Tíminn - 14.07.1970, Blaðsíða 3
ÞRTOJTJDAGUR 14. júlí 1970.
TIMINN
3
Breytingar á námi við laga-, viðskipta-,
verkfræði- og raunvísindadeild háskólans
EJ—Reykjavfk, mánudag.
Gerfflar hafa verið verulegar
breytingar á reglugerð fyrir Há-
skóla íslands, að því er varðar
nám í lagadeild, viðskiptadeild og
verkfræði- og raunvísindadeild, að
því er segir í frétt frá mennta-
málaráðuneytinu.
Þessar breytingar eru helztar:
a) iDagadeild: Breytingarnar
stefna að styttingu námstímans,
meiri fjölbreytni í námi í deild-
inni og meiri sérhæfingu í loka-
þáttum námsins. Hingað til hefur
reglugerð ekki kveðið á um lengd
námsins, en meðalnámstími í laga
deild hefur verið 6 og hálft ár.
Franskt herskip
til sýnis
FB—Reykjavík, mánudag.
Hingað er komið franskt her-
skip Casabianca, 3900 tonn að
stærð, með 359 manna áhöfn. Skip
ið fer héðan aftur að kvöldi 15.
júlí. Á morgun, þriðjudaginn 14.
júlí verður skipið til sýnis fyrir
almenning frá klukkan 15 til 19.
Skipherra er Ullmann.
Skarst á höfði
í árekstri
OÓ-Reykjavík, mónudag.
Harður árekstur varð í dag á
mótum Barónsstígs og Eiríksgötu.
Þar lentu saman Volkswagenbíll
og jeppi. Skemmdust báðir bíl-
arnir mikið. Kona sem sat í fram
saeti Volkswagensins skarst tals-
vert á höfði og var flutt á Slysa-
varðstofuna. Aðrir setn í bílunum
voru slösuðust ekki.
Nú skal embættisprófi lokið eft-
ir 5 ára nám. Er náminu skipt
í þrjá hluta (2 ár, 2ár og 1 ár) í
stað tveggja áður.
b) Viðskiptadeild: Meginbreyt-
ingin er, að síðari hluti námsins
slúptist í tvo kjarna, fyrirtækja-
kjarna og almennan kjarna. Tak
markið er að gefa nemendum,
sem fara í fyrirtækjakjarna, kost
á að sérhæfa sig meira en nú
er kostur í greinum, sem lúta að
rekstri og stjórn fyrirtækja. Al-
menni kjarninn er hugsaður fyr-
ir þá, sem hyggja á störf í opin-
berri stjórnsýslu ríkis- og sveit-
arfélaga, við hagskýrslugerð, við
hagrannsóknir eða hugsa til vís-
STAL ÞVOTTAVÉL 00 SELDI
OÓ—Revkjavík, mánudag.
Maður nokkur sem býr í Skjól
unum, seldi s.l. laugardagskvöld
þvottavél af Candygerð, en vélin
er í eigu fólks sem býr á hæð-
inni fyrir ofan seljandann. /ar
enginn heima í þeirri íbúð á laug
ardagskvöldið.
Þvottavélin er nýleg og því
góð söluvara. Var maðurinn að
drykkju úti í bæ og þurfti á pen-
ingum að halda. Bauð hann öðr-
um manni vélina til kaups á góðu
verði. Fóru þeir saman upp í íbúð-
ina, sem vélin var í, og báru út í
bí-1. Kaupandinn vissi ekki betur
en sá sem seldi ætti þvottavélina,
og fór með hana heim til sín 1
þeirri trú að hann hefði gert góð
kaup. Þegar fólkið kom heim, sem
vélina á, saknaði þáð hennar, en
vitni urðu að því er hún var bor-
in út og þekktist seljandinn.
Hann fannst síðan ekki fyrr en
í dag, 'og fengu réttu eigendur
vélarinnar hana í kvöld.
SJÖ SOVÉZKAR FLUTNINGA-
FLUGVÉLAR ÞEGAR KOMNAR
KJ—Reykjavík, mánudag.
Alls hafa nú sjö sovézkar flutn
ingaflugvélar haft viðkomu á
Keflavíkurflugvelli, og komu þrjár
þær síðustu til vallarins síðari
hluta dags í dag.
4
Ein vél er væntanleg á mergun,
og verður sú af þeirri gerð sem
kom hingað á fimmtudag, en allar
vélarnar sem hingað til hafa kom
ið, eru af sömu gerðinni. Á mið
vikudaginn er hins vegar væntan j
leg fyrsta risaflutningaflugvélin
af gerðinni AN-20, en þetta mun
vera ógurlegt ferlíki. Vega slíkar
vélar fullhlaðnar heil 250 tonn,
en til samanburðar má enn einu
sinni geta þess, að Loftleiðaþoturn
ar vega fullhlaðnar um 160 tonn,
en það eru næst stærstu farþega
þotur, sem eru í óætlunarflugi nú.
