Mánudagsblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 8
8 Mánudagsblaðið Miðvikudagur 20. desember 1978 Ritt Bjerregaard-ævintýriO i Parls er þriöja alvar- Tiskuhóteliö Ritz, dýrasta hóteiiö i Parls, þar sem Ritt Bjerregaard bjó I þrettán daga. lega hneyksliö sem hún er völd aö, eftir aö hún tók Reikningurinn er álitinn nema 60.000 dönskum krónum. viö stööu menntamálaráöherra. Þetta getur kostab hana stólinn. Hótelævintýrid getur kostað ráðher rastöðu na Svo virðist sem ævin- týralegir lifnaðarhættir danska menntamálaráð- herrans Ritt Bjerregards í Paris á dögunum geti kostað hana bæði ráö- herrastólinni og hylli þá sem hún hefur notið hjá Anker Jörgensen í ríkum mælif svo ekki sé meira sagt. Reikningarnir gefa fremur til kynna að þarna hafi verið á ferð persnesk keisarafrú en venjulegur danskur menntamálaráð- herra. Það er ekki nóg með að reikningurinn fyrir 13 sólarhringa uppihald á dýrasta hótelinu í París, Ritz, hljóði upp á 48.984 danskar krónur (3 millj- ónir ísl). Samanlagt mun ferð ráðherrans ekki hafa kostað undir 60.000 dönsk- um krónum (3,5 milj. þegar öðrum kostnaðarlið- um hefur verið bætt við. Anker Jörgensen forsætisráö- herra hefur nú ákveöiö aö láta máliö til sin taka. Aö sögn mun hann ekki biöa þess aö Ritt Bjerregaard snúi heim frá Klna, en þaö veröur skömmu eftir áramot. ,,Ég hef sent Ritt Bjerregaard skeyti til Kina, þar sem segir aö ég hafi látiö rannsaka máliö, aö svo miklu leyti sem unnt sé”, segir forstæisráöherrann. „Ég verö aö segja, aö þarna hefur veriö fariö töluvert út fyrir þau takmörk, sem viö höfum venju- lega sett okkur. Ég mun sjá til þess aö hún leiörétti þessi mál á viöunandi hátt. Þriðja hneykslið begar forstæisráöherrann var spuröur aö þvl, hvort hann heföi fengiö ofangreinda reiknings- upphæö staöfesta, kvaöst hann ekkert vilja um þaö segja, aö svo stöddu, þar sem hann vissi ekki enn, hvaöa útgjaldaliöir væru taldir til þar. Hiö eina sem hann gæti sagt væri aö þarna heföi veriö fariö verulega út fyrir öll takmörk, sem venjan heföi veriö aö halda sig viö. Ekki kvaöst hann heldur vilja fullyröa aö mál þetta gæti haft alvarlegar pólitiskar afleiöingar fyrir menntamálaráöuneytiö. Hneykslismál sem þetta leiöa óhjákvæmilega athyglina aö for- tiö viökomandi, og þegar ferill Ritt Bjerregaards er skoöaöur kemur i ljós aö þetta er þriöja hneyksliö sem hún ftiut aö. Hiö fyrsta var þegar hún kraföist nýrrarbifreiöar, skömmu eftir aö hún tók viö embætti, af þvl aö hún var óánægö meö hina gömlu. 1 annaö sinn , nánaar tiltekiö laugardaginn 1. október 1977, lét hún ferjuna sem gengur milli Halskov og Knudshoved biöa eftir sér i tiu minútur af þvi aö hana langaöi aö eyöa helgarfrlinu heima fyrir. Máliö vakti mikla at- hygli ekki slst vegna þess aö ráö- herrann kom meö ferjunni i staö hjóna sem voru á leiö til dauöveiks manns. Varöandi þetta atvik lét Ritt Bjerregaard hafa þaö eftir sér, aö reynslan heföi kennt sér, aö slikt sem þetta geröu menn ekki nema einu sinni. Reikningurinn Niöurstaöa hótelmálsins stendur nú og fellur meö þvi hverjar útskýringar Ritt Bjerre- gaard mun gefa nú, eöa þegar hún snýr aftur úr ferö sinni til Kina og Thailands eftir áramótin, en sem stendur er hún I opinberri heimsókn ásamt manni slnum. Heimsókninni lýkur meö þvi aö hjónin taka sér leyfi, eöa svo var a.m.k. fyrirhugaö viö upphaf feröarinnar. Geti hún hins vegar ekki gefiö fullnægjandi skýringar og taki forsætisráöherrann ekki á sig ábyrgö fyrir hana, getur hún átt á hættu, aö á hana veröi samþykkt vantraust I þinginu. Þessa áhættu getur forsætosráöherrann ekki tekiö, þvi þá gæti hann átt á hættu aö stjórnin félli meö henni. Máliö var m.a. rætt á flokksráösfundi „Vinstri” nú fyrir skemmstu. Varöandi