Tíminn - 30.06.1970, Síða 3
ÞBSBtrOÐAGUR 30. júní 1970.
TÍMINN
Fyrsta fegurðar-
drottnirLgin. kosin
Mikið um umferðar-
óhöpp um helgina
FIB—Reykjavík, laugardag.
Á laugardaginn var kjörin ung-
frú Rangárvallasýsla að Hvoli. Sig
urvegari varð Sjöfn Óskarsdóttir,
Sólbakka, Þykkvabæ. Hún er 17
ára gömul, gagnfræðingur að
mennt. Hún hefur áhuga á hár-
grejðslu, ferðalögum og tónlist.
Á síðastliðnu sumri var kvik-
myndin „Austurland" sýnd víða
ÞÚSUNDIR L.
AF ÞOTUELDS-
NEYTIÁ REYK-
JANESBRAUT
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Kjlukkan 2.20 í dag varð allharð-
ur árekstur .milli olíuflutningaibiíls
og vðfufiutningabils á Reykjanes-
braut um tvo kílómetra sunnan við
Kúagerði. Við áreksturinn komst
leki að olíugeymi olíuflutningabíls-
ins og láku nokkur þúsund lítrar
af þotueldsneyti yfir veginn. Varð
að stöðva alla umferð um Reykia-
nesbrautina um tíma, því hún varð
flughál, þar sem olían lak yfir
og var vegurinn ekki opnaður a't-
ur fyrr en lokið var við að bvo
olíuna burtu.
Bílarnir skemmdust báðir tals-
vert, en slys urðu ekki á ökumönn
am.
Sjöfn er 172 cm á hæð, og málin
eru: 90—62—96. Foreldrar henn-
ar eru Óskar Sigurgeir Sigurgeirs
son og Sesseh'a Guðmundsdóttir.
Næst verður kjörin ungfrú Snæ-
fellsness- og Hnappadalssýsla, að
Röst, laugardaginn 4. júlí.
um land. Þetta er litmynd af
Austurlandi.
Austfirðingafélagið á Akureyri
lét gera myndina, en myndatöku
maður var Eðvarð Sigurgeirsson.
Nú er fyrirhugað að sýna bessa
kvikmynd í Vaiaskjálf þann 4.
júlí n. k. og verður myndin þá
afhent Austm-landi til eignar og
geymslu sem heimildiarmynd.
Verði ágóði af þessari sýningu,
gengur hann í sjóð til að reisa
Páli Ólafssyni minnisvarða.
Ók á brúarstólpa
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Síðdegis á laugardag ók bíll
sem í voru þrír varnarliðsmenn
á brúarstöpul við Skeggjastaði.
Bíllinn var á talsverðri ferð og
varð áreksturinn harður. Einn
mannanna í bílnum lærbrotnaði
og hlaut einnig minni háttar
meiðsl. Bíllinn er mjög mikið
skemmdur.
Hinir mennirnir í bílnum meidd
ust Mtilsháttar.
Slasaðist alvarlega
er bíll valt
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Bíl var ekið út af veginum rétt
innan við Stóra-Lambhaga s. 1.
nótt. Lenti bíllinn úti í skurði.
Ökumaður skarst nokkuð í and-
liti. Var hann einn í bílnum. Leik
ur grunur á að maðurinn hafi
verið undir áhrifum áfengis. Var
hann fluttur til Akraness og gert
að sárum hans þar.
Á laugardagskvöldið valt bíll út
af veginum skammt frá Ferstiklu.
í bílnum voru fjórir piiltar úr
Reykjavík. Meiddust þeir allir
eitthvað, en einn alvarlega. Var
hann mikið marinn á höfði. Var
hann fluttur flugleiðis frá A'kra-
nesi í gærdag til Reykjavíkur og
lagður inn á sjúkrahús.
Bíll með sjö manns valt
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Bíll valt við Alviðru í Ölfusi
í gærkvöldi. í bílnum voru sjö
ungmenni frá Selfossi. Tvær
stúlkur sem í bflnum voru slös-
uðust og voru lagðar inn á sjúkra
húsið á Selfossi. Hinir sem í bíln-
um voru sluppu með minni háttar
skrámur.
Bíllinn skemmdist töluvert mik
ið. en hann valt í lausum jarð-
vegi og lá utan við veginn þegar
hann stanzaði. Vitni sem sá er
bíllinn valt, telur að hann hafi
ekki verið á mjög mikilli ferð,
en ökumaður er nýbúinn að fá
réttindi til að aka bíl og lítið
vanur að aka og ekki búinn' að ná
góðu valdi yfir akstrinum.
Mikið um framrúðubrot
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Mjög mikil umferð hefur ver-
ið á vegum fyrir austan fjall um
helgina. Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar á Selfossi hafa kom
ið á laugardag og sunnudag um
20 bilar með brotnar framrúður.
Voru til dæmis þrír bílar samtím-
is við lögreglustöðina í gærkvöldi,
sem höfðu fengið grjót í fram-
rúðurnar, en sjaldnast hefst upp
á þeim sem valda grjótfluginu
og rúðubrotunum.
Harður árekstur
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Harður árekstur varð um fel.
1 s. 1. nótt á mótum Túngötu og
Garðastrætis. Rákust bílar þar á
af miklu afli og skemmdust mik-
ið. í öðrum bílnum slösuðust tvær
stúlkur og voru fluttar á slysavarð
stofuna. Aðrir sem í bílnum voru
meiddust lítilsiháttar.
