Tíminn - 10.07.1970, Síða 3
FðSTUDAGUR 10. júlí 1970.
TIMINN
3
LIU I VINNUVEIT-
ENDASAMBANDID
Þorvaldur Þorsteinsson úr Garðahreppi var nýlega kjörinn einn af for-
setum Lion á þingi hreyfingarinnar i Atlantic City í New Jersey fyrlr
skömmu. Hér á myndinni óskar dr. Robert D. Mc Cullough frá Tulsa í
Oklahóma, forseti alheimshreyfingar Lionklúbbanna Þorvaldi til ham-
ingju. Á þinginu, sem haldið var í Atlantic City voru yfir 35 þúsund
fulltrúar frá 14ó löndum. Þorvaldur er til vinstri á myndinni.
Hjúkrunarþingsfulltrúar dreif-
ast um landið að loknu þingi
PIB—Reykjavík, fimmtudag.
Þrettánda þingi S9N var slit-
ið í dag, í Háskólabíói. Þrjátíu
manna kvennakór frá Finnlandi
söng við slitin, _en síðan var sýnd
kvikmynd frá íslandi, sem vakti
mikla hrifningu allra viðstaddra.
Að því búnu söng Guðrún Á. Sdm-
onar óperusöngkona, við mikinn
fögnuð áheyrenda. Undirleik ann-
aðist Ólafur Vignir Albertsson. Þá
flutti María Pétursdóttir formað-
ur Hjúkrunarkvennafélags Is-
lands ávarp, og þakkaði þátttak-
endum fyrir komuna, og óskaði
þeim góðrar ferðar heim.
Að lokum tók Gerd Zetterström
Lagervald, formaður SSlN til máls,
og þakkaði mótttökur og ánægju-
legt samstarf fyrir og meðan á
þinginu hefur staðið. Gerið hún þá
einnig þær Ágot Lindström fyrr-
um formann, frá Danmörku, gjald
kera SSN óg Lauru Christiansen
að heiðursfélögum samtakanna.
Blindrafélagíð
Dregið var í happdrætti Blindra
félagsins þann 8. júlí og kom vinn
ingurinn á miða no. 33570.
Handhafi miðans er beðinn að
vitja vinningsins, sem er Ford
Taunus fólksbifreið, til Blindrafé-
lagsins, Hamrahlíð 17 fyrir 14.
þ. m. Eftir þann tíma verður lok-
að vegna sumarleyfa til 11. ágúst.
Síðan sagði hún þingi slitið.
Hjúknmarþingsfulltrúar halda
nú sumir heim á leið, en aðrir fara
í ferðalög um landið, þriggja daga,
viku og allt upp í hálfs mánaðar
ferðir, og einnig munu nokkrar
hjúkrunarkonur fara í skemmtiferð
til Grænlands, áður en þær halda
heim aftur.
EJ—■Reykjavík, fimmtudag.
Landssamband ísl. útvegsmanna
og Félag ísl. iðnrekenda gengu
bæði í Vinnuveitendasamband ís-
lands á siíðasta starfsári. að því
er segir í frétt um aðalfund Vinnu
veitendasambandsins, sem haldinn
var í gær. Var þetta framhalds-
aðalfundur.
Nokkur halli var á rekstri sam-
bandsins á síðasta starfsári, og
hefur félagsgjald Vinnuveitenda-
sambandsins því hækkað.
Fjölgað var í framkvæmda-
stjórn sambandsins um tvo, þann-
ig að í næstu framkvæmdastjórn
verða 7 menn. I aðalstjórn eiga
hins vegar sæti 39 menn. í stjórn
ina voru kjörnir til næstu þriggja
ára tveir nýir menn, Sverrir Júlí
usson og Gunnar J. Friðriksson,
en þeir Kristján Siggeirsson. Karv-
el Ögmundsson, Halldór H. Jóns-
son, Hallgrímur Fr. Hallgríms-
son, Árdís Pálsdóttir og Oli M.
ísaksson voru endurkjörnir.
Þar sem tveir nýir menn voru
kjörnir í aðalstjórnina, hafa ein-
hverjir tveir ekki verið endur-
kjörnir, en ekki fylgir það frétt
Vinnuveiténdasambandsins hverjir
féllu út.
Laxfoss enn á
sínum gamla síað
EB—Reykjavík, fimmtudag.
Afturhluti Laxfoss gamla hef-
ur nú legið um nær tvo tugi ára
við innsiglinguna í Sundahöfnina
nýju. Var ráðgert að fjarlægja
flakið á flóðinu á tíunda tíman-
anum í kvöld, en hætt við það
vegna veðurs, og nú óvíst hvenær
það þarfa verk verður framkvæmt.
