Morgunblaðið - 24.10.2005, Side 10

Morgunblaðið - 24.10.2005, Side 10
10 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórntækniskóli Íslands Bíldshöfða 18 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Hnitmiðað 250 stunda nám í sölu og markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki sem vill bæta við þekkingu sína og fá innsýn í heim markaðsfræðinnar, og að nemendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta og athafnalífi, og nái þannig betri árangri. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu. Helsu námsgreinar: Markaðsfræði Sölustjórnun og sölutækni Vöruþróun Vörustjórnun Auglýsingar Áætlanagerðir Viðskiptasiðferði Lokaverkefni Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. WWW.menntun.is Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og sölustörf. Ég hef verið í sölu- mennsku í 6 ár og nám- skeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið.“ Elísabet Ólafsdóttir Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tvímælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags- og/eða framleiðslumál- um sinna fyrirtækja.“ Hendricus Bjarnason Tæknilegur ráðgjafi og umsjónarmaður markaðstengdra verðbréfa kerfa ING-bankans í Amsterdam „Sölu- og markaðsfræði- nám Stjórntækniskóla Ís- lands er afar hagnýtt og ott nám fyrir alla þá er starfa við sölu- og mark- aðsmál. Námið er mjög markvisst og hefur nýst mér vel í starfi frá upp- hafi og kemur til með að gera það í framtíðinni.“ Gróa Ásgeir dóttir, Flugfélag Íslands. FUNDARMÖNNUM á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lá margt á hjarta eins og kom í ljós þegar liðurinn „önnur mál“ var tekinn á dagskrá. Meðal þess sem upp kom í líflegum um- ræðum var spurningin hvort breyta þyrfti nafni flokksins, rætt var um gróðapunga og nýja tegund þræla- halds, gerð tillaga um málefni aldr- aðra og rætt um landbúnaðarmál.  Jón Hannesson stakk upp á því að farið yrði í hugmyndasamkeppni um að breyta nafni flokksins. Nafn- ið, og sér í lagi orðið „framboð“ ætti e.t.v. ekki við þegar ljóst væri að VG væri sterkur flokkur á lands- vísu og núverandi nafn bæri það ekki nægjanlega í för með sér að um væri að ræða fullgildan stjórn- málaflokk. Hann lagði til að frekar yrði notast við nafnið Vinstri græn- ir, en eftir frammíkall úr sal breytti hann því í Vinstri græn.  Ásta Þorleifsdóttir tók undir orð Jóns Hannessonar um nafn VG, og sagði hún að fyrir löngu hefði átt að vera búið að fella niður orðið „framboð“ úr nafni flokksins.  Guðrún Jónsdóttir steig í pontu og ræddi málefni aldraðra, en hún sagði þær hugmyndir sem unnið hefði verið út frá um þjónustu við aldraða í gegnum tíðina hafa verið fremur karllægar. Þjónustan væri í hótelformi á heimilum, sem passaði við hugmyndir eldri karla um mat á borðum á matartímum og annað í þeim dúr. Hún lagði til að flokk- urinn legði áherslu á nýjar hug- myndir í öldrunarmálum, sem leyfðu öldruðum að halda reisn sinni og sjálfstæði eins lengi og þess væru nokkur tök. Guðrún gerði það að tillögu sinni að landsfundurinn fæli stjórn VG að skipa starfshóp til að leggja drög að stefnu flokksins í málefnum aldraðra. Tillagan var samþykkt samhljóða og flytjanda fagnað með lófataki.  Sigurður Magnússon lýsti þeirri skoðun sinni að of lítið hefði verið rætt um þensluáhrif og afleiðing- arnar af stóriðjustefnu stjórnvalda. „Gróðapungum“ hefði verið gefið frítt spil með stóriðjufram- kvæmdum til að flytja inn fólk í nýrri tegund hlekkja í gegnum vinnumiðlanir. Þeir sem það gerðu séu að nýta sér örbirgð og slæmt ástand í heimalöndum þess fólks sem þeir flyttu hingað til lands. Skoraði hann á þingmenn VG og landsfundarmenn alla að halda þessu máli á lofti.  Freyr Rögnvaldsson sagðist sakna umræðu um landbúnaðarmál í flokknum, hann hefði lítið orðið var við áhuga á umræðu um þessi málefni og óskaði eftir því að farið yrði í virka vinnu við að endur- skoða landbúnaðarstefnu flokksins svo að þeirri vinnu yrði lokið fyrir alþingiskosningar árið 2007.  