Tíminn - 07.03.1970, Side 10
20
TIMINN
LAUGARDAGUR 7. marz W70.
E LEITAR MQRÐINGJA
Hugh Travers
33
Afleiðingin er sú, að hann fær
sér nýja ástmey, og Skilur við
eiginkonuna, sem að sjálfsögðu á
því stígi málsins, 'hefur þá þegar
leitað sér huggunar hjá öðrum
kanlmanni. Og öll sagan endur-
tekur sig frá byrjun.
Það er ekki sérkennið á af-
brýðissömum manni.
Ef tii viil v,ar Gréville alls ekki
reiður af afbrýðisemi, en þvert
á móti reiður, vegna þess að
kona hans var honum ekki ótrú!
Hafði hann óskað eftir því að
sanna sök á hana, en mistekizt
það? Hafði hann 'loks í þetta sinn
setið fastur í gildru hjónabands-
ins?
Hafði Suzanne Grévilie verið
stungin með rýting, af því að það
var eina leiðin til þess að losna
við hana?
Hugboð Madame Aubry sagði
henni, að Julien Gréville,
sem myrti konu sina af þeim
ástæðum, væri ekiki óhugsanleg-
ur. Slíkur verknaður væri að
minnsta kosti ekki óeðlilegur
manni, sem aldrei hefði elskað
neitt nema sjálfan sig (hvað það
atriði snerti var hún alveg viss)
og sem allur vinskapur, allur heið
ur, skemmtanir, vinna, já jafn-
vel sjúkdómar, hvíld, hið mikla
málverkasafn — var einfaldlega
dregið saman til þess að fullnægja
þörf hans á að vekja athygli á
sér, og takmarkalausri sjálfs-
elsku hans.
Það var mögúlegt að ihann hefði
komið heim örfáum mínútum á
undan konu sinni, reiður, vonsvik
inn og miður sín. Og það var
hugsanlegt að hann hefði séð,
hvað 'komið haíði fyrir í vinnu-
herbergi hans — málverkið stol-
ið og þjónn hans liggjandi með-
vitundarlaus.
Ef hann svo á sama augnabliki
heyrði til konu sinnar út í gang-
inum vera að koma inn, hver gat
þá sagt um, hvort skarpur heili
hans hefði ekki skynjað á örfáum
sekúndum, hvilíkt tækifæri væri
hér fyrir hendi tii að losa sig við
konu sina, án þess að það ve'kti
nokkurn grun á honum.
En slík ályktun krafðist einn-
ig þess, að aliar aðstæður væru
fyrir hendi. Að hann þá þegar
væri viðbúinn, eða jafnvel þyrfti
á því að halda, að flytja nýja
ástmey yfir í hjónaband.
Madame Aubry lyfti af sér
sængurbreiðunni, og settist
augnablik fram á rúmbríkina
meðan hún hugleiddi hver gæti
verið ástmey Grévilles nú.
K'lukkan var orðin hálfátta, það
var kominn tími til þess að fara
að klæða sig. í dag yrði hún köll-
uð fyrir yfirmanninn í P.J. Svo
mikið vissi hún þó örugglega!
Hún teygði sig vel og rækilega
og gekk svo inn í baðherbergið.
Hún sat á skrifstofu Lebles á
annarri hæð, með útsýn yfir að
Pont Neuf.
Andrúmsloftið var þungt. Það
var drungi yfir öllu Palaise Just-
ice í dag. Það var eins og'öllum
finndist þeir bera ábyrgð á dauða
Lenoirs. Og það fannst henni
sjálfri.
Lebel sat við sitt stóra skrif-
borð. Hann hafði ekki svo mikið
sem brosað til hennar, en nán-
ast tekið á móti henni eins og
ókunnugri manneskju.
— Ég er á engan hátt viss um,
að þér hafið rétt fyrir yður, sagði
hann hvað eftir annaj eins og við
sjálfan sig. Það var ekki hug-
hreystandi.
— Nei, ég er auðvitað ekki
alveg viss sjálf, sagði Madame Au-
bry.
Á hverjum morgni fékk Lebel
skýrs'lu um hvert mál, sem glæpa-
málalögi'egian fékkst við. Þennan
föstudag var það Madame Aubry
sem var kölluð til hans með þeim
fyrstu, eins og hún hafði búizt
við. Morðið á Lenoir hafði gert
GréviHemálið, eitt af þeim alvar-
legustu til lausnar tafarlaust.
