Tíminn - 22.05.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.05.1970, Blaðsíða 2
14 WELGER heyhleðsluvagnamir hæfa bezt íslenzk- um aðstæðum og eru á ótrúlega hagstæðu verði. WELGER heyhleðsluvagnarnir eru til sýnis hjá oss, og hvetjum við bændur til að leita nánari upplýsinga. HEYHLEÐSLUVAGNAR WELGER háþrýstu heybindivélarnar eru fram- leiddar af stærstu framleiðendum heybindivéla í Evrópu og hafa reynzt mjög vel hérlendis. Hafið samband við oss og leitið upplýsinga. AÐVORUN Að gefnu tilefni eru eigendur og umráðamenn stóðhesta í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu alvarlega áminntir um að láta stóðhesta sína ekki ganga lausa. Brot á ákvæðum laga nr. 21/1965 og reglu- gerðar nr. 139/1967 um einangrun stóðhesta varða þungum viðurlögum og skaðabótaábyrgð. Sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. RAFLAGNIR Tilboð óskast í að leggja raflagnir í Straum- fræðistöð Orkustofnunar ríkisins að Keldnaholti. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Rvík, gegn 1.000,00 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 4. júní n.k. ijjií IKfll IPASTOFNUN Rl BORRARTÚNI 7 SÍMI 10140 ÍKISlNS TIMINN FÖSTUDAGUR 22. maí 1970. Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld: HVAD SEGIR REYNSUN UM GUINDRODAKENNINGUNA? Hér fer á eftir fyrri hluti ræðu þeirrar, er Kristján Bene diktsson borgarráðsmaður Fram sóknarflokksins, flutti í utvarps Umræðunum í fyrrakvöld: Góðir Reykvíkingar og aðrir landsmenn. Ennþá einu sinni er gengið til borgarstjórnarkosninga í Reykjavfk JEnnþá einu sinni halda talsmenn Sjálfstæðis- flokksins því fram. að þeir einir geti stjórnað borginni og eigi nánast heimtingu á að stjórna henni, þar sem þeir hafi ráðið málum hér svo lengi. Ennþá einu sinni reyna þeir að hræða kjósendur I Reykja- vík til fylgis við Sjálfstæðis- flokkinn með því að segja, að hér muni verða glundroði og upplausn, ef þeir missi meiri- hlutann. Með þesSum málflutn ingi fella Sjálfstæðismenn í Reykjavík þungan áfellisdóm yfir flokksbræðrum sínum í öðrum kaupstöðum landsins, þar sem þeir stjórna bæjarmál um í samvinnu við aðra flokka. Einn þáttur í þessum mál- flutningi er yfirlýsing núver- andi boigarstjóra um það að hann vilji einungis vera flokks- borgarstjóri. Þar sem ég þekki til erlend- is, er víðast um samstjórn tvéggjá eða fleíri flokka að ræða í borgarstjórnum. Hið sama er að segja um flesta ís- lenzku kaupstaðina. Þar bygg- ist meirihlutinn á samvinnu flokka. Hafið þið, Reykvíkingar góð- ir, heyrt talað um vandræði eða glundroða í sambandi við stjórn þessara kaupstaða. Hafið þið heyrt, að stórfelldur glundroði væri vandamál á Akureyri, Sauðárkróki, ísafirði eða í Vest mannaeyjum. í öllum þessum kaupstöðum er samstarf þriggja flokka um stjórn bæjar mála. Sannleikurinn er sá, að það er miklu heilbrigðara, að flokkar starfi saman að málefn um, sem um er samið fyrir- fram, en að einstakir hagsmuna hópar séu með sífelld hrossa- kaup og málamiðlanir innan sama flokksins eins og á sér stað hjá Sjálfstæðisflokknum. í síðustu borgarstjórnarkosn ingum missti Sjálfstæðisflokk- urinn hreinan meirihluta á Sauðárkróki og í Vestmanna- eyjum. Andstæðingar hans mynduðu þar nýjan meirihluta. Kristján Benediktsson Nú mætti ætla samkvæmt kenn ingu sjálfstæðismanna í Reykja vík, að ástæða vœri til að vor- kenna þeim á Sauðárfcróki og í Vestmannaeyjum, En reynslan er jafnan ólygn- ust Síðustu 4 ár eru eitt mesta blómaskeið í sögu Sauðárfcróks kaupstaðar. Hið sama má segja um Vestmannaeyjar. Vatns- veita þeirra, sem lögð var á þessu kjörtímabili, er ein mesta framkvæmd, sem sveitarfélag á fslandi hefur ráðizt í, og eru þó fbúar Vestmannaeyja að- eins rúmlega 5000. Að mínum dómi er rétt, sem sagt hefur verið, að nú sé lýðræðisleg nauðsyn, að Sjáif