Tíminn - 08.04.1970, Side 8

Tíminn - 08.04.1970, Side 8
8 TIMINN --------- MTOVIKUDAGUR 8. aprfl 1970. Bréf Þorsteins M. Jónssonar tii Menningarsamtaka Héraðsbúa: Sporna verður jafnvægisleysi í við sívaxandi byggð landsins Heiðruðu fundarmenn, frænd- ur og vinir. Ég þakka ykkur kærlega að hafa boðið mér og konu minni að sitja fund með ykkur í þessum mánuði og ósk um, að ég flytti þar erindi um sjálfvalið efni. En því miður getum við ekki tekið þessu vingjarnlega boði ykkar. Ég er orðinn svo þróttlítill og heilsu- veiil, áð ég er bezt kominn heima, enda er ég kominn á fimmta ár yfir áttrætt ■ og hef um allmörg ár átt við ýmsa sjúkdóma að stríða. En leiðinlegt þykir mér þó þróttleysi raddar minnar, sem á- gerist svo, að mér er ókleift að halda ræður á fundum eða manna ntótum. Ég reyni að sjáifsögðu að berj- ast eins lengi og ég get við Elli kerlingu, en hlýt sem allir aðrir, sem komnir eru á iminn aldur, að bíða ósigur í þeirri viCureign, og er vitanlega ekkert um slíkt að fást. Eftir því sem ég eldist meir, finnst mér timinn líða hraðar og hraðar. Dagur er að kveldi kom- inn, áður en ég veit af, og oft- ast finnst mér hann týndur í haf tímans og ég hafi ekki notað liann til neins, sem þýðingu hef- ur. En oft leitar hugur minn til þess, sem var og til þess, sem verða mun. Ég er orðinn það gamall, að ég man þá tíma, er Skaftfelliiigar komu gangandi á vetrum til að leita sér atvinnu á Austfjörðum. Þá var stundum þröngt á Útnyrð- ingsstöðum, í baðstofu foreldra minna, því að þar gistu oft «11- margir þeirra nóttina áður en þeir lögðu til Fjarðanna. Þetta var á síðasta áratug 19. aldar. Þá mun blómaskeið Austurlands hafa verið mest. Hagskýrsiur sýna, að árið 1894 bjó níundi hluti allra landsmanna í Múlasýslum, og það an kom þá nær sjötti hluti allra tekna landssjóðsins. Þá hafði um þrjátíu ár verið fólksfjölgun mest í Múlasýslum, að Reykjavík frá- talinnL Flest skip, sem þá sigldu til landsins, komu fyrst upp til Seýðisfjarðar eða annarra Aust- fjarða. Og talið var um skeið, að uppgangur Seyðisfjarðar væri meiri en annarra kaupstaða lands- ins. Það var og ekld aðeins ur Skaftafellssýslum sem sjómenn og verkafólk leitaði atvinnu til Austfjarða, heldur líka úr öðrum byggðarlögum Suðurlands og þar á meðal frá Reykjavík. Var svo fram á fyrstu áratugi þessarar aldar. Um síðustu aldamót undu flestir bændur á Fljótsdalshéraði vel við sitt og töldu, að ekki myndi betra að búa annars stað- ar á landinu en þar, og ékki væru aðrar stöður eftirsóknarverð- ari en þeirra. En síðan þetta var, hefur margt gerzt, sem valdið hefur þjóðlífs- breytingu hér á landi eins og í öllum öðrum löndum. Allsherjar- friður allra menningarlanda, sem 19. aldar menn væntu, að værj íyrir stafnL var aðeins tálvon. í stað allsherjarfriðar geisuðu tvær heimsstyrjaldir, ófriðarbál, sem enn er ekki að fullu kæft, en blossar upp í ýmsum myndum, svo sem styrjöldum milli þjóða, borg- arastyrjöldum, í ófriði á milli stétta, hóflausum kröfum og yfir- ÞORSTEINN M. JÓNSSON gangi einstakra félagssamtaka. E'kki er að neita því, að hin stór- kostlega tækniþróun síðari ára er gó'ð, að svo miklu leyti, sem hún verður mönnum til hamingju og léttir af þeim hóflausu striti. Á þeim árum, þegar fjárpestin var svæsnust á Héraði, undrað- ist ég þrautseigju bændanna. Og það voru fornar dyggðir, iðni, hagsýni, dugnaður þeirra og spar- serni, sem bjargaði Héraði frá auðn. En tæknin studdi að sjálf- sögðu að viðreisninni. Eitt alvarlegasta málefni þjóð- arinnar hin síðustu ár er sivax- andi jafnvægisleysi i byggð lands- ins, en við því verður að spoma eftir því sem hægt er. Það er að vísu ekki óeðlilegt, að fólkið leiti þangað sem það telur afkomu sinni og framtíð bezt bongið. Kem ur þá margt til greina, ekki að- eins fjárhagsleg afkoma, heldur