Tíminn - 19.03.1970, Page 8

Tíminn - 19.03.1970, Page 8
8 TIMINN MIÐVIKtJDAGUR 18. marz 1970. Íslenzkir námsmenn í Kaupmaainahöfn skríffa: HEIMSKA EÐA HVAÐ? Furðulegar álykt- anir lánasjóðs Síðas'tliðinn nóvember barst hingað bæiklingur frá lánasjóði íslenzkra námsmanna með út- hlutunarreglum 1969. Það, sem mesta athygli vakti í 'þeim bæklinigi, er hið furðulega upp gjör á framfærslufcostnaði á hinum ýmsu stöðum. Framfærslukostnaður á hverjum stað er sá grunnur sem lánasjóðurinn byggir lán- veitingar sínar á, og þar sem tölur lánasjóðs eiu hinar furðu legustu, var á fundi hér í félag- inu 27. nóv. 1069 samþyfckt greinargerð um framifærslu- kostnaðaruppgjörið og send lánasjóði. Lánasjóður hefur ekki virt greinargerðina svars, hvorki í orði né verki og þykir okkur því rétt, að hún komi fyrir almenningssjónir. Að því er segir í bæklingn- um, er við áfcvörðun fram- færslufcostnaðar byggt á könn- un á námskostnaði íslenzkra námsmanna, sem gerð var á árunum 1967—68. Við berum ekki brigður á, að niðurstöður könnunarinnar hafi verið þær, sem í bæklingnum segir, en teljum furðulegt, að þær skull birtast án nokfcurs fyrirvara og ætlunin skuli vera að leggja þær til grundvallar lánveiting- um. Svo er að sjá, sem aðstand- endur þessara talna geri sér hvorki lj'óst við hvaða aðstæð- ur fcönnunin er framfcvæmd, né hvað niðurstöður neyzlufcönn- unar sýna. Könnunin var gerð með þeim hætti, að námamenn voru látnir útfylla eyðublað um framfærslufcostnað eins mánaðar. Bkkert tryggði að réttar upp lýsingar kæmu fram, hverjum og einum var í sjálfsvald sett að setja þær tölur í skýrsluna, sem hann áleit heppilegast. Þannig er full ástæða að gera ráð fyrir, •'••u-'r hal'i efcki gefið upp öll sdn útgjöld, því að þá hafði kostnaðurinn farið fram úr þeirri yfirfærslu sem heimil var, og augum hins opinbera verið beint að að- standendum, sem brúuðu bilið með svartamarkaðsgjaldeyri. Á hinn bóginn er mögulegt, að aðrir hafi gefið kostnaðinn hærri en hann raunverulega var, þótt niðurstöðurnar bendi eíbki til þess, að sú hafi verið raunin, a.m.k. ekki hér í Kaup- mannahöfn eins og sjá má af eftirfarandi. Neyzla ákvarðasf af efna- hag, ekki þörfum Hver og einn er neyddur til að takmarka neyzlu sína við það fé, sem hann hefur til ráðstöfunar. Þeir, sem fjárhags lega eru vel staddir neyta að öllu jöfnu meira en hinir, sem verr eru settir. Við kðnnun á neyzlu kemur þvi í ljós, hvaða fjármunum menn hafa haft yfir að ráða til neyzlu. Bétt er að draga hér fram þær tölur sem lánasjóður birtir í pésa sínum og ætlunin er að miða við, þegar lán era veitt. Kostnaður á ári í þús. ís- Ienzkra króna. Staður •-i 7h 3 a Frakkland París C3 « 215 182 co , « + 33 Utan Parísar 198 147 51 Rússland 190 147 43 írland 218 183 35 USA 293 261 32 Danmörk Stúdentar 174 167 7 Aðrir í Kbh. 174 174 0 Aðrir atan Kbh. 192 164 28 Svíþjóð Stofckhólmur 212 198 14 Utan Stoifcfch. 194 187 7 England London 232 221 11 Utan L. 218 210 8 V.-Þýzkaland 167 158 9 Noregur Osló 172 164 8 Utan Oslóar 172 164 8 ísland í foreldrah. 108 101 7 Annars staðar 130 123 7 Stootland 215 210 5 A.