í dag varð piltur á véihjóli fyr-
ir bíl á Tryggvagötu. Kastaðist
pilturinn af hjölinu og upp á gang
stétt og marðist talsvert.
Fundir Fram-
sóknarflokks-
ins um allt
land í sumar
Framsóknarflokkurinn efnir
íil almennra þjóðmálafunda um
aUt land í sumar um ástand og
horfur í stjórnmálunum og mun
formaður Framsóknarflokksins,
Ólafur Jóhannesson, prófessor,
mæta á þeim.
Fyrstu fundirnir voru í Vest-
urlandskjördæmi, en síðan verð
ur farið um önnur kjördærhi
eins og sjá má af upptalning-
unni hér á eftir.
Ámesi, Gnúpverjahreppi,
föstudag 3. júlí.
fsafjörður: Sunnudagur 5. júlí.
EgilsstaBir: Sunnud. 12. júlí.
Breiðdalur; Mánud. 13. júlí.
Höfn í Hornafirði: Miðvikud.
15. júlí.
Akureyri: Mánud. 10. ágúst.
Húsavík; Þriðjud. 11. ágúst.
Hólmavik: Laugard. 5. sept.
Patreksfjörður: Þriðjud. 8. sept.
Akranes: Laugard. 12. sept.
Um fundi í Suðurlands- og
Reykjarneskjördæmi, svo og
Reykjavík, verður auglýst s.ðar.
Einstakir fundir verða einnig
nánar auglýstir síðar.
Bíll fór út af Þingvallaveginum á móts við Stardal sl. sunnudag. Bíllinn var á leið til Reykjavíkur. Fimm
manns voru í honum en engan sakaði. Bfllinn fór út af vcgarbrúninni og valt ofan í skurð, og var
mjúkt undir og skemmdist bíllinn ekki mikið. (Tímamynd S. Fossan.)
Kvikmyndin „Austurland"
sýnd í Valaskjálf
s
Verkföllin
Hinn 24. þ.m. birtist for-
ustugrein í Degi, sem bar
fyrirsögnina: Falin glóð. f upp
hafi liennar sag'ði:
„Hinn 17. júní grúfði skuggi
verkfallanna yfir landinu. f
þeim skugga lásu menn teikn
mörg um þjóðfólag okkar og
þá sambúðarhætti, er flestir
fordæma. F.n þótt menn ættu
að vera reynslunni ríkari að
hverju verkfalli loknu og séu
það vissulega, hefur sú reynsla
ekki leitt menn inn á nýjar
brautir, þar sem dcilur um
kaup og kjör yrðu leystar á
sæmilegri hátt og með minna
tjóni fyrir þjóðarheildina og
einstaklinga hennar. f hvert
sinn að staðið er npp frá samn
ingaborði og foringjar fylk-
inga lýsa árangri erfiðis síns,
hafa þeir, vitandi eða óafvit-
andi ,falið neista að nýjum
átökum.
En nm leið og menn fagna
Iansn þeirra deilna er náðst
hefnr, væntum við þess, að
lausn annarra af sama toga, sé
skammt undan“.
Mikið kal
Þá segir í grein Dags:
„En hvað sem menn annars
sáu og gátu lesið úr sknggum
verkfalla og vinnudeilna, hélt
sólin áfram að hækka á lofti,
og hér fyrir norðan var hver
dagurinn öðrum fegri og veð-
urblíða einstök verkfallsvik-
urnar þrjár. Og á bjartasta
degi ársins 21. júní, var 24
stiga hiti á Grímsstöðum á
Fjöllum. Gróðurinn óx og ang-
aði. En í þessu mikla sólfarl
langdegis á norðurslóðum lesa
menn einnig rúnir, er ristar
hafa verið á ræktarlönd bænd-
anna, og frammi fyrir þeim
standa þeir ráðifáir. En rúnir
þessar eru kal, alit upp í 80%
dauðakal á ræktuðu landi. Þótt
margt liafi verið um kalið rit-
að og rætt, liggur það eitt
ljóst fyrir, að hvorki bændur
né vísindamenn landbúnaðar-
ins hafa fundið viðhlýtandi
skýringu á því og heldur eng-
in fullgild ráð til varnar. Fyrir
augum manna afsannar einn
hluti túns, það sem annar sann
ar, um kalið. Þessar túna-
skemmdir eru hið alvarlegasta
áfall fyrir bændastéttina og
þjóðarbúið í heild og er vand-
fundnari lausn þess máls en
heimatilbúnar deilur um arð-
skiptingu."
Falinn eldur
Grein Dags lauk á þessa
leið:
„Þótt mönnum leiki ekki
lausnarorð á tungu ennþá hvað
snertir hinar mestu tiina-
skemmdir, er orðið hafa og nf
blasa við, og óvíst sé einnig,
að menn hafi orðið miklu vitr-
ari af þvi, að stöðva að miklu
leyti framleiðslustörf þjóðar-
innar svo vikum skiptir, er
ekki ástæða til að örvænta. —
Margar eru þær rúnir, sem
einnig gefa fögur fyrlrheit,
þrátt fyrir allt er miður fer.
Eitt af því er áhugi ungs fólks
á því, að endurgræ'ða landið.
Sjálfboðaliðar m.a. í ungmenna
Framhald á 11. sfðu