Morgunblaðið - 16.10.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.10.2005, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIRMánalind 4 - kl. 16 til 17 564 6464 Síðumúla 24 • 108 Reykjavík hof@hofid.is • www.hofid.is Guðm. Björn Steinþórsson lögg. fasteignasali Jón Guðmundsson sölustjórifasteignasala Glæsilegt 237 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Skiptist í stórar stofur, stórt eldhús, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og gestasnyrtingu. Glæsilegar sérsmíðar innréttingar og vönduð gólfefni. Suðursvalir og 120 fm sólpall- ur með góðri skjólgirðingu út af efri hæðinni. Verð 65,0 millj. Hraunbær 84 - kl. 15 til 16 Hvassaleiti 14 - kl. 16 til 17 Mjög góða 4ra herbergja íbúð á 2. hæð til hægri í góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin er opin og björt með 2 til 3 svefnherbergjum. Eldhús er opið fram í hol og baðherbergi flísa- lagt með þvottaaðstöðu. Stofan er björt og falleg með vestursvölum út af.. Sérgervi- hnattadiskur fylgir. Íbúðin er laus. Verð 19,0 millj. Mjög góð 118 fm endaíbúð á 2. hæð til hægri í nýlega viðgerðu húsi með aukaher- bergi í kjallara. Hol og stofa með ljósum flísum á gólfi, rúmgott eldhús með upp- haflegum innréttingum. Íbúðin er innréttuð með þremur svefnherbergjum, en þau gætu verið fjögur, auk íbúðarherbergis í kjallara. Góðar suðursvalir. Fallegur verð- launagarður í suður. Íbúðin er laus. Verð 19,8 millj. VÍKURBRAUT - KEFLAVÍK - FJÁRFESTAR - VERKTAKAR Um er að ræða 1.270,3 fm saltgeymslu, sem stendur á 2.400,0 fm eignarlóð. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsnæði fyrir blokk með 32 íbúðum í lyftuhúsi með frábæru útsýni. Góður möguleiki er á að nota salthúsið sem hluta af nýrri byggingu, t.d. sem bílastæðakjallara. Þegar hefur verið sprengt fyrir byggingu (að stærstum hluta) á þeim hluta lóðar sem ekki er hús í dag. Á mynd deiliskipulags má sjá að nýtingarhlutfall lóða sitt hvoru megin við Víkurbraut 23 er 1,59 og 1,60, því má ganga út frá að sama gildi um Víkurbraut 23. Ef notað er viðmiðið 1,6 þá eru byggingar- fermetrar 3.840. Verð tilboð. FYRRVERANDI framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Vestfjarða hefur verið dæmdur í 10 mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Hann færði fé af reikningnum sambandsins yfir á sinn eigin reikning og færði féð til skuldar á viðskiptamannareikningi en gerði enga tilraun til að leyna fjárdrættin- um sem var auðséður í bókhaldi sam- bandsins og kom í ljós við endurskoð- un á reikningum þess. Jafnframt endurgreiddi hann allt féð. Þetta kemur fram í dómi Héraðs- dóms Vestfjarða yfir manninum sem kveðinn var upp síðdegis á fimmtu- dag. Á árunum 2002 og 2003 milli- færði maðurinn í 106 skipti samtals rúmlega 16 milljónir af reikningi sam- bandsins yfir á eigin reikning og reikninga annarra og nýtti í eigin þágu. Jafnframt lét hann í 29 tilvikum greiða vörur og þjónustu til eigin nota, samtals fyrir tæplega 1,2 millj- ónir. Fjárhæðirnar sem hann tók færði hann sér til skuldar á viðskipta- reikning í bókhaldi sambandsins. Á sama tímabili endurgreiddi hann sambandinu fé að verulegu leyti með mörgum greiðslum. Skuld ákærða við sambandið nam hæst rúmum fimm milljónum króna. Hann endurgreiddi féð að fullu, síðasta greiðslan var 1,7 milljónir og var hún innt af hendi dag- inn eftir að hann lét af störfum. Maðurinn kannaðist við að hafa framið þau fjárdráttarbrot sem hon- um voru gefin að sök en mótmælti því að hafa verið í opinberu starfi. Dóm- urinn taldi hins vegar að ekki yrði litið öðruvísi á