Tíminn - 11.07.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.07.1970, Blaðsíða 6
1 TÍMINN i LAUGARDAGUR 11. júli 1970. ápÉiiB "I ÖEItaii il ; in ' SiISil i : Séö ofan úr hliðinni norðan við bústaðinn, yfir rústirnar, Þingvallabæinn og út á vatnið. BRUNIRÁDHERRABÚSTAÐARINS Slökkviliðinu í Reykjavflcv- • < -sSstoSaryfirlögregluþjóim, á- ásamt þeim Nirðj Snæhólm, Framhald af bls. 3 vatnið, Valhallar og Þingvalla- bæjarins- Húsaskipan í bústaðnum var þannig, að þegar gengið var inn í hann, um dyrnar, sem sneru niður að vatninu, voru tvær stofur á vinstri hönd er komið var í forstofuna. Á hægri hönd voru tvö svefnher- bergi og fyrir miðju var snyrti herbergi og aftan fyrir miðju var eldhúsið, og enn aftar kyndi'klefinn og spennistöðin. f .eldbúsinu mátti sjá leifar af búsáhöldum, og þar voru H hlið við hlið svartir og beygl- aðir kútar, er eitt sinn voru slökkvitæki, og gaskútar, sem höfðu sprungið. Kyndiklefinn hafði verið hólfaður af með hlöðnum vegg, og virtist svo sem eldurinn hefði ekki leikið mikið þar um. Stór og mikill olíutankur stóð aftur úr rústunum, en hús ið mun hafa verið kynnt allan ársins hring, nótt og dag, og þess vegna stór olíutankur. Norðan við Konungshúsið, eins og sumarhúsið var löng- um kallað, hafði fyrir nokkrum árum verið byggður svefn- skáli, og sá ekki á honum eftir brunann, og er skýringin sú, að vindur yar mjög hvass að norðan, og stóð af húsinu, og úrhellis rigning var um nótt ■ ina, og mældist úrkoman heil- ir 36 millimetrar við Þingvalla bæinn. Dr. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra fór austur í sum arbústað í gærkvöldi ,og ætlaði hann. aðeins að gista í húsinu þessa einu nótt, því í dag var ferðinni heitið í Vesturlands- kjördæmi. þar sem forsætisráð herra ætlaði að maeta á héraðs mótum. v barst tilkynning um brunann klukkan 01,40 í nótt, og.voru strax sendir tveir slökkvibílar af stað frá Reykjavík. Síðar var svo beðið um sjúkrabíl, en um sex í morgun fór bíll frá slökkviliiðnu, og sótti jarðnesk ar leifar hinna látnu, austur á Þingvöll. Er slökkviliðið kom á stað- inn, eftir tæpan klukkutíma, var húsið fallið og ekki annað fyrir slökkviliðsmennina að gera en slökkva í rústunum. Lögreglumenn frá Reykjavík voru eystra í dag, og héldu vörð um rústirnar. Var þar lengst af Sverrir Guðmundsson samt öðrum lögreglumanni. Ingólfur Þorsteinsson, yfir- lögregluþjónn rannsóknar- lögreglunnar í Reykjavík, sagði Tímanum, að sýslumað- urinn í Árnessýslu, Páll Hall- grímsson, hefði farið þess á leit, að rannsóknarlögreglan í Reykjavík aðstoðaði við rann sókn brunans. Strax í nótt fóru rannsókn- arlögreglumenn austur á bruna staðinn, og síðan aftur eftir hádegið í dag Er fréttamaður Tímans kom á staðinn aftur eftir hádegið, var Ingólfur Þorsteinsson þar aðalvarðstjóra, Jóni Halldórs- syni, varðstjóra, Sævari Jó- hannssyni, tæknimanni í rann sóknarlögreglunni, Ragnari Vigni, varðstjóra í tæknideild, og Guðmundi T. Guðmunds- syni, rannsóknarlögregluþjóni. Þá höfðu einnig verið kvaddir á staðinn Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri, rafmagnseft- irlitsmaður og eldfæraeftirlits- maður. Rótuðu þeir í rústun- um og reyndu að gera sér grein fyrir upptökum brunans, en að því er Ingólfur Þor- steinsson sagði Tímanum i kvöld, þá er ekkert hægt að segja til um upptök brunans, svo algjör er eyðiléggingin í húsinu. Ingólfur sagði það hinsveg- ar ljóst, af verksummerkjum, að þau þrjú, sem voru í hús- inu, hafi vaknað og verið kom in úr rúmum sínum í húsinu. Páll Hallgrímsson, sýslumað- ur, og yfirlögregluþjónninn á Selfossi, Jón I. Guðigiundsson, voru meðal þeirra, sem komu á brunastaðinn í nótt, en Þing- vellir eru sem kunnugt er á þeirra yfirráðasvæði. I kvöld voru hafnar yfir heyrslur á Þingvöllum vegna brunans, og stjórnaði sýslu- maðurþeim. Hollendingarnir sjö, sem fyrst urðu varir við brunann í sumarhúsi forsætisráðherra á Þingvöllum, sátu að morgun verði í Hótel Valhöll, er frétta tnaður Tímans náði tali af þeim. Þeir sögðust hafa komið til landsins fyrir nokkrum dögum og ætlað að fara á hestamanna mótið í Skógarhólum. Tjöld- uðu þeir við Vatnsvík í gær- kvöldi, en um miðnættið fauk tjaldið ofan af þeim, og tóku þeir þá það til bragðs, að flytja farangur sinn á bílnum, sem þeir hafa á leigu, heim *á hlaðið við Valhöll. Stöðvaði fólkið bilinn við söluskálann á hlaðinu, og var klukkan þá um hálf tvö. Bústaður forsætis- ráðherra blasir við þama af hlaðinu, og sáu þeir þá, að eitthvað óvenjulegt var þar á seyði. Brá eldslogum fyrir í gluggunum. Þegar fólkið kom áð húsinu sá það, að eldur var laus inni í því Bönkuðu Hol- lendingarnir á glugea og dyr, og stafaði þá miklucn hita frá * húsinu. Nokkrum míaútum eft Framha' á bis. W RáðherrabústaBurinn á Þingvöllum. Myndin var te.<in fyr - nokkrum árum. (Tímamyndir: Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.