Tíminn - 16.07.1970, Page 7
FIMMTUDAGUR 16. júlí 1970.
TIMINN
Héraðsmót Fram-
sóknarmanna í Æ-Hún.
Halldór Olafur Jörundur
Héraðsmót Framsóknarmanna í Austur-Húnavatnssýslu verður haldið að Húnaveri,
laugardaginn 18. júlí og hefst kl. 21,00. Stuttar ræður flytja: Halldór E. Sigurðs-
son, alþingismaður og Ólafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri. Hinn bráðsnjalli gaman-
leikari Jörundur, skemmtir. Söngtríóið Fiðrildi, syngur. Hljómsveit BG leikur fyrir
dansi, ásamt söngkonunni Ingibjörgu, frá ísafirði. — Framsóknarfélögin.
Félag húsgagnaarkitekta 15 ára
Félag húsgagnaarkitekta var
stofnað 4. júlí 1955 af viðstöddum
6 félagsmönnum. Hjalti Geir
Kristjánsson var kjörinn fyrsti
formaður félagsins og gegndi
hann því starfi til ársins 1962.
Með Hjalta í fyrstu stjórn félags
ins voi-u þeir: Helgi Hallgrímsson
ritari og Árai Jónsson, gjaldkeri.
Markmiðið með stofnun félagsins
var, eins og segir í 2. gr. félags
laganna: ,,að stuðla að bættri hí-
býlamenningu og vernda hagsmuni
félaganna". Stofendur félagsins
HELGIHALD í
SKÁLHOLTS-
KIRKJU
Messur v:erða í Skálholtskirkju
hvern sunnudag j sumar eins og
undanfarin sumur. Messutíminn
er að jafnaði kl. 5 síðdegis. Barna
guðsþjónustur eru einnig í kirkj
umni á hverjum sunnudagsmorgni
kl. 10.
Mikill og sífelldur straumur
ferðamanna er til Skálholts, og
eru ávallt einhverjir þar á meðal,
sem koma gagngert til þess að
eiga heiluga hvíldarstund í kirkj
unni, lausir við allan veraldar
þys. Hins vegar ber einnig nokk
uð á því, að ferðamenn, sem oft
eru á hraðri ferð, geri ónæði
með óþarfa umgangi um messu
tímanue. Eru það vinsamleg til-
mæli að fólk, sem alls ekki vill
eða ætlar sér að taka þátt í mess
um á staðnum, gæti þess að rjúfa
ekki friðhelgi á messutíma.
voru 8, en nú er starfandi í fé- laginu 21 félagsmaður. Félagið gerðist fljótt aðili að IFI, alþjóða samtökum innanhússarkitekta. Meðlimir IFI eru 12 félög frá Framhatd o bLs 14
Verbúðir í SJ-mánudag. Fyrir um hálfum mánuði hófst hygging 14 verbúða við Ólafs- vikurhöfn. Verið er að slá upp fyrir grunni búðanna. en síðan verður verkið boðið út. Þarna eiga að koma beitingahús og veið færageymslur ásamt frystiáðstöðu fyrir um 20 báta. Verbúðirnar verða á tveim hæðum og . eiga þasr.að tryggja framtíð línuútgerð ar'‘ffg,káuptiíníivhV: “jjj ■i'ibro? ,-*•■.■« -»-* ■ - -- ■ -ISPT ( Nýtt hlutafélag var stofnað vegna byggingar verbúðanna og á Ólafsvíkurhreppur 51% hluta bréfa, en útgerðarmenn 14 Ólafs byggingu víkurbáta 49%. Hlutafé er 2.850. 000. Mjög góð samstaða er í kauptúninu um framkvæmdir þess ar og áhugi mikill, en með nýju hafnarlögunum 1968 hætti ríkið að styrkja verbúðabyggingar. ' Hafnarframkvæmdir eru fyrir- hugaðar í Ólafsvík, en ailt óráðið um þær ennþá. Mikill uppgangur hefur verið í kauptúninu unÖan farin ár og góð höfn mjög mikil ,VJ|9gf 'íyrir byggðarlagið. IJiúver- ar, þornar að imiklu leyti upp á fjöru, enda .sagði eitt góðskáldið í gamni að Ólafsvíkingar ræktuðu kartöflur í höfninni.
