Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 6
6 | 30.10.2005 Þ að var draugalegt á sviðinu þegar Íslenska óperan frum- sýndi Tökin hert eftir Benjamin Britten en kammer- óperan sú er byggð á skáldsögu Henry James; The Turn of the Screw. Að vanda voru óperugestir töff í tauinu, það skrjáfaði í silkikjólum og brakaði í leðurskóm. Nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde, var mættur ásamt frú sinni, Ingu Jónu Þórðardóttur. Það voru einnig Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og Árni Mathie- sen, fjármálaráðherra með sínar ektakvinnur. Jón Stefánsson, organisti, kom í Óperuna með söngfuglinum Eyvöru Pálsdóttur en kona hans, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, söng á sviðinu þetta kvöld. Nú, heiðurshjónin Friðrik Sophusson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona og leik- stjóri, létu þennan viðburð ekki fram hjá sér fara né heldur Signý Pálsdóttir, menningarfrömuður. Fyrir sýningu „bauðst“ frumsýningargestum að kaupa léttvínsglös. En í hléinu flaut freyðivínið frjálslega í boði hússins og litlar, sætar sælkerakökur bornar fram með því. Þjóðleikhússtjóri og herra; Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafson voru glæsileg að vanda. Það voru líka Hafþór Yngvason, hinn nýi for- stöðumaður Listasafns Reykjavíkur, og Þórarinn Eld- járn, rithöfundur. Ríkharður Örn Pálsson, gagnrýnandi, vakti nokkra athygli fyrir að mæta of frjálslegur í snjáð- um gallabuxum, en hann er kannski bara í vinnuföt- unum? Almennt voru gestir glerfínir enda er það við hæfi á sparistundum í Óperunni. Þetta var sannkallað glæsikvöld hjá Flugunni sem setti stefnuna beint á Sjávarkjallarann eftir frumsýninguna. Á næsta borði sat að snæðingi Jafet S. Ólafsson, fjár- málamógull, og gæddi sér á ljúffengum sjávarrétt- um. „Klassí“ staður með hlöðnum steinveggjum og risastóru fiskabúri. Verulega elegant að ljúka óp- erukvöldinu með stæl í „kjallaranum“. Nú má Sæ- greifinn, vinur minn, fara að vara sig! Á Vínbarnum, örstutt frá vinnustaðnum sínum, voru þingmennirnir og sjálfstæðiskarlarnir Sigurður Kári Kristjánsson og Bjarni Benediktsson í góðum félagsskap og það var líka Georg Lárusson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar. Skólavörðuhátíðin var haldin hátíðleg fyrsta vetr- ardag og múgur og margmenni streymdu upp og niður Skólavörðustíginn. Mikil menning, margt í gangi; tónleikar og tískusýningar. Helgi Björnsson, söngvari, og Ragnar Kjartansson (söngvari Trabant) stóðu fyrir utan Tugthúsið og jusu íslensku kjötsúp- unni hans Sigga Hall úr stórum nornapotti ofan í vegfarendur. Snæbjörn Arngrímsson hjá Bjarti, skoð- aði sig um með fjölskyldu sinni og Tinna Gunnlaugs- dóttir og Egill Ólafsson spókuðu sig líka um á Holt- inu. Dugleg að sinna félags- og menningarlífinu. Og Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður, svolítið ,,femme fatal“ í öllu svörtu, stormaði ákveðin í fasi inn í M&M örugglega að fara að bókaormast. Flugustelpa svo skundaði á sýningu í Þjóðleikhúsinu þar sem myndir af Halldóri Laxness prýða veggina, margar í einkaeigu. Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri, og Róbert Arnfinnsson, leikari, voru þar að virða fyrir sér myndlistina en þau eiga einmitt verk á sýningunni. Ekki amaleg eign það …| flugan@mbl.is L jó sm yn di r: E gg er t Jenný Lára Arnórsdóttir og Súsanna Svavarsdóttir. L jó sm yn di r: E gg er t Glæsikvöld og götuhátíð FLUGAN BORGARLEIKHÚSIÐ frumsýndi Lífsins tré eftir Böðvar Guðmunds- son í leikgerð Bjarna Jónssonar. BÓKAÚTGÁFAN JPV hélt teiti til heiðurs Ólafi Gunnarssyni rithöfundi. KONUKVÖLD var haldið í tískuversl- uninni Monu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Páll V. Bjarnason. Ragnheiður Bragadóttir, Ólafur Gunnarsson og Bjarni Kristjánsson. Friðrik Rafnsson, Sigríð- ur Harðardóttir og Kol- brún Bergþórsdóttir. ÍSLENSKA ÓPERAN frumsýndi Tökin hert eft- ir Benjamin Britten. Elmaz Bakragi, Gordana Ristic og Tina Stjepanovic. Sigrún Hjálm- týsdóttir og Þor- kell Jóelsson. Valgerður Gunnarsdóttir og Ólöf Erla Bjarnadóttir. Elísabet Brekkan, Guðmunda Kristinsson og Margrét Kaldalóns. … vakti nokkra athygli fyrir að mæta of frjálslegur í snjáðum gallabuxum, en hann er kannski bara í vinnufötunum …? Ragnhildur Ágústsdóttir og Haraldur Þórðarson. Erlingur Gísla- son og Brynja Benediktsdóttir Lilja Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir og Margrét Pála Ólafsdóttir. Birna Hafstein og Sveinbjörg Þórhallsdóttir Marta Norðdal og Kristján Garðarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.