Tíminn - 23.05.1970, Page 10

Tíminn - 23.05.1970, Page 10
10 T1M1NN LAUGARDAGUR 23. maí 1970 Maysie Greig ÁST Á VORI 45 hjónabandinu, ef Michiko-san elskar dr. Frank í raun og veru, eða hvað? — Þegar ég var ung, og meira að segja enn í dag, sjá foreldr- arnir um þessi mál með aðstoð Nakado, þegar um er að ræða góðar fjölskyldur. En ég get ekki séð, að yður komi við, hverjum Michiko gifiist, ungfrú Rainer, nema, dökk auku hennar urðu að örmjórri rifu í andlitinu, — þér séuð hér fyrir hönd föður henn- ar — þessa fyrirlitlega banda- ríska hermanns, sem yfirgaf móð- ur hennar og síðan barnið. Beth æpti upp yfir sig, og hafði misst stjórn á sjálfri sér, — það er ekki satt, frú Ito. Þér hljótið að vita, að það er etoki satt. Það er sagan, sem þér hafið sagt Michiko-san í fjöldamörg ár. Ó- heiðarlegar lygar, sem þér hafið fengið hana til þess að trúa. Hr. Dillan vildi kvænast Eiko, móður Michiko-san, en hann var ekki orðinn nægilega gamall, og her- inn og foreldrar hans neituðu honum um leyfi til þess. Hann var sendur aftur til Bandaríkj- anna og áður en hann komst hingað á ný hafði hvirfilvindurinn lagt borgina í rúst, þar sem hún bjó. — Þér ljúgið, æpti frú Ito ösku vond. — Frænka Eiko-san sagði mér, hvernið þetta gekk til, kon- an, sem fól mér að sjá um Míc- hiko, þegar hún var enn aðeins barn að aldri. Ég hef hugsað um hana, eins og hún væri mitt eig- ið barn. Hún er mitt barn, mitt barn. Haldið þér. að ég myndi láta hana í hendurnar á einhverj- um lítilmótlegum Bandaríkja- manni, sem sá ekki sóma sinn í því að kvænast móður hennar og gera úr henni heiðvirða konu? —Ef þér trúið þessu, þá hef- ur frænka Miohiko logið að yður, sagði Beth í örvæntingu sinni. En frú Ito bar hendurnar upp að eyrunum. Ég vil ekki hlusta á yður. Farið strax til herberg- is yðar, og dirfist ekki að koma þaðan aftur. Beth fór til herbergisins, en hún fór ekki að hátta. Það var ekki orðið nægilega áliðið. Þar að aúki hafði hún of miklar áhyggj- ur af Michiko og hvarfi hennar, til þess að geta farið að sofa. Hanako var ekki kominn enn til þess að búa um. Hún gekk fram og aftur um herbergið. og velti fyrir sér, hvað hún ættl að gera, og hvort hún gæti yfir^itt gert nokkuð, og síð- an en ekki sízt, hvað hún ætti að segja Tom daginn eftir. Myndi hann ásaka hana fyrir, að dóttir hans var horfin? Hafði stúlkunni fundizt á- stæðurnar vera orðnar of erfiðar og því farið í burtu? Hún hafði þegar komizt að því, að þrátt fyr- ir það, að Miehiko var cnn ung að árum, var hún mjög ákveðin. Það væri ekki auðvelt að fá hana til þess að hverfa frá Tokyo, þótt hún væri hrædd. Það gat ekki verið auðvelt að fá hana til þess að yfirgefa dr. Frank. Eða hafði hún ef til viíl farið í burtu með samþykki hans? Hún óskaði þess, að hún vissi, hvar hægt var að finna hann. Hún vissi, að hann bjó yfir sjúkra stofunum, en frú Ito hafði bann- að henni að fara út úr húsinu. Þar við bættist, að henni hafði verið sagt, að ungi læknirinn væri við uppskurð á sjkrahús- inu í kvöld og langt fram