Tíminn - 08.04.1970, Qupperneq 1
Ibúðalánageta
lífeyrissjóða
skert til að
auka 'almennu
íbúðalánin!
TK-Reykjavík, þriðjudag.
Ríkisstjórnin hefur lagt fram
frumvarp um breytingar á lögum
nm húsnæðismál. Er þar ákveðið
að auka ráðstöfunarfé hins al-
menna veðlánakerfis og hækka
húsnæðismálalán í 600 þús. kr.
jafnframt því, gem felld eru úr
gildi lögin um verkamannabú-
staði en tekin upp ný ákvæði um
vlðbótarlán til þeirra, sem hafa
200 þús. króna árstekjur og skulu
lán til þeirra samtals nema 80%
af kostnaðarverði íbúða. Tekna til
þessa á að afla með því að taka
25% af ráðstöfunarfé allra lífeyr-
issjóða í landinu sem mun nema
150—300 milljónum króna á ári
miðað við tímabilið 1970 til 1973.
Lífeyrissjóðirnir hafa eins og
kunnugt er gegnt mjög mikilvægu
hlutverki í íbúðalánakerfinu og
skerðist möguleiki þeirra til
stuðnings við eigendur sína í
ibúðahyggingum jafn mikið og
nemur „eflingu“ hins almenna
íbúðalánakerfis eða um 150—300
milljónir króna á ári. f þessu
nýja frumvarpi er nefnilega gert
ráð fyrir að svo til öli aukning á
ráðstöfunarfjármagni hins al-
menna veðlánakerfis komi frá líf-
eyiissjóðunum og fari vaxandi ár-
lega en ríkið auki aðeins sitt fram-
lag um 35 milljónir króna og verði
framlag ríkisins fast. Sagan um
manninn, sem skar rófuna af
soltnunj hundi og gaf honum að
FYamihald á bls. 14.
Frumvörp um
útflutnings-
lánakerfi
SKB-Reykjavík, þriðjudag.
f dag voru lögð fram á Alþingi
frumvörp til laga um Útflutnings-
lánasjóð og um tryggingardeild út-
flutningslána við Ríkisábyrgðar-
sjóð. Stofnaðilar Útflutningslána-
sjóðs eru Seðlabanki íslands,
Landsbanki íslands og Iðnlána-
sjóður, og skulu þeir leggja honum
til fé, fara með stjórn hans og
fjánnál og ábyrgjast fjárskuld-
bindingar hans.
Hlutverk sjóðsins er að veita
lán vegna útflutnings meiri háttar
véla og tækja, þar á meðal skipa
og annarra fjárfestingarvara, sem
framleiddar eru innan lands, og
skulu slík lán tryggð hjá trygg-
ingardeild útflutningslána við Rík-
issjóð eða með annarri fullgildri
ábyrgð. Einnig skal Útflutnings-
lánasjóðurinn veita samkeppnislán
Framhald á bls. 14
riu uidDdnidiindTunainuiii i yot?r»
\ ■ imdfRyiia-vyc;
Forysturaenn Framsóluiarflokksins á fundi með blaðamönnum í gær:
Skipulagsstefna á grunni ein-
staklingsframtaks og samvinnu
EJ—Reykjavík, þriðjudag.
„Það er grumivaHarstcfnan f
stjórnmálaályktun aðalfundar mið-
stjómar Framsókuarflokksins, að
lögð er áherzla á skipulagsstefnu
og forystu hins opinbera í atvinnu
málunum f stað þeirrar handahófs
stefnu, sem ríkisstjórnin fylglr.
Við teljum, að í atvinnumálunum
eigi ríkisvaldið og sveltarfélögin
að hafa forystu, annars vegar í þá
átt að ýta undir frumkvæði ein-
staklinga og félaga, og hiras vegar,
ef frumkvæði eða geta einstakl-
ingsframtaksins er ekki fyrir
hendi, að hafa belnt frumkvæði
um atvinnurekstur,“ — sagði Ólaf-
ur Jóliannesson, formaður Fram-
sóknarflokksins á fundi með blaða
mönmim í dag, þar sem stjórn
flokksins kynnti stjórnmálayflr-
Iýsingu miðstjórnar fundarins, sem
lauk á sunnudaginn.
Á bl aðam amn afundinum svöruðu
þeir Ólafur Jóhannesson, Helgi
Bergs, ritari, Tómas Armason, gjald
beri, Jóhannes Elíasson, vararitari,
og Halldór E. .Sigurðsson, vara-
gjaldkeri Frams ókn arflokksin s,
fjölmörguim spurningum blaða-
manna um hin margvíslegustu mál-
efni.
Ólafur gerði í upphafi grein
fyrir meginstefnunni í stjórnmála-
yfMýsLngumni, sem væri aukin
forysta hins opinbera einkum í at-
vinnuimálum. Flofekurinn liegði meg
ináherzlu á frumkvæði og getu
einstafclinigsframtaks og samvinnu,
en þar sem þessi öfl megnuðu ekki
nauðsyinl'egum verkefnum, yrði hið
opinbera — ríkið og sveitarfélögin
— að hafa beint frumkvæði. Hvatn
ing, áætlanagerð og fyrirgreiðsla
— og í sumum tilfellum beint
frumkvæði — væri að dómi flokks
ins meginhlutverk hins opinbera í
atvinnumálum. Þetta væri kjarn-
inn í skipulagsstefnunni. Þessi
stefna væri andstæð handahófs-
stefnu stjórnarflokkanna.
