Tíminn - 31.05.1970, Side 3

Tíminn - 31.05.1970, Side 3
WNNUDAGUR 31. maí 1970. TIMINN 15 Atkvæðatalning í Austurbæjarskólanum eftir forsetakosningarnar 1968 (Mynd Kári) Þeir telja atkvæðin fyrir birgðum gluggum Rætt við fjóra starfsmenn Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg, sem annast talningu atkvæða í Austurbæjarskólanum f daig eru bæja- og sveita- stjórnakosningar á landinu. Yfir 150.000 manns eru á kjör skrá, yfir 100.000 utan Reykja- víkur en miili 50.620 og 50.630 í Reykjavík. Megnið af þess- um mannfjölda fer á kjörstað og neytir atkvæðisréttar síns. Mikill undirbúningur hefur farið fram fyrir kosningarnar bæði af hálfu ríkis, bæja og sveita sem og stjórnmálafiokk anna. í ríkisprentsmiðjunni Gutenberg var nú í vikunni verið áð leggja síðustu hönd á kjörseðlana, sem þar eru prentaðir. Upplag kjör- seðla fyrir Reykjavík að þessu sinni er 53.000. Og þegar blaða maður Tímans kom í heim- sókn í prentsmiðjuna biðu þeir innpakkaðir eftir að vera dreift á kjörstaðina svo borg- arbúar gætu í dag kosið sér af þeim stjórnendur. í Guten- berg vinna raunar nokkr- ir menn, sem hafa meiri af- skipti af kosningum en þau a'ð útbúa kjörseðla fyrir landið allt. Síðan 1934 hafa starfs- menn prentsmiðjunnar annazt atkvæðatalningu í Reykjavík. í kvöld og nótt sjá fjórir menn, tveir bókbindarar og tveir prentarar, um talningu atkvæða Reykvíkinga. og gafst mér tækifæri til að spjalla við þá um þetta ábyrgðarstarf. Talningin er sérfræð- ingastarf Til þess að telja hið mikla atkvæðamagn í Reykjavík þurfa að veljast menn, sem eru vanir að umgangast pappír og fljótir að telja hann. At- kvæðin eru tvítalin svo þeir fjórmenningarnir telja hver um sig um 25.000 seðla, og ef eitthvert hundraðið reynist rangtalið verður að fara yfir það í þriðja sinn o.sv. frv. þar til ber saman. Einhverjum kynni að detta í hug að gjald- kerar væru tilvaldir til þessa starfa en svo er þó ekki því pappírinn í kjörseðlunum er öðruvísi að handleika ea pen- ingaseðlar. Og óvanir gæfust fljóttcgn upp á að telja öll þessi ósköp, en ef ekki; taéki það þá óratíma, því þeir kunna ekki handitökin. Taln- ingin er þvl hvert annað sér- fræðingastarf. Árið 1934 var Steingrímur Guðmundsson, fyrrverandi prentsmiðjustjóri beðinn að útvega talningarmenn fyrir kosningar í Reykjavik. Einn þeirra er hann benti á, Gnð- geir Jónsson, bókbindari, hef- ur starfað við talninguna i mörgum kosningum síðan og gerir það einnig að þessu sinni en stundum hefur hann verið á framboðslista og því aðrir orðið að koma í hans stað. Hinir þrír eru Einar sonur Guðgeirs, sem byrjaði 1956, Thor Cortes, prenitari, sem tók við þessum starfa af föður sín- um, Emanúel, um 1965 og Ein ar Jónsson, prentari, sem talið hefur í kosningum síðan 1946. Talning í Reykjavík hefst nú áður en kjörfundi lýkur eða um 7.30 síðdegis í leikfimisal Austurbæjarbarnaskólans. Áð ur hafa fulltrúar framboðslist- anna ásamt starfsmönnum yfir- Ikjörstjórnar og Reykjaivíkur- borgar flokkað atkvæðaseðl ana eftir bókstöfum. Allir gluggar eru birgðir og enginn fær að fara út úr salnum eða inn í hann fyrr en eftir að kjörfundi lýkur kl. ellefu. Eft- ir þann tíma er áhorfendum og fréttamönnum leyfður frjáls aðgangur, en talningar- menn og þeir sem vinna að flokkun seðlanná fá því aðeins að skreppa frá séu þeir í lög- reglufylgd. Borðum er raðað þannig að þau mynda ferhyrn ing og sitja yfirkjörstjórn og flokkunarn.enn við þau, en innan í ferhyrningnum sitja talningarmennirnir við borð við sína iðju. Talningunni lýk ur nú venjulega um hálf þrjú að nóttu. Mega ekki vera spenntir Þeir fjórmenningarnir líta á þetta hlutverk