Á bakka heitu ölkeldulaugarinn ar að Lýsluhóli, skóli og félags heimili Staðarsveitar í baksýn.
HEILSULINDIR í STAÐARSVEIT
i
i
i
i
■
SJ—mánudag.
Að Lýsuhóli í Staðarsveit er
skóli og félagsheimili sveitarinn-
ar í einni byggingu, sem enn er í
smíðum. Skólinn er heimangöngu
skóli og yar tekinn í notkun um
áramótin 1968/69. Að Lýsuhóli
er sundlaug með heitu ökeldu-
vatni, en þar er einnig gömul
heit laug, sem danskur kaupmað
ur að Búðum lét gera sér nálægt
síðustu aldamótum. Borað hefur
verið eftir heitu vatni að Lýsu-
hóli og fundizt allt öð 60° heitt
vatn, og er nýja byggingin hituð
upp með því. Nálægar sveitir sam-
einuðust um byggingu vandaðs
heimavistarskóla að Laugagerði,
en Staðarsveitungar kusu heldur
heimangönguskóla og hófu skóla-
byggingu út af fyrir sig. íbúar
sveitarinnar hafa margir verið
mjög fúsir að leggja fram sjálf-
boðavinnu, hafa sumir unnið þar
allt upp í hálfan mánuð í einu.
Mikil trú er á hollustu þess
að baða sig í heitu ölkelduvatn-
inu að Lýsuhóli, og hefur ýmsurh
komið í hug, að góð hugmynd væri
að byggja heilsuhæli á staðnum.
En kalt ölkelduvatn finnst líka
þarna víða í grenndinni.
Um þessari mundir eru nem-
endur og kennarar Heyrnleysingja
skólans í sumardvöl i Lýsuhóls-
skóla.
indalegs framhaldsnáms í þjóð-
hagfræði erlendis.
c) Verkfræði- og raunvísinda-
deild: Deildin fær mjög aukið
verksvið. Tekið verður upp fjög
urra ára nám í byggingar-, véla-,
og rafmagnsverkfræði, sem lýkur
með BS-prófi, en hingað til hefur
verkfræðinám tekið 3 ár og miðazt
við verkfræðinám erlendis að
námi loknu hér heima. Ætla má,
að nokkur hluti þeirra verkfræð
inga sem útskrifast hér, muni þó
framvegis leita frekara náms er-
lendis. Ennfremur verður tekið
upp tveggja ára fyrri hluta nám
í eðlisyerkfræði og efnaverk-
fræði. f stað BA-náms í greinum
raunvísinda, kemur þriggja ára
nám með eftirtaldar aðalnáms-
greinar: stærðfræði, eðlisfræði,
efnafræði, líffræði, jarðvísindi og
landafræði. Þessu námi lýkur með
BS-prófi. Námið verður viða-
meira en BA-námið hefur verið,
og gert er ráð fyrir að við það
megi bæta allt að eins árs sér-
hæfðu námi við deildina.
f fréttinni segir, að til þess
að tryggja framgang þeirra breyt
inga, sem felast í nýju reglugerð
inni þegar á því háskólaári, sem
hefst í haust, hafi ríkisstjórnin
tekið í síðustu viku grundvallar-
ákvarðanir um heildarfjárveiting
ar til háskólans 1971, sem tillög-
r verða gerðar um með fjárlaga
frumvarpi í haust.
Verður fekstrarfjárveiting til
háskólanáms 1971 a. m. k. 81 millj
ón. Segir að sambærileg tala í
fjárlögum þessa árs hafi verið
63.3 milljónir.
Þá segir, að ríkisstjórnin muni
beita sér fyrir því,að fjár verði
aflað til tækjakaupa vegna nýrra
rannsóknar- og tilraunakennslu-
stofa við háskólann, allt að 11
milljónum.
„Fjáröflun til þessara þarfa verð
ur sams konar og fjáröflun til
bygginga háskólans, þ. e. ráðstöf-
un á hagnaði happpdrættis há-
skólans og sérstakar framkvæmda
fjárveitingar“, segir í fréttinni.
Þá segir, að nú hafi verið eða
verði á næstunni auglýst 8—9
prófessorsembætti við háskólann,
8—9 dósentsstöður og 10—12 lekt
orsstöður. Auk þess hafi verið
eða verði ráðnir á næstunni allt
að 20 aðjunktar til hluta starfs.
