Tíminn - 23.05.1970, Síða 6

Tíminn - 23.05.1970, Síða 6
6 TÍMINN LAUGARDAGUR 23. maí 1970 Kristján Friðriksson: Skipuleg leit að nýjum verkefnum Forseti. Virðulegu borgarfulltrúar. Ég mun gera grein fyrir tillögu þeirri, sem ég hef lagt hér fram. TiUagan er svohljóðandi: Borgarstjórn ákveður að beita sér fyrir að hafin verði skipuleg leit að nýjum verkefnum á sviði iðnaðar. Verði leit þessi fram- : kvæmd í samvinnu vi® samtök iðnaðarins í borginni og aðra þá aðila, sem ástæða þykir til ~að hafa samvinnu við um þetta verk- efni. Er þörf á nýjum verkefnum? Fyrst er þá að gera grein fyrir þeirri skoðun, að þörf sé á þvf, og það tímábært að borgarstjórn láti þetta mál til sín taka. Þá er fyrsta spurningin: Er þörf á nýj- um atvinnugreinum hér í borg- inni og í öðrum landshlutum — sem samkvæmt tillögunni ætti að . ieita samstarfs við um fram- kvæandir? Þessu syara ég hiklaust játandi og skal nú leitazt við að færa rök fyrir því að svo sé. Einföldustu rökin eru auðvitað þau, að hér hefur hvað eftir ann- að gert vart við sig verulegt dt- vinnuieysi, bæði hér í borginni og öðrum bæjum og þorpum landsins. Þetta atvinnuleysi hefur .iafnan . magnazt hvað lítið sem ut áf hef- ur bórið með sjávarútveginn. Ef til vill er'þá einfaldást áð gera sér strax grein fyrir þ'ví hversu traustur sjávarútvegurinn er sem atvinnugjafi og gjaldeyris- aflandi atvinnugrein. í því sambandi er þá fyrst að, minnast þess, að fiskifræðingar telja að nú þegar sé ýmsuiþ helztu fiskistofnum stefnt í voða imeð ofveiði. Veiðitækni fleygir fram — svo hættan fer vaxandi. Svo vill þó til, að þessa stundina eru horfur betri en oft áður — og betri en hægt er að búast við á næsta áratug yfirléitt —. Því nú mun- vera að koma í gagnið ein hver sterkasti árgangur af þorski, sem um getur á þessari öld, e. t. v. að aðeins einum árgangi und- anskildum, en það var árgangur- inn frá 1927, ef ég man rétt. En því er skylt að bæta við og hafa sterklega í huga, að með nútíma sókn í þorskfiskstofninn má hik- laust gera ráð fyrir að þessi ár- gangur verði uppufúnn, á tveim til þrem árum, en miðað við veiði- tækni fyrri ára mundi hann hafa enzt til að halda uppi mikilli veiði í ein sex ár. Mörg undanfarin ár hef ég leit azt við að gera ýmiskonar athug- anir á því hversu traustur atvinnu- vegur sjávarútvegur væri. Löngu er kunnugt að veiðarnar byggjast mjög á missterkum árgöngum. Telja má að reynslan síðan um ajldiamót sýoi, að um það bil þriðji hver árgangur af þorski og ýsu kemst sæmilega upp, en aft- ur á móti líklega ekki nema eem svarar áttundi hver árgangur af síld. Við hina gífurlega auknu veiðjtækni vex því hættan á fiski leysistímalbilum, þegar það tekur styttri og styttri tíma að veiða hvern árgang sem í gagnið kemur. Veiði fleiri fisktegunda — og stækkun veiðisvæðisins — með betri skipum — kemur hér að nokkru upp á móti til jöfnunar — en naumast svo að dugi til þess að líkur haldist eða batni fyrir því að fiskiveiðar geti orðið nægilega traustur atvinnuvegur til. þess -að á iþær megi; treysta sem einan úrslita atyinnúgjafa og gjaldeyrisgjafa. Öryggisleysi veiðanna leiðir aft- ur af sér, að óhyggilegt er að byggja upp mjög mikinn iðnað, sem hefði fiskafla sem hráefni — því hætta er á að sá iðnaður brygðist þá jafnframt sjávaraflan- um, þegar fiskileysistímabil kæmu. Þetta leiðir af sér að nauðsyn ber til áð finna nýjar atvinnu- greinar, sem séu óháðar okkar ágæta sjávarútvegi, sem þó fram til þessa hefur reynzt okkur gjöf ulasta atvinriugreinin. Og er þetta alls ekki sagt til að varpa rýrð FERMINGAÚR OMEGA Veljið yður í hag Úrsmíði er okkar fag Mvada ' ©I— JUpinaL PIERPOflT Magnús E. Baldvlnsson Liugaveg! 