Tíminn - 16.07.1970, Page 8

Tíminn - 16.07.1970, Page 8
8 > TIMINN FIMMTUDAGUR 16. jólí 1976. Forsætisráðherrahjónin og dóttursonur þeirra Dr. Bjarni Benediktsson, for sætisráðherra, var rúmlega 62 ára er hann lézt, fæddist árið 1908. Hann var yngsti sonnr hjónanna Benedikts Sveinsson ar, alþingismanns, og Guðrúnar Pétursdóttur. Hann kvæntist fyrri konu sinni, Valgerði Tómasdóttur, í október 1935, en hún lézt í marz 1936 aðeins 22 ára að aldri. í desember 1943 kvænt- ist hann Sigríði Björnsdóttur, sem fórst með honum og dótt ursyni þeirra hjóna í brunan um á Þingvöllum. Þau hjónin áttu fjögur börn. Björn, fæddur 1944, sem stund ar laganám við Háskóla ís- lands og er kvæntur Rut Ingólfsdóttur. Guðrúnu. sem fæddist 1946 og starfar í Út- vegsbanka íslands. Valgerði, sem fæddist 1950 og stundar nám í BA-deild Háskóla ís- lands, en starfar sem flugfreyia á sumrin. Og Önnu, sem er fædd 1955. og er við skóla- nám. Þau áttu tvö barnabörn, og fórst annað þeirra með þeim á Þingvöllum. Það var Bene- dikt Vilmundarson, sonur Val gerðar og Vilmundar Gylfason ar. Hann var fjögurra ára. Hitt barnabarnið er Bjarni, þriggja ára, sonur Guðrúnar og Markús ar Jenssen. Bjarni Benediktsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskól anum í Reykjavík 1926 og lagði því næst stund á laganám í Háskólanum, en þaðan lauk hann embættisprófj árið 1930. Þá hélt hann til framhalds- náms í stjórnlagafræði við há- skóla í Berlín og Kaupmanna höfn, en kom heim árið 1932 og var skipaður prófessor við Háskólann. Var hann þá 24 ára gaenall. Bjarni Benediktsson ræðir við Dean Rusk í desember 1964, en þá var Rusk utanrikisráðherra Banda- ríkjanna. Bjarni gegndi prófessorsemb ættinu til ársins 1940, en þá tók hann við embætti borgar stjóra í Reykjavík. Hann hafði þá um nokkurt skeið, eða frá 1934, átt sáeti í borgarstjóm, og var svo til 1942 og svo aftur frá 1946 til 1949. Hann var borgarstjóri til ársins 1947. en það ár hófst ráðherraferill hans. Hann var fyrst utanríkis- og dómsmálaráðherra og gegndi þeim embættum til ársins 1953. Það ár varð hann dómsmála- og menntamálaráðherra og gegndi því embætti til 1956. Frá 1956 til 1959 var Bjarni ritstjóri Morgunblaðsins, en varð síðan dómsmála-, iðnað- armála- og kirkju- og heilbrigð ismálaráðherra í rikisstjórn Ólafs Thors. Þegar Ólafur Thors lét af embætti forsætis ráðherra i nóv. 1963, tók Bjarni vjð því embætti og gegndi því til dauðadags. Bjarni Benediktsson var kjör inn j miðstjónn Sjálfstæðis- flokksins árið 1936 og á alþingi fyrir flokkinn árjð 1942 og sat þar síðan. Hann var lengi vara formaður flofcksins, og tók við formennskunni af Ólafi Thors árið 1961. Bjarni Benediktsson gegndi fjölmörgum öðrum störfum. Hann var t. d. stjórnarformað ur Almenna bókafélagsins frá upphafi, og sat í stjórnum Eimskipafélags fslands, Spari sjóðs Reykjavíkur og nágrennis um árabil og í stjórn Árvafcurs frá 1955. Hann sat allsherjar þing Sameinuðu þjóðanna og var í fjölmörgum innlendum nefndum og ráðum. Einnig ritaði Bjami mikið um stjórnmál, lög og ýmis Snn ur mál, og hefur hluti af grein um hans og ræðum þegar ver ið gefinn út á vegum Almenna bókafélagsins. Meðal rita Bjama Benedikts- sonar er „Deildir Alþingis", sem kom út sem fylgirit Ár- bókar