íslenzkt kynningar- kvöld hjá Sþ Menningarféíag Sameinuðu þjóð anna efndi til kynningarkvölds um ísland 19. júní s.l. í tilefni af 25 ára afmæli Sameinuðu þjóð anna og fullveldisdegi fslands. Sendinefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunutn og Loftleiðir aðstoðuðu félagið á ýmsan hátt, tn.a. með þvi, að veita gestum mat og drykk. Formtaður maimingarfólagsins, ungfrú Veronica Bartlett setti samkomuna, en ívar Guðmunds- son, upplýsingastjóri stjórna'ði. Sýnd var íslandsmyndin „Prospect óf Iceland“. Hannes Kjartansson, ambassador, fastafulltrúi íslands hjá S.þ. flutti ávarp. Jóhanna Norðfjörð leikkona, las upp úr Brekkukotsannól Halldórs Kiljan Laxness. Veittir voru brauðmunnbitar með íslenzku áleggi. Loftleiðir gáfu matinn en Flemming Thor- berg matgerðarmeistari sá um framleiðslu. Til hressingar var boðið íslenzkt brennivín. Urn 300 manns sóttu samkom- una.
■ i
: : f' -
; ,•:•:•:■: ■•■
•íöc • -í
• v':á:
Skólahljómsveitin á göngu til hljómleika í Þróndheimi nálatgt Oómkirkjunm
i '< ®
f
| Einar fyrir utan dyrnar á húsvagninum. — (Tímamynd SJ).
IVIÁLARAIVIEISTARg FERÐ-
AST UM MEÐ HÚSVAGN
SJ—Reykjavík, þriðjudag.
Fyrir skömmu hittum við
Einar Ingimundarson, málara
meistara, í Borgarnesi á förn
um vegi þar í kauptúninu. Hann
var þá á förum til starfa að
Bifröst í Norðurárdal ásamt
fjölskyldu sinni, og ætluðu þau
að búa í húsvagni, sem hann
hafði nýlega keypt sér, me'ðan
á vinnunni þar stæði. Einar
istarfar mikið við skóla og
thótel í Borgarfirði, Dölum o-g
■á Snæfellsnesi, en víða er erfitt
um húsnæði og fæði á slíkum
stöðum um aðalferðainannatím
ann. í húsvagni Einai-s er góð
eldunaraðstaða og svefnrými
fyrir að minnsta kosti fjóra.
Skólafiljómsveit Kópavogs
er kcmin úr Noregsför
AK—Reykjavík.
Skólahljómsveit Kópavogs er
nýkomin heim úr ágæta ferða-
lagi til Noregs, þai- sem hún lék
við góðan orðstír í Osló og Þránd
heimj og einnig á Jónsmessuhátíð
í Steinkjær, en þangað var sveit-
inni boðið. Björn Guðjónsson var
stjórnandi fei’ðarinnar, en aðrir
fararstjórar voru Karl Guðjóns
son, fræðslustjóri í Kópavogi,
Guðrún Helgadóttir, íþróttakenn
ari og Ólafur Guðmundsson, barna
verndarfulltrúi.
Lagt var af stað 18. júní og
flogið til Oslóar. Þar var dvalizt
í tvo daga og lék sveitin bæði
á Karl Johan og úti í Student-
lunden. Síðan var haldið með
lest til Þrándheims, sem er vina
bær Kópavogs. Þar hlaut sveitin
hinar beztu viðtökur, méðal ann
ars af hendi borgarstjórnar og
fleiri aðila. Lék sveitin har tvisv
ar eða þrisvar og hlaut góða dóma
í blöðum.
Loks fór sveitin til Stenkjær,
en þangað var henni sérstaklega
boðið á mikla Jónsmessuhátíð.
Fékk hún þar heiðurssæti meðal
átta annai’ra hljómsveita. sem
léku á hátíðinni.
Loks var haldið aftur til Þránd
heims og þáðan til Oslóar og flog
ið heim með vél Flugfélags fs-
lands 25. júní.
í förinni var 41 liljóðfæraleik-
ari, allt börn og unglingar innan
sextán ára aldurs. Tókst för þessi
i alla staði hið bezta.
lÁkkiT
FRÁ PERÖ
Rauða krossi íslands hefur bor
izt þakkarskeyti frá Rauða krossi
Perú,, þar sem íslendingum eru
færðar þakkir fyriig fjárliagsað-
stoð Rjkisstjórnar fslands og
Rauða kross fslands við fórnar
lömb jarðskjálftanna þar í landi.