á nóttu. Henni datt allt í einu í hug John Chao. Hann hafði varað hana við í skólanum, að fara ekki aftur til Ito-heimilsins. Hann virt ist vera henni vinsamlegur, vegna þess að hún var brezkur þegn, eins og hann. Hann var einnig vinsamlegur í garð hinna stúdent anna. En kannski var hann ekki hlynntur fjöldamorðunum, frem ur en Michiko, sem samtökin und irbjuggu. Hann kynni að segja henni, hvar Michiko væri, ef til greina kæmi, að hún, Beth, gæti náð sambandi við hana. En hún vissi ekki í hvaða herbergi hann bjó. Þegar hér var komið. kom Hanaka til þess að búa um. Beth tók eftir því, að hún bjó aðeins um hana eina. Greinilegt var, að ekki var búizt við Michiko aftur um kvöldið. Hún hafði komizt að raun um, að þótt Hanako taláði mjög Iitla ensku, skyldi hún miklu meira. Beth rétti fram bók, sem hún hafði komið með úr skólanum. — Hr. John Chao á bókina, sagði hún, og talaði bæði hægt og greini lega. — Mig langar til þess að láta hann fá hana. Hvar er her- bergi hr. Chao? — Chao-san? Hann sofa. Litla herbergi enda ganginn. — Þakka yður fyrir, muldraði Beth. — Doozo, sagði Hanako, og laut henni. Hún ákvað að bíða svolítið leng ur, þar til allt væri orðið rólegt í húsinu. Ef hún færi núna til John Chao gæti einhver séð hana. Tíminn virtist aldrei ætla að líða. Mínúturnar og klúkkustund- irnar snigluðust hægt áfram. Að lokum var komin alger kyrrð á í húsinu, og hún taldi óhætt að læðast eftir ganginum til herberg is Johns. Ekki reyndist erfitt að finna herbergið, því hún sá, að allir stúdentarnir höfðu nafnspjöld sín á dyrunum. Herbergi Johns var svolítið afsíðis, beint fyrir enda gangsins við svalirnar á bak hlið hússins. Hún bankaði hljóðlega á hurð- ina til þess að vekja ekki hitt fólkið, en hún fékk ekkert svar. Hún barði aftur, en án árangurs. Hann hlaut að sofa fast eða þá hann var ekki í herberginu. Hún hélt helzt, að hún yrði að fara aftur til herbergis síns. Þá heyrði hún allt í einu eitthvert hljóð sem lí'ktist stunu, innan úr her- bergimu. Hún tók i .hurðarhúninn, opn- aði dyrnar og fór inn. John Chao lá á gólfinu og stundi lágt. Hún starði niður á hann í skelfingu. Augun voru lokuð, þykkt svart hárið var atað, blóði Það streymdi blóð úr sári á höfðinu og niður á gólfið. Hún 'fcraup á kné við hlið hans. Hún tók um axlir hans, og hristi hann mjúklega. — John. John. Þetta er ég, Beth Rainer. Heyrir þú til mín? Hvað hefur komið fyrir þig. Hann stundi aftur og hún sá, að hann opnaði augun með erfið- ismunum. Hann starði á hana, en augnaráðið var fjarrænt, þó sá hún, að hann þekkti hana. — Farið, farið í burtu, ungfrú Rain- er, hvíslaði hann, en átti auðsýni- lega mjög erfitt með að tala. — Ef þeir finna yður hér munu þeir einnig reyna að drepa yður. Ég dey. Látið mig. í friði. Þér getið ekkert gert. — Auðvitað skil ég yður ekki eftir einan, sagði Beth hneyksluð. — Ég er viss um, að þér eigið ekki eftir að deyja. Hver réðist á yður? — Wang Lee og Yaizu Seki, tveir af foringjum stúdentasam- takanna. Þeir sáu mig í,ala við yður