Tíminn - 14.07.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.07.1970, Blaðsíða 8
8 TIMINN Tf 1 1 '“*'•'"Tr ÞRH)JUDAGUR 14. JÚM 1970. Hnarreistir fákar og hestamenn við verðlaunaafhendingu. Hressilega drukkið úr flöskunni Líf og fjör á lands- móti hestamanna Hann rigndi, þegar við ókum gegnum hliðið á Skógarhólum síð degis á laugardaginn, en hesta- menn létu regnið lítt á sig fá og riðu Gunnars á Hlíðarenda-legir um skeiðvöllinn ,eaida var verið að keppa í brokki og eðlilega vildu allir ná í verðlaunin. Fjöldi fólks stóð meðfram skeiðvellinum og stundum áttu lögregluþjónar fullt í fangi með að halda aftur af mannskapnum er lá á línunum, sem strengdar höfðu verið fram með vellinum. Hermann Sigurðsson á hesti sínum Blæ sem var nr. 1 af alhliða gæð- ingum. kveðskap þennan til birtingar svo að fleiri gætu notið hans en þeir er á hlýddu. Þegar kvöldvökunni var slitið var 'hugur í fólki að slá nú upp balli á staðnum, og hljómaði brátt harmónikkutónlist um mótsstað- inn og nokkrir stigu dans. En iþví miður komst aldrei fjðr í dansleik þennan og lognaðist hann því brátt útaf. Hins vegar hófst söngur mikill í ilmandi heyi, sem misheppnazt hafði að binda í bagga á kvöldvökunni, og var þar á vellinum. Var leikið undir á gítar og mörg góð lög fiutt. „Hún er sko gift" Um miðnættið var ölvun orðin mi'kil og mátti þá sjá margan hestamanninn hallast nokkuð á Hver sigrar? Ragnheiður Sigurgrímsdóttir sýni r listir sínar. Eins og venja er á hestamanna- mótum og öðrum útisamkomum var Bakkus gamli þarna í há- vegum hafður, og mátti sjá unga sem aldna ráfa um svæðið, og vart vita hvert halda skyldi. Voru margir þegar all illa á sig komnir, votir mjög eftir rigningarskúrina og óhrein ir, enda hafði for mikil myndazt á þeim leiðum sem mest voru farnar á staðnum. Aðspurð kvaðst þó lögreglan lítið hafa haft að gera enn sem komið væri við að fjarlægja ölvað fólk eða aðstoða það á annan hátt. — Hvernig sem það verður í kvöld eða nótt, bætti lögregluþjónn við. Þegar kappreiðum laugardags- ins var lokið, var hugur í mörg- um að „Skella sér“ nú á ball og voru iþá einkum höfð í huga Minni-Borg eða Aratunga. En aðr ir kusu heldur að vera eftir og njóta kvöldvfjkunnar er stóð til boða þar í Skógarhólum. Líf og fjör á hesfamannamóti Það leit vel út með veður á laugardagskvöldið, hlýtt var og þótt himininn væri skýjaður, var ekki útlit fyrir að rigndi á næst- unni, enda varð sú raunin á, því að regnderba kom ekki fyrr en eftir hádegi daginn eftir. Fólkið var þvf í góðu skapi er kvöldvakan hófst um níuleytið, og var nú Bakkus dýrkaður af mikl- um innileik, og var hraustlega tekið undir söng sikemmtikraft- anna á kvöldvökunni, og vel klappað fyrir skáldaköppum að norðan, er þeir fluttu hnitmiðað- ar ferskeytlur um ýmsa þætti í þjóðlifi okkar íslendinga, eins og t. d. þá þekktu viðreisn, offjölg un okkar íslendinga (?) og það langlífa þrætuepli menningarvita landsins sem leikmanna, sem sé svoneíndan atómkveðskap. Því miður tókst okkur ekki að fá Keppt í baggabindingu á kvöldvökunni á laugardagskvöldið. hesti sínum, en aðrir gengu um í reiðstigvélunum og sungu með pela sína á lofti, hópuðust saman, létu pela ganga á milli sin og héldu áfi-Ecn að syngja. Var sann- arlega komin gleðistemmning á hestamannamótinu og lögreglan hafði lítið að gera, því að slags- mál eða aðrar afleiðingar ölvunar innar voru lítt áberandi. Um tvö leytið um nóttina virtist þó ró vera að færast yfir staðinn, því að margir voru þreyttir orðn- ir á söng og öðrum gleðskap, og því gengnir til náða. Talsvert líf færðist aftur yfir mótsstaðinn Astin blómstrar í heyinu . . . . þegar fólk kom affcur af dans- leikjum frá Aratungu og Minni- Borg, og var sungið og önnur gleði höfð í frammi alla nóttina. Ekki vildu allir sætta sig við að teknar væru af þeim myndir. Einn stæðilegur maður hrópaði upp yfir sig, er blaðaljósmyndari fcók af honum mynd: — Þú mátt ekki birta þessa, hún er sko gift, og benti á vinkonu, er hann var með við hlið sér. í sól og regni á sunnudegi Á sunnudagsmorguninn skein sólin glatt ,en eftir hádegið dró ský fyrir sólu og kom hellirigning. Félagar úr hestamannafélögunum létu það ekki á sig fá, klæddust litríkum skikkjum og öðrum einkennisklæðnaði og fjölmenntu á hestum sínum á skeiðvellinum, og riðu um hann í hópum þar til helgistundin hófst með ræðu Áma Pálssonar, prests frá Söðulsholt.i á Snæfellsnesi, en síðan lék lúðrasveit þeirra Selfyssinga nokk ur velvalin lög um leið og hóp- reið hestamannanna hélt áfram á skeiðvellinum. 1 Hann rigndi enn sem hellt væri úr föfcu, þegar Ragnheiður hestakona Sigurgrímsdóttir og nokkrir nemendur hennar sýndu snilld sína á hestum, og horfðu þeir gestir, sem ekki höfðu leitað sér skjóls undan rigningunni í tjöldin sín, hugfangnir á. Því næst var sýnt úrval gæðinga í Aog B flokki, með góðri en held ur langdreginni útlistun dóm- stjórnar ,og verðlaun afhent (en úrslitin geta lesendur séð f frétt á öðrum stað í blaðinu). Því næst hófst seinni sprettur skeiðsins og er því var lokið, gengum við til heúamanna og ræddum lítillega við þá. SundriSu Skeiðará Þorkell Steinar Ellertsson, skóla stjóri á Eiðum. var nýstiginn af baki Þyt únum begar við náðu'm tali af honum — Það er gaman ’að taka báfct í slíku móti Við Austfirðinvor reynum að iska bátt í bes=-’ = og aðrir. þótt langt sé að fara. sagði hann. Pétur Jónsson frá Egilsstöðum, !6 ára, var aldeilis ekki af baki ottinn. Hann kom ríðandi að Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.