En unnið er nú að því, á vegum
Reykjavíkr.rhafnar, að hreinsa
innsiglinguna í Sundahöfn.
Átti að nota til fyrrgreinds
verks flotkrana Reykjavíkurhafn-
ar og björgunarskipið Goðarm,
en froskmenn unnu að því í gær,
300 dollurum stolið úr
herbergi sofandi hjóna
OÓ-Reykjavík, fimmtudag.
Bíræfinn þjófnaður var framinn
á Hótel Borg í dag. Var stolið
300 dollurum frá bandariskum
hjónum, milli kl. 3 op 4, en pen-
ingarnir voru á snyrtiborði í her-
bergi þeirra, en hjónin sváfu í
herberginu á meðan þjófurinn
læddist inn og framdi ránið.
Hjónin komu flugleiðis til lands
ins í morgun. Voru þau þreytt
eftir ferðina og skömmu eftir að
þau komu á hótelið, lögðu þau sig
til svefns, og sváfu fram á dag-
inn. Hafði maðurinn lagt frá sér
veski sitt á snyrtiborðið í her-
berginu.
Rétt fyrir kl. 4 urðu vakta-
skipti hjá herbergisþernum.
Stúlka, sem þá kom á vakt, átti
leið inn á snyrtiherbergi á fyrstu
hæð hótelsins, fann veski vafið
inn í handiknæði. Fór hún með
það í afgreiðslu hótelsins, og þar
kom í ljós, hver éigandinn var.
Var hringt í manninn úr afgreiðsl
unni og hann vakinn og saknaði
hann þegar evskis síns af snyrti-
borðinu.
Var þá búið að hirða 300 doll-
ara úr veskinu, en persónuskilríki
og fleira var skilið eftir. Af þess-
ari upphæð voru tveir 50 dollara
seðlar.
1200 hestamenn þegar
komnir til Þingvalla
Landsmót hestamanna hefst að Skógarhólum í dag. '
KJ—Reykjavík, fimmtudag.
Hestamenn hvaðanæva að
tóku að streyma í Skógarhóla
í dag, og var þar aðallega um
að ræða hestafólk með keppn-
is- og sýningarhross. Var tal-
ið, að um 1200 manns væri
komið á staðinn í dag, með
um 3000 Woss.
Tjaldborg var risin á staðn-
um og allt orðið hið mótsleg-
asta.
í fyrramálið kl. 10, föstu-
dagsmorgun. hefst mótið, en
kl. 2 e. h. setur Albert Jó-
hannsson í Skógum. formaður
Landssambands hestamanna.
mótið
Á morgun ærða kynbóta-
hross og góðhestar sýndir
Þá fara fram undanrásir i
kappreiðum, og síðar um dag-
inn fér fram Keppni góðhesta
fyrir Evrópukeppni íslenzkra
hesta í Þýzkalandi.
Þá fer fram sölusýning á
hrossum, og um kvöldið verð-
ur kvöldvaka, sem hestamenn
sjá um sjálfir.
Mótið heldur svo áfram á
laugardag og sunnudag, en þá
verður því slitið. ,
að koma vírum á flakið.
Eins og flestir vita var Laxfoss
áður fyrr í áætlunarferðum milli
Reykjavíkur og Akraness — fyr-
irrennari Akraborgarinnar — en
strandaði um 1950 á Kjalarnesi.
Var hann svo dreginn þaðan inn
á sund þar sem hann brotnaði
um brúna, og sökk afturhlutinn
þar sem innsiglingin verður nú í
Sundah'öfnina nýju.
Máiverka- og högg-
myndasýning
á Akranesi
GB—Akranesi, miðvikudag.
Magnús Á. Árnason opnar mál-
verka- og höggmyndasýningu í
Tónlistarskólanum á Akranesi.
næstkomandi föstudagskvöld, 10.
FramhiLd » bls. 14.
Hríðarbylur
Framhald af bls. 1
veðrið niður. Færðin var sæmi
leg, þrátt fyrir snjókomuna. í
dag var slæmt samband við
bílan.a en búizt var við þeim
niður í Bárðardal undir kvöld-
ið.
Nokkrir fjallvegir urðu ófær
ir vegna snjókomunnar í nótt,
og voru þeir ruddir í dag. Hell
isheiði -eystri, sem er milli
Vopnafjarðar og Héraðsháls,
varð ófær öllum bílum. í nótt
var einn bíll á ferð yfir Vopna
fjarðarheiði, og var búinn að
vera níu klukkustundir á leið
inni, þegar hann komst til
byggða, en þarna er aðeins
klukkustundar akstur við venju
leg skilyrði. Jökuldalsheiði varð
ófær öllum minni bílum. Voru
þessir fjallvegir ruddir í dag.
