Tíminn - 01.03.1970, Síða 3
r
SUNNUDAGUK 1. marz 1970
TIMINN
15
Á þessum tímum var það
veuga að senda bænaskrá til
Alþingis uro margvísleg mál-
efni. Nökfcrir íbúar Seyðisfjarð
artorepps sendu slíka skrá til
Aiþingis um að Seyðisfjörður
yrði löggiltur kaupstaður.
Bænasfcrá þessi var dagsett í
júní 1891. Undir hana skrifa
Halldór Gunmlögsson, Bjarni
Siggeinsson og í fjarveru
Björns Þorlákssonar Sigurður
JónsBon.
Bænaskráin er rituð fyrir
hand meiri hluta íbúa Seyðis-
fjarðarhrepps.
Þar segir m.a.: ,,í Seyðis-
fjarðarhreppi eru 2 löggiltir
verzlunarstaðir, annar Seyðis-
fjörður með Búðareyri, og
hinn Vestdalseyri. Á báðum
þessum kauptúnum er afár-
mikil verzlun, og fer einatt
vaxandi, eins og íbúatalan er
nú aptur tekin aið vaxa, eptir
að hún hafði að vísu minnk
að um síðusu harðinda-
og aflaleysisár. Um síðasta ný-
ár, voru í öllum Seyðisfjarðar-
hreppi 650 manns, og þar af í
hinum umgetnu kauptúnum
um 350“.
„. . . tafcmörk hinna 2gja
fyrii'huguðu sveitarfélaga
skyldu vera á lamdiamerkjum
Fjarðar og Sörlastaða annars
vegar, en á merkjum Vestdals
og Dvergasteins hinum meg-
in“.
„. . . á svæði því, er hinn
fyrirhugaði eða nýji Seyðis-
fjarðarhreppur myndi ná yfir.
voru við síðasUiðið nýár 200
manns, en' á .svæði bví er bær-
inn á að ná yfir 450“.
Samfcvæmt þessu hafa íbúar
á Fjarðaröldu með bæjunum
á því svæði verið um 100 bals-
ins..
„Á verzlunarstöðunum Seyð-
isfirði og Vestdalseyri eru nú
7 fastar verzlanir, auk smá'-
verzlana og lausafcaupaverzl-
ana“.
Síðan er málsmeðferð heima
í sveitinni rafcin í bæna-
skránni og lýkur henni á þessa
leið: „Út af þessu og í sam-
hljóðun við það, sem hér er
framtekið, leyfum vér oss í um-
boði meiri Muta Seyðfirðinga
að fara þess virðingarfyllst á
leit við hið heiðraða AUþingi:
að það gefi út lög um það, að
verzlunarstaðirnir Vestdalseyri
og Seyðisfjörður með Búðar-
eyri ásamt jörðu'num Vestdal
og Firði með Odda og Fjarðar-
seli, verði bæjarfélag og lög-
sagnarumdæmi sjer, með kaup
staðarréttindum og bæjar-
stjónn .. .“.
Bœnasfcránni fylgdu 5 fylgi-
sfcjöl. Það fyrsta listi yfir
nöfn þeima, sem að skránni
stanida.
Fyrsta nafnið er Otto
Wathne, kaupmaður, Búðar-
eyri. Þarna eru t.d. Stefán Th.
Jónsson, úrsmiður, Fjarðar-
öldu, Stefán Sigurðsson, hús-
eigandi, Strönd, halldór
Gunnlögsson, verzlunarstj.,
Vestdalsey-i, Gestur Sigurðs-
son, beyldr, Firði, Guðmundur
Þórðarson, járnsmiður, Vest-
dal, Einar Helgason, húsmað-
ur, Vestdalsgerði, Vigfús Ólafs
son, húsmaður, Fjarðarseli,
Jón Þorvaldsson, bóndi,
Fornastekk o.m.fl.
Annað fylgiskjal er fundar-
gerð fundar, sem haldimn var
14. maí 1891 á Vestdalseyri til
að ræða skiptingu hreppsins
og stofnun fcaupstaðar. Fund-
arstjóri var Bjarni, hrepp
stjóri, Siggeirsson og fundar-
sikrifari Guðmundur, læknir,
Sche.ing. Fundarmenn voru
aQir sammála um skiptinjguna
og kaupstaðarmálið og kusu 6
manna nefnd til að fjalla nán-
ar um málið. í nefndinni voru:
HaHdór verzílunarstjóri Gunn-
lögsson, Vestdalseyri, Bjarni,
hreppstjóri Siggeirsson s.st.,
Otto, kaupm. Wathne, Búðar- i
eyri, síra Björn Þorláksson,
Dvergasteini, Sveinn Jónisson,
bóndi Brimnesi o.cr Jóhann
Sveinsson, tómithúsmaður, Þór-
arinsstaðaeyrum.
Þegar nefndin hefði lokið
störfum skyldi hún kalla sam-
an almennan fund til að ræða
ag greiða atkvæði um skipt-
ingiaruppástungu hennar.
