Tíminn - 07.05.1970, Síða 1
BLAÐ II
"ir* ;■ . . • •;•■
101. tbl. — Fimmtudagur 7. maí 1970. — 54. árg.
EJ-Reykjavík, miðvikudag.
Klukkan rúmlega átta í kvöld
hélðu blaðamcnn við Tímann flug-
leiðis tii Heklu að skoða gosið og
mynda það. Voru þá 7—8 vindstig
við Heklu og aðeins mögulegt að
komast að cinu þeirra þriggja gos-
svæða, sem þar eru virk þessa
stundina. Hins vegar var skyggn-
ið betra en það hafði verið í all-
an dag.
Ferðin að Heklu tók um
klukbustund vegna hins sterka
mótvinds, en aðeins tók 25 mín-
útur að fljúiga til baka til borgar-
innar.
Þegar kotnið var inn yfir Þing-
vallavatn, sást reykmökkurinn,
sem kom úr syðsta gossvæðinu.
Það svæði er suðaustur af Heklu,
og rennur hraunið úr gígunum þar
að Trippafjöllum.
Reykmökkinn og vikurmistur
lagði frá Heklu og norðvestur eft-
ir svo langt sem augað eygði, og
byrgði fjallasýn að mestu þeim
megin. Síðar um kvöldið bar
mikið á öskumistri sunnan meg
in og var það komið mjög ná-
lægt Reykjavík um kl. 22.
Blaðamenn Tímans héldu að
syðstu gosstfjðvunum, en vegna
veðursins var ekki mögulegt að
fljúga yfir hin tvö gossvæðin.
Voru þar tveir stórir gígar, og
gaus þar stöðugt upp grjóti og
vikri og mikinn reyk lagði upp.
Nokkrir minni gígar voru í
grennd við stóru gígana tvo.
Mikið hraunflóð var úr þess-
um gágum. Næst gígunum hafði
hraunið dreifzt á nokkuð breitt
svæði, en síðan runnið einkum í
átt til Trippafjalla. Þegar blaða-
menn Tímans fcomu á síaðinn, var
hraunið tekið að renna beggja
vegna fjallanna. Virtist ekkert lát
á gosinu á þessum stað.
Yfir Hefelu sjálfri var mikill
skýjabafeki, en sást þó vel sneevi
Framhalo á bls. 18.
1 ".v >
,• ý • • "
Mynd þessi var tekln í gærkvöldi um klukkan niu, af sySstu gígunum I Heklu, sem þá voru búnir að spýta úr sér hrauninu sem er dökkl stóri flöt-
urinn til hægri á myndinni. Neðst eru Trippafjöll, og er hraunið á góðri I eið með að umlykja þau. (Tímamynd Kári),
Margra metra háít hraunflóð
Nokkur hluti hraunfljótsins sem veltur iiú frarn úr Heklu. (Timarnynd)
SB-Reykj avík, miðvikudag.
Blaðamaður Timans, Sólveig
Jónsdóttir, fór austur fyrir fjall
um miðnætti og dvaldist þar í nótt
j og dag. Síðdegis sendi liún eftir-
; farandi frásögn:
— Þegar við komum að Kög-
ur.arhóli. sáuir. við skyndilega eld-
! ana, sem viríust eins og á þrem
I stöðum. Alla ieiðina austur sást
I betta vel, en þegar við komum að
| Haga um 3 leytið, virtust eldarnir
I minni, en sáust þó mjög vel þaðan.
i Við gd.stum að Haga í nótt 1 góðu
I yfiriæti og þegar við komum út í
; morgur., var faliin talsverð aska á
1 túnið, en meiri á Asólfsstaðatúnið,
■ sem er næst og þó mest á efsta-
: bænum, Skriðufelti, og þar féU
vikur líka. Það var nokkur rign-
ing í morgun og að heyra á fólki,
að það væri fegið því, vegna gróð-
ursins.
Fyrst fórum við upp að Búrfelli
og eflir því, sem ofar dró, þykkn-
a*ði öskulagið á jörðinni. Þegar við
komuni að Skriðufelli, var það
orðið þverhandarþykkt og þarna
Jágu hnefastórir hnullungar á víð
og dreif. Þegar komið er upp und-
ir Búrfell, eru tunin alveg þakin,
aðeias strá úg strá stenduir upp úr
öskunni. Við komumst í um 1000
metra fjarlægð frá efsta gígnum
vdð Rauðuskál. Það er áhrifamik-
ið að heyra dynkina, þegar hraun-
ið bræðir snjóinn undir sér. Brún-
in á hrauninu, sem þama rann
fram, var meira en mannhæðarhá.
Þótt ekki væri hægt að komast að
gígunum og sjá niður í þá, var
þetta ákaflega tilkomumikil sjón.
Allmikið þurfti að ganga af þessu
og við lögðum af stað aftur niður-
eftir um kl. hálf fjögur í dag.
í ferðinni höfum við heyrt margt
sagt frá viðbrögðum fólks, þegar
það gerði sér grein fyrir, að Hekla
gamla . .-.ú vöknuð.
Hér í Búrfelli var hópur fólks
samankominn og var að spila.
Þegar fór að byija á þakinu, hélt
fólkdð, að krakkar væru komnir
upp og einhver hugðist fara út og
reka þá niður, en sá þá hvers
kyns mundi vera. Einn maður hér
var að gera við bíl og lá undir
honum. Hann hélt í fyrstunni, að
bíllinn væri að hrynja sundur-
Annar var að grafa undan húsi,
sem hann hugðist flytja til og
var hann undir húsinu, þegar læt-
in byrjuðu og varð ekki rétt sama.
Framhald á bia 18
J
•4
/