-Þýzkaland 155 153 2 Finnland 186 186 0 Spánn 150 150 0 Belgía 167 167 0 Austurrífci 190 208 + 18 Kanada 193 212 -t-19 Það stingur í augum, hví- f Kaupmannahöfn er framfærsiukostnaöurinn hærri en úti á lands. byggSinnl. líkur ógnarmunur er á konum og körlum víðast hvar. Þannig er karlmanni við nám í Frafck- landi utan Parisar ætlað þriðj- ungi meira til framfærslu en fconu á sömu slóðum. Á seinni tímum hefur þróunin verið sú á flestum sviðum, að jafnrétti kvenna og karla hefur aukizt. allavega hefur það verið stefna hins opiabera, að gera sitt til þess að svo megi verða. Það er því efcki að undra, að sutnir hafi lesið þessar tölur þrisvar, áður en þeir trúðu eigin aug- um. Vera kann, að neyzla kvenna sé almennt ögn minni en karla. en það er viianlega sönnun þe.s, að þær hafi lafc- ari fjárhag og aðstæður, og venjur hafi neytt þær til minni neyzlu, en hins, að þær hafi efcki sömu þarfir og karl- menn. Á tveimur stöðum kem- ur fram meiri neyzla kvenna en karla, en það er vafalaust fremur sönnun þess, hve könn- unin öll hvilir á ótraustum grundvelli, en að það haggi nokkru megintilhneigingunni. enda era mjög fáir námsmenn í béðum þessum löndum, og er al'ls efcki útilokað að könn- unin í öðru hvoru landinu eða báðum sé reist á skýrslu frá einni stúlku. Ef námsfólki hefði verið skipt í ríkra manna börn og fátækra manna börn, í stað þess að skipta í karla og konur, liefðl niðurstaðan án efa orðið sú, a'ð börn þeirra ríku hefðu haft hærri framfærslukostnað vegna betri fjárhagsaðstöðu og hefðu því að dómi Lánasjóðs haft meiri þarfir og átt rétt á hærri lánum. Námskostnaður í Dan- mörku Sé litið á Danmörku, kemur fram skipting, sem ekki bregð. ur fyrir annars staðar, skipting í stúdenta og aðra. Hvernig sem á því stendur, álítur Lána- sjóður greinilega, að í Dan- mörku sé fjarri því, að þarfir rvfcúdenta og annarra náms- maniia séu hinar sömu. Væri fróðlegt að fá upplýsingar um. í hverju þessi rnunur er fólg- inn. í öllum löndum, þar sem töl ur eru yfir slíkt. er fram- færslukostnaður tneiri í höfuð borginni en utan hennar, nema í Danmörku, þar sem svo bregður við, að 'karlmenn aðrir en stúdentar auka framfærslu kostnaðinn um 18 þús. krönnr með því að flytja frá Kaup- mannahöfn út á landsbyggð- ina. Konnr spara hins vegar 10 þúsund með sömu athöfn, en stúdent sikiptir engu, hvort hann býr í Höfn eða utan All- ar tölfræðilegar upplýsingar, sem hér eru fáanlegar sýna að f Kauptnannahöfn er fram færslukostnaður hærri en úti á landsbyggðinni. Þannig er t. d. staðaruppbót á laun opinberra starfsmanna byggð á þessu. og . hefur verið reiknuð vísitala. sem sýnir. að á Kaupmanna- hafnarsvæðinu er verðlag hæst. því næst í stóru bæjunum úti á landi (5—10% lægra en í' Kbh.) og lægst í minni bæjum. Allt bendir til, að mismunur á framfærslukostnaði í Kaup- mannahöfn og utan sé meiri hjá námsmönnum en embættis- mönnum. Orsök þess er, að neyzlusamsetnin.2 námsmanna er mun fábrotnari, heimilistæki og annar varanlegur varningur, sem lítið vegur í þeirri neyzlu, er nobkurn vegian jafindýr um allt landið. Hins vegar er mun- ur á húsaleigu á hinum ýmsu s'töðum mjög mikill, og húsa- leiga mun vera allt að þrisvar sinnum meiri hluti af útgjöld- uni námsmanns en embættis- manns. Hér er rétt að nefna, að opinber stuðningur við náms fólk í Árósum og Odense er 10% minni en við námsfólk í Kaupmanmaihöfn. Á það má benda, að danskir nátnsmenn hafa gert neyzlu- könnun, sem byggð er bæði á inrtsendum upplýsingum og per sónulegum viðtölum. Könnun- in sýnir, að neyzla námsmanna á öðrum stöðum en Kaupmanna höfn er 13—20% minni en þar. (Þessi neyzlukönnun er vitan- lega háð sömu annmörfcum og sú íslenzka að þvi leyti, að neyzla takmarkast við getu, en hún er reist á miklu traustari tölufræðilegum grunni og gef- nr því