Þriðja fylgkkjal var álit
nefndarinnar, sem er dagsett
25. maí 1891 og fjallar um
hneppamörk, skiptingu eigna
og ómaga milli hinna nýju
sveitarfélaga.
Hið fjórða fylgiskjal er fund
argerð aimenns sveitarfundar,
sem haldinn var á Vestdals-
eyri 30. maí 1891. Þar var til-
laga nefndarinnar borin upp.
Fyrst fyrir íbúum hins verð-
andi bæjar og var samþykkt
með 14 atkvæðum gegn 6, og
síðan fyrir íbúum sveitarinnar
og var hún þá samþykkt með
öllum atkvæðum (22).
Þá voru þeir Bjarni Siggeirs
son, Björn ->orláfcsson og Hall-
dór Gunnlögsison, „'bosnir í
nefnd tii að undirbúa og af-
greiða til alþingis í sumar mál-
efni þetta um skiptingu Seyð-
isfjarðarhrepps . , . og um
það að innri'hluti sveitarinnar
fengi bæjarréttindi eða yrði
kaup’staður“.
Hið fimmta fylgiskjal fjall-
ar fyrst um yfirfýsin.gu Ólafs
Sigurðssonar, bónda, Fjarðar-
seli, eiganda að háifri jörð-
inni Firði með Fjarðarseli og
Odda, þess efnis að hann sam-
þykki að jörð hans verði tek-
in í hinn fyrirhugaða kaup-
stað.
Síðan sams konar yfirlýsing
Katrínar Einarsdóttur, Sleð-
brjótsseli, eiganda hálfrar jarð
arinnar Fjarðar.
Málið var síðan sent Aliþingi,
en gleymzt hafði að bera það
undir sýslunefnd Norður-Múla
sýslu.
Þetta leiddi til frestunar
málsins um tvö ár.
Hireppsnefnd Seyðisfjarðar
hrepps lagði síðar málið fyrir
sýslunefnd, sem samþykkti á
fundi sínum 24. apríl 1893
sveitarskiptinguna Oig kaup-
stað arstof nu n ina.
Þann 25. maí 1893 boðaði
svo hreppsnefndin til almenns
fundar fyrir Seyðisfjarðar-
hrepp, sem halda sikyldi í
skólahúsinu á Vestdalseyri 30.
maí það ár til þess þar, að
bera undir atkvæði hreppsbúa,
skiptingu sveitarinnar og
stofnun kaupsbaðar í Seyðis-
firði eins og hún var ákveðin
á fundinum 30. maí 1891.
Fundurinn var boðaður í
Austra og þess getið í fundar-
boðinu, að öllum væri kunnugt
um þau mistök 1891, að málið
skyldi ekki sent sýslunefnd og
þess vegna talið ófært að
leggja það fyrir Aliþingi.
Otto Wathne lét máia þessa mynd. Gamli bærinn Fjörður undir Bjólfi.
Fundur þessi var haldinn á
tilsettum tíma. Stefán Th. Jóns
son setti fundinn. Fundarstjlóri
var Einar Thorlaeíus, sýslu-
maður, og fundarritari Skapti
Jósepssön.
Nokkrar umræður urðu og
fcom fram almennur vilji um
skiptingu hreppsins og stofn-
un kaupstaðar. Síðan var sam
þyfckt, að aillur fyrri undirbún
ingur máisins og áilyktanir
skyld'i standa óraskað. At-
kvæði féllu þannig, að 33 sam-
þykkitu, en 6 voru á móti.
Kaupstaðarmálið á Alþingi.
Þann 24. júlí 1893 var fyrsta
umræða í neðri deild Alþingis
um frumvarp til laga um bæj-
arstjórn á Seyðisfirði.
Flutningsmenn voru séra
Einar Jónsson 1. þingmaður
Norður-Múlasýslu, þá prestur
á Kirkjubæ í Hróarstungu, Jón
Jónsson 2. þingmaður Norður-
Múlasýslu, þá bóndi á Sleð
brjót í Jökul'sórbilíð, Sigurður
Gunnarsson 1. þingmaður Suð-
ur-Múlasýslu, þá prestur á Val-
’þjóf’sstað og Asi í Fel'lahreppi.
Fyrsta grein frumvarpsins
var svohljóðandi:
„Sey ðisf j arðarkaupsbað ur
með Búðareyri og Vest-
dalseyri, og jarðirnar Vestdal-
ur og Fjörður með Fjarðar-
seli og Odda skal vera lög-
sagnarumdæmi út af fyrir sig,
með kaupstaðarréttindum“.
Frumvarpið er talsverður
bálkur, en í seinustu og 32. gr.
þess segir að landshöfðingi
geri ráðstöfun til, að lög þessi
geti öðlazt fuílt gildi 1. dag
janúarmánaðar 1895.