Hún var í óvenju slæmu hug-
arástandi. Og Lebel dró ekki dul
á óánægju sína. Þó að hann yrði
að neyðast til þess að viðurkenna,
að fljótlega hefði tekizt að kom-
ast að leyndar-málinu um dauða
Lenoirs — til að sjá! hafði hann
miklar áhyggjur af því — að mað-
ur heföi, eins og hann orðaði
það, „leyft þessum Algiermanni
að sleppa burtu“.
Hvað átti hann við með því?
Hafði hún máske ,,leyft“ mannin-
um að sleppa burt?
Lebel hafði auðvitað einnig
lesið dagblöðin. Nokkur þeirra
lágu enn á borðinu fyrir framan
hann. 'Fréttamennirnir voru farn-
ir að beina háðsorðum að leyni-
'lögreglunni.
Þeir s'krifuðu einn dálkinn, að
ef lögreglan hefði skynsemi til
þess að fela fréttamönnum nánara
starf og upplýsingar, yrði Gré-
vil'le málið leyst á örstuttum tíma.
Lögreglan hafði engin spor.
Starfsemi lögreglunnar tafðist
öll vegna skriffinnskunnair inn-
an veggja P.J. Algierski morðing-
inn — eða nánar tilte'kið, enn
einn algierskur morðingi — var
sloppinn í gegnum net lögregl-
unnar. Eða hafði lögreglan rétt-
ara sagt nokkurt net? Mótorhjóla
lýður var það eina sem þeir gátu
náð tangarhaldi á. Það v,ar auð-
velt að sleppa frá því að myrða,
en ekki frá því að stilia bifreið
sinni á röngum stað! ,
Eitt blaðanna hafði meira að
segja gefið vísbendingu um Mad-
ame Aubry.
,,Það hefur spurt:', að lögregl-
an beiti konu til þess að upplýsa
einn þátt málsins", hafði hún les-
ið á leiðinni til Palais de Just-
ice. „Við skulum vona, að hún
nái betri árangri, heldur karlfélag
ar hennar“.
Hafði Lebel einnig lesið þetta?
Hún vissi það ekki. En henni féll
þetta illa.
Eftir langa þögn, tók hann loks
aftur til má'ls.
Við náum aúðvitað einhvern-
tíma í þennan Algiermann. En
‘hvernig vitið þér, að hann standi
að einhverju í sambandi við morð
in í ihúsi Grévilles?
— Er það ekki sennilegt?
Þeir hafa ekki fundið málverk-
ið. Það eru engar sannanir fyrir
því, að máðurinn sem drap Leno-
ir, hafi nokkurn tíma komið í
námunda við Avenue Foch!
—Nei, en. . .
— Lenoir hefur vafalaust fund-
ið eitt eða annað — þess vegna
hefur orðið að gera hann óskað-
legan. En það getur tilheyrt allt
öðru máii. Það er margt sem Algi
ermennirnir þurfa að halda leyndu
einmitt nú.
— Það er mögulegt. En ég trúi
því ekki. Ég er fullviss um, að
þegar tekizt hefur að ná þessum
manni, mtinum við uppgötva, að
það var hann sem drap þjón Gré-
villes. Og ég held, að í gegnum
hann munum við einnig komast
að raun um, 'hver myrti Suzanne
Gréville.
— Væri þáð e'kki dálítið merki
legt fyrirbæri? Trter morðingjar
í sama húsi, sama kvöldið?
— Nema því aðeins að annað
morðið hefði svo að segja orsak-
að ihitt!
— Á hvaða hátt?
— Það get ég ekki sagt yður.
Mér finnst aðeins. . .
Hún stanzaði í miðri setningu.
Hvernig í ósköpunum átti hún að
fara að því að gera nákvæma
grein fyrir því, sem hún sá fynr
sér í einhvers konar ímyndunar
þoku?
Hann hafði þannig á’hrif á
hana, að hún væri eins og skóla-
telpa, sem hafði sviikizt um að
lesa lexíurnar sínar, og gæti því
ekki svarað þeim spurningu-m sem
lagðar voru fyrir hana. Hún ósk-
aði þess innilega að hún gæti
losnað algerlega út úr þessu máli.
Þannig hafði það alltaf verið.
