Mánudagsblaðið - 02.11.1981, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 02.11.1981, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ, 2. nóv. 1981 IMNUDAGSBUDID- Ritstjóri: Agnar Bogason, Tjarnargötu 39, sími 13496 Auglýsingar, dreifing, Sími 1 3496 Setning, umbrot, Kemur út tvisvar í mánuði prentun: og kostar 6 kr. í lausasölu. Borgarprent Áskriftir ekki teknar. Merkisdagur í sögu blaðsins í dag er merkisdagur í sögu blaðsins okkar. Það er, að vísu ekki afmæli, en til eru fleiri merkisdagar en það. í dag skiptir Mánudagsblaðið alveg um andlit og kastar raunar fleiri klæðum en það, þar sem innsíður þes eru öðruvísi útlits en þær hafa verið undarfarna áratugi. Blaðið þarfnast þessa breytinga. Öll blöð verða leiðinleg þegar ekki er skipt um útlit svo árum skiptir og ekkert er hvimleiðara en leiðinlegt blað. Það hefur verið ákveðið að fjölga útgáfudögum blaðsins. Nú er í ráði, að það komi hálfsmánaðar- lega út í stað mánaðarlega. Mánudagsblaðið var upprunalega vikublað og kom út sem slíkt í tæp 28 ár, en með veikindum ritstjórans reyndist ekki mögulegt að halda því út vikulega. Eftir langa leit auðnaðist ritstjóranum að fá samverkamann, Ólaf Gauk Þórhallsson, en honum má þakka útlit blaðsins, forsíðu þess og innsíður. Um breytingar á efnismeðferð er það að segja, að þær eru aðallega fólgnar í því að langhundum verður fækkað en í stað þeirra verða allar greinar og frásagnir styttar og aðeins mergurinn birtur, hismið tekið brott. Reynt verður eftir getu að hafa blaðið líflegt og skemmtilegt og í því tilefni verður áfram tekið á móti smágreinum og smellnum sögum í dálkinn ,,Úr einu í annað" sem birtist á öftustu síðu, svo og efni í bréfadálkinn á 2. síðu. Er allt slíkt efni þakkað hér með um leið og heitið er fullri þagmælsku ef þess er óskað. Tímabil hreyfinga hefur verið í blaðaheiminum undanfarin misseri og margt blaðið séð dagsins Ijós. Ekki hafa allar þær stjörnur verið eilífar en við vonum í trausti fyrri vinsælda blaðsins, að lesendur glati ekki tryggð sinni við það og verði áfram lesendur þess og kaupendur. Að svo mæltu leggur Mánudagsblaðið ótrautt af stað þá götu, sem það hefur reyndar troðið fyrr, jafn óttalaust og það hefur verið. A.B. KAKALI SKRIFAR: I HREINSKILNI SAGT Utvarpið missti einokunarvöldin Mikið er nú rætt það óstand sem svokölluð myndbanda- mál eru nú komin í. Staðreynd er, að útvarpið er búið að missa einokunarvöld sín í þessum efnum og er það vel. En í raun og veru má útvarpið sér um kenna. Það studdi hér um árið öll þau öfl sem vildu banna ameríska sjónvarpið auk þess sem nokkrir framámenn í útvarpsmálum voru meðal sextíumenninganna sem undirrituðu þá heimskulegu áskorun til yfirvalda um að leggjast gegn því að við gætum notið bandaríska sjónvarpsins af Keflavíkurvelli. Það er ekki einleikið hversu sein- heppnir við Islendingar erum í öllum þeim málum sem að framför- um lúta í menningarmálum. Svona tókst tii í simamálinu er nokkrir stórbokkar úr bændastétt voru nær búnir að stöðva þá framkvæmd og síðan þegar þjóðinni stóð til boða að fá almennilega þjóðvegi voru það sjálfir falstrúarmennirnir, komm- únistar og sosiölsku öflin í landinu, sem komu í veg fyrir að úr fram- kvæmdum yrði. Við hefðum getað í krafti legu okkar og sérstöðu knúið fram jaetta milljarða verk, unnið af sérfróðum þekkingarmönnum, sem hlotið hafa heimsviðurkenningu. Enn kom tækifærið upp í hendur okkar, nefninlega sjónvarpsmálið svokallaða. Ameríska varnarliðið rekur hér sjónvarpsstöð fyrir menn sína. Þessi stöð er rekin sameig- inlega af öllum helstu sjónvarps- stöðvum Bandaríkjanna, en sér- fróðir menn velja þar besta efnið - sama efnið sem við kaupum dýrum dómum í sjónvarpið hér heima. Auk úrvalsins af skemmtiefni