reikninginn, hefur þaö nú komiö i ljós, aö þessar 11.000 d. krónur, sem bættust viö 49.000 krónurnar sem fyrir voru, reyndust vera greiösla fyrir limousine-bifreiö ásamt bilstjóra sem ráöherrann tók á leigu meöan á dvölinni stóö. Reikningurinn á Ritz er fyrir uppihald hennar og ritara henn- ar. Heyrst hefur, aö hann sé afsakaöur meö þvl, aö ekki hafi veriö pláss á öörum hótelum. Þaö er hins vegar ekki rétt. Sann- leikurinn er sá, aö herbergi haföi veriö pantaö fyrir ráöherrann á sama hóteli og 16 manna sendi- nefnd dvaldi á. Menntamála- ráöherrann vildi ekki gera sér þetta aö góöu og flutti aldrei inn i hóteliö. Reikningarnir fyrir þessa ævintýradvöl hafa enn ekki borist til launadeildar ráöuneytisins. Fuliyröing forsætisráöherrans um aö máliö veröi útkljáö á viöunanlegan hátt er talin fela i sér, aö hún veröi aö greiöa úr eigin vasa mismun þess sem hún eyddi og þeirrar upphæöar sem embættismenn og stjórnmála- menn fá venjulega til ráöstöfunar er þeir dvelja erlendis i embættis- erindum. Erindi danska mennta- málaráöherrans til Parisar var aö sitja Unesco-ráöstenfuna, sem haldin var þar I októbermánuöi. Úr eigin vasa? Til samanburöar má geta þess, aö danski utanrikisráöherrann Henning Christophersen dvaldi ásamt drottningunni I Parls á sama tima. Meöan á heimsókn- inni stóö, greiddu Frakkar uppi- hald hans, en aö henni lokinni tók hann sér nokkurra daga fri, sem hann eyddi ásamt konu sinni og börnum I Paris. Þann tima bjó fjöiskyldan á litiu hóteli og greiddi 120 franka fyrir hjónaher- bergi pr. sólarhring. Rammi sá, sem dönsku ráöu- neytin hafa sett embættis- mönnum slnum á opinberum feröalögum þeirra erlendis er sá, aö þeim er ætlaö aö dvelja á hótelum, þar sem herbergiö kostar sem svarar 155 frönkum eöa um þaö bil 190 dönskum krónum yfir nóttina, og er þetta verö án morgunverös. Auk þess eru þeim ætlaöir 162 frankar eöa 196 d. krónur til annarra nauösynja. Gerir þetta samtals 385 krónur á sólarhring. Hærri upphæöir eru aöeins leyföar I „sérstökum tilvikum”. Þessir dagpeningar heföu dugaö menntamálaráöherranum skammt, þvl skv. reikningum Framhald á 17. siðu. ÞANNIG BJO RITT A RITZ Þagmælskan hef ur ætíð verið vörumerki íburðar- mesta hótels Parísar- borgar, Ritz-hótelsins. Það er alls ekki hlaupið að þvf að fá uppgefiö hve hár reikningurinn var, sem danski menntamála- ráðherrann greiddi að lokinni dvöl sinni þar. En venjulegt verð fyrir einn- ar nætur dvöl í lúxusíbúð hótelsins er 2650 frankar auk 15% söluskatts, og gerir þetta samtals 3685 kr. Hótelið var byggt árið 1898. En nú er langt í frá að það sé sama glæsi- byggingin og þaö var þá. En þégar það var gert upp árið 1974 var leitast við að gæða það nýtísku- legra útliti, þótt slfkt kostaði margar miljónir króna. Eldhúsið var endurbyggt, nýju loft- ræstikerfi komið fyrir og baðherbergin endurnýjuð frá grunni. Númeruó herbergi Herbergin eru númeruð á mjög óvanalegan hátt og ólfkan því sem við eig- um að venjast. Herbergi nr. 3 er t.d. á annarri hæð og 103 er við hliðina á nr. 84. . Þetta númerakarfi á að vernda einkalff gest- anna sem á hótelinu dvelja. Aðkomumaður, sem ætlar að heimsækja einhvern gestinn f óþökk hins síðarnefnda, getur sloppið fram hjá móttök- unni. En það getur tekið hann hálfan daginn aö þvælast fram og til baka um gangana, áöur en hann finnur herbergið sem hann leitar að. . Onnur siðvenja, sem Ritz-hótelið getur státað af er, að allir gestir sem hafa hunda meðferðis fá afhentar sérstakar værðarvoðir handa gælu- dýrum sínum. Voðin er vafin utan um snyrtilegt kjötbein. Hótelið hefur hýst margt stórmenna. Eitt þeirra var Gabrielle ,,G)co" Chans, sem lét ekki bregðast að gista svftúna ef leiðin lá um París.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.