Tíminn - 22.05.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.05.1970, Blaðsíða 4
TÍMINN Maysie Greig ÁST Á VORI 44 fram réttina hvern af öðrum. í kvöld fengu þau sushi, sem meðal annars var búinn til úr hrís- grjónum og hráum fiski. Var það aðeins ímyndun Beth, eða voru stúdentarnir við mat- borðið ekki eins hressir í bragði og þeir höfðu verið kvöldið áður? Þeir sögðu fátt, á meðan þeir borðuðu, en annað slagið sá hún þó, að þeir hvísluðust smávegis á. Þeir reyndu greinilega að komast hjá því að tala við hana, og meira að segja að líta á hana. svo -hún sjálf sæi. Beth hafði ekki lyst á matnum, þrátt fyrir það, að hann væri mjög góður. Dr. Frank var heldur ekki við kvöldverðinn. Svolitla stund reyndi hún að telja sér trú um, að hann og Michiko væru ein- hvers staðar saman, en begar hún hafði að lokum safnað hugrekki til þess a-ð spyrja hr. Ito, hvar hann væri, sagði Japaninn henni, að þetta væri kvöldið, sem aðgerð- ir væru framkvæmdar á sjúkra- húsinu. Fjarvera Michiko olli nenni enn meiri áhyggjum, eftir að hafa heyrt þetta, og ekki batn aði ástandið, þegar frú Ito birtist án stúlkunnar. Hún var alvarleg á svip og óárennileg. Af einhverj um ástæðum þorði Beth ekki að spyrja hana, hvar Michiko væri. Ekki fyrir framan alla hina, en þegar máltíðinni var lokið, fylgd ist hún með frú Ito inn í stof- una. Stutta stund voru þær ein- ar í herberg.inu. — Hvar er Michiko-san í kvöld, spurði hún? wm er föstudagur 22. maí — Helena ungl í hásuðri kL 2,13 Árdegisháflæði í Rvfk kL 6,54 HEILSUGÆZIA Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði síma 51336. fyrir P ykjavík og Kópavog simi 11100. Slysavarðstofan í Borgarspítalanum er opin allan sólarhringinn. Að- eins móttaka slasaðra. Sími 81212. Kópavogs-Apótek og Keflavfkur- Apótek eru opin virka daga kl. 9—19 laugardaga kl. 9—14 helga daga kl. 13—15. Almenn.ar upplýsingar um lækn-a þjónustu í borginni eru gefiiar i símsvara Læknáfélágs fteykjavík- ur, símd 18888. Fp. .garhe' • Tð - i Kópavogi, Hlíðarvegi 40. sími 42644.. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka daga frá ’kl.; 9-f^7; á ’l-apgar- cíögum kl. 9—2' og á sunnudögum og öðrum helgidögum er opið irá kl. 2—4. Fullorðna konan leit fast á hana. — Skiptir það yður ein- hverju máli, ungfrú Rainer? Beth brá illilega. — Ég v-ar bara að furða mig á því, að hún skyldi ekki vera hérna. Michiko-san sagði mér ekki, að hún yrði að -heiman í kvöld. —Hvers vegna skyldi hún segja yður frá ferðum sínum? spurði frú Ito, næstum ruddalega. Beth neyddi sjálfa sig til þess að sýna kurteisi. — Það er eng- in ástæða til þess, frú Ito. Ég furðaði mig aðeins. . . Mig lang- aði ti-1 þess að sýna Michiko-san nýja komonoinn minn. — Mjög fallegur, sagði frú Ito, og greinilega mátti -heyra, að hún hugsaði sér ekki að halda samtal- inu áfram. Nú var Beth orðin verulega hrædd. — Kemur Michiko heim seinna í kvöld? — Dóttir mín er farin héðan, sagði frú Ito að lokum. — Ég hef ekki hugmynd um. hvenær hún ketmur aftur. — Er hún farin í burtu? stam- aði Beth. — En Michiko-san sagði mér ekkert um, að hún væri að fara í burtu. — Áttuð þér svo mjög trúnað hennar? Það getur verið, að ég hafi á röngu að standa, en ég hélt, að þið hefðuð