og fróð- leiksefnis, sem varnarliðið hefur yfir að ráða, eru svo allar heimsfréttir, sem fluttar eru af frægustu og fær- ustu fréttamönnum og fréttastofum heimsins, amerískum evrópskum og enn víðar að. íslendingar brugðu ekki vana sínum fremur venju og höfnuðu þessu með venjulegu offorsi og rembidvergayfirlýsingum um það, að við gætum rekið sjónvarp með enn betra efni og þyrftum ekki upp á „kanann“ að vera komnir í einu eða neinu. ]ú hvað hefur komið á daginn? Allt það efni sem einhverra vinsælda nýtur í sjónvarpi hjá ísl- enskum rembidvergum er komið frá Ameríku og reyndar 90% af efni því sem selt er á spólum og étið upp af áfjáðum videósjúklingum. Það er líka komið á daginn, að þeir sem mest voru andvígir „Könunum“ eru nú hvað áfjáðastir í það, ella eru þeir dauðir. Það er ósköp lítilmannlegt að vera nú uppi með kvein og væl vegna hinnar gífurlegu útbreiðslu video- tækjanna og videovæðingar yfírleitt. Það er á annarra færi en þessarar smáþjóðar að breyta venjum heimsins og síst í málum sem þess- um þar sem mannlegt eðli leikur þvílíkt höfuðhlutverk. Við höfum tapað af strætisvagninum a.m.k. tvisvar einungis vegna þrjósku okk- ar og einstrenginsháttar bæði í vega- málum ogsjónvarpsmálumogerum nú komnir vel á veg með að tapa því þriðja og ekki veigaminnsta. Allar alvöruþjóðir væru búnar að draga nokkurn lærdóm af þessum hrak- förum en svo er að sjá að ekkert hafi lærst hjá okkur og þetta mál verði hinu opinbera ofraun að ráða við. Við breytum ekki venjum heimsins .... og eiturlyfin Þá er það eiturlyfjavandamálið. hefur lengi viljað loða við hér að menn og konur hafa neytt eiturlyfja. Síðari ár hefur neyslan stöðugt aukist, afbrotum undir áhrifum fer fjölgandi og eitursmygl eru orðin vikulegur atburður, ef ekki rneira. Það vekur undrun innlendra sem útlendra hve miklalinkind yfirvöld sýna þeim sem staðnir eru að eiturlyfjasmygli æ ofan í a. Hér er um uggvænlega þróun að ræða, þróun sem við hefðum getað komið í veg fyrir - ef vilji og festa væru fyrir hendi. Það er hvorugt. Sú staðreynd blasir við, að hér eru menn, aðallega unglingar, sem stunda þessa vinnu, aðallega í fjáröflunarskyni. Svo eru til hér aðrir menn, velmeiiiandi sálir sem lýsa yfir því yfir í útvarpi og blöðum að þeir viti að eitur’sé hættulegt ungum sem gömlum - en þeir sömu menn gera ekkert í því. Ekki einn einasti þeirra hefur krafist þess að þessir unglingar séu opinberaðir í blöðum og útvarpi, bæði í refsingar og aðvörunarskyni. Við getum bókað það, að ef þessi ógnun-og réttlæti- vofði yfir þessum glæpalýð, yrði árangurinn annar. Þessir menn vinna í skjóii þess, að hið opinbera muni sleppa þeim við nafnbirtingu „í þetta sinn“ og hingað til hefur þeim orðið að ósk sinni. Það er staðreynd að hér eru „stafrandi" eiturbæli, eins og það sem nýlega var ráðist gegn við Laugaveginn. Orðrómur hefur lengið gengið um þennan stað og fleiri en einhver „feimni“ hefur ráðið aðgerðarleysi lögreglunnar. Alls staðar í heiminum yrði dómsmálaráðherra ásakaður fyrir aðgerðarleysi í starfi og gott ef hann héldi embættinu. Það eru nefnilega eins mikil embættisafglöp að ganga framhjá þessum málum og að sinna þeim með hangandi hendi. Ef til væri nokkuð sem héti almennings- skoðun þá væri ráðherra þegar hrakinn úr embætti. Við megum ekki gleyma því að þegar öllu er á botninn hvolft þá er það ráðherra sem hefur úrslitavaldið. Það er hans að ákvarða hvort nöfn afbrota- manna verða birt eða hvort haldið verði yfir þeim hinum sérkennilega opinbera hlífiskyldi sem hingað til. Það verður því að segja að boltinn liggur hjá ráðherra og þar liggja einnig bitarnir og endurreisni þeirra fjölmörgu sem eiga við eiturlyfja- vandamál að etja.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.