Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.2005, Blaðsíða 22
22 | 30.10.2005 Ásta Guðmundsdóttir hannaði þennan módelkjól sem hefur vakið mikla athygli, 75.000 kr. Fæst í versl- un Ástu. Hatturinn er eftir Gullu í Má Mí Mó, 5.400 kr. Þ ennan októbermorgun er stefnan tekin í miðbæ Reykjavíkur. Það er kalt úti en sólin skín. Ætlunin er að kíkja í búðir og skoða hvernig íslenskir fatahönnuðir sjá vetrartískuna 2005- 2006 fyrir sér. Strax í Bankastrætinu dett ég inn í verslunina Aurum, Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir skartgripahönnuður hef- ur rekið hana frá árinu 1999. Augun standa á stilkum og hendurnar fálma eftir silfurnælu og silfureyrnalokkum sem minna á blómið ljónslappa. Í því rekur inn kollinn bankastarfsmaður og splæsir á sig módelhring úr gulli þar sem líka grillir í einn demant. Fyrir innan afgreiðsluborðið stendur Berglind Laxdal fatahönn- uður. Svo skemmtilega vill til að hún hannar einnig samkvæmiskjóla sem hafa víða vakið eftirtekt. Berglind hannar upp úr eldri kjólum sem henni áskotnast héðan og þaðan. Hún dregur fram einn svartan og hvítan sem fannst til dæmis í fataskápnum hjá tengdó og fær vonandi fljótt nýtt hlutverk hjá einhverri annarri. Enn ótrúlegra er að Berglind er líffræðingur sem söðlaði um, fylgdi hjartanu og lærði fatahönnun í LHÍ. Síðan hún útskrifaðist hefur hún haft nóg að gera við að hanna og sauma sérstaka kjóla. Svarthvítir tónar | Enn ofar í götunni, heldur tískuverslunin ELM áfram að slá tóninn í svörtu og hvítu. ELM er í eigu þriggja kvenna sem stofnuðu fyrirtækið árið 1999 og reka þær samhliða því framleiðslufyrirtæki í Perú. Fatnaðurinn fæst í versluninni á Laugavegi 1 og í yfir 100 verslunum í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er alltaf einhver inni í ELM á Laugaveginum að kaupa eða máta enda æpa gluggarnir hreinlega á pollrólega vegfarendur: „Komdu inn!“ svo ég geng inn, skoða og snerti. Úti á götunni heyrist arabísk tónlist spiluð í fjarska. Inni í Verksmiðjunni á Skólavörðustíg er stiginn eggjandi dans. Stúlka hristir sig og skekur að hætti dansmeyja 1001 nætur. Nokkrir íslenskir fatahönnuðir reka Versksmiðjuna í sameiningu en inni er að finna margt sem hugurinn girnist. Töskur, veski, loð- skinn, íslenska lopapeysan í nútímalegum búningi og fleira. Meira að segja grillir hér í skó úr ekta roði! Efnið er enda níðsterkt og ætti að þola vel íslenskar að- stæður. Athyglin dregst að sérlega litríkum prjónahúfum eftir Dóru Emilsdóttur. Hún er litblind og skynjar því liti á annan hátt en flestir og kemur það skemmti- lega fram í húfunum, sem eru vinsælar og brosa til okkar af höfðum Reykvík- inga. Dansandi gínur | Litaveislan heldur áfram þegar gengið er inn eftir Laugaveg- inum. Þar hefur Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður opnað verslun. Prjóna- klæði og kjólar eru áberandi, sérstaka athygli vekur gulur módelkjóll. Efnið hef- ur verið meðhöndlað með límblöndu en Ásta hefur gaman af því að vinna mikið með efnin áður en hún lætur sauma úr þeim. Á vinnustofunni eru tvær konur í óða önn að vinna með efni og sauma, annars fer framleiðslan líka fram í Litháen. Í næsta húsi, er verslunin Trilogia og þar dansa gínurnar í kringum sjálfar sig, þar sem þær hanga á vír úti í glugga. Hér fæst íslensk hönnun og það er eins og áhrifa gæti frá íslenska þjóðbúningnum og löngu horfnum tímum. Það glampar á silfurstjörnur í mokkakraga sem smellt er saman með íslensku víravirki. For- láta prjónapils er notað sem undirpils, það minnir á sjalið hennar langalang- ömmu. Hvern hefði grunað að slíkt ætti eftir að þykja flott? Íslenskir fatahönn- uðir eru margir og viðfangsefni þeirra eru ólík. Tískan sjálf kemur á óvart en hún gefur tóninn um það sem koma skal.| osiris0904@hotmail.com Fyrirsæta: Rósa Björk Þórólfsdóttir TÍSKA | GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Íslenskir fatahönnuðir sækja hugmyndir sínar í tíðarandann fyrr og nú og koma sífellt á óvart Hvítt er einn af vetrarlitum Ástu Guðmundsdóttur. Húfa 12.600 kr., ullarpeysa 12.800 kr., pils 19.000 kr. Fæst í verslun Ástu við Laugaveg 25. M or gu nb la ði ð/ G ol li Silfurskart eftir Guðbjörgu Kr. Ingvarsdóttur . Næla 38.700 kr., eyrnalokkar 17.400 kr. Fæst í Aurum í Bankastræti. Frumleg föt á Fróni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.