fyrst hitzt hér í gærkvöldi. Það var hæðn- ishreimur í röddinni. — Ég veit, að við hittumst í fyrsta sinn í gær, sagði Beth. — En í gærkvöldi urðum við góðar vinkonur. Ég er viss um, að hefði hún ætlað í burtu, hefði hún sagt, mér það. Kópavogs-apótek og Keflavíkur- apótek eru opin virka daga kl. 9 —19 laugardaga kl. 9—14, helgi- daga kl. 13—15. Tannlæknavakt er i Heilsuvernd arstöðinni (þar sem slysavarð- stofan var) og er opin laugardaga og sunnudaga fcl. 5—6 e. h. Simi 22411. Kvöld og helgidagavörzlu apó- teka í Reykjavík vikuna 16. maí til 22. maí annast Laugavegs apó- tek og Holts Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 22. maí, annast Arnbjörn Ólafsson. FLUGÁÆTLANIR Loftleiðir h.f.: Snorri þorfinnsson er væntan-legur frá NY kl. 0730. Fer til Brussel kl. 0815. Er væntanlegur til baka frá Brussél kl. 1630. Fer til NY kl. 1715. Leifur Eiríksson er vænt- an-legur frá NY kl. 1030. Fer til Brussel kl. 1130. Er væntanlegur til baba frá Brussel kl. 0215. Fer til NY kl. 0310. SIGLINGAR Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Akureyri. Herjólfur fór frá Vestmannaeyjum kl. 13,00 í dag til Þorlákshafnar, þaðan aftur kl. 17,00 til Vestmann-aeyja. A morgun fer skipið kl. 12.00 á há- degi til Þorlákshafnar, þaðan aft- ur kl. 16.00 til Vestmannaeyja. H-erðubreið fór frá Rvík kl. 21,00 í gærkvöld til Vestfjarða. Skipadeild S.f-S.: Arnarfel! fer á morgun frá Svend- borg til Rotterdam og Hull. Jökul- fell væntanlegt til Rvíkur 23. þ.m. Dísarfell fór í gær frá Rvík til Norðurlandshafna. Litlafell er í Vestmannaeyjum, fer þaðan til - Ég er að segja yður það núna, að hún er farin í burtu, sagði frú Ito, og röddin var aft- ur orðin ruddaleg. — Þér gerð- uð mér mikinn greiða, ef þér hættuð að spyrja um þetta. Óskið þér eftir að sitj-a hér inni, eða viljið þér fara til herbergis yð- ar? Þér eigið ef til vill von á einhverjum hinna bandarísku vina yðar? — Bandarísku vinum mínum? Beth stamaði. — Þér lékuð ekki á mig, ung- frú Rainer — að minnsta kosti gerðuð þér það ekki len-gi, sagði frú Ito reiðilega. — Það sást til yðar, þar sem þér voruð að borða hádegisverð með Bandaríkja- mönnum á Imperialhótelinu í dag og síðar sátuð þér í dagstofunni og drukkuð með þeim kaffi. Ég trúði því aldrei, að þér væruð raunverulegur stúdent, sem æjl- aði sér að læra hér japönsku. Ég hélt, — við héldum eiginlega öll, að þér hefðuð verið sendar hing- að í öðrum tilgangi. Yður var fylgt eftir í dag, frá þeirri stundu. sem þér yfirgáfuð húsið. Gerðir yðar staðfestu það, sem okkur hafði grunað. Hvers vegna hefð- uð þér átt að greiða mér fyrir dvöl ýðar hér, þegar þér höfðuð herbergi á Imperial hótelinu á yðar eigin nafni? Ég veit, að þér fóruð í dag í tungumálaskólann, en ég er viss um, að það er að- eins gert til þes's að sýnast. Við erum þess fullviss hér, að þér er- uð hingað komin til -þess að njósn-a -um okk-ur. Okkur líkar ekki við njósnara. Þar að auki vitum við, hvernig við eigum að fara með þá. Nú held ég, að bezt sé fyrir yður að fara til herberg- Hornafj-arðar. H-elgafell er í Gdansk, fer þaðan á morgun ti-1 VentspLls. Stapafell er í Rv-ík. Mæli fell er á Akureyri, fer þaðan til Húnaflóahafna og Rvíkur. F-alcon Reefer er á Patreks-firði, fer