en að hann hefði verið op- inber starfsmaður enda væri starf- semi Fjórðungssambandsins kostuð af opinberu fé. Þar sem maðurinn var opinber starfsmaður var refsing hans þyngd en heimild er í lögum til að bæta við allt að helmingi refsingar fyrir brot í opinberu starfi. Í dómnum er gerð athugasemd við að í ákærunni, sem gefin var út af rík- issaksóknara, hafi ekki verið sundur- liðað hvenær og hvernig maðurinn tók féð í einstökum tilvikum og end- urgreiðslnanna hafi ekki verið getið. Dómurinn taldi þó að vörnum manns- ins hefði ekki verið áfátt af þeim sök- um. Refsing mannsins var skilorðs- bundin til þriggja ára. Erlingur Sigtryggsson kvað upp dóminn. Sigríður Björk Guðjónsdótt- ir sýslumaður sótti málið f.h. ákæru- valdsins en Björn Jóhannesson hdl. var til varnar. Tíu mánaða skilorðsbundin refsing fyrir fjárdrátt Reyndi ekki að fela ólögmætar færslur Færði greiðslurnar til bókar og endurgreiddi allt féð BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði aðspurður í fyrirspurn- artíma á Alþingi á mánudag að hann hefði ekki velt því fyrir sér að taka upp endurskoðun á íslensku meið- yrðalöggjöfinni í tilefni af máli Jóns Ólafssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. „Ég hef ekki velt fyrir mér að taka meiðyrðalöggjöfina upp í tilefni af þessu máli,“ sagði ráðherra, er hann svaraði fyrirspurn Björgvins G. Sig- urðssonar, þingmanns Samfylking- arinnar. „Málið er fyrir dómstólun- um,“ sagði ráðherra, og sagði þá munu komast að niðurstöðu. Ef talið væri nauðsynlegt að breyta íslensk- um lögum af þessu tilefni mætti huga að því. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur enskur dómstóll dæmt Hannes H. Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, til að greiða Jóni Ólafssyni, kenndum við Skíf- una, um 11 milljónir króna vegna ummæla sem Hannes lét falla á ráð- stefnu norrænna blaðamanna í Reykholti í október 1991. Ummælin birti hann síðan á heimasíðu sinni. Björgvin G. Sigurðsson sagði í fyr- irspurnartíma á Alþingi á mánudag að dómurinn væri um margt athygl- isverður. „Það sem hlýtur að vekja mesta athygli við dóminn og verða prófmál til framtíðar að mörgu leyti, lýtur að eðli eða inntaki Netsins sem fjölmiðils,“ sagði hann m.a. „Heyra skrif á Netinu alltaf undir tjáning- arfrelsi eða meiðyrðalöggjöf þess lands sem sá sem birtir skrif á netinu býr í? Eða ræðst það af á hvaða tungu skrifin eru birt ef þau beinast gegn einstaklingi sem býr á því mál- svæði sem tungan er töluð á?“ Björgvin velti fleiri hliðum máls- ins fyrir sér og sagði m.a. að fjöldi Ís- lendinga byggi á erlendum málsvæð- um. Réttarstaða Íslendinga í svona málum þyrfti því að vera ljós. „Það hlýtur því að koma upp sú krafa að stjórnvöld endurskoði málið og taki afstöðu til þess hvort við þurfum að endurskoða meiðyrðalöggjöfina sér- taklega með þetta fyrir sjónum.“ Ekki íhugað endur- skoðun meiðyrðalaga MARGIR íbúar Grindavíkur ráku upp stór augu þegar snjó fór að kyngja niður í bænum fyrir helgina enda er jörð meira og minna auð á Suðurlandi þó vissulega sé farið að fenna fyrir norðan. Guttinn litli, Guðmundur Fannar Guðmundsson, ber svo sannarlega nafn með rentu og lét ekki snjóinn bíða eftir sér. Það þarf að nýta tækifærið þegar snjórinn kemur, því maður veit aldrei hversu stutt hann varir. Og það var rétt hjá Guðmundi Fannari að grípa gæsina, því strax næsta dag fór að rigna aftur og snjórinn hvarf. Það má því segja að snjókoman hafi verið „skammgóður vermir“. Snjókarlafjöld í Grindavík Ljósmynd/Guðveig Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.