Mánudagsblaðið - 23.11.1981, Síða 4

Mánudagsblaðið - 23.11.1981, Síða 4
4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 23. nóv. 1981 Ritstjóri: Agnar Bogason, Tjarnargötu 39, sími 13496 Auglýsingar, Setning, umbrot, Kemur út tvisvar í mánuði dreifing, prentun: og kostar 6 kr. í lausasölu. sími 13496 Áskriftir ekki teknar. Afskaplega gáfaðir menn Við íslendingar höldum því ætíð fram, að við séum afskaplega gáfaðir. Það sést best á snobbinu, sem við berum á borð fyrir almenning ( ýmsum greinum. Til dæmis erum við hérumbil eina þjóðin, sem lætur bjóða sér möglunarlaust uppá úrslit skákkeppninnar klukkan ellefu að kvöldi, eða þetta sama efni klukkan rösklega sjö að morgni. Ennfremur er dálítið spanskt, að okkur er boðið uppá háklassíska mússík klukkan hálfátta að morgni. Þessi furðulegi tími, til menningar og menntunarauka, er jafn fávís og hann er hlægilegur. Ekkert mannsbarn í víðri veröld er tilbúið til að taka við þessum menningaráhrifum á þessum óguðlegu tímum, enda segja flestir að ástæðan fyrir þeim sé nýjabrum lesturs og bóka. Menn geta auðveldlega bent á fjölda fræðimanna sem stritast við að vera „gáfaðir" á þessum tíma, og það sem verra er, draga hina minni og ósjálfstæðari með sér í vitleysuna. Það leikur almennt grunur á að þessi menningarprógröm séu upprunnin frá Skandinav- íu. Að minnsta kosti eru þau ekki algeng hjá vestrænum þjóðum og satt best sagt, næstum óheyrð. Önnur lönd á vesturhveli jarðar telja það vænlegast að skemmta fólki á þessum tíma, vekja það á morgnana og gleðja það og hvíla með léttri mússík og gamanleikjum á kvöldin. Sá aumi hópur sem kallar sig sálfræðinga hefur margoft lýst yfir, að hann telji það öllum mönnum nauðsynlegt að slappa af á kvöldin. Er þá nokkuð betra en létt mússík og gamanmál? Og er ekki best að vakna við hressandi mússík, sem kemur blóðinu til að renna hraðar eftur hvíld næturinnar? Það er af þessum sökum að við óskum eftir því að ríkisútvarpið fari að ráðum einhverra lifandi manna en ekki háalvarlegra dauðyfla, er það velur menn til að stjórna morgunmúsikkinni og ráða kvölddagskránni hjá stofnuninni. Gælt við komma Það er talsvert algengt að við skiptum okkur af hermálum og eru þeir meðal okkar sem þykjast heldur menn en ekki í þeim málum. Til dæmis gaf strand rússneska whiskey-kafbátsins okkur tilefni til að ræða hernaðarvísindi, varnir og eftirlit, af talsverði orðmælgi og með fáheyrðum fullyrðing- um. Það kom glöggt í Ijós að í þessum umfjöllunum að íslendingar vita manna minnst um hernaðarmál og njósnamál stórþjóða. Það er til dæmis alveg gefið að njósnir eru viðhafðar af báðum stórveldum, bæði undir yfirborið sjávar og á yfirborðinu. Það að ætla að abbast út í Rússa einungis af þeim sökum er út í bláinn. Sérstaklega er þetta heimskulegt hjá þjóð, sem gælir jafn mikið við kommúnista og stjórnarfar þeirra og við. Það stendur þessari þjóð miklu nær að víkja burtu þeim kommúnisku áhrifum úr þjóðlífi okkar en að apa hvert kommaúrræðið á fætur öðru í þágu lýðræðisins og gleypa það versta frá þeim. KAKALI SKRIFAR: I HREINSKILNI SAGT Albert og Davíð vilja verða borgarstjórar Tveir menn sækjast nú mjög eftir að verða borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, ef flokk- urinn nær meirihluta í borgarstjórn. Þeir eru Davíð Oddsson, sem hefur blessun Geirsklíkunnar og ALbert Guðmundsson, sem hefur blessun kjósenda. Báðir eru þetta gegnir menn. Albert er meira áberandi, einskonar street-corner politician (göm- hornapólitikus), sem hefur hafíð fyrirgreiðslustarfsemi uppí æðsta veldi, ötull fyrir- svarsmaður frjáls framtaks, einstaklingshyggjumaður með afbrigðum mikill en dálítið reikull í pólitísku ráði, fljótfær segja sumir og