það- an til Breiðafjarðarhafn-a. Sören Frddolf er í Þorlákshöfn. Fálkur fór 20. þ.m. frá Svendborg til ís- lands. Henrik fór 20. þ.m. frá Heröya til Islands. Nordic Proctor fór frá Lesquineau 16. þ.m. til ís- lands. Snowman væntanlegt til Kópaskers í dag. SÖFN OG SÝNINGAR fslenzka Dýrasafnið. Isl. Dýrasafnið verður opdð dag- le-ga í Breiðfirðingabúlð Skólavörðu stíg 6.B kl. 10 — 22. Isl. Dýrasafnið Dýrasýning. Dýrasýning Andresar Valberg er opin öll kvöld kl. 8—11, og laug- ardaga og sunnudaga kl. 2—10. Að- göngumiðar eru happdrætti, dregið er váfculega 1. vinningur er 2V6 milljón ár-a gamall stein-gerður kuðungur. FÉLAGSLIF Ferðafélagsferðir um næstu helgi. Á laugardag 23. maí kl. 14. 1. Öskuhreins-unarferð í Þjórsárdal 2. Ferð til Heklu-elda. Á sunnudag kl. 9.30 frá Arnar- hóli. Gönguferð á Keili og um Sogin til Krísuvíkur. Ferðafél-ag Islands. Náttúrulækningafélag Reykjavíkur Gróðursetningarferð og kynnis- ferð -að heilsuhæli N.L.F.I. í Hver-a gerði, laugardaginn 23. mai kl. 14 frá matstofu félagsins, Kirkj-u stræti 8. Fríar ferðir og máltíffl í hælinu. Þátttaka tilk. fyrir kl. 17 FÖSTUDAGUR 22. maí 1970. is yðar. Þar getið þér beðið þar til ég sendi eftir yður. Beth var orðin náföl. — Þér getið ekki meinað mér að fara héðan, ef ég óska eftir að gera það. frú Ito. — Jú víst get ég það — og það mj-ög auðveldlega, sagði jap- anska konan. — Við höfum ekki hugsað okkur, að þér hlaupið með allt, sem þér -h-eyrið beint til bandarísku vina yðar, þar á með- a-1 um hvarf Michiko. Konan sagði þetta lágum rómi, einhvern veg- inn virtist ógnunin í orðum henn ar enn meiri, einmitt þess vegna. Beth efaðist ekki um, að frú Ito gæti átt eftir að gera það, sem hún hótaði að gera. Ef hún gæti ekki sjálf meinað stúlkunni að ko-mast í burtu mundi hún að eins kalla í mann sinn eð frænda, eða einhvern annan stúdentinn. Beth efaðist ekki lengur um það, áð þau væru öll félagar í ein- hverjum leynisamtökum, og að þau tryðu -því, eins og JcJin C-hao hafði gefið í skyn, að hún hefði verið send inn á heimilið í þeim tilgangi að njósna um þau. Mic- hiko hefði ef til vill getað hjálp- að henni, en nú -hafði hún skyndi 1-ega, og á einhvern dularfullan hátt, horfið í burtu. Væri nokkur leið að komast að því, hvað orð- ið hafði um stúlkuna, hvert f-ar- ið hafði verið með hana, eða jafnvel — það fór hrollur um Beth, hvort hún væri enn á lífi. Þáð hafði verið ráðizt á Michiko daginn áður, og það hafði átt að vera aðvörun. Hún hafði þrátt fyr- ir það sagt Beth ýmislegt í gær- kvöldi. Án efa hafði hún sagt meira, en hún hafði átt að gera, en hún hafði líka verið hálfutan an við si-g af áhyggjum. En vissi einhver annar, að hún hafði sagt frá? Höfðu þær raunverulega heyrt fótatak, eins og þær héldu, þegar einhver læddist eftir gang- in-u-m fyrir fram-an herbergisdyr þeirra. Beth hafði verið viss um, að dyrnar voru lokaðar, en japansk- ar hurðir eru pappírsþunnar. Vel hefði verið hægt að heyra samtal á föstudag. Sími 16371 eða 10262. Stjórn N.L.F.R. Kvenfélag Hallgrímskirkju. Hefur baffisölu í félagsheimilinu 24. m-aí. Er til þess mælzt að fé- lagskonur og -aðrir velunnarar gefi köbur og hjálpi til. Stjórnin. Vcstfirðingamót verður haldið að Þingvöllum, laug