Tíminn - 11.07.1970, Blaðsíða 12
12
ÍÞRÓTTIR
TIMINN
ÍÞRÓTTIR
LAUGARDAGUR 11. júlí 197».
Sigtryg gur skjaldarhafi
fslandsglímaii, hin 60. í rö3-
inni, var há« í íþróttahöllinni
í Laugardal, fimmtudaginn 9. júlí
1970, í sambandi við íþróttahátíð
ÍSÍ. Þátttakendur voru 12 frá
5 héraðssamböndum og félögum.
Sigurvegari varð Sigtryggur Sig-
urðsson, Klt, og er þetta í annað
skipti, sem hann vinnur Grettis-
beltið.
I þessari Íslandsglímu (af-
mælisglímu), voru veitt sérstök
fegurðarverðlaun, secn gefin voru
af Þorsteini Kristjánssyni, lands-
þjálfara Glímusambandsins. Verð-
launin hlaut að einróma áliti
fegurðarglímudómnefndar, Hjálm
ur Sigurðsson, frá Ungmennafé
laginu Víkverji.
Að þessu sinni sá Glímusam-
bandið um íslandsglímuna. Móts-
nefnd var skipuð þessum mönn-
um: Sigurður Ingason, formaður,
Tryggvi Haraldsson, Guðmundur
Freyr Halldórsson, Rögnvaldur
Gunnlaugsson og Sigurður Geir-
dal. Nokkrum eldri glímumönnum
var boðið að vera viðstadda ís-
landsglímuna.
íslándsglíman var sett af Kjart-
ani Bergmann Guðjónssyni, for-
manni Glímusambandsins. Glímu-
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ
Laugardalsvöllur:
Kl. 09.00 Salur undir stúku.
Hátíðamót 1 skotfimi
(Aðgangur ókeypis).
Kl. 13.00 Hátíðarmót Frjálsíþróttasambands
íslands. Síðari dagur.
Kl. 16.00 Knattspyrnuleikur:
Reykjavík — Landið. :
Kl. 16.45 Fimleikasýning drengja 10—12 ára.
Stjórnendur: Sigurður' Dagsson og
Þórhallur Runólfsson.
Kl. 17.45 Hátíðarslit.
(Aðgangseyrir 100 kr. — 50 kr.)
Sundlaugarnar í Laugardal:
Kl. 15.00 Landskeppni í sundi: ísland — írland
(Aðgangseýrir 100 kr. — 50 kr.)
Við Laugarnesskóla:
Kl. 14.00 íslandsmeistaramót í handknattleik
utanhúss. (Aðg. 50 kr. — 25 kr.)
Við íþróttamiðstöðina:
Kl. 14.00 íslandsmeistaramót í handknattleik
utanhúss. (Aðg. 50' kr. — 25 kr.)
Kl. 14.00
«
Við Laugalækjarskóla:
íslandsmeistaramót í handknattleik
utanhúss. (Aðgangur ókeypis)
Knattspyrnuvellir í Laugardal
og víðar í Reykjavík:
Kl. 09.00 Hátíðarmót í borðtennis.
Hátíðarmót í lyftingum.
(Aðgangur ókeypis)
Dansleikur
(Aðgangseyrir 150 kr.)
Flugeldasýning.
Kl. 21.00
Kl. 02.00
stjóri var Gunnlaugur J. Briem
og honum til aðstoðar Hafsteinn
Þorvaldsson. Yfirdómari var Þor-
steinn Einarsson. Meðdómendur:
Garðar Erlendsson og Skáli Þor-
leifsson. Fegurðarglímudómnefnd
skipuðu: Þorsteinn Kristjánsson,
Guðmundur Freyr Halldórsson og
Kristmundur J. Sigarðsson. Verð-
laun afhenti Sigurður Erlendsson,
varaformaður Glímusambandsins,
og sleit hann einni« mótinu.
Úrslit urðu þessi:
Vinningar
1. Sigtr. Sigurðsson KR 9
2. Sveinn Guðm.son, Á 8
3. Jón Unndórsson, KR 714+1
4. Sig. Steinþórsson HSK 714+0
5. Hafst. Steindórsson HSK 7
6. Guðm. Steindórss. HSK 6
Sigtryggur Sigurðsson
7. Hjálmur Sigurðsson UV 5
8. Björn Yngvason, KSÞ 5
9. Ingvi Guðmundsson UV 314
10. Ingvi Þór Yngvas. BSÞ 3
11. Ómar Úlvarsson, KR 214
12. Rögnvaldur Ólafss. KR 2
Hesmsmeistar-
inn meiddist
Alf-Reykjavík. —- Það óhapp
vildi til á lyftingakeppninni í Laug
ardalshöll í gærkvöldi, að gestur
keppninnar, heimsmeistarinn Karlo
Kangasniemi frá Finnlandi, meidd
ist í baki og varð að hætta keppni
af þeim sökum. Losnaði brjósk í
bakinu, þegar hann var að hita
upp fyrir snörun.
Óskar Sigurpálsson varð sigur-
vegari í keppninni, en þess má
geta, að Finninn Kangasniemi var
á góðri leið með að bæta árang-
ur sinn, þegar óhappið vildi til.
Þess má geta, að enginn læknir
var til taks í Laugardalshöllinni í
gær, en hins vegar vildi svo vel
til, að læknir var staddur meðal
áhorfenda og gat hann veitt aðstoð.
