Morgunblaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.10.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2005 39 DAGBÓK Fundur með byggingaverktökum og fasteignasölum Alcoa Fjarðaál boðar til fundar um húsnæðisþörf í tengslum við fyrirhugaðar ráðningar starfsmanna til álversins við Reyðarfjörð. Fundurinn verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju, miðvikudaginn 26. október og hefst kl. 9:00. Léttar kaffiveitingar Húsnæðisframkvæmdir á Mið-Austurlandi www.alcoa.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S A LC 2 98 98 10 /2 00 5 Félag Sameinuðu þjóðanna efnir í sam-vinnu við Upplýsingaskrifstofu SÞ fyrirV-Evrópu (RUNIC) til málþings í tilefniaf 60 ára afmæli SÞ á milli kl. 10.15 til 12 í dag. Á málþinginu verður sjónum m.a. beint að starfi öryggisráðs og mannréttindaráðs SÞ. Að málþinginu loknu verður ný miðstöð SÞ á Lauga- vegi 42 formlega opnuð. Allir eru velkomnir og að- gangur ókeypis að málþinginu. Séra Bernharður Guðmundsson, formaður Fé- lags Sameinuðu þjóðanna, segir að félagið hafi ver- ið stofnað fljótlega eftir stofnun SÞ sjálfra fyrir 60 árum. „Hlutverk félagsins er að stuðla að auknum skilningi og áhuga á starfi Sameinuðu þjóðanna. Við höfum m.a. sent kynningarbæklinga til 10. bekkinga og skipulagt í samstarfi við mennta- málaráðuneytið og Námsgagnastofnun kynningar á starfsemi Sameinuðu þjóðanna innan skólakerf- isins. Af öðrum verkefnum er hægt að nefna að fé- lagið fékk fólk til að segja frá reynslu sinni af því að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í fjarlægjum lönd- um á mánaðarlegum fræðslufundum síðasta vetur. Fundum af þessu tagi verður væntanlega fram- haldið í vetur.“ Að loknu málþinginu verður opnuð ný Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Laugavegi. Hvar hafið þið verið til húsa? „Við vorum í ágætu húsnæði við Skaftahlíð. Þar sem 365 miðlar þurftu á því húsnæði að halda urð- um við að færa okkur um set. Við erum ákaflega ánægð með að nýja miðstöðin skuli vera í alfaraleið á Laugaveginum. Fólk getur nálgast bæklinga og fengið aðstoð við að leita uppi upplýsingar um hinar ýmsu deildir og störf Sameinuðu þjóðanna í mið- stöðinni. Hingað til hefur mestmegnis leitað til okk- ar skólafólk í tengslum við ritgerðir og þvíumlíkt. Svo hefur verið nokkuð um að fólk hafi leitað til okkar vegna áhuga á að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar.“ Eruð þið með starfsmann allan daginn í miðstöð- inni? „Starfsfólk á vegum Unicef og Unifem eru í mið- stöðinni allan daginn. Við erum með mann í hluta- starfi en stefnum að því að hækka starfshlutfallið vegna mikilla verkefna.“ Þátttakendur í málþinginu verða Geir H. Haarde utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Árni Snævarr, upp- lýsingafulltrúi hjá Sameinuðu Þjóðunum, Pétur Leifsson lögfræðingur, Þórdís Ingadóttir, sérfræð- ingur hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík, Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður, Einar Benediktsson sendiherra og séra Bernharður. Félag Sameinuðu þjóðanna 60 ára afmæli SÞ fagnað  Séra Bernharður Guðmundsson er fædd- ur í Kirkjubóli í Önund- arfirði 28. janúar 1937. Hann lauk guðfræði- prófi 1962 og meist- araprófi í fjölmiðlun 1978. Hann var vígður til Ögurþinga 1962 og auk preststarfa hefur hann starfað á vegum kirkjunnar í Eþíópíu og á vegum lútherska heimssambandsins í Genf í Sviss. Hann hefur verið rektor Skálholtsskóla frá 2001 og formaður Félags Sameinuðu þjóð- anna í tvö ár. Kona hans er Rannveig Sig- urbjörnsdóttir og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Lesendabréf frá öreiga ÉG heiti Björgúlfur Egilsson og er 1,92 m á hæð, seinast þegar ég var mældur, fæddur 28. mars 1957 að Suðurgötu 8. Ég er núorðið með mús- argrátt hár (kommune), aðeins farið að þynnast. Finnst ég vera fjallmynd- arlegur. Sjálfhverfur, besservisser. Eins og útvarpsstjóri. Eftir þessa lýs- ingu þarf að sjálfsögðu enga mynd. Spurning: Er ekki fullt starf að vera ríkisútvarpsstjóri? Hvað um Jónas, Vilhjálm, Andrés, Heimi og Markús? Voru þeir að slugsa? Þeim nægði að koma fram í sjónvarpi einu sinni á ári, fáum til mikillar ánægju. Talandi um sjálfhverfu. Ég