a.dagi-nn 23. maí. Askriftarlistar liggja frammi í bókabúð Eymunds son, Austurstræti, Söebeck-verzl- un, Háaleitisbraut 58—60. Nauðsynlegt að þátttakendur á- kveði sig sem fyrst. Uppl. í síma 15413 og 37731. Konur í Gullbringu-Kjósarsýslu og Keflavík. Munið bazarinn til ágóða fyrir or- lofsheimilið í Gufudal, sem hald- inn verður 30. maí að Hallveigar- stöðum. Bazarnefndin. þeirra, í dauðakyrrðinni, sem ríkti í húsinu þá um kvöldið. John C-hao hafði sagt ýmislegt, sem benti til þess, og frú Ito hafði sagt hreint út, að hún hefði verið send til hússins sem njósn- ari. Gæti hún hlaupið í símann og hringt í Tom eða Chris? En þetta hús stóð mjög langt frá öðrum húsum. Það var held- ur ótrúlegt, að hún kæmist í sím- ann^ áður en þau næðu til henn- ar. Ef henni tækist sjálfri að koæ ast undan væri hún engu nær um það, hvað orðið hefði u-m Mich- iko. Hún var vi-ss um, að brygð- ist hún nú, án þess að -hafa kom- izt að hinu sanna um Michiko, myndi Tom aldrei fyrirgefa henni. Og Chris? En hvaða -máli skipti hvað Chris hélt um hana. Hann hvíldi nú ef til vill í ör-mum Sallyar eftir að hafa beðið henn- ar í hinu rómantízka umhverfi, sem Uneo -garðurinn veitti þeim. Hvers vegna var henni svona illa við að hugsa um það? Chris var vinur, máski eldheitur vinur, en ekkert meira. — Allt í lagi. frú Ito, ég skal fara til herbergis míns, úr því að þér óskið þess, sagði Beth. Svo sagði hún án þess að hugs sig um, — en ég vildi óska, að þér segðuð -m-ér, hvort Michiko-san er á lífi eða ekki, og hvort henni líður vel? — Hún er þar, sem efc-kert get- ur gert henni mein. Það er allt og sumt, sem ég get sagt yður, sagði frú Ito þurrlega. — Hún er þar sem hvorki þér nú hinir bandarísku vinir yð-ar geta náð til hennar, né heldur þessi einskis- verði læknir. sem vinnur nær ein ungis góðgerðarstörf. Uss. Ég fyr- irlít hann. K-arlmaðurinn fæðist í þennan heim til þess að afla pen- inga fyrir 'kvenf-ólkið. Nafcado okkar eða hjúskparmiðlarinn hefur fundið fyrirmyndar eigin- mann handa Michiko, en þessi heimska stúlka vill ekki heyra á hjónaband minnzt, se-m gæti fært henni auð og velmegun. — Þér getið efcfci veriffl á móti ORÐSENDING Frá Mæðrastyrksnefnd. Hvíl-darvikur mæðrastyrfcsnefnd- ar að Hlaðgerðarkoti byrja 19. júní og verða tveir hópar fyrir eldri konur. Þá mæður með börn sín eins og undanfarin sumur og þeim skipt í hópa. Konur sem ætla að fá sum-ardvöl hjá nefndinni, hafi samband viðskrifstofuna Njáls- götu 3. Opið daglega frá fcl. 2—4 nema laugardaga. Sími 14349. Minningarspjöld Menningar- og minningarsjóðs kvenna fást á eftirtöld-um stöðum: A sfcrif- stofu sjóðsins HaUveigarstöðum við Túngötu, í Bókab. Braga Bryn jólfssonar Hafnarstræti 22, hjá Valgerði Gísladóttur, Rauðalæk 24, Önnu Þorstdnsdóttur, Safamýri 26 og Guðnýju Helgadóttur. Sand túni 16. Lárétt: 1 Trant 6 Svif 8 Hrein 9 Ætijurt 10 Veiðarfæri 11 Lærdóm ur 12 Ennfremur 13 Málmur 15 Vondir. Krossgáta Nr. 540 Lóðrétt: 2 Bitu-11 3 Hasar 4 Þéttari 5 Tími 7 Umrenning ur 14 Þófi. Ráfflning á gátu nr. 539. Lárétt: 1 Dömur 6 Fip 8 Lag 9 Puð 10 Arg 11 Gin 12 Ról 13 Nói 15 Happi. Lóðrétt: 2 Öfganna 3 MI 4 Uppgrip 5 Flag-g 7 Aðild 14 Óp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.