BÖRÐU MANN
OG RÆNDU
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Tveir menn börðu druk'kinn
mann og rændu af honum nær
átta þúsund krónum s. 1. laugar
dagskvöld. Sá sem svona var
farið með, kom á lögreglustiöðina
skömmu eftir miðnætti og kærði
árásina. Var maðurinn blóðugur
í andliti og brotin hafði verið úr
honum tönn. Árásartnennirnir voru
handteknir síðar um nóttina.
Sá sem stolið var af, gerði sér
ekki vel grein fyrir hvað borið
hafði við. Hafði hann setið að
sumbli á veitingahúsi og mundi
hann að hafa séð árásarmennina
þar og kannaðist því við þá.
Leikur grunur á að þeir hafi
séð peningana í veski mannsins
á veitingahúsinu. Er hann fór
þaðan, gekk liann að húsi við
LeifsgÖtu. Þar réðust mennirnir á
hann, börðu í andlitið og tóku
peningana úr veskinu og skildu
manninn eftir illa á sig korninn.
T
AVIÐA
m
íþróttir og lífsfirring
Vísir birtir í gær töluvert
atliyglisverðan leiðara um
íþróttamál að lokinni hinni
myndarlegu íþróttahátíð, þar
sem mörg ágæt íþróttaafrek
hafa verið unnin jafnt af íslend
ingum sem útlendingum. Vísir
segir m. a.
„Hlutverk íþrótta er þó mikl
um mun stærra en einungis að
ala afburðamenn. Árangurinn
verður ekki dæmdur af metum
einum saman eða verðlaunapen-
ingum. Takmarltið er heilbrigði
sálar og líkama. Þar biður
íþróttahreyfingarinnar Grettis-
tak. fslendingar standa grann
þjóðum sínum ekki á sporði um
þol og þrek. Við höfum verið
of Iatir og værukærir.
Einmitt þess vegna vekur
hinn almenni áhugi á íþróttahá
tíðinni nýjar vonir. íþróttagrein
ar, sem verið hafa í öskustónni,
dreymir nú um manndóm. Sér-
staklega var ánægjulegt,
hversu margir fylgdust með
fimleikum á þessari hátíð. Þeir
fóru fram við nær fullu húsi,
þar sem áður hefur sætt tíðind
um að menn létu sig þessa
grein nokkru varða.
Íþróttahátíðin hefur ekki
heppnazt, af því að fslcndingar
gerðu Ioks jafntefli við Dani í
knattspyrnu eða unnu Skota í
körfuknattleik. Hún hefur
heppnazt, vegna þess að vonir
hafa vaknað um framtíð íþrótta
sem almenningseignar, þáttar í
lífi sérhvers borgara, þótt hann
sé enginn afburðamaður. Tak-
markið er að vekja áhuga æsk
uiinar á heilbrigðari viðfangs-
efnum en inörgum þeim, er nú
njóta mestra vinsælda, beinlín
is hindra, að hún veslist upp
í Iífsfirringunni.“
Lsndið kallar
Einhver skemmtilegasta til-
breytni, sem tekin hefur verið
upp í félagsstarfi stjórnmála-
flokkanna, a.m.k. í höfuðborg
inni, eru sameiginlegar ferðir
um landið einhvem fagran
sunnud., helzt í júlí. Reynslan
sýnir, að fólk er enn fúsara til
þátttöku í þessum ferðum en
að sækja venjulega félags-
fundi, og eru þessar ferðir oft
ast mjög fjölmennar, og tekur
fjölskyldan öll þátt í þeim.
Oftast er vel til þessara
ferða vandað, fagrir eða sögu
frægir staðir valdir og fróðir
menn fengnir til lýsingar og
frásagna. Oft er einhver
skemmtan önnur um hönd
höfð, og glaðværð mikil. Þeir,
sem byrja að fara í þessar ferð
ir, gera það aftur og aftur,
vilja helzt ekki missa af þeim
og telja þær öðrum ferðum
skemmtilegri.
Þetta er að minnsta kosti
reynslan af skemmtiferðum
Framsóknarfélaganna í Reykja-
vík síðustu árin. Nú er sumar
ferðin ákveðin næsta sunnudag,
og verður haldið til Hveragerð
is og Selfoss, en þaðan austur
yfir Þjórsá um Holt og Land
sveit í Galtalækjarskóg og að
eldstöðvum Heklu. Heimleiðis
farið um Þjórsárbrú hjá Búr
felli að Skálholti, síðan til
Laugarvatns og um Laugardals
velli og Gjábakkahraun til Þing
Framhald á bls. 14.