Ólafur nefndi som dæmi um mál,
sem ríkið yrði að hafa frumkvæði
um. togaraútfferð. Ekki væri deilt
um nauðsyn togaraútgerðar á Is-
landi, og ef ein.stafclingsframtaklð
gæti ekki leyst þetta mál farsæl-
lega, þá yrði ríkið að gera það. Á
þessu sviði sem öðrum væri rekstr-
arformið aufcaatriði, en aðalatriðið
að fá nýja togara.
Spurt var um áskorun miðstjóm
arfundarins til samvinnuihreyfingar
innar að hafa forystu um gerð
kjarasamninga nú í vor á grund-
velti fu'llra verðlagsbóta og bættra
kjara launþega. Var spurt, hvort
þetta væri áskorun til samvinnu-
hreyfinigarinnar um að semja sér
við verkalýðshreyfinguna — og í
AK, Reykjavík, þriðjudag.
Það er nú komið í ljós, að dag-
skrárstjórn sjónvarpsins ætlaði
að leyfa Geir Iíallgrímssyni, borg-
arstjóra, a® „þjófstarta“ í kosn-
ingabaráttunn: í þættinum „Setið
fyrir svörum“, hálfum öðrum mán-
uði fyrir kosningarnar, þótt hann
sé nú þegar margyfirlýstur fram-
bjóðandi bæði til borgarstjórnar-
og borgarstjórakjörs, en sjón-
varpið taldi hins vegar ekki rétt
að hafa í spyriendahópi neina
frambjóðendur. Þegar einn spyrj-
endanna, Andrés Kristjánsson,
skarst úr leik við nánari athugun.
hætti sjónvarpið við þáttinn. þótt
auðvelt hefði verið að hafa hann
eftir sem áður, e þeir vildu halda
áfram, eða fá nýjan spyrjanda.
Mcð þessu viðurkennir dagskrár-
firamihaldi af því hvort samnrinnu-
hreyfingiu hefðí boJmaiga tft að
hækka kaup lauuþega og greiða
fullar verðlagsbætar.
Ólafur svaraði því tíl, að hér
væri ekki lagt til, að um sérsiamu-
inga yrði að ræða, heldur að sam-
vininiuhreyfinigin hefði forystu um
að kjarasamningar á grundvelli
niau'ðsynlegra kauphæbkana og full
rar verðtryggingar yrðu gerðir.
Kvaðst Ólafur vona, með tilliti til
þess að hagur margra fyrirtækja
hefði batnað á átrinu, a® samvinnu-
hreyfingin og aðrir atvinmurekend-
stjóm sjónvarpsins að sjálfsögðu
í verki, að þessi Geirs-þáttur hafi
ekki átt rétt á sér, þar sem hún
fellir hann niður, þegar gagnrýni
kemur fram. Við þá athugun hef-
ur dómgreind þeirra, sem dag-
skránni stjóma, sagt þeim, að þátt
urinn væri ekki réttmætur.Annars
hefðu þeir að sjálfsögðu haldið
áfram, þótt einn spyrjandi af þrem
ur eða fjórum skærist úr leik.
Vísir segir frá þessu máli í
gær og telur, að spyrjandinn hafi
ekki „viljað mæta Geir“. Þáttur-
inn „Setið fyrir svörum" er sem
kunnugt er ekki með þeim hætti,
að nenn „rnætist" þar til við-
ræðna. Spyrjendur mega aðeins
bera fram spurningar, en sá, sem
sit.ur fyrir svöram, getur svarað
og rætt mál nær eins lengi og
hann vill, en spyrjendur geta ekki
ur gætu staðið umdir bæði nauð-
symlegri kauphækkum og fuihri
verðtryggingu.
Alspurður, hvort þeir stjórnar
menn í SÍS, sem væru í forystuliði
flokksins, svo sem Eysteinn Jóns-
son, mymdu boða þessa stefnu þar,
svaraði Ólafur því td, að á því
teldi hanm enigan vafa.
Spurt var um verðlagsmála'álykt
un miðstjónnarinnar og hvort frum
varp um verðlagsmál væri til um-
ræðu í þingflokki flokksins. Sagði
Ólafur, að verðlagsmálin væru f
Framhald á bls. 3
svarað honum á sama hátt. Snið
þáttarins leggur því allt hagræði
í hend.ur þess, sem situr fyrir
svörum. Þarna gat því Geir fengið
tækifæri til þess að hefja kosn-
ingabaráttuna í sjónvarpinu með
alla aðstöðu í nendi sér, rétt áður
en reglur um kosningabaráttu í
sjónvarpi og útvarpi síðustu vikur
fyrir kosningar setja frambjóð-
endum skorður. Þetta tækifæri
býður sjónvarpið hins vegar alls
ekki öðrum flokkum.
Fulltrúar Framsóknarflobksins
og vafalítið annarra minnihluta-
flokka munu hins vegar reiðubún-
ir að „maeta” Geir í sjónvarpi eða
útvarpi hvenær sem er, þar sem
jafnræði um málflutning ríkir.
Andrés Kristjánsson fjallar nán
ar um þetta mál í þættinum á
Víðavangi á bls. 3.
Sjónvarpið ætlaði að leyfa Geir
að þ jðf starta í kosningabaráttunni
Viðurkenndi svo mistök sín í verki með því að hætta við þátt-
inn, þegar einn spyrjenda skarst úr leik.
i