einnig hvernig samgöngum er háttáð, læknaþjónusta, skólar o. fl. Þær raddir hafa alloft látið til sín heyra hin síðari ár, að ekki gerði neitt til, þótt útkjálkasveit- ir legðust í eyði, og hefur þá stundum verið talinn þar með all- mikill hluti Norðausturlands- ins. En eins og allir landsmenn ættu að vita, er veðrátta hér breytileg og óútreiknanleg til langs tíma, og síðastliðið sumar hefur hún verið miklu betri á Norðausturlandi en hér syðra. Flestir munu vera sammála um, að eitt helzta ráðið til þess að stuðla að jafnvægi í byggð lands- ins sé að efla miðstöðvar byggð- anna, að minnsta kosti eina í hverjum landsfjórðungi. Akureyri hefur stöðvað að iiokkru út- streymi frá Eyjafirði og nálægum sveitum og jafnvel styrfet að- stöðu hinna minni bæja og kaup- staða á Norðurlandi sem aðalmið- stöð fjölþættrar atvinnu, verzlun- ar, samgangna og menningar norð anlands. Vestfirðingar reyna nú að efla stærsta kaupstað sinn, ísafjörð, m.a. með því að stofna þar menntasfeóla. Eins og þið vitið er talsveit! sérstætt með Austurland. Stærstií kaupstaður f jörðungsins, Neskaup- staður, sem á msrga duglega at- hafnamenn, er ilia settur með samgöngur á landi og í lofti og getur því ekki orðið miðstöð Aust- urlands. Það getur Seyðisfjörður heldur ekki orðið. En yngsta kaup túnið á Austuriandi, Egilsstaðir,. hefur vaxið meir á síðustu árum en nokkurt annað kauptún þar. Á meðan atvinnuvegir þjóðarinn- ar voru aðeins landbúnaður og sjávarútvegur, voru engin lífsskil- yrði fyrir þorp eða kauptún, nema við sjávarsíðuna. En er at- vinnuvegirnir gerðust fjölþættari, varð breyting á þessu, eins og sýnir sig með Selfoss, Hvolsvöll, Hveragerði og Egilsstaði. Nú eru Egilsstaðir orðnir óum- deilanleg miðstöð Austurlands. Þaðan og þangað liggja vegir víðs vegar um allan fjórðunginn. Þar er flugvöllur Austurlands. Þar er og miðstöð allrar kaupfélagsverzl- unar Héraðsbúa og einnig sumra Fjarðanna. Þar eru og ýmsir op- inberir starfsmenn, sem eru fyrir fjórðunginn allan, svo sem skatt- stjóri Austurlands. Um veturnætur fyrir fjórum ár- um fór ég ásamt dr. Árna Árna- syni fyrir Rotarýklúbb Reykjavík- ur austur að Egilsstöðum til þess að kanna skilyrði fyrir stofnun Rotarýklúbbs þar. En þar sem að- eins einn maður af hverri stétt má vera í sama klúbbi, álitu marg ir, að í svo fámennu kauptúni sem Egilsstöðum væru ekki nægi- lega margar starfsstéttir til þess að fullnægja lágmarksfjölda sam- kvæmt lögum Rotarý. En við at- hugun okkar dr. Árna reyndust starfsgreinir manna á Egilsstöð- um og í nágrenni vera um fjöru- tíu. Klúbburinn var stofnaður, en erfiðast var að finna fundartíma, því að vinnudagur kauptúnsbúa var svo langur og annir miklar. Fundartími var loks áfcveðinn á þriðjudögum kl. 9 að kveldi. Klúbburinn mun hafa leyst hlut- verk sitt vel af hendi, stuðlað að skilningi og góðu samkomulagi atvinnuvega og stétta, sem eiga fulltrúa í honum. Mér finnst það spá góðu um framtíð Egilsstaðakauptúns, hve hugkvæmir og duglegir íbúar þess eru að stofnsetja þar atvinnufyr- irtæki. Má þar nefna prjónastof- una Dyngju, sem þegar hefur unn ið sér góðan orðstír og vakið á sér athygli. bæði hér heima og erlendis. Áður en Egilsstáðakauptún var stofnsett, hafði fólki fækkað á Fljótsdalshéraði um alllangt skeið. Á aldarfjórðungnum 1920— 45 hafði íbúum þess fækkað úr 2045 í 1606, eða um 18y2%. En með Héraðinu tel ég dalina, sem frá því greinast. 