Mánudagsblaðið - 02.11.1981, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 02.11.1981, Blaðsíða 3
2. nóv. 1981 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 Sjóræningjar ráðast á flóttafólk og SVfVKÐA OG NAUBfiA Nguyen Phuong Thuy er fimmtán ára gömul. Einn dag í maí sl. laumaðist hún burt frá Viet Nam í 33 feta bát ásamt 67 öðrum flóttamönnum. Bátur flóttafólksins var kominn góðan spöl inn í Thailandsflóa, þegar annar bátur með átta thailensk- um fiskimönnum, sem gerst höfðu sjóræningjar, gerði árás á þau. Sjóræningjarnir rændu Thuy og annari stúlku og sökktu síðan bátnum með hinu flóttafólkinu, sem margt hélt dauðahaldi í hinn sökkvandi far- kost. „Eg gleymi ekki svipnum á litlu systur minni, Tran, meðan hún var að hverfa í djúpið", segir Thuy. „Þetta heldur fyrir mér vöku. Sjóræningjarn- ir voru svo grimmir“. Og víst voru þeir grimmir. A næstu þremur og hálfum mánuði var Thuy nauðgað að meðaltali sjö eða átta sinn- um á dag. „Mér var haldið í klefa“, segir hún. „Ég fékk vatn og hrísgrjón, en þarna var engin sápa“. Oðru hverju var hellt saltvatni yfír hana áður en henni var nauðgað. Vinstúlka hennar, sem rænt var með henni, þoldi ekki ógnirnar og dó. Lifði af ógnirnar Thuy lifði skelfingarnar af og var að lokum látin laus í skiptum fyrir körfu- fylli af fiski til annarra báta - 14 allt í allt. Loksins setti síðasti báturinn hana í land, en þar tóku yfirvöld í Thailandi hana fasta sem ólöglegan innflytjanda. Það var ekki fyrr en í síð- astliðnum mánuði, sem hún var send í flóttamannabúðir í Songkhlo, sem er í sunnanverðu Thailandi. Nguyen Phuong Thuy er ekki sú eina, sem hlotið hefur slíka meðferð. Þó að yfirmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna hafi reynt að halda sögunni frá blaðamönnum, þá er saga Thuy því miður bara ein af mörgum sams konar. A fyrra árshelm- ingi 1981 er staðfest, að 701 flóttakonu, sem kemst til flóttamanna- búða í Thailandi, hafi verið nauðgað, flestum oftar en einu sinni. Sumar voru ekki eldri en 12 ára. Meiri hlut- anum, eða 533, hafði verið rænt undan ströndum Thailands af thailenskum flskimönnum, sem gerst höfðu sjó- ræningjar. Hin raunverulega tala er þó álitin miklu hærri, því að margar kvennanna skammast sín að segja frá nauðgunum og aðrar lifðu ekkí hörm- ungarnar af. Hrollvekja I hrollvekjandi skýrslu, sem tíma- ritið Time komst yfir og ætluð var að- alstöðvum CARE (flóttamannahjálp S.Þ.), sagði læknir, sem skoðað hafði flóttakonu í Songhia, frá einum bát, þar sem 24 af 32 kvennanna hafði verið nauðgað. Ofbeldismennirnir, margir hverjir með lekanda, bæði sýkja konurnar og misþyrma þeim. Margar hafa orðið óléttar. Nær allar bera ævilangt ör eft- ir hryllinginn. Skýrslan til CARE lýsir einni slíkri árás á konurnar: „Allt og sumt sem þær gátu skynjað, meðan þetta fór fram, var hinn megni óþefur af nöktum, sveittum sjóræningjum, og glottið og hláturinn meðan ein nauðg- unin kom í kjölfar annarrar með við- eigandi barsmíðum og hrottaskap". Harmleikur Það eru fleiri en Thailendingar, sem stunda þessa iðju. í skýrslum er líka minnst á Malaysíumenn. Ríkisstjórn Thailands bendir með réttu á, að ein- ungis brot af 200 þúsund fiskimönn- um þeirra hafi snúið sér að sjóræn- ingjaskap og enn færri að nauðgunum. Því verður hins vegar ekki neitað, að megnið af sjóræningjunum er hluti þess brots. Breyting þessara óbreyttu fiskimanna í sjóræningjaersannarlega harmleikur fyrir Tahiland. Sá harmleikur hófst 1965, þegar 'Thailendingar juku fiskisókn sína til að standast kröfur nýrra, arðvænlegri markaða. Tíu árum síðar var flóinn ofveiddur, tæmdur af fiski, og fiski- mennirnir fluttu sig á önnur mið und- an ströndum nálægra ríkja. Vandræð- in hófust svo 1978 þegar Burma og Malaysía lýstu yfir 200 mílna fisk- veiðilögsögu, samtímis sem flótta- menn streymdu inn í Thailand frá Viet Nam, Laos og Kambódíu. Hin opinbera stefna í Bankok breyttist skyndilega: Vietnamar voru álitnir ógnun við öryggi Thailands. Fiski- mennirnir, sem áður hafði verið hrós- að fyrir mannúð, voru nú settir í þriggja daga varðhald fyrir að draga flóttamannabát til lands. Sumir fiski- mannanna, sem voru illa stæðir fjár- hagslega, tóku hina nýju stjórnar- stefnu sem opinbert leyfi til að stunda s jórán. Vietnamar, sem Thailendingar líta yfirleitt niður á sem younan (villi- menn), urðu sjálfsögð bráð. „Þetta er bara leikur“, sagði einn togaramaður við blaðamann frá Time. „Það er engin synd að nauðga flótta- konum, þær eru Vietnamar". Nokkrar tilraunir, með fjárhags- aðstoð frá Bandaríkjunum, hafa verið gerðar til að bæta ástandið, en með litl- um árangri. A meðan þrauka fórnar- lömbin af furðulegri þrautseigju. Nýlega skrifaði Nguyen Phuong Thuy móður sinni, sem enn er í Saigon, og hvatti hana til að gleyma öllum flóttatilraunum sjóleiðis. „Ég treysti mér ekki til að fara í kirkju“, skrifaði hún móður sinni. Þær eru kaþólskar. „Ég baðst bara fyrir. Dótt- ir þín var dauð, en er nú lifandi". Stytt úr „Time“. HARMLEIKUR. SEM HALDIÐ ER LEYNDUM

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.