Framsögumaður var séra
Einar Jónsson. Hann gat þess
að áður fyrr hafi Eskiíjörður
vierið fcjörinn aðalverzl'U'nar-
staður á Austfjörðum. Hins
vegar hafi Seyðisfjörður vaxið
hraðar og sé nú (1893) orð-
inn miHum mun stærri en
Esfcifjörður. Menn hafi fund-
ið meira og meira til þess,
hve óþægilegt sé að hafa efcM
full umráð yfir bænum, til að
gera þar ýmsar ráðstafanir,
er sérstaklega séu fyrir kaup-
staði, svo sem varðandi bygg-
ingar o.fl.
Hamn getur þess og, að Seyð
firðingar hafi haldið almenn-
an fund til að undirbúa mál
þetta til Alþingis og samlþyhkit
að fá komið á skiptum á Seyð-
isfjarðarhreppi í bæjarfélag og
nýjan hrepp. Málið hafi komið
inn á þing 1891 en eigi þótt
þá nógu vel undirbúið, þar sem
gleymzt hafði að hera það und-
ir sýslunefnd Norður-Múla-
sýslu. Mál’ið kom þá ekki til
umræðu. Vorið 1893 sam-
þyfckti sýslunefnd N.M. mál-
ið einu Mjóði.
Seýðfirðingar héldu svo nýj-
an fund og kom þar fram að
vilji þeirra hafði etoki breytzt
í málinu. Þó voru 6 atkvæði
á móti því, en það var aðeins
lítiM hluti atkvæðagreið-
enda. Hann taldi að íbúar hins
fyrirhugaða kaupstaðar væru
rúmlega 500 talsins.
Þann 4. ágúst 1893 var frum
varpið samþyfckt í neðri deild
Alþingis og sent efri deild.
Þann 8. ágúst var málið á
dagskrá efri deildar og þá sam-
þyklfct að kjósa þriggja manna
nefnd til að athuga það. f
nefndina voru kosnir Kristján
Jónsson, þá fconungskjörinn
þingmaður, Guttormur Vigfús-
son, frá Geitagerði I Fljótsdal,
þá bóndi á Strönd á Völlum,
þingmaður S.-Múl. og Einar
Ásmundsson, bóndi í Nesi,
þingm. S.-Þing.
Framjsögumaður nefnidarinn
ar var svo Guttormur Vigfús-
son, sem skýrði frá því að
nefndin hafi rannsakað málið
ítarlega og komizt að þeirri
niðurstöðu að rétt væri að
málið fengi framgang,
Við þessa umræðu gerðist
það, að landshöfðingi, Magnús
Stephensen, Jagðist gegn frum
varpinu og taldi tilgangslítið
að samþyfckja það. Eðtilegra
væri að c..,t>ta Seyðisfjiarðar-
'hreppi í tvo hreppa.
í milíitíðinm hafði það gerzt,
að neðri deild hafði fellt fram-
varp um að fyrirhuguðu bæj-
arfógetaembætti ó Seyðisfirði
yrði veitt sömu laun og sams
konar emfoættum eða kr. 500.-.
Lagt hafði verið til, að sýslu-
maður N.-Múlasýslu fengi þau
laun fyrir að tafca að sér emib-
ættið.
Við aðra umræðu í efri deild
bar Guttormur fram viðauka-
tillögu um, að bæjarfógeti á
Seyðisfirði skyldi hafa 300 kr.
árslaun.
Þann 19. ágúst 1893 var
-frumivarpið ásamt viðaufcatil-
lögunni, sem samþykkt var
áður, samþykkt í efri deild og
send aftur til neðri deildar.
Þann 22. ágúst 1893 var svo
frumvarpið samþykkt óbreytt
í neðri deild og afgreitt tií
landshöfðingja sem lög frá AI-
þingi.
Á nýársdag 1895 gengu lög-
in í gildi og Seyðisfjörður fékk
kaupstaðarréttindi.
Rétt er að geta þess að um
tíma störfuðu tvær hrepps-
nefndir í Seyðisfirði. Hrólfur
Ingólfsson, bæjarstjóri á Seýð-
isfirði sagði mér að 22. júní
1894 hafi þær verið kosnar og
hreppsnefnd Innrihrepps hald-
ið nokkra fundi áður en bæj-
arstjórn tók til starf-a skv. Mn-
um nýju lögum um stofnun
kaupstaðar.
Helztu heimildir sem ég hef
stuðzt við eru:
Þættir úr sögu Austurlands á
19. öld eftir Halldór Stefáns
son. Blaðið Austri annar _ á
Seyðisfirði. Síldarsaga ís-
lands, eftir Matth. Þórðar-
öon, Skútuöldin eftir Gils
Guðmundsson. Þingtíðindi og
sfcjalasafn Alþinigis.
1945 l.MARZ 1970
í tilefni 25 ára afmælis fyrirtækisins gefum við næstu viku afslátt af öllum vörum verzlunarinnar
Einnig setjum við á markaðinn 2 nýjar gerðir af sófasettum og 2 nýjar gerðir af svefnbekkj-
um hannaða af Þorkeli G. Guðmundssyni húsgagnaarkitekt
Húsgagnaverzlunin BÚSLÖÐ
v. NÓATÚN — SÍMI 18520