sitt sem hvert anniað trúnaðar- og skyidu- starf. Þeir verða að hafa allan hugann við talninguna svo þeir fipist ekki og geta því lítinn gaum gefið að eftirvænt in-gu fólksins umhverfis, sem horfir með óþreyju á hvernig atkvæðabunkar hinna ýmsu lista stækka mishratt. — Þiað veitir ekki af að söfckva sér niður í áð telja, sagði Einor Guðgeirsson, þeg ar ég spurði hvað kosninga- taining þeim fyndist hafa ver ið mest spennandi. — Það ríkti geysileg eft- irvænting eftir forsetakosning arnar 1968, sagði Einar Jóns- son. — Menn voru alveg hissa á hve atkvæðamunurinn var mikill og höfðu alls ekki bú- izt við slíkum úrslitum. Fylg- ismenn Gunnar Thoroddsen urðu mjög miður sín þegar at- kvæðamunurinn kom í ljós. — Það sást strax hvernig fárá mundi, í síðustu forseta- kosningum, sagði Guðgeir Jónsson, þegar ég spurði hann hvaða talningu honum hefði fundizt mest spennandi. — Það væru helzt alþingiskosn- ingarnar 1946. Kosning Bjarna Benediktssonar þá og Katrín- ar Thoroddsen fyrir Sósíallista flokkinn. Hefði hún ekki ver ið kosin, hefði Sjálfstæðisflokk urinn fengið einurn manni fleiira, og stóð það mjög Ölöggt. Þeir Guðgeir, Einar og Thor þurftu fljótlega að hverfa til starfa sinna í prentsmiðjunni, en ég spjallaði áfram við Ein- ar Jónsson. Voru ötulir að draga kjörfund á langinn — Þegar ég var fyrst við talningu var aðeins kosið í Miðbæjarskólanum, sagði hann. — Talning fór fram þar og hófst ekki fyrr en að kjör- fundi lauk. Það gat dregizt í tímann því ekki mátti loka nokkurri kjördeild nema eng- inn kjósandi hefði komið í 20 mínútur, og síðustu árin sam þessi tilhögun hélzt voru áhugasamir menn í stjórnmála- flokknum býsna duglegir að koma með einn og einn kjós- anda frarn eftir öllu. Lengi vel vorum við aðeins tveir. Oft var ekki byrjað að telja fyrr en eftir tvö kosninganóttina og því ekki lokið fyrr en 6 eða 7 morguninn eftir. Nú eru höfð tvö sett af at- kvæðakössum í kjördeildum í Reykjavík. En þær eru 63 og eru þá meðtaldar kjördeildir í Elliheimilinu Grund og Hrafnistu. Um sexleytið á kjördag sækja lögregluþjónar kassana en yfirstjórn fær I hendur lyklana. Síðan er hald- ið upp í Austurbæjarskóla þar sem um 30 manns eru lokað- ir inni í umsjá lögreglu þar til kjörfundi lýkur. — Þar eru kassarnir opnað- ið, sagði Einar, — og lögreglu- þjónar hella innihaldimu I stóra kistu. Síðan sjá þeir fólk inu, sem flokkar. fyrir seðlum úr kistunni. Yfirkjörstjóm lit- ur yfir flokfcunina og kveður upp úrskurð um vafaatriði og þá er röðin komin að okkur að telja atfcvæðamagn hvers lista. Flokkuninni er hagað þannig að starfsmenn stjóm- málaflokkanna flofcka at- kvæði lista hverra annairTa, þannig að C-lista maður flokfc- ar t.d. atkvæði D-listans eða öfugt og svo kol af kolli. 061 atkvæði eru tvítalin t.d. þann- ig að við Guðgeir teljum sam- an en Thor og Einar Guðgeirs- son saman. Stundum kemur fyrir að tnunar einum se'ðU til eða frá og er bá talið á ný. Yfirkjöirstjórn hefur bókhald yfir kjöirsóikn og að lokúmi talningu eru taldir atkvæða- seðlar bornir saman við hana. Sjaldnast skakkar miklu og ekki man ég eftir að þurft hafi að telja upp aftur. Til kjör- stjórnarinnar berast einnig alls kyns kvartanir og mál ut- an frá kjörstöðunum meðan kosning heldur enn áfram og sendir hún úrskurð sinn úr leikfimisal Austurbæjarskól- ans. Áhorfendum fer fækkandi — Við tökum lítið eftir því sem fram fer í salnum. Áhorf- endur komast ekki inn á af- Fr-mhald á bls. 18. Frá vinstri: Einar Jónsson, prentari, Thor Cortes, prentari, GuSgeir Jónsson og Einar GuSgeirsson, bók- bjndarar (Mynd Gunnar)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.