Mánudagsblaðið - 23.02.1981, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 23.02.1981, Blaðsíða 8
Blaé fyrir aíla úrEIND’IL ÍANMflPar Fylking hœfiíeikamanna Þrístirnið Albert, Geir og Gunnar minna ekki beinlínis á rússneskt troika. Einn töltir, annar skeiðar, sá þriðji fer á brokki og þegar einn gerist heimfús kemur strok í annan. A þetta horfir fylking hæfileikamanna í Sjálfstæðisflokknum en hefur hægt um sig. Þar í fiokki eru nokkrir efnilegir tamningamenn sem geta laðað fram réttan gang í samher jum sínum. Mörgum líst vel á GUNNAR SCHRAM lagaprófessor í sæti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. Indriði í ramma... Enn hefur það sannast að þröngsýni hefur undirtökin í skoðanamótandi starfi ríkisfjölmilanna. Þátturinn um Norræna húsið þann 30. jan. var hneykslanlega hlutdrægur en þar komu mest til tals og fengu meðbyr, þeir sem eru því meðmæltir að Islendingar lepji í sig sem mest af hinu skandinavíska þunnmeti. Reynt var að setja Indriða G. Þorsteinsson í ramma eins og einhvern ófleygan fugl af útdauðri ætt þótt hann tali fyrir munn hálfrar þjóðarinnar. Það er svo til umhugsunar fyrir alþjóð, að helstu talsmenn „Norrænnar samvinnu” á íslandi eru nagdýrin í Alþýðubandalaginu og fáein hikandi smáskáld. Krata-afkvcemi Ég er hræddur um að þátturinn Á döfinni, sem Birna Hrólfsdóttir er með, njóti ekki vinsælda. Það er misskilningur að slíkir auglýsingaþættir séu nauðsynlegir til að auka fjölbreyttni. Bæði Morgunpóstur útvarpsins, sem er orðin sérstakur auglýsingavetvangur fyrir Helgarpóstinn, enda báðir óskilgetin krata-afkvæmi, og Á döfinni er bara auglýsingar fyrir hvers kyns listviðburð, eru orðnir að einskonar almenningssalerni þar sem „listir” skipa öndvegi og virðist sama hvað ómerkilegar þær eru. Þess vegna getur sjónvarpið hætt við þessa þætti hennar Birnu. Götustrákar Sjónvarpsmenn gætu lært eitt af viðtali Danadrottningar, sem sjónvarpað var á miðvikudagskvöld, og sama máli gildir um ýmsa sambærilega framámenn okkar. Þéringar virðast í góðu gildi, a.m.k. þegar þjóðhöfðingjar og aðrir tignarmenn eiga í hlut en þær hafa nú verið felldar niður í „opinberu” lífi fréttamanna sjónvarpsins. Það var talsverð virðing yfir þessu viðtali en ekki íslenski götustrákablærinn, sem Elður Guðnason innleiddi á sínum tíma. Nú er hver kjáftur orðinn dús við t.d. forsetan og öll viðtöl við hann fá á sig óvenjulega plebbskan blæ, sem ætti að vera fyrir neðan virðingu embættisins. Fyrst við erum að burðast með þetta embætti, þá ber okkur skylda að sýna því einhverja virðingu. Biðraðamenning er góð nokk, en hæfir varla forsetanum. Gísli byggir Meðan borgarstjórn Reykjavíkur leitar að grunninum undir stóra Bás-álmu, sem er álma við aðra álmu sem varð fyrri til og er búin að bíða með faðminn opin í nokkur ár, reisir Gísli Sigurbjörnsson þegjandi og hljóðalaust hvert húsið á fætur öðru. Að Ási í Hveragerði er nú rúm fyrir 200 manns en við Grund í Reykjavík er risin stór bygging sem rúma á ýmsa þjónustustarfsemi fyrir heimilið og veita vistmönnum aðstöðu til nokkurra starfa. Maður og kona - eitt Eftirfarandi saga mun gleðja þá sem vilja veita bákninu viðnám. Bóndi nokkur átti tvo hunda og var annar tík. Honum var gert að greiða tvöfaldan