Tíminn - 30.06.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.06.1970, Blaðsíða 7
WKHMUDAGUR 30. Jöní 197A TlMINN Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Prambwcrodastjóri: Kristján Benedifetsson. Ritstjórar: Þóradnn Þónarmssoin (áb), Andrés Krisrtjánsson, Jón Helgason og Tómas Karteson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar- skrdfstofur £ Edduhúsinn, símiar 18300—18306. Skrifstofur Banlkiastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsinigasími 19523. AOnar stoifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innanlands — í Jausasölu kr. 10,00 eknt. Piemtsm. Edda hf. Samstarfið í kaupstöðunum f bæjarstjómarkosningunum, sem fóm fram 31. maí síSastl., urðu úrslitin m.a. þau, að enginn flokkur fékk hreinan meirihluta í bæjarstjórnuln ellefu kaupstaða. í tveimur kaupstöðum náði Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta, eða í Reykjavík og Ólafsfirði, en Alþýðubanda lagið í einum, Neskaupstað. í þeim ellefu kaupstöðum, þar sem enginn flokkur fékk meirihluta, hefur að undanfömu verið unnið að því að ganga frá kjöri bæjarstjóra og skipun helztu trúnaðarstarfa annarra. í níu af þessum ellefu kaup- stöðum hefur nú skapazt starfhæfur meirihluti og er niðurstaðan á þessa leið: Hafnarf jörður: Samstarf hefur náðst milli Framsóknar- flokksins, Alþýðuflokksins og Óháðra. Kópavogur: Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn mynda meirihlutann. Akranes: Samstarf hefur náðst milli Framsóknar- flokksins, Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Óháðra. ísafjörðun Samstarf Framsóknarflokksins, Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins heldur áfram. Sauðárkrókur: Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn mynda meirihlutann. Akureyri: Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn mynda meirihlutann. Húsavík: Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn, Alþýðu- flokksmenn og Óháðir mynda meirihlutann. Vestmannaeyjar: Samstarf Framsóknarflokksins, Al- þýðuflokksins og Alþýðubandalagsins heldur áfram. Keflavík: Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn mynda meirihlutann. í öllum þessum níu kaupstöðum er Framsóknarflokk- urinn aðili að meirihlutasamstarfinu, Sjálfstæðisflokkur- inn í 5, Alþýðuflokkurinn í 5 og Alþýðubandalagið í 3. Samtök frjálslyndra og vinstri manna eru hvergi aðili að meirihlutasamstarfi. Ólokið er enn að koma á meirihlutasamstarfi í tveim- ur kaupstöðum, Siglufirði og Seyðisfirði. Það er bersýnilegt á framangreindu yfirliti, að það eru menn og málefni á hverjum stað, sem ráða því fyrst og fremst hvaða flokkar vinna saman. Afstaða manna í bæjarmálum mótast lítið eða ekkert af afstöðunni til landsmála. Eftir bæjarstjórnarkosningarnar 1966 reyndu forustumenn stjómarflokkanna að knýja það fram, að bæjarfulltrúar þeirra ynnu alls staðar saman í kaupstöðum og stefnt væri að sem mestri útiloknun Framsóknarflokksins. Nú hafa þeir bersýnilega gefizt upp við það. Það er athyglisvert, að Framsóknarflotkkurinn er eini flokkurinn, sem er aðili að meirihlutasamstarfinu í öll- um framangreindum kaupstöðum. Það er í samræmi við þá grundvallarstefnu Framsóknarmanna að vera samein- andi og uppbyggjandi afl, sem stuðlar að ábyrgu umbóta- starfi, en vinnur gegn upplausn og glundroða. Alþýðu- flokksmenn og kommúnistar deila á Framsóknarflokkinn fyrir samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, þar sem þessir flokkar vinna saman, og eru þá bersýnilega búnir að gleyma þátttöku sinni í nýsköpunarstjórn og viðreisnar- stjórn. Sjálfstæðismenn deila svo á Framsóknarflokkinn fyrir samstarf við Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið, þar sem þessir flokkar vinna saman. Framsóknarmenn láta sér þessar ádeilur í léttu rúmi liggja. Þeir vinna eftir málefnum og reyna að tryggja þá stjórn, sem þeir telja æskilegasta og jákvæðasta á hverjum stað. Þ.