Tíminn - 11.07.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.07.1970, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 11. júlí 1970. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsso**. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar- skriístofur í Edduhúsinu, símar 18300—18306. Skrii'stofur Baníkastræti 7 ~ Afgreiðslusími 12323 Auglýsingasími 19523. Aðnar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði. innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Bjarni Benediktsson Þegar svo svipleg stórtíðindi og djúp harmsefni verða, að forsætisráðherrahjón landsins farast í eldi, ásamt ung- um dóttursyni, setur alla hljóða í djúpri þjóðarsorg. Þjóðin vaknaði til þeirra váfregna í gærmorgun, að þessi, mikilhæfu hjón á bezta aldri, með fulla hreysti og starfs- orku, hefðu þá um nóttina horfið í einni svipan af þeim starfsvangi, sem einna hæst ber í þjóðlífinu, á vald þessara örlaga á fornum helgistað þjóðarinnar. Hvað sem líður ágreiningsefnum, sem tengd eru dægurbaráttu eða þjóðmálastefnum, viðurkenna allir, jafnt samfylkismenn sem andstæðingar, að með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, er fallinn í val maður úr hópi hinna svipmestu og áhrifaríkustu stjórnmála- manna á þessari öld, maður, sem markað hefur djúp spor í sögu þjóðar sinnar og átt veigamikinn þátt í bar- áttu hennar og framsókn, og gegnt úrslitamiklu forystu- hlutverki, einkum tvo síðustu áratugina, í för hennar í mikia og minnisverða áfanga. Bjarni Benediktsson var miklum gáfum og hæfileik- um gæddur, enda brotinn af traustu og góðu ættarbergi og hlaut ágæta og fjölþætta menntun. Hann varð snemma mikill áhrifamaður, bæði 1 félagsmálum og fræðum, sem hann lagði stund á. Við gáfur hans og menntun bættust afkastamikill dugnaður og stórbrotin skapgerð til þess að gera hann að afreksmanni með þjóð sinni. Hann varð prófessor við Háskóla íslands á miðjum þrítugsaldri og samdi þegar viðamikil lögfræðirit. Rúmlega þrítugur varð hann borgarstjóri Reykjavíkur og þá kominn í for- ystusveit í flokki sínum. Á vettvangi stjórnmálanna hasl- aði hann sér síðan völl og komst til æ meiri áhrifa, svo að kalla mátti sjálfsagt, að hann tæki við formennsku í Sjálfstæðisflokknum af Ólafi Thors og einnig embætti forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson var einnig um skeið ritstjóri Morgunblaðsins, og skrifaði jafnan mikið í blaðið fyrr og síðar. Hann var þróttmikill ræðumaður og gæddur sérstakri minnisleikni, orðkyngi og skaphita, sem gerði ræður hans áhrifamiklar, ekki sízt þegar til átaka dró. Hann hafði mikinn áhuga á almennum málum, einnig utan stjórnmálahringsins, til að mynda bókmenntum, svo sem forystustarf hans í Almenna bókafélaginu bendir til, og hann var víðlesinn og fróður, jafnt um sögu þjóðarinnar sem innlend og erlend málefni líðandi stundar. Um slíkan mann hlaut jafnan að standa stormur, og að honum vegið með lítilli vægð, enda var hann harð- fylginn baráttumaður sjálfur, en eigi að síður átti hann jafnan óskorað traust og virðingu fyrir mannkosti og hæfileika, sem íslendingar hafa jafnan metið mikils. Kona hans, frú Sigríður Björnsdóttir, var af öllum, er til þekktu, óvenjuleg ágætiskona, hófsöm og stillt vel, greind og rík að forsjá og öðrum þeim kostum, sem íslenzka húsfreyju mega bezt prýða. Mun hún hafa verið manni sínum hinn ágætasti förunautur, og hvarvetna kom hún svo fram að vakti virðingu og vinarþel, og þá fullvissu, að hún ætti 1 ríkum mæli menningu hjartans. Þjóðin syrgir af einlægum hug hin mikilhæfu for- sætisráðherrahjón og ungan dótturson þeirra. Hún kveð- ur áhrifaríkan leiðtoga sinn og finnur vel hve mikill sjónarsviptir er að fráfalli hans. Tíminn vottar börnum forsætisráðherrahjónanna og öðrum aðstandendum þeirra og hins unga drengs, inni- lega samúð. — AK C. L. SULZBERGER: Ríkisstjórn Sovétríkjanna fylgir ekki ný-staiínisma Einræði Stalíns og harðstjórn er enn fordæmd, en þó hefur verið komið fyrir brjóstmynd af honum á leiði hans og kostir hans sem styrjaldarleiðtoga eru viðurkenndir. í BORGINNI Gori í Georgíu búa 45 þúsund manns. Hún er eina borgin í Sovétrík.iunum. sem getur státað af Stalín- stræti, en það liggur framhjá Stalínsafni og til Stalíntorgs, sem .stórt bronz-líkneski ef Stalín setur svip sinn á. Ástæða þessarar sérstöðu Gori er augljós, þar sem hún er fæðingarborg Stalíns. í aug um íbúanna er hann enn sá sojiur borgarinnar, sem náð hefur mestum frama og tókst að verða zar yfir öllu Rússa veldi. GORI stendur í breiðum dal hátt til fjalla, milli gnæfandi tinda í fjarska. Eðlilegt væri að hugsa sér að betta um hverfi mótaði opinskárri og glaðlyndari menn en Stalín, sem gjarna -iðhafði pukur og var ákaflega tortrygginn. Segja