Mánudagsblaðið - 23.02.1981, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 23.02.1981, Blaðsíða 7
7 Mánudagur 23. febrúar 1981 Mánudagsblaðið EITT LITIÐ DÆMI ÚR VIÐSKIPTALÍFINU / Ágúst Sigurðsson, nú til heimilis að Grettisgötu 6, segir sínar farir ekki sléttar af samskiptum við fasteignavið- skiptin og réttvísina í þjóð- félaginu. Ágúst er nú rúmlega áttræður að aldri og nýlega hættur störfum sakir aldurs, en hann hefur unnið hjá borginni (áður bænum) í hartnær 40 ár. Fyrir um það bil 16 árum keyptu þau Ágúst og kona hans hæð ásamt helmingi af risi í húsinu Njálsgötu 10, þar sem þau bjuggu síðan, þangað til þau skildu fyrir rúmum 5-6 árum. Við skilnaðinn var eignum skipt þannig, að konan fékk hæðina í sinn hlut, en Ágúst innréttað sinn hlut, en Ágúst lausamuni ásamt skúr, sem hann hafði innréttað sem íbúð og komið sér upp á lóðinni, mjög vönduðum. Nú hafði það gerst í millitíðinni, eða nánar tiltekið árið 1973, að eigendaskipti urðu á hinum hluta húseignarinnar að Njáls- götu 10, hæð og helmingi í risi. Hinn nýji sambýlismaður þeirra Ágústs sýndi fljótt á sér slæmar hliðar, fyrst með mikilli óreglu, bæði nótt og nýtan dag, og leiddi af því ónæði og háreisti jafnt um nætur sem daga, sem gerði þeim Ágústi ókleift að búa í húsinu, þar sem konan var heilsutæp og hann þurfti að stunda sína vinnu og bæði þurftu því á næði og hvíld að halda a.m.k. um nætur. En fleira kom síðan til í samskipt- unum. Vegna sameignar á risinu var um viðhald og viðgerðir á því að ræða, sem hafa þurfti samvinnu um. Var þar um stór svik og pretti að ræða af hálfu þessa manns, t.d. í sambandi við ísetningu glugga með tvöföldugleri, sem hann lét Ágúst borga, en aldrei var komið í framkvæmd nema að óverulegu leyti til málamynda. Að lokum fór svo með þessa sameign í risinu, að sambýlis- manninum tókst að svæla undir sig hlut Ágústs með brögðum, m.a. með fölsuðu skjali og stolnum undirskriftum þeirra hjóna. Nú skyldi maður halda, að réttlæti þjóðfélagsins bæði gæti og væri fúst til að skakka leikinn og rétta hinum hlunn- farna hönd sína til liðveislu, en því var ekki til að dreifa í þessu máli, þótt eftir væri leitað. Út úr því kom ekkert. Þvert á móti hefur nú enn sigið á ógæfuhlið- ina fyrir Ágúst. íbúð þeirra hjóna, - hennar eftir skiptingu, - hefur nú verið seld á fasteigna- sölu á algeru málamynda eða smánarverði, enda kaupandinn fyrrnefndur sambýlismaður, þótt hann hefði reyndar „lepp” fyrir sig í kaupunum. En sagan er ekki búin, það versta er eftir og það er hlutur fasteigna- salans í málinu. Hann leyfði sér sem sé að selja skúrinn hans Ágústs með íbúðinni, án þess að færa það einu sinni í tal við Ágúst, hvort skúrinn væri til sölu, sem hann vitanlega ekki var. Samanlagt verð íbúðar- innar og skúrsins var langt undir sannvirði íbúðarinnar einnar. Þannig fór arður þeirra Ágústs af æviskeiðinu fyrir lítið. Varðandi notagildi skúrsins má benda á, að síðastliðið sumar var hann leigður út sem íbúð. Ferðaskrifstofan Malevairtours/ Hungar Hótel og Ferðamáld- ráð Ungverjalands kynna Ungverjaland sem ferðamannaland. Framreiddur verður daglega ungverskur matur og ungversk vin, sem hvort tveggja telst með því besta í Evrópu. Gestum verður skemmt með ungverskri músik undir borðum. Þekkt sígaunahljómsveit leikur og söngkona syngur með. Dansað verður á hverju kvöldi. Sýndar verða ungverskar kvikmyndir laugardag og sunnudag kí. 14.00 báða dagana. Auk þess munu fulltrúar viðskiptamála verða á hótelinu og kynna ungverskar vörur. Ferðaskrifstofa okkar mun i sumar efna til f jölda ferða til Ung- verjalandsog hefur bæklingur (með upplýsingum um verð, verið gefinn út. Sendum hvert á land sem er. ||V|^\/CDOI/r ahotel loftleiðum UIMO V tnOlX 17.-22. FEBRÚAR HÁTÍÐ NÝTT FERÐAMANNALAND • Búdapest skoðuð, ein fallegasta höfuðborg í Evrópu • Dvalið á baðströnd við Balatonvatn. • Skoðunarferðir farnar um landið. • Tækifæri gefst til að skreppa til Austurríkis og Júgóslavíu svo eitthvað sé nefnt. Kynning á ungverskri matseld í Leifsbúð 17. febrúar kl. 18.00.Ungverski matreiðslumeistarinn Zoltabara og Hilmar Jónsson veitingastjóri kynna. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir Ferðaskrifstola KJARTANS HELCASONAR Gnoðavog 44 - Fte/kjavik - Sima 86255

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.