Þ. 7 Sigurvin Einarsson, alþingismaður: Námskostnaður Á herðum foreldra víðs veg- ar um land, er þurfa að senda börn sín að heiman til náms, hvílir sá vandi, og fer óðfluga vaxandi, að geta ráðíð við námskostnað þeirra. Verðlag allt hefnr vaxið svo gífurlega að fjöldi foreldra, sem þurfa og vilja senda t.d. 2 til 3 barna sinna í skóla samtímis, eiga þess engan kost, vegna kostn- aðarins. & þá oft gripið til annars tveggja, að flytja bó- berlum þangað, sem skólar crn, verði slíkum flutningum við komið, eða að neita börnun nm um skólanám. Á síðasta Alþingi fluttum við Ingvar Gíslason frumvarp um námskostnaðarsjóð, til þess að ráða bót á þessu ástandi. Efni frumvarpsins kemur fram í greinargerð þess, sem er svohljóðandi: „Réttur æskufólks til mennt unar er ótvíræðnr og á að vera jafn fyrir alla. Fjárhagsleg að- staða nemenda til náms er þó svo misjöfn, að ýmsir þeirra eiga örðugt með að hagnýta sér þcnnan rétt. Skólar verða ekki byggðir við hvers manns dyr, og verð- nr því ekki hjá því komizt, að skólanemendur verða að hverfa að heiman til náms. Aðrir geta stundað nám í skóla daglega heiman frá sér. Þessi aðstöðu- munur veldur því, að náms- kostnaður þeirra, er að heiman fara, verður miklum mun meiri en hinna. Mörg eru dæmi þess, að foreldrar hafa staðið frammi fyrir þeirri stað reynd, að um tvennt var að velja: flytjast brott ár byggð- arlagi sínu þangað, sem skól- ar eru fyrir hendi, eða verða að neita bömum sínum um skólagönga. Er þó hvorugur kosturinn viðunandL Þjóðfélaginu ber skylda til að nema brott það misrétti, sem af þessmn aðstöðumun stafar, og koma á sem jafnastri aðstöðu æskufóks tfl menntun- ar, hvar sem það er búsett á landinu. Verði það ekki gert, stefnir óðfluga f þá átt, að skólar verði aðallega fyrir þá, sem við skólaveggina búa. Því miður liggja ekki fyrir upplýsingar um það, hversu mikfll fjöldi skólanemenda verður að hverfa frá heimflum sfnum tfl náms, eins og sakir standa. Þá eru ekki heldur handhærar upplýsingar um það, hversu miklum mun dýr- ara skólanám er þeim er verða M—gSDfcKXt *** " Sigurvin Einarsson að dveljast fjarri heimflum sínum, en hinum, sem stunda námið f heimabyggð sinnL Lfklegt má telja, að fjöldi skólanemenda, er nám stnnda nú fjarri heimilum sfnum, sé um eða yfir 6 þúsund. Það er þvf angljóst mál, að eigi að veita þessnm nemendum um- talsverða námsstyrki, verður að afla tfl þess allmikils fjár. Með þesu frv. er gert ráð fyrir að afla námskostnaðar- sjóði fjár á tvennan hátt: Ann ars vegar með því að leggja gjald á nokkrar vörutegundir, er ekki geta talizt tfl nauð- synja, hins vegar með framlagl úr ríkissjóði, enda er vísir að slfku framlagi á fjárlögum þessa árs. Áætla má, að þessar tekjur sjóðsins geti numið um 95—105 millj. kr. á heilu árL Þrátt fyrir þetta er ólfklegt, að námstyrkur á ári tfl hvers nem anda að meðaltali getl orðið meiri en 16—17 þús., en þess ber þá að gæta, að námsstyrk- ir til nemenda í heimavistar- stkólnm á skyldunámsstigi hljóta að vcrða miklum mun lægri en tij nemenda f fram- haldsskólum. Fjarri fer því, að með þessu sé jafnaður að fullu fjárhags- legur aðstöðumunur skðlanem- enda, en mikilsverðum áfanga á þeirri leið væri þó náð. Þetta vandamál æskufólks hefur mjög borið á góma að undanförnu, þ.