaskiptingu
ÁRNI Magnússon félagsmálaráð-
herra sagði á kynningarfundi um
sameiningu sveitarfélaga í Eyja-
firði, sem haldinn var á Dalvík í
gærkvöldi, að ef ekki tækist að
sameina sveitarfélög með frjálsum
kosningum, eins og þeim sem
fram fara víða um land næstkom-
andi laugardag, sé eðlilegt næsta
skref að huga að lagasetningu til
að sameina sveitarfélög. Taldi ráð-
herrann að komandi sameining-
arkosningar gætu verið þær síð-
ustu þar sem reynt yrði að
sameina sveitarfélög með frjálsum
kosningum. Nú yrði þessi aðferð
fullreynd og ekki meira gert í
sameiningarmálum á þessu kjör-
tímabili.
Áður en gripið verður til þess
að sameina sveitarfélög með laga-
setningu þarf að ákveða hver lág-
marksstærð þeirra á að vera, að
mati Árna. Hann nefndi hugmynd
Samfylkingarinnar um að í hverju
sveitarfélagi væru a.m.k. 1.000
íbúar og spurði hvort það væru
nógu margir. Taldi Árni að ef til
þessa kæmi myndi umræðan um
lágmarksstærð sveitarfélaga fara
fram á næsta kjörtímabili Alþing-
is, þ.e. á árunum 2007 til 2011.
Næstum 200 manns mættu á
kynningarfundinn í Dalvíkurskóla
í gærkvöldi. Stærsta sameiningin,
sem kosið verður um á laugardag-
inn kemur, er í Eyjafirði þar sem
lagt er til að 9 sveitarfélög sam-
einist í eitt. Félagmálaráðherra
var með framsögu á fundinum og
tóku margir þátt í málefnalegum
umræðum.
Í máli nokkurra fundarmanna
kom fram ótti við að allt vald
myndi færast til Akureyrar ef
sameiningin gengi eftir.
Þröstur Jóhannsson, fyrrver-
andi hreppsnefndarmaður í Hrís-
ey, tók til máls og kvaðst greina
sama ótta hjá þessum fundar-
mönnum og varð vart í Hrísey
1998 þegar lagt var til að sameina
hana sveitarfélögum sem urðu að
Dalvíkurbyggð. Hríseyingar
felldu sameiningartillöguna þá. Í
fyrra sameinuðust þeir Akureyri
og taldi Þröstur að óttinn við sam-
einingu hefði verið ástæðulaus og
sagði að nú væru flestir eyjar-
skeggjar ánægðir með að hafa
sameinast Akureyri. Sjálfur
kvaðst hann vera stoltur af að búa
í einu af úthverfum Akureyrar.
Gæti verið síðasta tilraun
til frjálsra sameininga
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Nærri 200 manns mættu á kynningarfund um sameiningarmál í Dalvíkurskóla í gærkvöldi.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra á kynningarfundi á Dalvík
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Kosið um sameiningu | 22–23