Víðar snjóaði á vegi, en bó
ekki meira en svo að umferð
stöðvaðist ekki.
Ekki er vitað um aðra ferða
mannahópa, en þann sem áður
getur. sem var á ferð á snjóa-
svæðinu í nótt. Mikill ferða-
mannastraumur er nú víða um
landið, er til dæmis hópur frá
Feraðfélaginu fyrir norðan. en
hann var í byggð í nótt. Sjálf
sagt eru fleiri smærri hópar
ferðamanna á tiríðarsvæðinu.
en þeir, sem leggja hálendis-
ferðir fyrir sig, eru að öllum
jafnaði vanir ferðamenn. ng
ætti þeim ekki að verða meint
af, þótt veður kólni og geri
hríð.
Hvorugt tll sóma
Að sögn Alþýðublaðsins í
gær hefur mcimtamálaráðuneyt-
ið upplýst, að styrkur þess til
grænlenzkunáms, 60 þús. krón
ur, hafi aðeins tvisvar verið
veittur þau sjö ár, sem hann
hefur verið í boði, og þá í
hvorugt skiptið til grænlenzku
náms, heidur náms í menning-
arsögu Grænlendinga. Áhug-
inn er nú ekki meiri. Liklega
eigum við því engan íslend-
ing, búsettan hér á landi, svo
færan í grænlenzku, að hann
gæti gerzt dómtúlkur ef á
þyrfti að halda.
Þetta er auðvitað með öUu
óhæft, að við skulum ekki
vera færir um að skiptast á
orðum við næsta nágranna. En
hvað skal nú til varnar verða
vorum sóma?
Þegar litið er í hina áttina,
til næsta nágranna okkar í
austri, Færeyinga, verður ann-
að uppi á teningi, en þó litlu
betra. Þessir nágrannar eru
okkur svo náskyldir, að hvorir
geta lesið sér til skilnings rit-
mál hins lærdóms- og fyrir-
liafnarlaust. Færeyskan er eina
erlenda málið, sem íslending-
ar geta lesið þannig. Samt
bregður svo kynlega við, að
þessar tyær þjóðir skiptast
ekki á bókum sínum og blöð-
um, svo að heitið geti. Fær-
eyskar bækur og blöð eru fá-
séð undur eins og hvítir hrafn
ar í íslenzkum bókabúðum, og
litlu fleiri íslenzkar bækur mun
að finna í Færeyjum, en þó
mun hlutur Færeyinga betri í
þessu efni.
Þannig er þá ástatt um
menningarsamskipti okkar við
nágrannana. Aðra getum við
ekki mælt málum þótt líf liggi
við. og mál hinna viljum eða
nennum við ekki að lesa, þótt
við skiljum hvert orð. Hvor-
ugt er til sóma.
Harla goft, segir
Vísir
Vísir vill ekki viðurkenna,
að ncítt atvinnuleysi sé hér á
landi og skrifar um það for-
ustugrein í gær, segir að „ekki
sé hægt að tala um atvinnu-
leysi á fslandi, því að lausar
stöður í bjóðfélaginu skipti
jafnvel hundruðum, þótt ekki
sé miðað við annað en vinnu-
aflsskortinn á fiskiskipunum
og í fiskvinnslustöðvunum. Það
ríkir því umírameftirspurn
eftir vinnuafli hér á landi en
ekki atvinnuieysi“. Þetta er
sem sagt gott, mjög gott, seg-
ir Vísir.
Vísir segir ennfremur: .,Það
er talið, að allt að 8000 skóla
nemár komi á vinnumarkað-
inn á hverju vori. Þar af^virð
ast í þetta sinn aðeins tæplega
300 ekki hafa fengið vinnu,
sem þeim þykir boðleg. Hvar
vetna annars staðar í heimin-
um þætti bað kraftaverk að
finna sumarviunu fyrir hóp,
sem nemui 10% af heildar-
mannafla þjóðarinnar“.
Þessi orð sýna bezt, hvílík-
ur hattarmaður heldur þarna
á penna. Hann ætti bó að gera
sér ljóst, að mikill hluti þeirra
skólanemenda, sem I vinnu-
markaðinn kemur á vorin, er
neðan við aldursmark það, sem
haft er við atvinnuleysisskrán
Framhaid ö bls. 14.