í skólanum í dag. Þtxr halda, að ég hafi komið upp utn þá. Ég sagði yður, að þcir héldu að þér væruð njósnari. Þér verðið að fara þegar í stað. — Ég get ekki farið héðan, sagði Beth. — Og hvað sem öðru líður, þá verður einhver að ná í hjálp handa yður samstundis. Ég kalla á frú Ito. — Nei, nei, sagði hann og greip í handlegg hennar með þeim litlu kröftum, sem hann átti eftir. — Hún er vond kona. Hún gerir hvað, sem Yaizu segir henni að gera. Þau hugsa ekki um ann- að en áætlanir sínar um blóðsút- hellingar og f jöldamorð. Beth gat ekki annað en spurt um það, sem henni var efst í huga. — Miehiko. hvað hefur orð ið um hana, John Chao? — Ég veit það ekki ,en ég held að farið hafi verið með hana eitthvað í burtu, eða þá að frú Ito hefur sent hana í burtu. Eins og ég sagði yður, þá reyndu þeir að hræða hana með því að ráð- ast á hana á barnaheimilinu. Nú hafa þeir annað hvort drepið hana eða flutt hana í burtu með valdi. Eii ég er svo þreyttur. Ég get ekki sagt yður meira. Mig langar til þess að deyja. — Þér megið ekki deyja, hróp- aði Beth hásri röddu. — Eg næ einhvers staðar í hjálpj — Nei, nei. Þeir drepa yður bara, ungfrú Rainer . — Þér hafið á réttu að standa, John Chao, sagði rödd fyrir aft- an Beth. Hún sneri sér snöggt við og æpti upp yfir sig, en ópið kafn- aði jafnhraðan. því Wang Lee hafði gripið fyrir munn hennar. Með hinni hendinni tók hann um háls hennar. — Þér munið ekki segja neinum neitt, enski njósn- ari, hvæsti hann. — Ég veit, að stjóm yðar eða þá einhverjir áhrifamiklir auðvaldssinnar bafa er laugardagur 23. maí — Desideríus Tungl í hásuðri kl. 3,16 Árdegisháflæði í Rvík ki. 7,12 HEItSUGÆZlA Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði síma 51336. fyrir P ‘ykjavík og Kópavog sími 11100. Slysavarðstofan í Borgarspítalanum er opin allan sólarhringinn. Að- eins móttaka slasaðra. Sími 81212. Kópavogs-Apótek og Keflavíkur Apótek eru opin virka daga kl. 9—19 laugardaga kl. 9—14 helga daga kl. 13—15. Almennar upplýsingar um lækna þjónustu í borginni eru gefnar i símsvara Læknafélags Reykjavik- ur, sími 18888. Fa ..garhe’ -’ið i Kópavogi, Hlíðarvegi 40, sími 42644. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka daga frá kl. 9—7 á laugar- dögum kl. 9—2 og á sumnudögum og öðrum helgidögum er opið irá U O___A Kópavogs-apótek og Keflavíkur- apótek eru opin virka daga kl. 9 —19 laugardaga kl. 9—14, helgi- daga kl. 13—15. Tannlæknavakt cr i Reilsuvernd arstöðinni (þar sem slysavarð- stofan var) og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 5—6 e. h. Sími 22411. Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka í Reykjavik vikuna 23. maí — 29. maí annast Lyfjabúðin Iðunn og Garðs-Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 23. og 24. maí annast Arrebjörn Ólafsson. Næturvörzlu í Keflavík 25. maí annast Guðjón Klemenzson. KIRKJAN Grensásprestakall. Messa kl. 11 í safnaðarheimilinu Miðbæ. Séra Felix Ólafsson. Laugarneskirkja. Messa á morgun kl. 2, Séra Garð- ar Svavai-sson. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11 f.h. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Séra Jón Thorarensen. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta kl. 2. Aðalsaínaðar- fundur eftir messu. Séra Gunnar Arnason. Háteigskirkja. Messa kl- 2. Séra Jón Þorvarðsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Jón Aúðuns. Langholtsprestakall. Guðsþjónustá kl. 10,30. (Ath. Breyttann messutíma) Séra Sigurð- ur Haukur Guðjónsson. Asprestakalj. Messa í Laugarásbiói kl 11 Séra Grimur Grímsson. Bústaðaprestakall. Guðsbiónusta í Réttarholtsskóla kl. 2. Fermingarmyndirnar afgr. Séra Ólafur Skúlason. Strandakirkja. Messa kl. 2. Ferming. Séra Ingþór Indriðason. SIGLINGAR Skipadeild S.f.S.: Arnarfell fer frá Svendborg í dag til Rotterdam og Hull. Jökulfell væntanlegt til Rvíkur í dag- Dísar- fell lestar á Norðurlandshöfnum. Litlafell fer frá Hornafirði í dag til Bromborough. Helgafell fer frá Þorbjörn Björnsson frá Geita- skarði f. 12. 1. 1886 d. 14. 5. 1970. Verður jarðsunginn frá Sauðár- la'ókskirkju laugardaginn 23. maí 1070 Hans verður síðar minnzt í Islendingaþáttum Tímans. Gdansk í dag til Ventspils og Svendborgar. Stapafell er í Rvík. Mælifell lestar á Húnaflóahöfnum, fer síðan til Rvíkur. Falcon Reefer lestar á Breiðafjarðarhöfnum. Sören Fridolf er í Þorlákshöfn. Flálkur fór 20. þ.m. frá Svendborg til íslands. Henrik fór 20. þ.m. frá Heröya til íslands. Nordic Proctor fór frá Lesquineau 16. þ.m. til Islands. Snowman er á Kópaskeri. FÉLAGSLÍF Tónabær. Tónabær. Tónabær. Félagsstarf eldri borgara. Á mánudaginn 25. maí verður handavinna, föndur, teikning, mál- un, frá kl- 2—5 e.h. Kvenfélag Ásprestakalls. Fundur í Asheimilinu Hólsvegi 17 n.k. miðvikudag 27. maí kl. 8. Guðrún Jóhannsdóttir fegrunarsér- fræðingur leiðbeinir konum um val á snyrtivörum, Félagsmál. Kaffiveitingar. Ferðafélagsferðir um næstu helgi. Á laugardag 23. mai kl. 14. 1. Öskuhreinsunarferð í Þjórsárdal 2. Ferð til Hekluelda. Á sunnudag kl. 9.30 fró Arnar- hóli. Gönguferð á Neilj og um Sogin til Krísm'ikur. Ferðafélag Islands. Kvenfélag Hatlgrímskirkju. Hefur kaffisölu í félagsheimilinii 24. maí. Er til þess mælzt að fé- lagskonur og aðrir velunnarar gefi kökur og hjálpi tdl. Stjórnjn. Frá Mæðrastyrksnefnd. Hvíldarvikur mæðrastyrksnefnd- ar að Hlaðgerðarkoti byrja 19. júní og verða tveir hópar fynir eldri konur. Þá mæður með börn sín eins og undanfarin sumur og þeim skipt í hópa. Konur sem ætla að fá sumardvöl hjá nefndinni, hafi ' samband viðskrifstofuna Njáls- götu 3. Opið daglega frá kl. 2^4 nema laugardaga. Sími 14349. 2 5 W' 6 ■ • 1/0 L ■ /v ' Lárétt: 1 Drykkur. 6 Miðj. 8 Rit. 9 Auð. 10 Alda. H Vond. 12 Fljót. 13 Hljóm. 15 Deyða. Krossgáta Nr. 541 Lóðrétt: 2 Fljót- 3 Lindi. 4 Krómósóm. 5 Andúð. 7 Ó- virða. 14 Belti. Ráðning á gátu nr. 540. Lárétt: 1 Kjaít. 6 Áta. 8 Tær • 9 Söl. 10 Nót. 11 Nám. 12 Auk. 13 Eir. 15 Hlir. Lóðrétt: 2 Járnmál. 3 At. 4 Fastari. 5 -Stund. 7 Flakk. . 14 II.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.