12 - Sím! 22804 ó sjávarútveginn. En við hlið hans verða að rísa aðrir atvinnu- vegir — til öryggis í efnahagsbú- skapnum. Stærð og eðli viðfangs- efnisins En til þess að glöggva sig á stærð og eðli þess máls, sem hér um ræðir er þörf á að gera sér BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 HJÓLASTILLINGAR MOTORSTILLINGAfl L JÚSASTILLÍNGAR LátiS stilla i tima. Fljót og örugg þjónusta. 13-100 Kristján Friðriksson nokkra grein fyrir núverandi at- vinnuskiptingu í þjóðfélagi okkar. Gera má ráð fyrir að nú séu í landinu um 80 þúsund vinnandi menn. Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu, að ef þessum 80 þús. séu aðeins um 16 þúsund manns starfandi í því sem ég nefni undir- stöðustarfsemi — eða aðeins um íimmti hver maður. Til að gera grein fyrir hvað ég á hér við og tjl að gleggra verði, það sem hér fer á eftir, skal ég telja upp helztu hópana í því sem ég hér nefni undirstöðu starfsemi. Fjölmennasti hópurinn er í landbúnaði eða um 7 þús. Þá stunda fiskveiðar um 4 þús. Vi® þungavinnslu, ál, sement, áburð og kísilgúr um 1 þús. Við skipa- byggingar, sem gæti orðið fyrir er lendan markað að hluta til um 1 þús. Við iðnvöruframleiðslu til út- flutnings aðeins um 1 þús. Við samgöngur í þágu útlendinga mætti áætla um 1 þús. og við gestamóttöku í þágu útlendinga um 1 þús. Þetta samtals um það bil 16 þúsund. Ég tek fram, að þessi skipting er ekki að öllu leyti venjuleg, ef miðað er við hagfræðilegar venj- ur, en hér á ég við þá starfsemi, sem verkar í þjóðarbúskap okkar íslendinga, sem undirstöðustarf- semi, þó nokkrun hluta hennar sé venjulegt að flokka undir þjón- ustustarfsemi. Ég býst við að ýmsir veiti því eftirtekt, að hér er gert ráð fyrir að aðeúns fimmti hver maðuir þurfi að vera í sl'íkri undirstöðu starfsemi, en hin hagfræðilega venja mun að gera ráð fyrir aið fleiri, eða um fjórði hver maður þurfi að vera í undirstöðunni — eða um 20 þús. af þeim 80 þúsund- um vinnandi manna, sem nú eru í landinu. En ef gengið er út frá þeirri nið- urstöðu, sem ég hef hér sett fram, þá mun þurfa að skapast undirstöðu atvinna fyrir um 4 þús- und manns af þeim 20 þúsundum, sem bætast á vinnumarkaðinn á íslandi næsta áratug, og þar af um helmingur hér í borginni. Hversvegna nú sérstök leit? Nú mætti spyrja, hversvegna þarf nú allt í einu að fara að við- hafa sérstaka leit að undirstöðu atvinnuvegum fremur en fyrr á támum? Þessu svara ég þannig: I fyrsta lagi hefði sennilega verið farsælla að fyrir löngu væri búið að viðhafa þá leit, sem hér er stungið uppá — og hefðum við þá getað fagnað traustara efnahag og meira atvinnuöryggi en við búum vi® nú — en auk þess er einmitt nú sérstök ástæða fyrir slíkri leit, vegna þess að okkar aðalatvinnuvegur, sjávarútvegur inn er nú runninn á enda ákveðins þróunarskeiðs — með þvi að ekki er hægt að búast við auknu veiði- magni, af þeim sökum sem áSur er getið. Er þetta verksvið borgarstjórnar? Nú mætti ennfremur spyrja: Hversvegna á borgarstjórn Reykja- víkur að fara að ganga hér fram fyrir skjöldu og leggja fram fé til leitar að nýjum atvinnugreinum. Hví ekki fremur ríki® sjálft? Þessu svara ég þannig: I fyrsta lagi virðist það liggja fyrir, að Alþingi hafi ékki skiln- ing eða áhuga á málinu, því í rauninni hefur ekkert heyrzt frá þeirri stofnun í þessa átt. Menn mega ekki rugla saman við það sem hér er gerð tillaga um, þótt komið hafi fram tillögur um, markaðsleit eða markaðskönnun. Þá er yfirleitt átt við markasleit fyrir þær vörur, sem þegar eru framleiddar í landinu. Hér er aftur á móti átt við skipulega frumleit að nýjum verk efnum, sem hentuðu okkar aðstæ®- um, þörfum okkar, hæfileikum og getu. Samvinna við aðra bæi um verkefnið í öðru lagi viil ég telja fram í þessu sambandi, að það er eðlileg ast að þeir staðir, þau landsvæði, og þau heildarsamtök iðnaðarins sem brýnasta þörf hafa fyrir nýja uppbyggingu leggi sjálf