Morgunblaðið - 16.10.2005, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 16.10.2005, Qupperneq 50
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes Svínið mitt Í TILEFNI ÞESS AÐ Á MORGUN ER ALÞJÓÐLEGUR DAGUR DÝRAVINA, MEGIÐ ÞIÐ ÖLL KOMA MEÐ LIFANDI DÝR Í SKÓLANN Á MORGUN © DARGAUD ... TÓMAS ÆTLAR AÐ DREIFA TIL YKKAR LISTA YFIR DÝRIN SEM ÞIÐ MEGIÐ KOMA MEÐ ÞETTA ER TIL AÐ FYRIRBYGGJA SMÁ LEIÐINDI SEM UPP KOMU Í FYRRA ÞEGAR SNÁKAR OG RISAKÓNGULÆR MÆTTU Á STAÐINN ... ... ER ÞAÐSKILIÐ ÍRIS OG KOLBEINN DAGINN EFTIR HAFIÐ ÞIÐ ALDREI SÉÐ INDVERSKT SVÍN ÉG GET ÞVÍ MIÐUR EKKI SVARAÐ ÞESSARI SPURNINGU ÞAR SEM HÚN BRÝTUR GEGN TRÚ MINNI ÞAÐ MÁ REYNA Dagbók Í dag er sunnudagur 16. október, 289. dagur ársins 2005 Víkverja brá í brún ádögunum. Hann var að keyra í mak- indum sínum á Vesturlandsveginum þegar óárennilegur pallbíll kom skyndi- lega æðandi á móti honum á öfugri akrein – á seinna hundraðinu. Ætlaði greinilega að fara fram úr fjórum bílum í einni atrennu og lét það ekki trufla sig þótt Víkverji væri að þvælast fyrir hon- um. Víkverji brá á það ráð að hægja ferðina og fara með bænirnar sínar. Og það virkaði því pallbíllinn náði á elleftu stundu að sveigja inn á rétta akrein. Víkverji þeytti geðvonskuleg horn – fannst kauði eiga það skilið – en hann veitti því enga athygli enda upptekinn í símanum. Getur verið að sumir hafi ekki dómgreind til að hafa bílpróf? x x x Víkverja leiðist þátturinn „Það varlagið“ á Stöð 2. Nær einhverra hluta vegna ekki sambandi við þá „hemmísku“ einlægni og gleði sem þar svífur yfir vötnum. Eigi að síður horfði hann á hluta af þætti á dögunum. Ástæðan er sú að í hópi syngjenda það kvöld var útlægur ætt- faðir íslenskra þunga- rokkara, Eiríkur Hauksson. Víkverja er hlýtt til Eiríks og því fann hann sig knúinn til að horfa. Gamla kempan var líka í góðu formi og tók hvern slagarann á fætur öðr- um með tilþrifum. Þeirra á meðal var „Gull“ eftir Gunnar Þórðarson sem hann gerði ódauðlegt um ár- ið. Líklega hefur Eiríkur þó dvalist lengur en góðu hófi gegnir í Noregi því nú heitir lagið í meðförum hans „Gjull“. Eiríkur söng líka gamla Start-smellinn, „Sekur“ með mestu ágætum. Eiríkur olli Víkverja aðeins einu sinni vonbrigðum í þættinum. Það var þegar hann bar ekki kennsl á eitt frægasta lag sjálfra rokkgoð- anna í Iron Maiden, „Run to the Hills“. Þá varð Víkverji orðlaus. Til að setja þetta axarskaft í samhengi má líkja þessu við að Kristján Jó- hannsson þekkti ekki aríuna „Ness- un dorma“ úr Turandot er upphafs- tónarnir væru leiknir fyrir hann. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Landkönnun | Á morgun, mánudag, kl. 17.15–19.15 verður Gilles Elkaïm með fyrirlestur í Öskju (náttúrufræðahús HÍ), stofu 132. Fyrirlesturinn er í boði Alliance française og franska sendiráðsins á Íslandi. Gilles Elkaïm er eðlisfræðingur og þekktur fyrir könnunarleiðangra sína. Árið 2000 lagði hann einn í 3 ára ferð frá Norðurhöfða í Noregi til Berings- sunds (12.000 km) á hundasleða og kajak. Á fyrirlestrinum mun hann sýna kvikmynd sem hann tók á þessu ferðalagi og kynna hana. Eftir myndina mun hann spjalla við áheyrendur um þessa reynslu sína og hlutverk landkönn- uðarins á tímum gervihnatta. Eru ævintýri enn möguleg á 21. öld? Fyrirlest- urinn fer fram á ensku. Ævintýri á 21. öldinni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Gleð þú sál þjóns þíns, því að til þín, Drottinn, hef ég sál mína. ( Sl.. 86, 4.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.