stæðisflokkurinn missi þau al- ræðisvöld í borgarmálum Reykjavíkur, sem hann hefur haft þar í hálfa öld. Flokkur inn hefur mótað stjórnkerfi borgarinnar og látið það falla sem bezt að eigin hagsmunum. Stjórnkerfið er miðað við meirihlutavald eins flokks. Þess vegna er staða borgar- stjórans í kerfinu þannig, að hann er í senn embættismaður borgarinnar og leiðtogi meiri hlutans. Hann er hvort tveggja undirmaður og yfirmaður sjálfs sín. Þegar deilt er á embættis verk Geirs Hallgrímssonar í borgarstjórninni, rís hinn póli tízki leiðtogi meirihlutans, Geir Hallgrímsson úr sæti sínu til að verja embættismanninn. Hér fyrr á árum hugðist Alþýðu- flokkurinn tengja Alþýðusam band íslands sem nánustum böndum við flokkinn, þannig að hann gæti haft gagn af. Verkafólk taldi hag sínum betur borgið með því að rjúfa þessi . tengsl og gera samtökin óháð valdi flokksins. Á sama hátt þarf að rjúfa hin óeðlilegu 1 tengsl Reykjavíkurborgar og Sjálfstæðisflokksins. Það er ; Reykvíkingum fyrir beztu og lýðræðinu nauðsyn. i Vegna hinna nánu tengsla ; milli borgarinnar og Sjálfstæð . isflokksins ruglast stundum hin 1 ir greindustu menn á því, hvað ; tilheyri flokknum og hvað borg : inni. Þannig virðast einhverjir forystumenn Sjálfstæðisflokks- ! ins í Vesturbænum hafa hald- ; ið, að flofckur þeirra ætti suud | laug Vesturbæjar. Auglýsing ; um sundkennslu á hans vegum . gefur það a.m.k. fyllilega í ! skyn. ; Þá auglýs'ti Heimdallur í vet ■ ur, að fulltrúar hans væru til viðtals fyrir þá borgarbúa, sem þyrftu að fá ieiðréttingu mála sinna hjá borginni. Þannig virðist forysta Heim- , dallar efcki gera sér grein fyrir ; neinum eðlismun á hlutverki hinna kjömu fulltrúa borgar- ! stjómar og pólitízku félagi , Sjálfstæðisflokksins. Fleira 1 mætti nefna af þessu tagi. Framsóknarflokfcurinn hefur I gert vandaða og ítarlega stefnu ! sfcrá, sem hann mun vinma eft J ir í borgarmálum Reykjavíknr ; næstu 4 árin. Þessi stefnuskrá ; verður send Reykvífcingum næstu daga. Við vonum, að það verði mat borgarbúa, að stefnu skrá okkar sé raunsæ og ábyrg. Að þar sé ekki reynt að skjóta sér undan vandamálun ; um með óraunhæfum fullyrð J ingum og yfirboðum. Við lofum engri Engeyjar- ; höfn eins og gert var af Sjálf i stæðisflokknum fyrir kosning ! arnar 1958 og var þá eitt ■ helzta málið, sem um var kos ; ið, enda átti hún að kosta 1500 milljónir króna. Við leggjum hins vegar áherzlu á, að hægt verði að skapa verkefni fyrir Sundahöfn, sem staðið hefur ónotuð að heita má frá því hún var byggð og verið stórfelldur baggi á Hafnarsjóði, enda kost- aði hún 150 milljónir króna. Við viljum koma upp á næstu árum fullfcominni skíða miðstöð í nágrenni borgarian- ar og höfum flutt um það til- l'ögu í borgarstjórn^ sem nú er til athugunar hjá íþróttaráði. Gísli Halldórsson sagði hins vegar í viðtali við Morgunblað ið fyrir skömmu, að hér þyrfti að byggja 15—20 skíðalyftur. Þannig er málflutningur íhalds ins, þegar kosningaskjálftinn er í algleymingi. í 50 ár hefur það ekki komið í framkvæmd að reisa eina einustu skíða- lyftu handa Reykvíkingum. Núna dugar ekkert minna en 15—20. Væri ekki réttara að koma upp þessari einu skíða- lyftu, sem búið er að lofa skíðamönnum nokkrum sinnum og svíkja jafnoft, áður en far ið er að tala um 15—20. Þessi tvö dæmi eru tekin af handahófi til að sýna hversu mikið er að byggja á kosninga loforðum og hversu vandaður málflutningur þeirra manna er, sem ganga jafnvel svo langt í óskammfeilni, að ætlast til þess, að andstæðingar þeirra í stjórnmólum láti þá hafa at- kvæði sín á kjördegi. FERMINGAÚR Veljið yður i hag • Úrsmíði er okkar fag OMEGA Nivada rOAMEr Jtlpina. PICRPOflT IVIagnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 — Sími 22804

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.