Þannig var það meðan hún var
ungur l'ögfræðinig'Ur. Henni var
strax stillt upp í samikeppni við
karlmennina, og lagðar fyrir hana
spurningar af öðrum mönnum,
sem til að sjá báru lítið eða ekk-
eða ekkert traust tii hæfileik*
hennar.
—Og þér álítið, að ef til vill
geti það verið Gréville sjálfur, er
það ekki rétt?
— Það hef ég ekfci sagt. Ég -
Sniðkennsla
Kvöldnámskeið í kjólasniði
hefst 10. marz. Einnig fram
haldsnámskeið (dagtímar).
Innritun í síma 19178.
Sigrún A. Sigurðardóttir
Drápuhlíð 48, II. hæð.
er laugardagur 7. marz
— Perpetua
Tungl í hásuðri kl. 13.29.
Árdegisháflæ'ði í Rvík kl. 6.10.
HEILSUGÆZLA
SLÖKKVTLIDIÐ og sjúkrabifreiðir
Símj 11100
SJÚKRABIFREIÐ I Hafnarfirði
síma 51336.
SLYSA V ARÐSTOFAN t Borgar
spitalanum er opin allan sólar
hringinn. Aðeins móttaka slas-
aðra. Sími 81212
Nætur- og helgidagavörzlu
Apóteka í Reykjavfk annast vik-
una 28. febr — 6 marz Lyfjabúð-
i1 [ðunT' oi Gar-V- ^oote:-
Næturvörzlu í Keflavíik 7.3. og 8.
3. annast Guðjón Klemensson.
Næturvörzlu í Keflavík 9.3. ann-
ast Kjartan Ólaifsson.
Kvöld og helgidagavörzlu apóteka
í Reykjavik vikuna 7. marz — 13.
marz annast Apótek Austurbæjar
og Borgar-Apótek.
FÉLAGSLÍF
Kvenfélag Kópavogs.
Aðalfundur félagsins verður hald-
inn í Félagsheimilinu fimmtudag-
inn 12. marz kl. 8.30. Venjuleg að-
alfundarstörf. Lagabreytingar.
Önnur mál. Stjórnin
Kvenfélag Grensássóknar
heldur fund mánudaginn 9. marz
kl. 8.30 í Safanðarheimiliin'U Mið-
bæ. Upplestur, séra Sveinn Viking
ur.
Kvennadeild Borgfirðingafélag'sins
heldur aðalfund í Hagaskóla
þriðjudaginn 10. marz kl. 8.30.
Sýndar verða myndir o. fl.
Prentarakonur.
Aðalfundur kvenfélagsdus Eddu
verður haldinn þriðjudaginn 10.
marz kl. 8.30 að Hverfisgötu 21.
Óvænt skemmtiatriði. Stjórnin
Tónabær, Tónabær, Tónabær.
Félagsstarf eldri borgara. Á mánu
daginn hefst félagsvistin kl. 1.30
og teikning og málun kl. 2 e. h.
Neskirkja
Æskulýðsstarf Neskirkju.
Fundir fyrir stúlkur og pilta 13
—17 ára verður i Félagsheimilinu
mánudaginn kl. 8.30. Opið hús frá
kl. 8.
Frank M. Halldórsson.
Ferðafélagsferð.
Reykjanesferð á sumnudags-
morgun kl. 9.30 frá Arnarhóli.
Ferðafélag tslands.
Nátturúlækningafélag Reykjavíkur
Aðalfundur félagsins. verður
haldinn í Matstofu félagsins.
Kirkjustræti 8, fimmtudaginn 12.
rnarz kl. 21. Venjuleg aðalfundar
störf. mikilvæg félagsmál. Félagar
fjölmennið. Veitingar.
Stjórn N.L.F.R.
Óhá'ði söfnúðurinn.
Afmælishóf i tilefni 20 ára a<-
mælis safnaðarins verður haldið
sunnudagimi 8. marz i AtthagasaJ
Hótel Sögu og hefst með sameigin-
legu borðhaldi kl 19.00
Til skemmtunar verða ræðuhöld.
einsöagur og tvísöngur, gaman-
þáttur. dans o.fl.