man þá tíð að kerlingar og karlar hittust við eldhúsborðin og sögðu kjaftasögur hvert af öðru yfir kaffibolla og Ches- terfield-sígarettum, tóku oní sig og sögðu gvöð á innsoginu, plebbinn í næsta húsi. Núna bloggar fólk. Gróa á Leiti er komin á Netið. Bloggarar eru allt frá dóms- og kirkjumálaráðherra upp í vinstri græna sagnfræðinga, ekki nóg með það, heldur er sprottin upp heil stétt blaðamanna, sem virðast vera á fullu kaupi við það eitt, að sítera þess- ar blaðursíður í sínum miðlum. Einu sinni þótti það bónus í kassann að vera blaðamaður, skríbent, núna er það að mestu leyti sótt af öðrum miðl- um. Eftiröpun. Helgarblöðin uppfull af viðtölum við kollega. Ég er vafa- laust bölvaður kverúlant og besser- visser. Lýðræði er ekki til, það er mesta lygi mannkynssögunnar. Eina sem virkar er upplýst einræði. Það þarf bara að finna þann upplýsta! Lifi Kristján XI. Ómakleg gagnrýni ÉG var að lesa Ljósvakann í Morg- unblaðinu 20. okt. sl., gagnrýni á að ríkissjónvarpið sýndi þáttinn „Hrjóta ekki allir?“ á besta útsendingartíma. Vil ég benda skrifara á að þátturinn vakti mikla athygli og fannst mér óþarfi að gera grín að svona þætti. Skrifari gerir sér ekki grein fyrir því að hér á landi bíða um nokkur þúsund manns eftir svona vél og grímu til að hægt sé að ná andanum. Var ég ekki ánægð með þessi skrif. Eldri borgari. Fyrirspurn MIG langar að spyrja hvort nýi út- varpsstjórinn hennar Þorgerðar Katrínar sé svo lágt launaður að hann þurfi að lesa fréttir og inn á auglýs- ingar og fá fyrir það 175 þús. á mán- uði eins og sagt var í Fréttablaðinu. Vil ég láta í ljós óánægju með nýja útvarpsstjórann og dagskrána yf- irleitt, sem er ömurleg. Eins finnst mér nýja Kastljósið ekki gott, þetta er alltof langur þáttur. Þóra Skarphéðinsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bf4 Bg7 4. e3 d6 5. h3 0–0 6. Bc4 c6 7. 0–0 b5 8. Be2 Bb7 9. Rbd2 Rbd7 10. c3 a6 11. a4 Rb6 12. a5 Rbd7 13. Bh2 c5 14. c4 bxc4 15. Rxc4 cxd4 16. exd4 Rd5 17. He1 R7f6 18. Rfd2 Hb8 19. Da4 Re8 20. Re3 Rec7 21. Bc4 Ba8 22. Rxd5 Bxd5 23. Hab1 Bxc4 24. Dxc4 Rb5 25. Rf3 Dxa5 26. Hxe7 Hbc8 27. Dd5 Db4 28. Hee1 Hfe8 29. Hxe8+ Hxe8 30. Dc6 He2 31. Dc8+ Bf8 32. Bf4 Rxd4 33. Rxd4 Dxd4 34. Be3 De4 35. Hd1 Dc2 36. Hc1 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Bene- dikt Jónasson (2.283) hafði svart gegn Ágústi Sindra Karlssyni (2.307). 36. … He1+! og hvítur lagði niður vopnin þar sem hann tapar drottningunni eftir 37. Hxe1 Dxc8 eða verður hróki undir eft- ir 37. Kh2 Hxc1. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Í FORSAL þjóðdeildar Lands- bókasafns er lítil sýning helguð Bessastaðaskóla, en í ár eru liðin 200 ár frá stofnun hans. Á sýning- unni eru fágætisbækur sem komu frá skólasafni Lærða skóla þ.á m. helgisiðabók frá 1513 og náms- bækur skólapilta. Einnig er á sýn- ingunni þrjú myndverk eftir Jón Helgason biskup (1866–1942) sem varðveitt eru í Minjasafni Reykja- víkur. Á þeim má sjá Hólavalla- skóla, forvera Bessastaðaskóla, og Reykjavík á tímum Lærða skóla. Sýningunni lýkur 1. desember. Sýning helguð Bessastaðaskóla Já, ég þori,get og vil! KOMIN er út bókin Leynilandið eftir breska metsöluhöfundinn Jane John- son. Í henni segir frá Ben Arnold sem hyggst kaupa sér bardagafiska í gæludýrabúð. Heimsókn hans þang- að markar upphaf að furðulegu æv- intýri þegar talandi köttur vísar hon- um veginn til leynilegs töfralands. Framhald af Leynilandinu hefur þegar verið ritað og þriðja bókin mun koma út. Bandarískt kvikmyndafyrirtæki hefur óskað eftir rétti að verkinu. Höfundurinn var í mörg ár útgáfu- stjóri JRR Tolkiens og tengdist gerð kvikmyndanna eftir Hringadrótt- inssögu. Fylgibækur hennar með myndunum hafa selst í milljónum ein- taka. Hún hefur einnig, undir dulnefn- inu Jude Fisher, samið þriggja binda ævintýra- og spennusögu fyrir 15 ára og eldri og hefur hún verið gefin út í tíu löndum og lengi átt sæti á met- sölulistum. Leynilandið er 247 blaðsíður. Um- brot annaðist Helgi Skj/Öflun ehf. Prentsmiðjan Oddi hf. sá um prent- vinnslu. Bókaútgáfan Æskan ehf. gaf út. Viðmiðunarverð er 2.880 kr. Leynilandið Ein áskrift... ...mörg blöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.