ájn. á AlþingL í blöðum og á mannfundum. Er svo að heyra, að almennur vilji sé á þvf að leysa þennan vanda. Verður þvf að vænta þess ,að þetta frv. fál góðar undirtektir alþingismanna og verifl efnislega f lög tekið á yfirstandandi Alþingi." Höfuðvandinn við lausn þessa máls er að sjálfsögðu sá, hvernig aflað verði fjár til námsstyrkjanna, sem lagt er tfl í frumvarpinu að teknar verði npp. f frumvarpinu er gert ráð fyrir 5% álagi á áfengi, tóbak, ðl og gosdrykkL er renni í námskostnaðarsjóð tfl styrkveitinga. Ank þess verði árlegt framlag á fjárlög- um, er samsvari 150 kr. á hvern fbúa f landinu, eða um 30 millj. kr. á árL Alls myndl þetta nema nálægt 100 mfllj. kr. árlega. Með þessari fjár- hæð mætti styrkja alla nem- endur nokkuð, sem verða að dvelja fjarri heimflum sfnum við nám, þótt ekki dugl tfl að jafna að fuflu aðstöðumuninn vlð hina sem stunda námið f hehnahögum sínum. Fimm prósent álagið á mun- aðarvörurnar er aðalatriðið f fjáröfluninnL Varla þarf að æfla að út af þeirri verðhækk- un geti nokkur héraðsbrestur orðið. Fjölmargar Iffsnauðsynj- ar manna hafa hækkað f verði um 250 tll 450% á siðustu 10 árum, en áfengi og tóbak hef- ur á sama tfma ekki hækkað nema um 120 tfl 130%, hvernig sem á því stendur. Menntuu æskufólks er meira virðl en svo að neinn þurfi að taka nærri sér að velja milli hennar og 5% lægra verðlags á mun- aðarvörum. Frumvarpið um námskostn- aðarsjóð varð ekkl útrætt fi Alþingi í vetur. Málið er þó þess eðlis að væntanlega verð- ur það ekM stöðvað tfl lengd- ar. Sigurvin Einarsson. ÞRIÐJUDAGSGREININ Æskulýbsmót í VatnsclalshóLum Dagana 4. og 5. júlí n.k. verður æskulýðsmót á vegum ÆSK í Hólastifti og meðal þátttakenda verður Æskulýðsfélag Garða- Ikirkju á Álftanesi. Mótið fer fram 1 Vatnsdal í Húnavatnssýslu og héraðsskólan- um að Húnavöllum. — Reistar verða tjaldbúðir hjá vatninu í Vatnsdal, og mótið hefst laugar- daginn 4. júlí kl. 10,30 árdegis. — Mótið mumu sækja unglingar og æskulýðsfélagar af Norður- landi auk gestanna að sunnan. Dagskráin verður mj&g fjöl- breytt. — Eftir mótsetningu verða hópumræður um áfengis- og fíkni lyfjaneyzlu unglinga. — SiSdegis verða leikir og íþróttir, og fer þá fram íþróttakeppni milli æsku- lýðsfélaga. — Hlýtur stigahæsta félagið veglegan verðlaunagrip, sem er farandbikar og keppt um hann árlega. — Um kvöldiS verS- ur kvöldvaka í Húnavallasbólan- um, varSeldur við vatnið og fug- eldurn skotiS. Sunnudaginn 5. júlí verSur guðs þjónusta f hinni fornfrægu Þing- eyrarkirkju og prédikar séra Bragi Friðriksson prestur á Álfta nesi. SíSdegis verður farið f gftnguferðir um Vatnsdalshóla. — fþróttakeppni lýkur þennan dag og þá fer fram verðlaunaafhend- ing og mótsslit. — Mótstjórar verða séra Birgir Snæbjörnsson, Akureyri og séra Þórir Stephen- sen, Sauðárkróki. — f mótsnefnd eru félagar úr ÆFAK og Æsku- lýðsfélagi Garðakirkju. Þátttökugjald er kr. 125,00. — Þátttakendur verða að hafa með sér mat, tjöld og annan viðlega- útbúnað. Æskilegt er að félagar verði komnir á mótsstað kvöldið áður en mótið verður sett. — Sóknarprestar á Norðurlandi veita nánari upplýsingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.