Aðgöngumiðar verða seldir mámu
daginn 2. marz og þriðjudaginn 3.
marz i Kirkjubæ kl. 5—8 báða
dagana. Safnaðarfólk fjölmennið
Stjórn Óháða safnaðarins.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
heldur síðdegissamkomu fyrir aldr
að fólk í Félagsheimili kirkjunn-
ar á sunnudaginin kem-ur 8. marz
klukkan 2.30 eftir hádegi. Kaffi-
veitingar, söngur og fleiri skemmti
atriði.
Árshátíð Siglfirðingafélagsins í
Reykjavik og nágrenni verður hald
in að Hótel Sögu miðvibudaginn
25. marz n. k. og hefst kl 19 með
borðhaldi. Nánar auglýst síðar.
ORÐSENDING
Kvenfélagasamband tslands.
Leiðbeiningarstöð húsrnæðra Hall
veigarstöðum. símt 12335 er opin
alla virka daea frá ki. 3—5. nema
iaugardaga
Kvenfélag Háteigssóknar
vill vekja athygli á fótsnyrtingu
t'yrir aldrað fólk i sókninni. Uppl.
og pöntunum veitt móttaka fimm-
tudag og föstudag kl. 11—12. 1
síma 82959.
KIRKJAN
Hábæjarktrkja.
Barnaguðsþjómusta kl. 10.30,
Messa kl. 2. Séra Magnús Runólfs-
son. Hafnarfjarðarkirkja Barna-
'guðsþjónusta kl. 11. Sérá Garðar
Svavarsson
Ásprestakall
Messa í Laugarnes.kirk.ju kl. 11.
Einnig barnasaimkoma í Laugarás- þjónusta kl. 2. Séra Gunnar Árna-
bíói kl. 11. Séra Grímur Gríms- son.
son.
Dómkirkjan.
Messa kl. 11. Séra Jón Auðuns.
Barnasamkoma í samkomusal Mið-
bæjarskólans kl. 11. Séra Óskar J.
Þorláksson.
Langholtsprestakall
Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Ár
elíus Níelsson. Guðsþjónusta kl.
2. Séra Sigurður Haufcur Guð-
jónsson Óskastund barnanna bl.
4.
Kirkja óháða safnaðarins.
Messa kl. 2. Minnzt 20 ára afmælis
safnaðarins. Séra Emil Björnsson.
Hallgrímskirkja.
Barnaguiðsþjóniusta kl. 10. Karl
Sigurbjörns'son stud. phil. Messa
fcl. 11. Dr. Jakob Jónsson. (Ræðu
efni :Krilstindómur, pólitík og
hungur).
Laugarneskirkja.
Messa kl. 2 e. h. Barnaguðsþjón-
ustan fellur niður Séra Garðar
Svavarsson.
Kópavogskirkja.
Barnasamkoma kl. 10.30. Guðs-
Neskirkja.
Barnasamkoma kl. 10.30. Æsku-
lýðsguðsþjónusta kl. 2. Helgileik
ur Ungt fólk leibur og syngur.
Gunnar Kristjánsson stud. theol.
prédikar. Séra Frank M. Iíalldórs
son.
Þorlákshöfn.
Sunudagaskóli kl. 10.30 f. h. Séra
Ingþór Indriðason
Háteigskirkja
Lesmessa kl. 9.30. Barnasamkoma
kl. 10.30. Séra Arngrímur Jóns-
son Æs'kulýðsguðsþjónusta kl. 2.
Ung-menni lesa pistiil og guðspjall
dagsins. Séra Jón Þorvarðsson.
Lárétt:
1 Eldfjall. 6 Rugga. 8 Fæði. 10
Mánuður. 12 Fljót. 13 Röð. 14
Æða. 16 Ris. 17 54. 19 Flótti.
Krossgáta
Nr. 513
Lóðrétt: 2 Maður. 3 Gras-
sylla. 4 Aría. 5 Meri. 7 Berja
9 Vatn. 11 Hljóma. 15 Rödd.
16 Gera hreint. 18 Ending.
Ráðiiing á gátu nr. 512.
Lárétt: 1 Eldur. 6 Mór. 8
Bón. 10 Rás. 12 Um. 13 Næ.
14 Rak. 16 Far. 17 Aka. 19
Smátt.
Lóðrétt: 2 LMN. 3 Dó. 4
Urr. 5 Áburð. 7 Ósærð. 9
Óma. 11 Ána. 15 Kám. 16
Fat. 18 Ká.