1. desember 1962 er fólfcsfjöldinn 2008, og er þá aðeins 37 færri en 1920. Ég hef efcki við höndina yngra manntal, en nú eru Héraðsbúar að sjálf- sögðu orðnir mun fleiri en þeir voru 1962. Egilsstaðakauptún hef- ur stöðvað að mestu brottflutn- ing fólks úr Héraðinu. Og ein- hverjir hafa flutt úr Fjörðum til Egilsstaða og strjálingur annars staðar frá, jafnvel úr Reykjavík. Sumir bændur í nágrenni Egils- staða munu drýgja tekjur sínar með því að sækja vinnu þangað, þegar þeim gefst tími til. En enn eru Egilsstaðir ekki nægilega sterk miðstöð fyrir Aust- urland, og þurfa því Héraðsbúar, og raunar fleiri Austfirðingar, að gera allt sitt bezta til að efla kauptúnið, sem verða mun í fram- tíð höfuðstaður Austurlands og gegna sama hlutverM þar og Akur eyri gegnir nú fyrir Norðurland. Það mun vera fullráðið, að læknamiðstöð verði á Egilsstöð- um. Verða þá sennilega settir þangað þrír lasknar, en brátt mun þurfa að fjölga þeim, ef þorpið stæfekar mikið frá því, sem nú er. Og eftir því sem fólki fjölg- ar meira á Egilsstöðum, verður auðveldara en nú er að fá vel útbúna læknamiðstöð þar, hvað snertir húsnæði og tæki og síðar meir sérfræðinga. Það mun nú nokkurn veginn víst, að Austfirðingr.r geta fengið menntaskóla staðsettan í fjórð- ungnum. En miklu varðar um staðarvalið. Skólinn verður að vera staðsettur þar sem mest eru líkindi til, að hann verði vel sótt- ur, ekki aðeins f* nemendum úr næsta umhverfi, heldur einnig úr fjarlægum sveitum. Einnig verður skólastaðurinn að vera líklegur til þess að draga að sér kennara, og gott er að mega vænta þess, að einhver hluti nemenda leiti þang- að til búsefcu og starfa að námi lofenu. Ég hef heyrt, að leitað hafi verið álits allra hreppsnefnda og hæjarstjórna í Austurlandskjör- dæmi um stað fyrir menntasfcóla á Austurlándi. Hafi meirihlutinn mælt með Egilsstöðum, nokkrir með Neskaupstað og fáeinir með Eiðum. Það er óheppilegt, ef miMll ágreiningur verður um stað arvalið, og ég vona, að hann sé ekM það djúpstæður, að hann hindri framgang málsins. Einnig vona ég, að svo vel takist til, að skólinn verði staðsettur þar sem hann hefur mest áhrif, menningar leg og fjárhagsleg, til eflingar byggða á Austurlandi. Það er ekM óeðlilegt, að fjöl- mennasti kaupstaður fjórðungs- ins, Neskaupstaður, vilji fá menntaskóla til sín, en lega feaup- staðarins og samgöngur þangað og þaðan á landi og í lofti mæla gegn því. Á Eiðum er nú gagnfrœðaskóli og barnaskóli, og á Hallormssta'ð húsnæðraskóli og barnaskóli fyrir Upp-Hérað. Að þessum skólum ber að sjálfsögðu að hlynna, og skólahús þar munu í framtíðinni, sem nú, koma að góðu haldi sem ferðamannagistihús á sumrin. Ef Austfirðingar vilja, að mið- stöð sín og verðandi höfuðstaður eflist, þá virðist mér, að þar eigi að reisa menntaskóla Austurlands. Kaupfélag Héraðsbúa mun og fyr- ir nokkrum árum hafa samþykkt að gefa skólanum allstóra lóð í EgiLsstaðakauptúni. Áður en fyrsta Alþingi kom saman, efth* að það var endur- reist með staðsetningu í Reykja- vík, höfðu stjórnarvöldin ákveðið að flytja latínuskólann frá Bessa- stöðum til Reykjavíkur. Hafði Jón Sigurðsson haft forgöngu í því máli. Hann segir meðal ann- ars í hinni merku grein sinni, Um skóla á fslandi, sem kom út í Nýjum félagsritum árið 1842: „Að Reykjavík sjálfri sé mesta upphefð og efling að skólanum er enginn efi á, og því hefur heldur enginn neitað. Bærinn fær ekki einungis falleg hús nokkur, heldur og verða margir skynsam- ir og valinkunnir menn við það borgarar í bænum, og getur bær- inn vænt sér bæði sæmdar og nota af þeim, enda er víst, að skólaflutningurinn til bæjarins oll ir honum, að margt annað safnast þar með timanum, svo bærinn getur orðið aðalstaður sá, sem vér þurfum að hafa, og orðið menntun þjóðarinnar og framför- um að mestu notum“. Enginn mun nú efa, að Jón Sig- urðsson hafði rétt fyrir sér, er hann vildi flytja Bessastaðaskóla til Reykjavíkur, og það varð skól- anum sjálfum, Reykjavík og þjóð- inni allri til gagns. Jón vildi jafna, efla og laga Reykjavík, svo að hún gæti sómt sér vel sem höfuðstaður landsins. Latínuskól- inn átti meðal annars að stuðla að bví. að svo yrði. Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.