Stefán Pálson ræddi reynsluna af því að raða á lista fyrir borgar- stjórnarkosningar með forvali, og sagði þetta í fyrsta skipti sem það hefði verið gert hjá VG, flokkurinn hefði hingað til notast við uppstill- ingar. Hann sagði það einnig mik- ilvægt að forvalinu væri lokið eins snemma og raunin var í Reykjavík til þess að hópurinn sem veldist til forystu gæti stillt saman strengi sína og unnið að málefnum framtíð- arinnar.  Stefán Pálson kom einnig með þá hugmynd að í stað þess að velja á lista með hefðbundnum hætti í hin- um þremur kjördæmum á höfuð- borgarsvæðinu, Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjör- dæmi, væri vel hugsanlegt að vera með eitt forval eða uppstillingu fyr- ir öll þrjú svæðin. Þá myndu þeir sem hlytu efstu þrjú sætin deilast niður á kjördæmin þrjú, og þeir sem kæmu neðar á lista fylgdu eftir með jafnri skiptingu. Stefán sagðist ætla að halda áfram að vinna að þessari hugmynd sinni, enda ljóst að almennt gerði fólk lítinn grein- armun á þessum kjördæmum, sér í lagi Reykjavík norður og suður. Gróðapungar, aldraðir og nýtt nafn HÉR á landi ríkir kynbundinn launamunur og þrátt fyrir að fara eitthvað minnkandi blasir við að ríkið hefur vanrækt skyldur sínar og látið mannréttindabrot, sem kynbundinn launamunur er, við- gangast, sagði Atli Gíslason, hæsta- réttarlögmaður og varaþingmaður Vinstri grænna, á líflegum um- ræðufundi um kvenfrelsi á lands- fundi VG á laugardag. Erindum Þorgerðar Einarsdóttur, lektors í kynjafræði við Háskóla Íslands, Höllu Gunnarsdóttur blaðakonu, Halldóru Friðjónsdóttur, formanns Bandalags háskólamanna, sem og Atla var vel tekið af fjölmennum hópi fólks sem á hlýddi og í kjölfar- ið voru pallborðsumræður sem stóðu í á aðra klukkustund. Meðal þess sem kom fram hjá Atla er að launaleynd sé rót kyn- bundins launamunar og brýnna væri að veita jafnréttisdómi heim- ildir til að rjúfa þá kyrrstöðu sem ríkt hefur gagnvart konum heldur en að eltast við fjármálafyrirtæki sem hvort eð er fari sínu fram. „Ís- lenska ríkið verður að tryggja með virkum úrræðum að konur og karl- ar njóti jafns réttar í hvívetna og fái sömu laun fyrir sambærileg störf.“ Halldóra Friðjónsdóttir tók í sama streng og sagðist ekki í nokkrum vafa um að launaleynd auki á launamun kynjanna og bætti við að mjög mikilvægt væri að góð- ar kjararannsóknir séu stundaðar. Atli fjallaði einnig um kynfrelsi og réttinn til að ráða yfir eigin lík- ama. Hann gagnrýndi dómskerfið og sagði miklu meira þurfa til sak- fellis í nauðgunarmálum en þegar kæmi að öðrum brotum. Einblínt væri á líkamlegt ofbeldi og lík- amlegar afleiðingar á meðan skelfi- legar andlegar afleiðingar væru látnar skipta minna máli. Hann sagði vanta í hegningarlögin ákvæði þar sem líkama og sálarlífi kvenna, og karla, væri gert jafn hátt undir höfði og heimilum og bréfum í ákvæðinu um friðhelgi einkalífs og tók sitt eigið ákvæði sem dæmi. „Hver sá sem heimildalaus hefur holdlegt samræði eða önnur kyn- ferðismök við mann skal sæta fang- elsi ekki skemur en eitt ár og allt að 16 árum.“ Mikið að löggjöfinni Atli sagði stjórnvöld hafa alvar- lega brugðist skyldum sínum hvernig sem á réttarvernd kyn- frelsis er litið og burtséð frá orða- lagi nauðungarákvæðislaganna. „Það er eitthvað mikið að löggjöf- inni, rannsóknaraðferðum, sönnun- armatinu og afstöðu ákæruvalds og dómstóla og ég fullyrði að reynslu- heimur kvenna og reynsluheimur þolenda kemur lítt til skoðunar.“ Hann birti jafnframt tölur unnar upp úr skýrslu frá saksóknaraemb- ættinu en árið 2003 bárust lögregl- unni í Reykjavík 103 kærur eða til- kynningar um kynferðislegt ofbeldi. Ákært var í sextán málum og sakfellt í fimm en sýknað í ell- efu. Árið 2000 voru 36 mál sem bárust, nítján mál fóru til saksókn- ara sem felldi niður fjórtán en ákært var í fimm málum og fengust fjórar sakfellingar. Til viðmiðunar tók Atli tölur um meiri háttar líkamsmeiðingar en árið 2003 fékk lögreglan 49 tilkynn- ingar um meiri háttar líkamsmeið- ingar. Eitt mál var fellt niður, ákært var í 31 og sakfellt í 25 mál- um og árin 1999 og 2000 var ákært í öllum þeim málum sem kærð voru. Lítil sem engin fræðsla um kynferðisofbeldi Halla Gunnarsdóttir, sem vann meðal annars verkefnið um fræðslu kynbundins ofbeldis í grunnskólum, sagði henni vera mjög ábótavant og furðaði sig á því að kynferðislegt ofbeldi skyldi ekki vera til í aðal- námskrá grunnskóla. „Kennarar eiga hreinlega að skila nemendum fullkomnum út í samfélagið með þekkingu á verðbréfaviðskiptum á meðan ekki er talað um kynferðis- ofbeldi.