Tíminn - 27.02.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.02.1970, Blaðsíða 9
Ungversku fallbyssurnar skutu íslenzka landsliðið á bólakaf fslenzka landsliðið byrjaði illa í HM og tapaði með 10 marka mun fyrir Ungverjum, 9:19. — íslenzka liðið skorti hraða og ógnun í sóknarleiknum. — Byrjunin var ágæt, en eftir það kom dökkur kafli og skoraði liðið ekki eitt einasta mark á 20 mín. Frá Kjartani L. Pálssyni, fréttaritara Tímans á HM, í gærkvöldi: Það var hálferfitt að vera fslendingur í gærkvöldi og horfa á Ung- verjana mala íslenzka landsliðið mélinu smærra I fyrsta HM-Ieikntmi hér í Mulhouse í Frakklandi. Ungverska landsliðið var í einu orði sagt fráhært. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að tapa á mótí jafngóðu liði, en engu að siður var súrt að tapa með 10 marka mun, eins og fór, en leiknum lauk með 10 marka sigri Ungverja, 19:9. Ungversku fallbyssurnar þögnuðu ekki eitt andartak í þessum leik og hafði íslenzka liðið ekki minnstu möguleika, þrátt fyrir ágæta byrjun. Lék liðið undir getu og leikmenn eins og Geir Hallsteinsson og Ingólf- ur Óskarsson voru ekki svipur hjá sjón. Ég minnist þess t.d. ekki, að hafa séð Geir eins slakan og í þessum leik. Það brást margt hjá íslenzka liðinai. Liðið skorti hraða og ógn- um í sótaarleiknum. Fóru íslenzku lei.kmennirnir sér svo bægt í sókn- araðgerðum, að hinir þrautþjáif- uðiu umgversku leikmenn gátu oftast igripið inn í og stöðvað að- gerðir fslenzka liðsins. Mér er etoki grunlaust um, að ís- lenzka liðið hafi af ásettu ráði eikki sýn>t allar sínar beztu hliðar í ieitaum. T. d. var „taktikin“, sem við höfum séð Jiðið leika í leittojum á íslamdi, etoki reynd að neinu marki. Og ekki var gerð nein tilraun til að útfæra auka- köstin á sérstaikan hátt. Þetta verður áreiðanlega reynt í leitoj- unum gegn Dönum og Fóliverjum um helgina. En nóig um það. Snúum oktour þá að gangi leitosins. Ungverj- arnir komust á fyrsta mínútum í 2:0, en Bjami Jónsson stooraði 1:2 á 3. mínútu og Ingólfur Ósik- arsson jafnaði úr vítatoasti, þeg- ar 6 mínútar voru liðnar. Eftir það kom dökkur kafli, því affl íslenzka liðið skoraði ektoi eitt einasta mark í rúmar 20 mínútar. En á sama tima voru Ungverjar í essieu sínu og skoruðu 7 mörk. Stóðu leikar 9:2, þegar 28 mínút- ur voru liðnar af fyrri hiálfleik. En þá loks tókst íslandi að skora, er Ingólfur skoraði úr vitakasti 3:9 íslenzka liðið var mjög óöruggt síðari hluta fyrri hálfleiks, eink- um var sóknarleiikurinn slatar. Ógnunin var sama og eagin fyrir framan ungversta vörnina — og það var hægðarleikur einn fyrir Ungverjana að stöðva sótaarað- gerðir íslenzka liðsins, sem ein- kenndust af hægum samieik og óöruggum í meira lagi. Úrslitin voru rá/ðin í hálfleik. Það var aðeins formsatriði að Ijúka leiknum. í byrju.n síðari hálfleiks stóð íslenzka liðið sig allsæmilega. Ingófur skoraði 4:9, en Ungverjar skoruðu 10:4. Þá kom mark frá Geir — eina mark hans í leiknum og verður það að teljast mjög ó- venjulegt af jafnskothörðum manini — og stóðu leikar þá 10:5 Ung- verjum í vil- Eftir þetta tók a® siíga á ógæfuhliðina. Ungverjarnir breitokuðu bilið jafnt og þétt — og undir lokin var u-m hreina ein- stofn-u að ræða. Lokatölur u-rðu 19:9. Að sjálfsöigðu eru þessi úrslit mi'kið áfall fyrir ísl. handknatt- leiik. Við sigri hjóst maður aldrei á móti Unigverjum, en 10 marka ósigur er fullmikill. Mér fannst Si'gurbergur og Bjami einna skástir, en Geir Hallsteinsson var eitthvað miður sín. Hann fékk BJARNI JÓNSSON, átti ágætan leik. SIGURBERGUR — góður í vörnlnni. VIÐAR átti ágætan leik og skoraði 2 mörk. mikið högg á nefið og féikk blóð- nasir og má vera, að það hafi háð honutn. Þorsteinn Björnsson stóð sig vel í markinu að mínu áliti og átti ek'ki sök á mörkun- um. Þau voru í fJestum tilfellum óverjiandi. Mörkin skomðu: Ingólfur 3 (2 ÞORSTEINN BJÖRNSSON — varði vel, þrátt fyrir 19 mörk Ungverja. * „Islendingar verða auðveld bráð, ef þeir leika ekki betur en þetta“ — sagði danski „njósnarinn" Werner Gárd eftir leikinn. Frá Kjartani L. Pálssyni, fréttaritar„ Túnans á HM, í gærkvöldi: Danir sendu „njósnara" til að fylgjast með landsleik ís lands og Ungverjalands, en á laugardaginn mætast ís- lendingar og Danir, eins og kunnugt er. Íslenzíkir hand knattleiksunnendur þekkja d-anska „njósnorann", en það var Werner Gárd, einn af dönsku landsliðsmönnunum, sem fylgdist með leiknum, Ég náði tali af honum eftir leikinn. „Islendingar verða auðveid bráð fyrir okkur, ef þeir leitoa etoki betur en þetta“, sagðá þessi reyndi danski landsiiðsmiaður. _ Sagði han-n, »ð si'gur yfir ísliandi tryggði Dönum farseðilinn í 8-liða keppnina, en Danir sigr- uðu Pól-verja 23:16. Af'turámóti sagði Gárd, að Umgverjar yirðu mjög erfiðir viðureigmar. FORD FYRSTIJR OG FREMSTUR 4 Hálfrar aldar forysta FORD i traktorfram- i leiðslu tryggir yður fullkomnasta fáanlegan tækniútbúnað, og um yfirburða útlit FORD eru allir sammála. Þrátt fyrir þetta er FORD ekki dýrari Meiri tækni fyrir iægra verð. INGÓLFUR, fyrirliði — skoraði 3 mörk. víti), Viðar 2, Einar, Bjarni, Geir og Sigurður Einarsson 1 hver. Frönsku dómararnir voru all- sæmilegir — og alls ekiki hlut- drægir á otokar kostnað, þó að annar þeirra vœri af ungverslku bergi brotinn og hinn giftur ung- versikri toonu. J RtYKJAVÍK SKÓIAVOROUSTÍC 25 WDOUj VeriuV, þrmyia í &db‘ ? DOSI beltia hafa eytt þraufum margro. Reynií þau. k EMEDIAIffi LAUFASVEGI 12 -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.