ekki um of ráðþægur. Samt viðurkenna allir hann sem drenglundaðan mann með afbrigðum, orð- heldinn og heiðarlegan. Davíð er hinsvegar mun hæglátari, það ber ntinna á honum. Hann hefur barist ótrautt fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann er ákaflegur listunnandi, leikritahofundur en sagður nokkuð frjálslyndur. Hann nýtur ótvíræðs stuðnirigs flokksklíkunnar, eins og áður er sagt og settur á oddinn samkvæmt ósk Geirs for- manns. Ýmsir áhrifamenn innan Sjálf- stæðisflokksins gera sér vonir um að hann nái meirihlutanum aftur, þrátt fyrir fjölgun borgarfulltrú- anna. Sjálfstæðismenn eru ein- kennilegur og sundurleitur hópur. Undir stjórn Geirs Hallgrímssonar, sem ílokksfor- ingja, hefur flokkurinn tapað aðalvígi sínu, Reykjavík, og Davíð Oddsson tvennum alþingiskosningum. Undir álíka kringumstæðum myndi hver og einn einasti flokks- foringi ytra hafa orðið að segja af sér. En því er ekki að heilsa. I stað þess hefur Geir og klíka hans þjappað sér saman um Geir og barist með kjafti og klóm til þess að fá hann endurkjörinn. Svo langt er gegnið að sérstakar reglur og lög eru sett um prófkjörið, sem eru sniðnar til þess að útiloka Albert Guðmundsson. Það er sorglegt að vita til þess að þessi deyjandi hönd, Geir, skuli ráða lögum og lofum í öllum ráðum flokksins. Jafnvel í flestum hverfunum. Nokkrir ungir Sjálf- stæðismenn hafa reynt að starfa utan áhrifakeðju Geirs. það er að reynast þeim vonlaust að mestu. Ekki ber að skilja þetta svo, að Albert sé hinn óskeikuli Guð og Davíð hálfguð. Albert, þrátt fyrir ýmsa góða kosti, hefur verið mjög reikull og gefið ýmsar óheppilegar yfírlýsingar varðandi málefni ílokksins og afstöðu sína til ýmissa málaflokka. Hann er ekki nógu ákveðinn og heldur þeim málum, sem hann hefur unnið að og hrint í framkvæmd, lítt fram. Davíð hinsvegar hefur notið velvilja Moggans og komið fram fyrir ílokkinn í fíölmiðlum, auðsýnilega með blessun Geirs, og staðið sig vel í kappræðum. Hann hefur sýnt öryggi þar og rökfestu og óvænt frjálslyndi í skoður.um. Rógsíða Það er Sjálfstæðisflokkurinn verður mest að varast er hin meðfædda rógsiðja höfuðpaura hinna aðskildu klíkna. Við ættum að skoða dálítið betur niður í saumana þar. Albertsklíkan hefur reynt að koma því yfir til manna, að allur þorri kjósenda vilji ekki ,,bítil”, sem aðalfulltrúa í borgarstjórn, meinandi Davíð, en hinir, Geirsmenn, telja ófært að við stjórnartaumum höfuðstaðar- ins taki fótboltamaður. Sannleik- urinn er sá, að hvorugur þessara manna á svoddan umsögn skilið. Davíð er ekki bítill, þrátt fyrir mikið hárfar, og Albert hugsar ekki lengur eftir Iínum knatt- spyrnunnar þótt hann sé’kapp- samur. Það er erfitt að gera upp á milli þessara manna. Ef litiðertil beggja með einhverri sanngirni þá er líklegra að Albert verði umsvifameiri borgarstjóri en Davíð öllu meira hægfara í framkvæmdum. Þó er það galli á helstu flutningsmönnum AI- berts, að þeir eru of hvassyrtir í garð andskotaliðsins og staglast í sífellu á ónytjungshætti þeirra, sem fremstir standa þar. Af Davíðsmönnum heyrist ekki neitt slíkt. Þeir hafa hægt um sig og Albert Guðmundsson telja surnir ástæðuna fyrir því öryggi þeirra með kosningu Davíðs í prói'kjöri. Illkvittni sumra Albertsmanna ku stafa af öryggisleysi og mörgum vonbrigð- um og mótlæti, sem hann hefur sætt af tlokksins hálfu. Kloflnn Það er því, eins og vant er, að flokkurinn gengur klofmn að prófkjörinu að því viðbættu að Geirsarmurinn hefur nú beitt einn vinsælasta frambjóðandann Albert, fáheyrðu ofbeldi. Ef svo heldur fram sem sýnist, þá er flokkurinn alveg vonlaus og þessvegna nauðsyn til að bæta úr áður en það er um seinan.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.