hundaskatt. hann neitaði, því eins og hann sagði „Eru ekki maður og kona eitt”? Hann lét sig hvergi, harðneitaði að borga nema fyrir einn hund. s. Sími Mánudagsblaðsins er 1 34 96 Ungversk vika að Hótel Loftleiðum það var mikið um dýrðir á Loftleiðahótelinu í síðustu viku er þeir Kjartan Helga- son fh. ferðaskrifstofu sinn- ar og Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða boð- uðu blaðamenn á sinn fund. Boðið var uppá hinar dýrlegustu ungverskar krásir, bæði fastar og fljótandi, en ungversk síg- aunahljómsveit lék fyrir gesti heimsþeklta músík en sönginn annaðist ung stúlka. Maturinn var framreiddur af ungverska matreiðslu- manninum Zolta Bara, meistara á sínu sviði, enda sýndu gestir að þeir kunnu að meta það sem fram var reitt. Undir borðum tóku ýmsir til máls ma. þeir Kjartan og Sveinn, fulltrúar ungversku ferðaskrifstofunnar og ferðamála í tilefni þess að Ferðaksrifstofa Kjartans mun efna til margvíslegra ferða til Ungverjalands í sumar. Auk vörukynningar á Hótel Loftleiðum, sem nú stendur yfir, munu á laug- ardag, og sunnudág sýndar kvikmyndir frá Ungverja- landi. Ungverjaland er m.a. frægt fyrir mat og ættu íslenskir heimsborgarar að nota tækifærið og kynnast þessum krásum áungversku vikunni á Hótel Loftleiðum. Hér fer á eftir úrdráttur á því sem þeir Kjartan og Sveinn sögðu. Þann 17. febrúar höfst að Hótel Loftleiðum ungversk vika og verður hér um að ræða gagngera kynningu á Ungverja- landi, landi og þjóð. Svo og ferðamöguleikum og ferðum þeim sem Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar efnir til á vori og sumri komandi. í Víkingasal Hótels Loftleiða mun á hverju kvöldi verða borinn fram ungverskur matur með þarlendum vínum oe skemmtiatriði fara fram. Einn frægasti matsveinn Evr- ópu Zoltan Bara mun annast matreiðslu ásamt matsveinum hótelsins. Sígaunahljómsveit leikur ungversk lög, en í hljómsvesitinni eru fimm hljómsveitinni eru fimm hljóð- færaleikarar og ein söngkona. Matseðlar eru númeraðir og verður dregið um vinninga á hverju kvöldi. Síðast kvöld ungversku vikunnar-þ.e. sunnu- dagskvöld 22. febrúar verður svo dregið um aðalvinninginn sem er ferð fyrir tvö til Ungverjalands og dvöl þar í landi. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar hefur í mörg undanfarin ár í samvinnu við Flugleiðir haldið uppi skipu- lögðum ferðum til Ungverja- lands og njóta þær sívaxandi vinsælda. I Ungverjalandi er margt merkilegt að sjá og Ungverjar góðir heim að sækja. Hér er sáma hvort menn sækjast eftir sögulegum minjum og skoðunarferðum eða. góðum vínum og glaðværð. Þjóðin er kunn fyrir góða menntun, tónlist og sérstaka snyrti- mennsku á öllum sviðum. Slíkt kunna Islendingar að meta. I því augnamiði að kynna það sem hér er að framan sagt og ýmislegt fleira er efnt til þeirrar kynningar sem nú hefst að Hótel Loftleiðum. Auk Ferða- skrifstofu Kjartans Helgasonar og Hótels Loftleiða standa að kynningunni Ferðamálaráð Ungverjalands, ungverska ílug- félagið MALÉV en fulltrúi þess hér er Tamás Odor sölustjóri félagsins á Norðurlöndum. Þá Framhald á bls 5. Sígauna-hljómsveitin, sem skemmtir þessa dagana á ungversku vikunni, sem haldin er á Hótél Loftleiðum.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.