“ Enn fremur benti hún á að á ráðstefnu í Kennaraháskól- anum fyrir ári hefði enginn fulltrúi fagstétta getað staðið upp og sagt að fræðsla um kynferðislegt ofbeldi væri inni í þeirra námi. Líflegar umræður um kvenfrelsi á landsfundi VG Eftir Andra Karl andri@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir voru endurkjörin í embætti formanns og varaformanns. Launaleyndin rót kyn- bundins launamunar ENGAR breytingar urðu á forystu- sveit Vinstri grænna eftir lands- fundinn um helgina og þurfti ekki að kjósa um helstu embættin. Stein- grímur J. Sigfússon verður því áfram formaður flokksins næstu tvö ár, Katrín Jakobsdóttir varaformað- ur, Drífa Snædal ritari og Tryggvi Friðjónsson gjaldkeri. Í ræðu sinni þakkaði Steingrímur J. innilega það traust sem honum er veitt og tekur áframhaldandi for- mennsku með þakklátum huga og auðmýkt. „Ég lít í raun á það sem forréttindi að fá að vera formaður í þessari hreyfingu, að fá að vera áfram með í því ævintýri og hóp- starfi sem það er að halda áfram að byggja upp hreyfinguna og efla hana,“ sagði Steingrímur og bætti við að „ef einhver efakorn hafi verið djúpt í hjarta mínu um það að þetta væri ekki að ganga eins vel og við höfum ætlað þá hafa þau öll horfið hér og núna á þessum fundi. Hann er langstærsta og öflugasta sam- koma sem við höfum hingað til hald- ið af þessu tagi og það er óumflýj- anlegt að fyllast bjartsýni og gleði þegar maður er þátttakandi í slíku.“ Hallar á karla Á landsfundi VG voru einnig kjörnir meðstjórnendur, þar sem Árni Steinar Jóhannsson, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Dögg Hugosdóttir, Guðrún Jóns- dóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Þórunn Friðriksdóttir náðu kjöri. Þótti uppstillingarnefnd frek- ar hallað á karla í hópi meðstjórn- enda, og tilnefndi því fjóra karl- menn í varastjórn, og náðu þeir allir kjöri. Engar breytingar á helstu stjórnarembættum HART var tekist á í afar fjölmennum vinnuhópi um trúmál á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um helgina. Ekki náðist samstaða í hópnum um ályktun til að bera upp við fundinn, en drög að ályktun sem unnin var af formanni hópsins og nokkrum meðlimum hans var að lokum samþykkt á fundinum. Talsverðar umræður spunnust um ályktunina, sem fjallaði um trúfrelsi og rétt til trúleysis, einkum orðalag þess hluta sem snýr að aðskilnaði rík- is og kirkju. Í ályktuninni, sem sam- þykkt var óbreytt, segir m.a.: „Landsfundur VG telur að afnám stjórnarskrárákvæðis um samband ríkis og kirkju hljóti að koma til skoð- unar fyrr eða síðar og hvetur til að því verði hraðað en þó þannig að um það verði sem mest sátt.“ Skömmu áður en bera átti álykt- unina upp til atkvæða á landsfund- inum kom fram breytingartillaga þar sem þessum hluta var breytt á þann veg að landsfundurinn samþykkti að afnema beri stjórnarskráratkvæði um samband ríkis og kirkju. Var breytingartillagan borin upp á fund- inum, og skiptist hann í tvær svipað stórar fylkingar í málinu. Þurfti að kalla til talningarmenn í fyrsta skipti í atkvæðagreiðslu á fundinum, og var tillagan felld með atkvæðum 51 fund- armanns gegn 49 sem vildu sam- þykkja hana. Kristin trú samofin menningu Eftir það var ályktunin um trú- frelsi og rétt til trúleysis samþykkt með meginþorra atkvæða. Þar segir m.a. að fundurinn álykti að fullt trú- frelsi og jöfn staða trúar- og lífsskoð- unarfélaga sé grundvallaratriði sem öll löggjöf og stjórnsýsla þurfi að miða við. Eðlilegt sé að taka mið af því að kristin trú sé umfram önnur trúarbrögð samofin menningu og sögu þjóðarinnar, sem eigi einnig að endurspeglast í löggjöfinni. Fundurinn lagði þó áherslu á að réttur einstaklinga sem aðhyllist önn- ur trúarbrögð en kristni, eða aðhyll- ast engin trúarbrögð, sé ekki fyrir borð borinn, og fyllsta hlutleysis sé gætt gagnvart trúarbrögðum og af- stöðu til trúar í skólum. | 37 Tekist á um aðskilnað ríkis og kirkju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.