fram fé og frumkvæði til slíkrar leitar — fremur en landsmenn allir — en landsmenn allir mundu leggja fram féð, ef rikið stæði eitt a® leitinni. Einnig vil ég benda á, að slik leit mundi hafa skilyrði til að verða óháðari og markvissari — ef hún er framkvæmd af þeim að- iilum, sem beinastra hagsmuna hafa að gæta, og á ég þar við Reykj.avíkurborg, ásamt nokkrum öðrum bæjum, sem ég tel að ætti að leita samvinnu við um verk- efni® — og hef ég þá alveg sér- staklega í huga ýmsa bæi á Norð ur- og Austurlandi — af því hvað mér virðist þörfin brýn þar fyrir nýjar greinar atvinnu. Enn eitt af rökum mínum fyrir því, að rétt sé að leita samvinnu um verkefnið, einkum við þorp og bæi, sem kynnu að sýna áhuga og skilning á verkefninu — er það, að ég tel að heppilegra væri að skipuleggja málið í heild með hagsmuni margra bæja í einu fyr- ir augum — m. a. til þess að samvinna og heildar skipulagning gæti orðið til samhjálpar milli hinna ýmsu bæja — í sta® þess að annars gæti orðið um að ræða niðurbrjótandi samkeppni í verk- efna-vali. Breytt viðhorf Nú mætti ennfremur spyrja: Hví ekki að láta einstaklinga og félög þeirra annast um að finna sér verkefnj eins og verið hefur? Þessu er til að svara, að mjög hraðar breytingar eiga sér nú stað í heiminum — og m.a. þess vegna er það naumast á færi einstakl- inga að leggja fram fé til slíkra leitar — og aðstaða slikra einstakl inga gæti líka orðið hæpnarj en vera þyrfti, ef ekki nýtur skiln- ings og samræmingar umhverfis- ins. Ef hið opinbera sinnir þessu málj ekkert, þá væri það líkast því að eiga sér garð eða lands- spiidu og láta hana gróa upp af sjálfu sér, í stað þess að planta í, hana trjám, eða sá í hana til þeirra jurta, sem að athuguðu máli teld- ust líklegar til að gefa þann ávöxt,1 sem æskilegur þætti. ! Dæmi Svisslendinga i Við íslendingar stöndum nú í ' svipuðum sporum og Svisslend ■ ingar, þegar þeir uppgötvuðu að ; land þeirra var of fátækt að gróð- urlendi til þess að geta brauðfætt: fjölgandi þjóð, með þáverandi starfsháttum. Fólksflótti var byrj-1 aður. Þeir settust þá að athugun, og rannsóknum. Þeir komust að | þeirri niðurstöðu, að reynandi, væri að fara. að smíða úr. Þetta , var ákvörðun, tekin af forystu- ■ mönnum þjó®arinnar. Einskonar ’ pólitísk ákvörðun. Hún varð mik-' ilvægur þáttur í því að skapa auð-' legð og verkmenningu áður mjög , svo fátækrar þjóðar. Enn ein röksemd fyrir því, að' Reykjavíkurborg og aðrir bæir' eigi að standa að slíkri leit — frem ur en ednstaklingar — er sú, að leitin þarf umfram allt að vera hlutlaus og hlutlæg. Það má ekki láta þær greinar, sem fyrir eru hafa nein áhrif á verkefnaval í leit, inni — né á niðurstöðumar — en sú hætta gæti veri® fyrir hendd, ef deitin væri kostuð og fram- kvæmd af þeim aðilum, sem nú reka atvinnustarfsemi í landinu. Afmörkun og marksetning Hvemig ætti svo að standa að framkvæmd málsins? Ég býst við því að ekki væri annað ráð tiltækara en að skipa nefnd í málið. Sú nefnd gæti verið ólaunuð — eða því sem næst — enda skiptir það ekki höfuðmáli. Fyrsta athugun gæti farið fram á vegum slikrar nefndar. Au®vitað þyrfti svo að gera sér grein fyrir í grófum dráttum hvers eðlis hin æskilega atvinnu-upp- bygging ætti að vera. Hvaða þörf- um hún ætti að fullnægja — og hvaða kröfur uppbyggingin mætti gera til fjárhagsgetu borgarbúa. Þorfirnar, sem uppbyggingin ætti að fullnægja, er aukin atvinna og gjaldeyrisöflun. Hún þyrfti að vera óháð fiskveiSum því okkur er brýnust þörf á auknu öryggi í þjóðarbúskapnum. Stærð verkefnisins er eins og áður er að vikið. að skapa atvinnu- skilyrði fyrir um 4 þúsund manns í grundvallandi atvinnustarfsemi — því þa® leiddi þá af sjálfu sér til atvinnuöryggis fyrir fjórum til

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.