Mánudagsblaðið - 23.02.1981, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 23.02.1981, Blaðsíða 2
Mánudagsblaðið Mánudagur 23. febrúar 1981 2 m BIMDSIMS Geir óhagganlegur Reiður sjálfstæðismaður sendi eftirfarandi bréfkorn: Ætli þessum veslingum sem þykjast ráða Sjálfstæðisflokkn- um séu allar bjargir bannaðar? Nú hef ég frétt að Geir verði ekki haggað með að verða aftur í framboði til formanns og þá ætli Gunnar að breyta fyrri ákvörð- un og vera varaformaður áfram. Þetta er víst verið að reyna að fá fólk til að samþykkja svo allt verði klappað og klárt. Ef af þessu verður þá er endanlega úti um Sjálfstæðis- flokkinn. Við næstu kosningar yrði flokkurinn álíka lítill og Alþýðuflokkurinn ef ekki minni. Það vill enginn kjósa flokk sem ekki hefur neina forystu. Nú verða þeir menn sem virðingar njóta í flokknum, en þeir eru nú ekki margir, að taka af skarið. Albert Guðmundsson verður að beita sér fyrir því að ekki verði kosið óbreytt til formanns og varaformanns. Nú verða andstæðingar kommún- ista að taka höndum saman og reka úr flokknum alla þá sósíalista sem þar hafa hreiðrað um sig á ólíklegustu stöðum. Það verður að færa flokkinn nær uppruna sínum eða sprengja hann ella. Nú er tækifærið til að koma hér á hreinum hægriflokki og berja á kommunum. A morgun getur það orðið og seint, enda landið umsetið Rússum. Hvorki Geir eða Gunnar ráða við kommana. Það þarf að fá alvöruforingja til að taka við. Albert gæti sett kommum stólinn fyrir dyrnar, en við verðum að láta hann ná borginni af þeim. Hann á að verða næsti borgarstjóri. Eg vil ekki aðsinni nefna nöfn þeirra sem ættu að taka við formennsku og vara- formennsku. En lítið í kringum ykkur og sjáið hverjir eru tjlbúnir að berjast gegn komm- unum. Ur þeim hóp baráttu- manna eigum við að velja okkur foringja en reka laumukomm- ana sem hafa smokrað sér inn í flokkinn. Skattborgari skrifar Ég get nú ekki orða bundist út af þeim gífurlegu skattahækk- unum sem blasa við. Ég var að enda við að ganga frá skattfram- tali mínu og sagði lögfræðingur minn sem aðstoðaði mig við framtalið, 'að ég þyrfti að borga 65-70% hærri skatta nú en í fyrra. Þetta þótti mér einkenni- legt því tekjurnar höfðu ekki aukist nema um tæp 57% milli ára. Þá sagði minn ágæti lög- fræðingur, að allt þetta tal í ráðherrum ríkisstjórnarinnarog öðrum vinstri sinnum um að skattar lækkuðu frekar en hitt, væri einfaldlega haugalýgi. Skattvísitalan væri bara hækkuð um 45% í 60% verðbólgu og þetta þýddi hundruð þúsunda króna skattahækkun á hverja meðalfjölskyldu, umfram hækkanir vegna kauphækkana. Ekki veit ég hvers vegna dagblöðin taka þessu með þegjandi þögninni. Alla vega hélt maður að Mogginn og síðdegisblöðin gætu gert sér mat úr þessu, en þar er sama þögnin og í Þjóðviljanum. Um útvarpið þarf auðvitað ekki að tala, þar þykir Gervasoni stórfrétt viku eftir viku en skattaáþján ríkisstjórnarinnar má ekki minnast á. Þessi fjölmiðlalýður sem allt þykist vita og geta ætti að skammast sín fyrir að láta ráðherra koma fram í fjölmiðlum og ljúga því að skattar lækki, án þess að hreyfa athugasemdum. Skattborgari. Ég hef á undanförnum árum haft mjög gaman af spurninga- þáttum útvarpsins sem Jónas Jónasson stjórnar og ekki viljað missa af einum einasta þeirra. Þessir þættir gefa manni tækifæri til að rifja upp eigin kunnáttu og bæta við þekking- una, sem sagt bæði skemmtun og fróðleikur. Enn er einn spurningaþáttur undir stjórn Jónasar í gangi og auðvitað hef ég hlustað eins og áður. Hins vegar hefur mér eitthvað þótt skorta á að þessir þættir væru jafn skemmtilegir og fyrrum. Astæðan er sú, að spurningarnar eru ekki eins vel heppnaðar og fyrri vetur. Fram til þessa hefur Ólafur Hansson, sá þekkti fræðimaður og humanisti samið spurning- arnar og tókst honum jafnan að flétta svo saman þungar spurningar og léttar að allir höfðu ánægju af auk þess sem fjölbreytnin var með ólíkindum. Nú eru spurningarnar hins vegar ekki eins markvissar og hreinlega ekki eins skemmtilee- ar og hjá Ólafi. Þótt Haraldur Ólafsson sé fær maður þá hefur honum ekki tekist að ná þessum sjarma sem Bréfritari vill Ólaf Hansson í sjónvarpið. Jónas Jónasson var yfir þáttum sem Ólafur átti heiðurinn af. En kanski þetta sé spurning um þjálfun og þá æfist Haraldur með tímanum. Mér var hins vegar að detta í hug hvort ekki væri tilvalið að fá Ólaf Hansson til að semja spurningaþátt sem tekinn væri upp í sjónvarpi. Ekki er að efa að slíkur þáttur yrði vinsæll meðal þjóðarinnar og lyfta sjónvarp- inu uppúr lágkúru svokallaðrar söngvakeppni, sem ég treysti mér ekki til að ræða frekar. En fáið Ólaf Hansson til að semja góðan þátt, einhvern hressan mann til að stjóra honum og þá er komið ódýrt en gott sjónvarpsefni sem allir geta notið. G. Tryggvason. l89l-i98l Vissir þú að það eru 10 þúsund félagar í VR? Magnút Ag. Magnútton, fjármáUistjóri skipafélags. Krittín Brynjólftdóttir, flugafffreibslumaöur. Htukur Haraldtton, afgreiöslumaöur í kjötverzlun. Áta Gunnartdóttir, símavörtrur á bifreiöastöð. Jón Magnútton, afyreiðslumaður x varahlutaverzlun. Þau eru í stærsta launþegafélagi landsins, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur * viöskipti &verzlun VlR, er leiðandi afl í launþegamálum og innan þess er fólk úr meira en 70 starfsgreinum Ölaf í sjónvarpið

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.