vafalaust réttari mynd af raunverulegri neyzlu). Þessi könnun var gerð 1967, og þá var neyzla ógifts námsmanns í Kaupmannahöfn, sem ekki bjó í foreldrahúsum kr. d 1063,— á mánuði. í blaðagrein, sem birtist s.l haust, er gert ráð fyrir, að þessi upphæð sé nú 1300—1400 kr.. en samikv- nýjustu upplýsingum frá Dansfce studereendes fællesrád er be=«i tala nú um 1550 kr. á mánuði. og er þá ótalinn sá stuðnineur sem stúdentinn faer frá aðstandendum i öðru en reiðufé. (Til samanburðar má geta þess, _ að yfirfærslan til einihleyp's íslendings er rúmar 1100 kr. mánaðarlega. Sé þessi yfirfærsluhei'mild borin saman við þann framfærslufciostnað, sem lánasjóður ætlar náms- mönnum í Kaupmannahöfn kr. ísl. 174 þús., kemur í ljós, að yfirfærsluiheimild vantar fyrir ca. 18 þúsund kr. ísl.). í íslenzk um krónum er neyzla dansika námsmannsins því tæpar 220.000 kr. á ári eða 46.000 kr. meira en það, sem lánasjóður ætlar íslenzkum námsmanni í Kaupmannahöfn. Auðvitað er etoki með öllu rétt að miða gagnrýnislaust við neyzlu heimamanna. Auigljóst er, að til þess að ná sömu þarfafull- nægingu, þarf útlendingur meiri fjármuni, hann nýtur eíkki aðstandenda í sama landi, hann er ekki heimavanur, á erí- iðara með að fá húsnæði, finna ódýrar verzlanir, aufc þess sem hann fcemur með aðrar lífsvenj, ur og neyzlusiamsetningu. Að Sijálfsö’gðu eiga námsmenn er- lendis ekki meina heimtingu á betri lifs'kjörum en íslenzfcur al menningur, en þótt lífskjör séu almenut betri í Danmörku en á fslandi, á það naumast við um danslka Stúdenta sem búa við mun lakari fcjör en aðrh- þjóð- félagshópar. Niðurstöður: Ekiki getur hjá því far- ið, að lesendur talnalista lánasjóðs spyrji sjálfa sig, hvort nofckurt réttlœti sé í þeirri sfciptinga landa eftir framfærslutoostnaði, sem þar er gerð. íslenzkir námsmenn í Danmörku eru tiltölulega fjöl- mennir. í þessari greinargerð hefur verið sýnt með ðhrefcj- andi rökum, bve niðurstöður Lánasjóðs eru algerlega út i hött miðað við það land. Nú er það svo, að eigi eittbvað að vera á slíka könnun að treysta, er nauðsynlegt að hún sé reist á sem breiðustum grundvelli. Þar sem svona hönduglega tófcsf til með könnunina í Dau- mörku, þar sem námsmeTin eru margir, er auðvelt að gera sér í hugarlund, hve áreiðanlegar niðurstöðurnar eru varðandi lönd, þar sem námsmenn eru mun færri, og jafnvel hægfc að telja þá á fingrum annarrar handar í sumurn tilfellum. Ástæðulauist ætti að vera að nefna, enda varla nofckur ágrein ingur um það, að það sé ótví- ræð embættisskylda stjórnar Lánasjóðs að úthluta fé úr sjóðnum eftir eins réttlátum reglum og hlutlægum, og unnt er að setja. Hér hafa reglurnar ekki verið tefcnar til umræðu í heild, heldur athyglinni að- eins beint að atriðum, sem varða útreikning framfærslu- bostnaðar og notkun niður staðna af síðustu neyzlukönn- un. Á grundvelli þessara athug- ana viljum við i fyrsta lagi gera þær almennu kröf-ur: I. Áð þegar verði, i samráði við SÍNE, gerðar athuiganir á framfærslukostnaði náms- manna erlendis og reynt að leiðrétta niðurstöður neyzlu- könnunar með hliðsjón af töl- fræðilegum upplýsingum, sem fáanlegar eru um verðlag í landinu Og framfærslukostnað námsmanna. H. Að afnumin verði þegar skipting námsmanna eftir kynj- um eða því hvort um stúdenta eða aðra námsmenn er að ræða. Fyrir hönd Félags íslenzkra námsmanna í Kaupmannahöfn. Ásmundur Stefánsson. Þorsteinn Hákonarson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.