Hörð og tvísýn keppni
yngri flokka í knattspyrnu
Eins og margir hafa tekið eftir,
sem átt liafa leið framhjá knatt-
spyrnuvöllum borgannnar að und
anförnu, hafa ungir drengir klædd
ir búningum, sem ekki tilheyra
Reykjavíkurfélögunum, verið að
Icika á þeim.
Þeir, sem þarna hafa verið að
Flokkakeppni hátíðarmóts Golf
sambandsins lauk í fyrrakvöld og
afhenti Gísli Halldórsson, forseti
ÍST, þá verðlaun í hinum ýmsu
flókkum, en viðstaddir vora einn-
ig Sveinn Björnsson, formaður
hátíðarnefndar, og Þorvarður
Árnason úr stjóra ÍSÍ.
Úrslit urðu þessi:
Öldungafl. (50 ára og eldri)
1. Ingólfur Isebarn, GR 86
2. Jóhann Eyjólfsson, GR 91
3. Jón Thorlacíus, Nes 94
4. Óli B. Jónsson, Nes 94
Jón sigraði í aukakeppni um
þriðja sætið.
Drengir (14 ára og yngri)
1. Sig. Thorarensen, Keili 160
2. Kristinn Bernburg, GR 169
3. Ragnar Ólafsson, GR 170
2. flokkur karla
1. Gísli Sigurðsson, GR 186
2. Jón B. Hjálmarsson, GR 187
3. Sverrir Guðmundss. GR 188
3. flokkur karla
1. Magnús Jónson, Keili, 194
2. Guðm. S. Guðmundsson GR 202
3. Þórir Arinbjarnarson GR 206
í þessum flokkum voru leiknar
18 holur, en drengirnir lékú af
fremri teig.
leika, eru þátttakendur í knatt
spyrnumóti, sem haldið er í til-
efni íþróttahátiðarinnar, og taka
þátt í þeim úrvalslið unglicga víðs
vegar að af landinu.
Liðin, sem taka þátt í þessu
rnóti eru þessi: Iþróttabandalag
Keflavíkur, íþróttabandaiag Suð-
urnesja, íþröttabandalag Akureyr-
ar, Héraiðssambandið Skarphéðinn,
íþróttabandalag Akraness, Ungm-
samband Kjalarnesþings, íþrótta-
bandalag Vestmannaeyja, Knatt-
spyrnuráð Hafnarfjarðar og Knatt
spyrnuráð Reykjavikur, KRR.
Þessu móti lýkur í dag, en þá
verða úrslitaleikirnir leiknir, og
hefjast þeir kl. 14.00 á völlunum
milli Laugardalsvallar og laugar-
innar.
Úrslit eru þegar kunn í nokkr-
um flokkum, og urðu þau sem
hér segir:
i
5. flokkur.
Þar er öllum leikjum lokið í
báðum riðlum og leika ÍBK og
UMSK til úrslita.
A-riðill. ÍBK 6 stig, ÍBA 4 stig,
ÍS 2 stig og KRH 0 stig. B-riðill:
UMSK 6 stig, KRR 4 stig, HSK 2
stig og ÍA 0 stig.
4. flokkur.
Þar leika til úrslita ÍBV og
KRRþsem sigruðu í sínum ri'ðlum.
A-riðill: ÍBV 8 stig, ÍBK 4 stig,
HSK 2 stig, UMSK 2 stíg og ÍS
2 stig. B-riðill: KRR 6 stig, ÍBA 2
stig, ÍA 2 stig og KRH 2 stig.
3. flokkur.
Þar eru úrslit ekki kunn því
tveim leikjum er ólokið í A-riðlia-
um, en þar berjast ÍBV og ÍBK
um efsta sætið og ekki útséð með,
hvort liðið kemst í úrslit, en úr
því fæst skorið fyrir hádegi í dag.
Þar er staðan þessi: ÍBV 7 stig,
ÍBK 5 stig (1 leik eftir) HSK 2
stig (2 leiki eftir) og UMSK 9
stig (1 leik eftir).
B-ri@ill: Þar er öllum leikjum
lokið og sigraði KRR í þeim riðli,
og leikur þvi til úrslita við ÍBV
eða ÍBK.
KRR 6 stig, KRH 4 stig, ÍBA 2
stig og ÍA 0 stig.
2. flokkur
Þar er nokkrum leikjum ólokið,
en þeir áttu að fara fram í gær-
kveldi, og einnig fyrir hádegi í
dag.
GAMLAR LANDSLIÐS-
KEMPUR MÆTAST
klp—Reykjavík.
í dag (laugardag) liefst í
Laugardalsliöllinni keppni í ein
liðalcik karla í borðtennis, og
hefst keppnin kl. 9.00 f. h.
í þeirri keppni taka þátt 46
keppendur víðsvegar að af land
inu, og sumir þeirra vel þekkt-
ir íþróttamenn úr öðrum grein
um. eins og við sögðum frá í
blaðinu i gær.
13. ieikur keppninnar er Ld.
milli tveggja fyrrverandi lands
liðsmanna í knattspyrnu, þeirra
Ríkharðs Jónssonar frá Akra-
nesi og Sigurður Albertsson-
ar frá Keflavík.
Eins og fyrr segir ’hefst mót
ið kl. 9.00 f. h. og verða leikn
ir 23 leikir í 1. umferð, og
er leikið á 7 borðum í einu.