má raunar að mynd af honum sem kátum kórdreng i kristilega kennaraskólanum gefi þetta í skyn. Hitt feT þó ekki milli mála, að lífið tók snemma að gæða hann hörku. Marmaragarður umlykur litla hiúsið, þar sem Stalín fæddist. í þvi er aðeins eitt herbergi, sem bláfátækir for- eldrar Stalíns höfðu á leigu og þar dvaldi hann hjá þeim í æsku. Stalínsafnið er nú þar til húsa, en mikið af safngrip- unum minnir á ævintýralegan feril hans og samsærin, sem hann tók þátt í. Hann gerðist kennari í Tbilisi og vann jafn- framt við stjörnuturn þar, en fór snemma að breiða út kenn ingar marxismans í laumi. NOKKRAR tylftir mynda eru á safninu, þar á meðal fá- einar myndir af fjölskyldu Sta- líns, en engin af Svetlönu dótt ur hans, sem nú er búsett j Bandaríkjunum. Þó eru þarna afrit af nokkrum ástúðlegum bréfum hans til þessarar dott ur sinnar. Gori hefur að mestu slopp- ið við afleiðingarnar af áform- um Krustjeffs um að eyða áhrifum Stalíns. Segja má þó að safnið bendi til þess hiut,- verks, sem Stalín er ætlað í sögunni framvegis, — ekki annað eða meira en að vera einn af fremstu starfsmönn- um Lenins, sem gerðist mik- ill þjóðarleiðtogi í heimsstyri- öldinni síðan Við þrepir. upp í safnið stend ur stór stytta af Stalín og á hana er letrað: „Ég er ekki annað en læri'jveinn Lenins og markmið mict ei að verða verð ugur lærisveinr hans“ Þavna getur að líta vitnisburði margra sovézkra marskálka ásamt myndum frá viðræða- fundum hinna „þriggja stóru“ á styrjaldarárunum. Engin borg ber þó framar nafn Stal- íns, enda þótt smærri spá- menn njóti þess hejðurs. STALÍN hefur verið varpað út úr Valhöll, en hann er ekki framar það ómenni, sem Brjóstmynd af Stalín, sem komið var fyrir á gröf hans og afhjúpuð án hátíðahalda 25. júní s. L Krustjeff vildi gera úr nonum. Lík hans var flutt úr grafhýsi Lenins árið 1961 og hvílir nú að baki þess. Þar eru átta leiði í röð og hafa brjóstmynd ir úr bronzi af hinum látnu verið á þeim öllum nema leiði Stalíns og Voroshilovs, sem lézt í fyrra. En nú hefur verið steypt mynd af Stalín og kom- ið fyrir á gröf hans. Gerð hefur verið ný kvik- mynd um Stalín og þar kem- ur hann fram sem kurteis, lág- mæltur, vitur en strangur styrjaldarleiðtogi. Reynt er að leggja rækt við minningu um hann einmitt í þessu hlutverki. Annars er einræði hans og. grimmd enn fordæmt og þess gerast jafnvel dæmi, að reist séu minnismerki um suma for ustumenn, sem Urðu hremsun um hans að bráð. Leonid Brez hnev hélt maraþonræður á fimmtíu ára afmæli byltingar- innar og hundrað ára afmæli að ára afmæli Lenins, en hon- um tókst þó að sneiða hjá þvj að nefna nafn Stalíns í þess- um löngu ræðum. ÞESS verður að vísu vart. að tekið sé harðar á efasemd- um menntamanna en áður var, en ekkert gefur þó til kynna að í ráði sé að endur- vekja Stalínstímann. Efalítiff eru nokkur hundruð stjórn- málamanna meira eða mi'ina óánægðir og hægri sinnaðir andstæðingar stjórnarinnar eins og áhangendur V.M. Molo tovs sita óáreittir í embættum eða njóta rýmilegra eftirlauna. Segja má að stjórn landsins aðhyllist hægfara íhaldsstefnu (á kommúnistavísu) en geti þó ekki talizt bein afturhalds- stjórn. Fátt er um gerræðisleg ar hapdtökur og pólitísjca leynilögreglan ber ekki fram- ar að dyrum hjá þegnunum á næturþeli Afturhvarfið frá Krustjefftímanum er fremur hægfara. Nokkurrar óánægju gætir meðal menntamanna og töluvert ar gefið út af leyni- ritum. Þetta gæti ekki gerzt ef ný-stalínismi væri ríkjandi. Harðvítugur einræðisherra léti ganga milli bols og höf- uðs á þessum hreyfingum t einni nóttu BREZHNEV sem er enginn sérstakur atkvæðamaður. kem- ur fram sem eins konar nefnd arformaður í æðsta ráðinu og fjarri fer að hann sé alveg einn um forustuna. Allar meiri háttar ákvarðanir virðast vera staðfestar af meirihluta for- ustumannanna. Þegar ákvörð- un hefur verið tekin, kemur jjað hins vegar í hlut Brez- hnevs sem framkvæmdastjóra flokksins að tilkynna hana op- inberlega. Sýnilega hefur ver- ið ákveðjð að reyna að stækka hana í augum almennings með því að gera hann að aðalræðu- manni flokksins. Ekki verður séð að verulega kveði að hernum sem stiórn- málaafli, Allir mestu marskálk- arnir eiga sæti í miðstiórn flokksins, en þess ber að gæta, að þeir hefðu ekki einu sinni náð óberstatign ef hylli flokks ins hefði ekki notið við. FLOKICURINN líður ekki að neinn sé á öðru máli en hann í heyrand'a hljóði. Georgi Zhukov marskálkur framdi stjórnmálasjálfsmorð þegar hann lýsti fyrir hönd hersins fylgi við Krustjeff í deilum hans við Molotov. Hann var horfinn af sjónarsviðinu eftir nokkra mánuði. Brezhnev og fylgismenn hans eru að reyna að koma á að nýju eðlilegri framvindu Framhald á bls 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.