Mánudagsblaðið - 02.11.1981, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 02.11.1981, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ, 2. nóv 1981 BRÉF TIL BLAÐSINS: ..Engin stefna - ekkert þor“ Steingrímur er aiveg stefnulaus í flugmálum Flugmaður sendi eftirfarandi bréf til blaðsins: Mér blöskrar hvernig Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra heldur áfram að blaðra um flugmál á þann hátt að hann segi eitt í dag og annað á morgun. Maðurinn virðist ekki geta mótað neina stefnu fyrir sjálfan sig í þessum efnum, hvað þá fyrir ríkisstjórnina. Ég var á fundi á Hótel Loftleiðum á dögunum þar sem þessi mál voru til umræðu. Þar kom fram eindregin andstaða gegn þeim fyrirætlunum Steingríms að hleypa Arnarflugi út í samkeppni við Flugleiðir. Sáeinisem' mælti með þessari vitleysu var auðvit- að Steingrímur sjálfur. Meira að segja flokksbróðir hans, Guðmundur G. Þórarinsson, gat ekki tekið undir sjón- armið Steingríms. Eftir þennan fund fer Steingrímur svo í fýlu og hefur uppi skítkast í garð Flugleiða fyrir það eitt að félagið vill ekki láta drepa sig. Það er kominn tími til að ábyrgir aðilar í ríkisstjórninni og stjórnmála- flokkunum taki höndum saman og knýji Steingrím Hermannsson til að gera það upp við sig hvort leggja eigi Flugleiðir í rúst eða ekki. Það er best „Steingrímur fór i fýlu og upphóf skítkast á Flugleiðir" --------------------------------------------------------------------------- að fá það á hreint fyrr en seinna, en það er vel fylgst með þessu máli af öllu starfsfólki Flugleiða. Það megastjórn- málamenn vita. VOLVOfé*- Meira úrval en nokkru sinni fyrr! * VOLVO Nú heíur Veltir á boðstólum íleiri gerðir aí Volvo íólksbilreiðum og á betra verði en nokkru sinni íyrr. Eins og verðlistinn ber með sér er breiddin mjög mikil, en hvergi er þó slakað á kröfum um öryggi. Volvo öryggið er alltaí hið sama. Verðmunurinn er hins vegar íólginn í mismunandi stœrð, vélaraíli, útliti og íburði, og t.d. eru allir 240 bílarnir með vökvastýri. Verðlistinn er miðað ír við gengi ís- lensku krónunnar 15. sept. 1981, ryð- vörn er inniíalin í verðinu. Haíið samband við sölumenn okkar VELTIR HF. Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Verö 103.300 Verö 126.500 Verö 220.000 Verö 166.600 Verö 185.400 Það er enginn stjórnmálamaður sem þorir Hr. ritstjóri. Það er orðið langt síðan ég hefi séð Mánudagsblaðið en vona að þessu hléi fari að ljúka og blaðið fari að koma út aftur. Um að gera að hafa eitt blað sem þorir þegar aðrir þegja, eins og Alþýðublaðið heitið sagði hér um árið, en er nú löngu hætt að þora nokkru. En það var nú einmitt þetta efni sem ég ætlaði að minnast á. Það er enginn sem þorir iengur. Pólitíkusarnir þora ekki lengur að taka neinar ákvarðanir. Ekki er hægt að virkja neins staðar því þessir menn eru svo hræddir um að móðga einhver atkvæði ef bæjarlækur- inn í heimasveit atkvæðanna verður ekki virkjaður fyrst. Dómsmálayfirvöld þora ekki að taka dópistana taki og gefa þeim sólar- hrings frest til að fara úr landi fyrir fullt og fast eða loka þá inn á Litla Hrauni ella. Þess ístaðstandayfirvöld í því að grenja hasssmyglara íslenska út úr erlendum fangelsum. Fjármálaráðherra þorir ekki að segja undirsátum sínum að þeir hafi nóg kaup og laun ríkisstarfsmanna verði ekki hækkuð. Þannig er hræðslan alls staðar ráðandi. Svokallaður Sjálf- stæðisflokkur þorir ekki einu sinni að hafa opin prófkjör af ótta við Albert Guðmundsson, hæfasta stjórnmála- mann okkar í dag. Blessaður skerðu nú upp herör gegn þessari hræðslupólitík, Agnar minn. Bestu kveðjur. TRG Skelfingaróp útvarpsins Skelfmgaróp útvarpsins hræða mig ekki hvað varðar fjármál. Það mætti t.d. spara geysilega mikið fé með því einu að leggja niður annaðhvort frétta- tíma útvarps eða s'jónvarps. Að hafa báða fréttatímana á kiukkutíma fresti, klukkan sjö og klukkan átta, er ekki annað en bruðl og eyðsla. Það væri rétt að hafa aðeins einn fréttatíma, sennilega hjá sjónvarpinu, því raunverulega eru fréttirnar þær sömu. Sí og æ er tönnlast á því hve dýr rekst- urinn í sjónvarpinu sé og það er ein- mitt á svona liðum sem má spara. Sjónvarp og útvarp eru bæði undir sama hattinurh samt eru þau rekin sem sitt hver stofnunin. Mér fmnst að yfirvöldin eigi að hætta þessum skrípaleik. Verö 106.100 264 GLE Gunnar Tryggvason

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.