Háskóla íslands og síðar í bókarformi árið 1939. Á prófessorsárum sínum gaf hann einnig út í handriti fyrirlestra um Dómstóla og réttarfar og Ágrip af íslenzkri stjómlaga- fræði II. Þá hefur hann riíað margar greinar um lögfræðileg og stjómfræðileg efni f ýmis tímarit og afmælisrit. Bjarai Benediktsson var sæmdur heiðursdoktorsnafn- bót í lögum á hálfrar aldar afmæli Háskólans árið 1961, og var auk þess sæmdur mörgum heiðursmerkjum. Frú Sigríður Bjömsdóttir fæddist árið 1919, dóttir hjónanna Björns Jónssonar, skipstjóra í Ánanaustum, og Önnu Pálsdóttur. Benedikt Vilmundarson, dótt ursonur þeirra hjóna, fæddist 1966, sonur þeirra Valgerð- ar og Vilmundar Gylfasonar, sonar Gylfa Þ. Gíslasonar, menntamálaráðherra og konu hans, frú Guðrúnar Vilmundar dóttur. — EJ. ÚTFÖRIN FER FRAM FRÁ í DAG KJ—Reykjavík, miðvikudag. Útför torsætisráðherrahjón- anna dr. Bjarna Benediktsson ar og frú Sigríðar Björasdótt- ur og dóttursonar þeirra Bene dikts Vilmundarsonar, verður gerð frá Dómkirkjunni á morg un, fimmtudag, eg hefst athöfn in klukkan tvö. Biskupinn yfir íslandi herra Sigurbjörn Ein- arsson flytur kveðjuorð, en minningarorð flytur dómpró- fastur séra Jón Auðuns. Dómorganisti, Ragnar Björns son, annast orgelleik. Pétur Þorvaldsson leikur á celló. Karlakórinn Fóstbræður syng ur. Lúðrasveit Reykjavíkur leik ur sorgarlög á Austurvelli stundarfjórðung áður en kirkju athöfnin hefst og þjóðsönginn, er kisturnar hafa verið bomar úr kirkju. Ráðherrar, forseti sameinaðs Alþingis og borgarstjórinn í Reykjavík bera kistu forsætis ráðherra úr kirkju, en vinir og vandamenn kistur frú Sigríð ar Björnsdóttur og Benedikts Vilmundarsonar. í Dómkirkjunni verða frátek in sætin niðri fyrir nánustu ættingja og venzlamenn hinna látnn, ríkisstjóm og Alþingis menn, svo og sérstaka fuRtrúa erlendra ríkja. Forseti fslands og forseta- frú verða við athöfnina. Kirkjubekkir uppi verða opn ir almenningi kl. 13,40. Athöfninni verður útvarpað. Gjallarhornum verður komið fyrir við Alþingishúsið og í anddyri Alþingishússms, en þar verður komið fyrir sætum fyrir almenning eftir því sesn rými leyfir. Opinberar skrifstofur og fyr- irtæki verða lokuð á morgun eftir hádegið, eftir þvi sem við verður komið. BSS Kveðjuorð frá formanni Framsóknarflokksins Framhald af bls. 1 starfi. Hún stóð við hlið hans í erfiðri stöðu á hefð- artindi, þar sem oft er næðingssamt. Hún þurfti oft að koma fram sem fulltrúi lands og þjóðar bæði beima og erlendis. Mnn það allra dómur, að hún hafi ætíð komið þannig fram, að sómi var að, hvort heldur var innanlands eða utao. Hef ég heyrt ýmsa erlenda menn geta hennar með hlýju og virðingu- Hér var hún vel virt að verðleikum. Þjóðin öll er harmi lostin vegna hins hörmulega slyss á Þingvöllum. En sárust er auðvitað sorg barna ráðherrahjónanna og annarra aðstandenda. Andspæn is henni eru öll orð fánýt. En ég veit, að þau finna, að til þeirra andar nú hlýju og samúð frá landsmönn- um öllum, hvar í flokki eða stétt, sem beir standa. Ég sendi þeim einlægar samúðarkveðjur. Ég votta einnig foreldrum og aðstandendum Benedikts Iitla, sem nú fylgir afa sínum og ömmu um ókunna stigu, innilega samúð. ÓLAFUR JÓHANNESSON- uuta OE

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.